Tíminn - 08.06.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.06.1994, Blaðsíða 2
2 QðSirAMiÁriMtiMf ^r»wrTWW Mi&vikudagur 8. maí 1994 Tíminn spyr... Eru safnkort Essó framför í vibskiptaháttum meö bensín og olíuvörur? Jóhannes Gunnarsson, formaöur Neytendasamtak- anna: „Það er að sjálfsögðu framför þegar þeir seljendur vöm og þjónustu sem taka á móti krít- arkortum, meta það við við- skiptavini að þeir staögreiði. Það er einnig mjög ánægju- legt að þetta útspil Essó hefur gert það að verkum að olíufé- lögin hafa nú hert samkeppn- ina sín á milli. Ég hef oft gagnrýnt takmarkaða sam- keppni á milli olíufélaga, þannig að hvert það skref sem stigið er til að auka við þá samkeppni er mjög gott fyrir neytendur." Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB: „Nýjustu tíðindin á þessum viðskiptamarkaði eru fagnað- arefni. Nú er loksins orðin samkeppni um verð á bensíni í fyrsta skipti síðan verðlagn- ing á bensíni var gefin frjáls. Við fögnum því að svo sé." Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna: „Já, því þau urðu til þess að hin olíufélögin lækkuðu bens- ínverðið." Samþykkt á Þingvöllum aö endurskoöa mannréttindakafla stjórnarskrárinnar? Markmiðib að gera ákvæbin um mannréttindi nútímalegri Samkvæmt þingsályktunar- tillögu sem ætlunin er að samþykkja á Þingvöllum 17. júní, í tilefni 50 ára afmælis lýðveldis á íslandi, er stefnt að því að endurskoðun VII. kafla stjómarskrárinnar (mannréttindakaflans) verði lokið fyrir næstu regíulegar þingkosningar. Markmiðið er aö gera ákvæði kaflans nútímalegri og laga þau að þeim alþjóölegu sáttmálum um mannréttindi sem ísland hefur gerst aöili aö. Við end- urskoöunina veröi höfö hlið- sjón af tillögum stjómar- skrámefndar frá apríl s.l. í greinargerð segir að flutn- ingsmenn telji ji eðlilegt að VII. kaflinn verði endurskoð- aður og þá hugsanlega skipt upp í tvo eða fleiri kafla og mannréttindaákvæði hans þannig aðgreind frá öðmm ákvæðum. Einkum sé það þó þrennt sem ræður því að eðli- legt sé að endurskoða mann- réttindaákvæði stjórnarskrár- innar: í fyrsta lagi þurfi að efla, sam- hæfa og samræma mannrétt- indaákvæðin, þannig að þau gegni betur en nú því hlut- verki sínu að vera vöm al- mennings í samskiptum við ríkisvaldið. í öðm lagi sé þörf á því að færa ýmis ákvæði til nútíma- legra horfs, enda séu þau óbreytt frá árinu 1874. í þriöja lagi sé tímabært að mannréttindaákvæði stjórnar- skrárinnar séu endurskoðuð með tilliti til þeirra þjóðréttar- legu skuldbindinga sem ísland hafi undirgengist með aðild að alþjóðlegum sáttmálum til vemdar mannréttindum. í greinargerö segir að á veg- um stjómarskrárnefndar sé Ályktun SUF vegna Þing- vallafundar Alþingis: Nóg komib af snobb- samkomum Samband ungra framsóknar- manna skorar á Davíð Odds- son forsætisráöherra aö til- kynna afsögn sína og ríkis- stjómarinnar, rjúfa þing og boöa til kosninga þegar viö upphaf fundar Alþingis á Þingvölum 17. júní næstkom- andi. Með afsögninni myndi forsæt- isráðherrann færa þjóðinni stærstu og bestu afmælisgjöfina á 50 ára afmæli lýðveldisins, og þá gjöf vill þjóðin miklu frekar en hundmð milljóna til mál- ræktar og hafrannsókna. Úrslit nýafstaðinna sveitar- stjómarkosninga sýna svo ekki verður um villst að þjóðin hef- ur hina megnustu andúö á nú- verandi ríkisstjóm og öllu hennar liði og vill allt til vinna að hún fari frá. Á Þingvöllum gefst einstakt tækifæri til að halda raunvem- lega þjóðhátíð - hátíð fólksins. Ætli forsætisráðherra ekki að verða viö áskorun þessari, hafa hvorki hann né aðrir þing- menn neitt þangaö að gera. Al- menningur hefur fyrir löngu fengið nóg af þarflausum snobbsamkomum þeirra og er mál að linni. ■ þegar lokið vemlegri vinnu, samanber þær tillögur sem nefndin setti fram í 14 grein- um í apríl síðastliðnum. Fyrsta greinin hljóðar svo: „Allir skulu njóta mannhelgi og frelsis og vera jafnir fyrir lögum. Mannréttinda skulu menn njóta án nokkurs manngrein- arálits vegna kynferðis, trúar- bragða, skoðana, þjóðernis, kynþáttar, litarháttar, efna- hags eða stööu sinnar í öðm tilliti." Önnur greinin um jafnan rétt manna að gæðum og aðstoð þjóðfélagsins hljóðar svo: „Allir