Tíminn - 08.06.1994, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.06.1994, Blaðsíða 11
Mi&vikudagur 8. júní 1994 11 Finndís Finnbogadóttir Sauöafelli U Fædd 23. september 1909 Dáin 28. maí 1994 Hinn 4. júní sl. fór fram frá Snóksdalskirkju útför Finndísar Finnbogadóttur, fyrrum hús- freyju á Sauðafelli, sem lést 28. maí sl. á sjúkrahúsinu á Akra- nesi eftir örstutta legu. Jarösett var í kirkjugarðinum á Sauöa- felli, þar sem Finndís var lögð til hinstu hvílu við hlið eigin- manns síns, Haraldar Kristjáns- sonar bónda á Sauðafelli, sem lést í árslok 1983. Finndís Finnbogadóttir var fædd 23. september 1909 á Svínhóli, dóttir hjónanna Finn- boga Finnssonar frá Háafelli og Margrétar Pálmadóttur frá Sval- barða, og var því 84 ára að aldri er hún lést. Finnbogi og Margr- ét fluttust að Sauðafelli 1918 og átti Finndís heimili þar nær alla tíð síðan. Finndís var næstyngst tólf bama þeirra Sauðafells- hjóna og em nú tvö þeirra á lífi. Sauðafell í Miðdölum er eitt af fomum höfuðbólum þessa lands. Þar bjó fyrst svo sögur t MINNING fari af Þórólfur rauðnefur og var hann talinn bóndi mikill. Það em einkum tveir atburðir sem ber hæst í sögu Sauðafells, ann- ars vegar Sauðafellsför Vatns- firðinga 1229 og hins vegar Sauðafellsreið Jóns biskups Ara- sonar haustið 1550. Báðir þessir atburöir tengjast örlagaríkustu atburðum íslandssögunnar, þ.e. endalokum þjóðveldisins og átökum hins kaþólska kirkju- valds og konungsvalds á siða- skiptaöld. Sauðafell er sögu- frægur staður allt frá landnáms- öld, þó ekki sé bærinn land- námsjörð, heldur næsti bær, Erpsstaöir, þar sem Albert bróðir Finndísar bjó lengi, en hann lif- ir nú ásamt Herdísi systur þeirra í hárri elli í Reykjavík. Finndís giftist árið 1936 Har- aldi Kristjánssyni, sem fæddur var að Hamri í Höröudal. Sama ár hófu þau búskap á Sauðafelli, fyrstu árin í sambýli við Finn- boga og Margréti og einnig Al- bert og Elísabetu, bróður henn- ar og mágkonu. Finndís og Har- aldur eignuðust einn son, Hörð, sem býr nú á Sauðafelli ásamt konu sinni, Kristínu Ágústsdótt- ur frá Kirkjuskógi. Finndís og Haraldur bjuggu því á Sauðafelli á fimmta áratug áður en þau fluttu til Reykjavíkur, þar sem þau bjuggu yfir vetrarmánuðina þar til Haraldur lést 29. desem- ber 1983. Þau hjón bjuggu góðu búi á Sauðafelli og vom bæði alla tíð meðvituð um sögu stað- arins. Sauðafell liggur nánast um þjóðbraut þvera og þar hefur aíla tíð verið gestkvæmt mjög, enda var þar bæði póstafgreiösla og símstöð í áratugi, þar til ný tækni leysti gamla sveitasímann af hólmi. Gestir og gangandi nutu alla tíð gestrisni þeirra Sauðafellshjóna. Það átti ekki síst við um hina fjölmörgu af- komendur Finnboga og Margr- étar á Sauðafelli, sem gist hafa staöinn um lengri eða skemmri tíma. Sauðafell stendur hátt, undir samnefndu felli, með útsýni bæði til Baulu í Borgarfirði og Klakkeyja í Hvammsfirði. Þar hefur mér þótt einna kærast að lifa íslensku sumarkvöldin. Mér er því ljúft aö minnast Finndís- ar, föðursystm minnar, sem tók á móti mér á Sauðafelli allt frá því ég kom þangað fyrst sem smástrákur og æ síðan, sem væri ég einn af heimilismönnvun. Alla tíð síðan hefi ég tengst Sauðafelli sterkari böndum en öðrum stöðum á íslandi. Að fara vestur að Sauöafelli í réttir og leitir fram á Sanddal, Álftada' og Geldingadal eða fram á Suðmár- dal og Merkjahrygg var tilhlökk- unarefni ár eftir ár. Velvild Finndísar í minn garð og við- mót einkenndist alla tíð af al- þekktri ljúfmennsku hennar. Finndís var bæði hlédræg og hógvær kona, en þó ákveðin og föst fyrir. Samt var hún kát og glaðlynd. Einnig minnist ég hollra leiðbeininga og góðra ráða sem hún gaf mér. Alls þessa minnist ég nú að leiöarlokum um leið og ég er þakklátur fyrir kær kynni sem aldrei bar nokk- urn skugga á. Atvikin haga því svo að vegna starfa minna erlendis get ég ekki fylgt Finndísi hinsta spölinn, en Herði og Kristínu svo og böm- um þeirra sendi ég og fjölskylda mín mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Haukur Ólafsson Víti til varnaöar Ég vil þakka Hauki Helgasyni hagfræðingi fyrir ágætar greinar í Morgunblaðinu 23. og 26. apríl sl. Þar rekur hann á skilmerkileg- an hátt feril samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið og flettir ofan af blekkinga- og ósanninda- vaðli Jóns Baldvins um „ágæti" þessa óheillamáls, sem felur í sér ótvíræð brot á gmndvallar- ákvæöum stjórnarskrárinnar og stórfellt afsal landsréttinda. Þetta er þörf og mögnuð hug- vekja, orð í tíma töluö. Því það er nú óðum að koma í ljós, sem við andstæðingar EES óttuðumst — og raunar vissum — að samning- urinn var hugsaður sem áfangi inn í Evrópubandalagiö, sem nú kallast Evrópusambandið. Með öbram oröum: Aðstandendur samningsins vom vísvitandi að blekkja landsmenn. Áróðursherferö fyrir inngöngu íslands í ESB er greinilega hafin. Kratar og ýmsir svokallaðir „stjómmálafræðingar", jafnvel þjóðréttarfræðingar, lúta svo lágt að lítilsvirða fullveldið, telja fólki trú um að þaö sé liðin tíð og jafn- framt óæskilegt. Og fréttamenn útvarps og sjónvarps, flestir a.m.k., styðja þennan áróður. í mínum huga er þetta lítillækk- andi og hættulegt daður við er- lent vald. Ekki alls fyrir löngu var um- ræöuþáttur í sjónvarpi um Evr- ópumálin. Þrír þátttakendur, auk „stjórnandans", mæltu með inn- göngu í ESB og færðust mjög í aukana með áróöur sinn eftir því sem á þáttinn leið. Sá fjórði fór sér hægar, en taldi þó innlimun í ESB næstum óumflýjanlega. Sig- mundur Guðbjarnason talaði einn gegn inngöngu og mælti meö tvíhliða viöskiptasamning- um við Evrópuríkin í staðinn fyr- irEES. Þaö vakti undrun mína að fylg- ismenn ESB minntust vart einu orði á í hverju ávinningur aðildar væri fólginn; „við mættum bara ekki missa af lestinni." Er tiltrúin kannski ekki meiri en svo að „vinunum" sé ætlaö aö loka dyr- um að „sæluríkinu" ef íslending- LESENDUR ar draga á langinn að sækja um inngöngu í ESB? Þessir menn sniðgengu gjörsamlega kjama málsins: fullveldisafsalið, sem jafnvel Jón Baldvin, trúboði Evr- ópuhyggjunnar, viöurkennir. Það ber vott um ótrúlega skammsýni og blinda trú að halda því blákalt fram að nýgerö- ur samningur Norðmanna viö ESB sé hvetjandi fyrir ísland. Meö honum em Norðmenn — veröi hann fullgiltur — að afsala sér umráðum yfir eigin auðlindum, fiskveiöilögsögunni, að loknum umsömdum aðlögunartíma. Sem kunnugt er, er gildi sjávaraflans mörgum sinnum stærra mál fyrir ísland en fyrir Noreg. Það liggur því í augum uppi aö þessi samn- ingur Norðmanna er víti til vamað- ar. Tilsvarandi samningur fyrir ís- land myndi — þó ekki kæmi ann- aö til — væntanlega leggja í rúst efnahagslegt og stjórnarfarslegt sjálfsforræði þjóöríkisins. Það verður að kveða niður þessar vondu hugmyndir um inngöngu í ESB, en gera þess í stað tvíhliða við- skiptasamninga viö Evrópuríkin á tilsvarandi hátt og við önnur ríki heimsbyggðarinnar í staöinn fyr- ir EES, sem veröi látið sigla sinn sjó. Það er óþarfi að gera því skóna aö ofríkisöflin og auðhyggjufíkl- arnir úti í Bmssel hafi í hyggju að stunda hér einhverja góðgerðar- starfsemi. Sameining Evrópuríkja — án vopnavalds þó — í eitt stór- ríki er takmarkiö. Þar á ísland ekki heima, það verður bara gleypt. Þar verður réttur hinna fá- tæku og smáu fyrir borö borinn, og þar verður réttur norrænna jaðarbyggða fótum troðinn, ef að líkum lætur. Ég vantreysti ríkisstjóm og meiri- hluta Alþingis stórlega í þessum Evrópumálum. Jón Baldvin, Bjöm Bjamason og þeirra undirsátar em til alls vísir. Nýleg formanns- skipti í Framsóknarflokknum spáir ekki góöu. Halldór Ásgríms- son er beggja handa járn í Evr- ópumálunum. Afstaöa hans við afgreiöslu EES-samningsins á Al- þingi í fyrra ber þess vitni. Nýleg- ar yfirlýsingar hans um viðræður við ESB em blendnar, og ef ég hefi tekið rétt eftir útilokar hann ekki umsókn um inngöngu í ESB. Vemm þess minnug að 'ríkis- stjórn og Alþingi hafa ekki fengiö neitt umboð til að selja