Tíminn - 08.06.1994, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.06.1994, Blaðsíða 10
10 gfawwwi Miövikudagur 8. júní 1994 HESTAR GUÐLAUCUR TRYGGVI KARLSSON Fimm efstu í A-flokki gœbinga ásamt efsta leikmanninum. Frá vinstri: Einar Halldórsson móts- stjóri, Karl Loftsson bankastjóri Búnabarbankans í Mosfellsbœ sem gaf verblaunin, og Hákon jóhanns- son kaupmabur í Sport, sem gaf efsta leikmanninum verblaun og hampar hann þeim vib hlib hans. Þá koma Atli og Cosi, Erling og Þokki, Sigurbur og Prins, Trausti Þór og Hrafnaflóki og Björgvin og Spá. 250 m skeið: Erling Sigurðsson á Brönu varð fyrstur á 24,41 sek., þá komu Björgvin Jónsson og Pæper 24,48 sek. og Kristján Þorgeirsson á Þrym 24,94 sek. 150 m skeið: Erling Sigurðsson á Símoni varð fyrstur á 15,69 sek., þá kom Trausti Þór Guömunds- son á Hjalta 16,00 sek. og Sig- urður Sigurðsson á Baldri 16,77 sek. Unghross í tamningu: Trausti Þór Guðmundsson og Fröken sigmðu, þá komu Björgvin Jónsson og Hanna og Haraldur Sigvaldason og Rökkva. Alltaf er jafn mikið til- hlökkunarefni að koma á hestaþing í Mosfellsbæ. Mosfell- ingar eru einstaklega hressir og skemmtilegir. Náttúmfeg- urð þvílík á Varmárbökkum að minnir á faðm Skagafjarðar á Vindheimamelum. Hesta- mennskan landlæg í hérað- inu, aðbúnaður frábær og undirritaður hefur ekki í ann- an tíma lent í öðrum eins hnallþómm, rjómapönnukök- um, brauðtertum og „jukki í potti með góðu í botninn" ásamt kaffi fyrir tvöhundmð kall. Geri aðrir betur í veiting- um. Mótið var jafnframt úr- taka Haröar fyrir landsmótið á Hellu. Helstu úrslit: A-flokkur: Atli Guðmundsson sigraði á Flosa Þrastar Karlssonar frá Syðri-Brekkum, eink. 8,77, þá kom Erling Sigurðsson á Þokka, 8,59, Siguröur Sigurð- arson á Prins, 8,56, Trausti Þór Guðmundsson á Hrafnaflóka, 8,56 og Björgvin Jónsson á Spá, 8,70. B-flokkur: Sveinbjörn Ragnarsson sigr- aöi á Muna sínum frá Ketils- stöðum, eink. 8,80. Muni og Trausti Þór sigmðu A- flokkinn á síðasta landsmóti eins og frægt er. Næstur varð Sævar Haraldsson á Þráni 8,69. Þá kom Erling Sigurðsson og Eld- ur 8,66, Garðar Hreinsson og Fannar, 8,58 og Sigurður Sig- urðsson og Sindri, 8,67. Unglingar: Guðmar Þ. Pétursson sigraði á Spuna, eink. 8,75, þá kom Garðar Hólm Birgisson á Skaf- renningi 8,35, Sölvi Sigurðs- son á Nunnu, 8,34, Brynja Brynjarsdóttir á Ljóma 7,82 og Berglind Hólm Birgisdóttir á Baldri 8,02. Böm: Magnea Rós Axelsdóttir á Vafa sigraði, eink. 8,51, þá kom Birta Júlíusdóttir á Dropa 8,25, Helga Ottósdóttir á Kol- finni 8,11, Hrafnhildur Jó- Erling og Össur sigrubu í töltkeppninni. hannesdóttir á Bara 7,92 og Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir á Hreggviði 8,08. Tölt: Erling Sigurðsson á Össuri sigraði með 84,4 stig, þá kom Trausti Þór Guðmundsson á Farsæli 83,2, Sævar Haralds- son á Bráni 77,2, Berglind Árnadóttir á Snjalli 70,0 og Þorvarður Friðbjömsson á Prins 67,6. Berglind og Snjall í töltkeppninni. Gæöingamót Haröar Trausti Þór og Farsœll á fallegu töltspori. Fimm efstu í barnakeppninni ásamt mótsstjóranum Einarí Halldórssyni og Karíi Loftssyni bankastjóra Búnabar- bankans í Mosfellsbœ, sem gaf verblaunin. Bömin eru, frá vinstrí: Magnea Rós og Vafi, Birta og Dropi, Helga og Kolfinnur, Hrafnhildur og Bara og Ragnheibur og Hreggvibur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.