skulu eiga rétt á aðstoö vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysi eða af öðmm ástæðum, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Allir skulu eiga rétt til að njóta menntunar og fræðslu við sitt hæfi eftir því sem nán- ar er ákveðið í lögum. Rétti manna til vinnu og or- lofs skal skipað með lögum. Engin bönd má leggja á at- vinnufrelsi manna, nema al- menningsheill krefji, enda þarf lagaboð til." Greinar varðandi frelsi manna, m.a. til feröa, búsetu og skoöana eru eftirfarandi: „Enginn íslendingur verður sviptur ríkisborgararétti sínum og engum þeirra meinað að koma inn í landið. Allir, sem eiga löglega dvöl í landinu, skulu frjálsir ferða sinna og ráða búsetu sinni. Öllum skal frjálst að fara úr landi. Virða ber skoðanafrelsi manna. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar. Þó verður hann að ábyrgjast þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar tálmanir á tjáningafrelsi má aldrei í lög leiða. Friðhelgi einkalífs, fjölskyldu og heimilis skulu alíir njóta. Jafnframt skulu þeir njóta leyndar um trúnaðarskipta við aðra menn. Eignarréttur er friðhelgur. Enga má skylda til að láta af hendi eign sína, nema al- menningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir. Allir skulu njóta frjálsræðis til að stofna félög og efna til funda." Og í þrem greinum sem fjalla um frelsissviptingu og með- ferð refsimála segir m.a.: „Enginn skal sekur fundinn um refsivert athæfi, nema brot hans hafi varðað refsingu að lögum þegar það var framið. Eigi má heldur dæma neinn til þyngri refsingar en heimilt var Magnús Gunnarsson, for- maöur VSÍ, seglst óttast aö þeim íslendingum kunni aö fjölga sem vilja búa erlendis ef ekki tekst að snúa við þeirri þróun sem átt hefur sér stab á undanförnum ár- um í efnahagslífi lands- manna. á þeim tíma, þegar refsivert verk var unnið. Allir skulu hljóta réttláta meðferð mála sinna fyrir dóm- stólum. Hver sá, sem sakaður er um refsiverða háttsemi, skal talinn saklaus, uns sekt hans hefur verib sönnuð lögum samkvæmt. Frelsissviptingu verður því Þjóðleikhúsið hóf leikferð sína um Norðausturland með leikritið Ástarbréf í gær. Leik- ritið verður flutt á fimm stöð- um í ferðinni. Það eru leikar- amir Herdís Þorvaldsdóttir og Gunnar Eyjólfsson sem fara með hlutverkin í Ástar- bréfum. Leikritið var sýnt við miklar vinsældir á Litla sviði Þjóðleik- hússins síðastliðið haust. Ást- arbréf segir frá sambandi karls og konu sem þekkst hafa allt frá bemsku og haldið stöðugu bréfasambandi í gegnum árin. Þau em ólíkir einstaklingar en samband þeirra hefur þróast og dýpkaö í gegnum bréfaskrift- irnar þótt þau hafi af ýmsum A nýafstöðnum abalfundi VSÍ sagði formaðurinn að útlit væri fyrir að þjóðartekjur á mann yrðu 6% minni í ár en var áriö 1986. Á sama tímabili hafa þjóðartekjur á mann í ríkjum Evrópusambandsins aukist um 14%, þannig að ís- lendingar hafa dregist aftur aðeins beitt, að til hennar sé sérstök lagaheimild. Hver sá sem tekinn er höndum, skal án tafar fá vitneskju um ástæður fyrir handtökunni.... Jafnan skal sá, sem sviptur hefur verið frelsi andstætt lög- um, eiga rétt til skaðabóta." ástæðum aldrei náð saman. Leikritið lýsir ást þeirra, tilfinn- ingu og eftirsjá. Höfundur Ást- arbréfa er bandaríska leikskáld- ib A.R. Gurney og Úlfur Hjörv- ar þýddi verkib. Þómnn Sigríð- ur Þorgrímsdóttir gerði leikmynd en lýsing er í hönd- um Ásmundar Karlssonar. Leik- stjóri er Andrés Sigurvinsson. Fyrsta sýning leikferðarinnar var á Húsavík í gær. í kvöld verður sýnt á Kópaskeri, á Raufarhöfn á morgun, 9. júní, á Þórshöfn á föstudag og loks á Vopnafirði nk. laugardag. Sýn- ingamar á Kópaskeri og Raufar- höfn hefjast klukkan 20.30 en á Þórshöfn og Vopnafirði kl. 21.00. ■ um fimmtung á þessum átta ámm. Magnús sagði þetta vera hættumerki og því brýnt ab sækja fram í efnahagslegu til- liti því annars mundi íslenskt þjóðfélag ekki standast saman- burð við þab sem gerðist ann- ars staðar. B Þjóöhagsleg hœttumerki: Þeim kann ab fjölga sem vilja búa erlendis Cunnar Eyjólfsson íhlutverki sínu í Ástarbréfum. Ástarbréf á Norb- austurlandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.