landið okkar og versla meö fjöreggið. Kratar munu hinsvegar leggja of- urkapp á aö koma fram vilja sín- um fyrir næstu kosningar. Þar er þvi algjört gmndvallaratriöi að þjóðin vakni strax til fullrar vit- undar um alvöm þessa máls og geri allt sem unnt er til að stöðva djöfladansinn: braskið með sjálfs- forrœði íslenska þjóðríkisins. Friðjón Guðmundsson, Sandi, Aðaldal Grænlenska teymib Blokk fjögurra frímerkja. Sérstök nefnd var stofnuð á Græn- landi árið 1987 til þess að hvetja til og fá sem flesta til að taka þátt í vetraríþróttum. Markmiðið er að þjálfa íþróttafólkið til keppni í hinum ýmsu greinum á alþjóðleg- um vettvangi. Því er það hlutverk nefndarinnar að vinna að því að fá sem flesta til að styrkja þetta starf með fjárframlögum, svo viðkom- andi íþróttafólk geti ekki aðeins keppt heima, heldur einnig á nor- rænum vettvangi, á Evrópumeist- aramótum, heimsmeistaramótum og jafnvel á Ólympíuleikum. Til þess þurfti mikið fé og landið tók þátt sjálfstætt á vetrarólympíuleik- unum í Lillehammer núna nýver- ið. Þar var hópur skíðaíþrótta- manna. Einnig er fyrirhugað að keppa á leikunum næstu í Atlanta 1996, en einn maraþonhlaupari hefir áunnið sér rétt til keppni þar. Það em fyrst og fremst skíöa- íþróttir sem em vinsælar íþrótta- og keppnisgreinar á Grænlandi í dag, enda aðstæðumar til iðkunar þeirra bestar. Margir bæir hafa komið upp skíðasvæðum og skíða- FRÍMERKI SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON brautum, svo og skíðalyft- um við hærri brekkur, svo sem flestir geti ekki að- eins notið úti- vistarinnar, heldur einnig þjálfað í k e p p n i s - í þ r ó 11 u m þeim er tengjast skíöaiðkuninni. Hjá Maniitsoq eða vib Sykurtopp- inn hefir verið útbúin skíðamiö- stöð með öllum þægindum og möguleikum á meginlandsísnum í 1000 metra hæö. Nefndist mið- stöðin Apussuit eöa Stóri snjórinn. Þarna er hægt að stunda skíðaiök- anir og íþróttakeppnir allt árið um kring. Skíðagöngur em hálfgert nýnæmi á Grænlandi. Eskimóamir þekktu ekki þennan ferðamáta í upphafi, heldur aðeins sleðana dregna af hundum. Fyrsm skíðin komu til landsins með dönskum og/eða norskum embættismönnum. Notkun skíða fór fyrst að veröa almenn á Grænlandi eftir að norski landkönnuðurinn Friðþjóf- ur Nansen og fimm leiðsögumenn hans gengu yfir meginlandsísinn á skíðum árið 1888. Knud Rasmus- sen minnist þess, að þegar fréttist af þessu þrekvirki á æskuheimili hans í Jakobshöfn, eba Illulissat, vildu allir drengir eignast skíði. „Frá morgni til kvölds vom allar okkar frísmndir notaðar til skíða- æfinga. Fannst okkur þetta yndis- leg íþrótt." En þarna vom ekki alls staðar til skíði og þvi fór eins og ég minnist úr bemsku minni, að tunnustafir vom mest notuðu skíðin. Nú í febrúar vom svo gefin út frí- merki til að styöja þetta starf, nán- ar tiltekið þann 10. febrúar. Þetta er blokk fjögurra frímerkja á 4,00 + 0,50 DKR. Myndin er af Eskimóa í búningi á skíðum ásamt öðmm í keppnisbúningi. Þá er merki græn- lenska teymisins og áletmnin „01 — 94 Lillehammer". Frímerkin em öll eins, en jaðarprent blokkarinn- ar er í snævi þöktu fjallalandslagi. Thue Christiansen hefir teiknað frímerkin, en lemrseminguna hef- ir Jens Lorentzen annast og em merkin offsetprentuð. Blokkin er 140 x 80 mm aö stærð. Þá verður einnig gefið út frímerki í samstæðunni til daglegra nota með mynd Margrétar Þórhildar drottningar, sem teiknuð er af Claus Achton Friis og grafin af Czeslaw Slania. Þetta er sjö króna frímerki prentað í stálstungu. Þaö er gefið út sama dag, eba 10. febrú- ar 1994. Rétt er að geta þess ab sífellt er verib ab einkavæða fleiri og fleiri deildir danska póstsins. Nú hefir frímerkjaútgáfa og frímerkjasalan á Grænlandi verib einkavædd og heitir því framvegis: KNI SERVICE A/S, Kalaallit Allakkeriviat, Grönlands Postvæsen, Filatelia, DK-3913 Ammassalik Verða viðskiptavinir framvegis að snúa sér til þessa heimilisfangs. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.