Fréttablaðið - 03.03.2009, Síða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
ÞRIÐJUDAGUR
3. mars 2009 — 54. tölublað — 9. árgangur
AÐALHEIÐUR INGADÓTTIR
Búin að ganga allar
götur Akureyrar
• heilsa
Í MIÐJU BLAÐSINS
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
KYNSJÚKDÓMAR – Smitleiðir, einkenni, meðferð, for-
varnir er heiti bæklings sem kominn er út á vegum sóttvarna-
læknis. Bæklingurinn er fyrst og fremst saminn með þarfir ungs
fólks í huga og gefinn út bæði á prenti og í rafrænu formi.
Ýmislegt er hægt að gera til að huga betur að heilsunni og ekki þarf það að kosta eyri, eins og Aðalheiður Ingadóttir sannreyndi fyrr í vetur þegar hún setti sér að markmiði að ganga allar götur Akureyrar.
„Ég ákvað að fara allar göturnar. Þannig gerði ég þetta áhuga-verðara í staðinn fyrir að fá mérbara einhve
hugmyndin svo sniðug að hún sló til. „Ég fæ mér oft göngutúra og þegar ég heyrði af þessari ráða-gerð fannst mér hún svo frábær að ég kýldi á þetta.“Að sögn Aðalheiðar gekk hún yfirleitt í einn til tvo tíma í senn en fór ekki nema vera upplögðEkki hefur hún töl á
stundum í kaffi til fólks sem ég þekkti í gamla daga.“En skyldi hún einhvern tímann ætla að endurtaka leikinn nú þegar markmiðinu hefur verið náð? „Já, ég væri alveg til í það eftir svona tvö ár,“ svarar hún og se iekki
Margs vísari um bæinnÞeir eru sjálfsagt ekki margir sem þekkja bæinn sinn jafn vel og Aðalheiður Ingadóttir, sem tók upp á
því að ganga hverja einustu götu á Akureyri í vetur og segist hafa fræðst töluvert um heimahagana.
Aðalheiður segist ganga mikið og syndir allt upp í 700 metra á hverjum degi.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS
VÉLFRÆÐINGURM/ full réttindi og reynslu óskar eftir vinnu
á höfðuborgarsvæðinu. Ýmislegt kemur til greina.
Hef reynslu af sölumennsku og markaðssetningu
bæði innanlands og utan. Góð tungumálakunnátta
fyrir hendi. GSM: 893-1055
telpurS onuK r
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
Patti húsgögn
TILBOÐ VIKUNNAR
landsins mesta úrval af sófasettum
verð áður 359.900
Sófasett 3+1+1
kr.239.900,-
Mikið úrval af
upphengdum salernum
Baldursnesi 6
Akureyri
Sími 414 1050
Smiðjuvegi 76
Kópavogi
Sími 414 1000
Opið virka daga frá 8 -18
laugardaga frá10 -15
Fleiri láta gera við
Réttingaverkstæði
Jóa á Dalvegi var
stækkað á dögun-
um og bætt við
mannskap.
TÍMAMÓT 16
VIGDÍS HREFNA PÁLSDÓTTIR
Leikur síamstvíbura í
Þjóðleikhúsinu
Mótleikarinn gamall bekkjarfélagi
FÓLK 26
EVA MARÍA ÞÓRARINSDÓTTIR
DJ Glimmer á árshátíð
Kvenna með konum
Karlmenn bannaðir á besta balli ársins
FÓLK 26
Gullfalleg
Plata Lay Low fær
góða umsögn
í Sunday
Times.
FÓLK 20
STORMUR Í dag verður norðaust-
an stormur á Vestfjörðum, annars
mun hægari. Bætir þó heldur í
vind víðast hvar í dag. Snjókoma
norðvestan til og stöku él suðaust-
anlands. Frost um mestallt land.
VEÐUR 4
-2
-1
-4
-2
0
SAMGÖNGUR Íslenskir ráðamenn
flugu alls tólf sinnum milli landa
með flugvélum sem ekki voru
í almennu farþegaflugi á árun-
um 2005 til 2008. Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands, flaug
alls níu sinnum með einkaþotum
eða leiguvélum á vegum íslenskra
fyrirtækja á tímabilinu.
Flugferðir forseta Íslands voru
með vélum í eigu eða leigu Glitn-
is, Novators, FL Group, KB-banka
(síðar Kaupþings banka), Actavis
og Eimskipafélags Íslands. Þetta
kemur fram í svari embættisins
við fyrirspurn Fréttablaðsins.
Þannig flaug Ólafur Ragnar frá
London til Sófíu í Búlgaríu með vél
Novators í september 2005. Hann
sótti landsleik Íslands og Búlgar-
íu, ræddi við ráðamenn um sókn
íslenskra fyrirtækja í landinu og
kynnti sér forvarnir gegn fíkni-
efnum.
Í september 2007 fór Ólafur
Ragnar í ríflega sólarhringsferð
til Leeds á Englandi með leiguvél
á vegum Eimskipafélags Íslands.
Forsetinn flutti ávarp við opnun
skrifstofubyggingar Eimskipa-
félagsins, heimsótti Háskólann í
Leeds og sæmdi tvo menn fálka-
orðunni fyrir framlag til kynning-
ar á íslenskri menningu.
Ráðuneytin hafa ekki notað
einkaþotur eða leigðar þotur í
sama mæli. Í svörum allra ráðu-
neyta við fyrirspurn Fréttablaðs-
ins kemur fram að samtals var um
þrjár ferðir að ræða á tímabilinu.
Forsætisráðuneytið leigði tvisv-
ar þotur, til að koma ráðherrum á
fundi í Rúmeníu og Norður-Sví-
þjóð. Sjávarútvegs- og landbúnað-
arráðuneytið leigði einu sinni vél
til að koma starfsmönnum ráðu-
neytisins á fund á vesturströnd
Grænlands. - bj / sjá síðu 6
Forsetinn flaug níu
sinnum í einkavélum
Ólafur Ragnar Grímsson fór níu flugferðir með þotum í eigu eða leigu íslenskra
fyrirtækja á árunum 2005 til 2008. Forsetinn flaug til dæmis með vélum Novat-
ors, Glitnis og FL Group. Ráðuneytin leigðu þrisvar flugvélar á sama tímabili.
Ábyrgð kjósenda
„Það erum við sem röðum á
framboðslistana og berum ábyrgð
á þeim,“ segir Jónína Michaels-
dóttir. Því þurfi að vanda valið.
Í DAG 14
TÆKNI Facebook-netsíðukerfið
hefur orðið fyrir fimm alvarleg-
um árásum tölvuþrjóta á einni
viku. Þeir koma fyrir ormum í
skilaboðum og nýjungum sem
notendur geta bætt við síður
sínar. Ormarnir sækja síðan per-
sónulegar upplýsingar og koma
þeim áfram til aðila sem reyna að
hagnast á þeim.
Mark Zuckerberg, stofnandi
Facebook, segir Facebook áfram
verða það opna samfélag sem það
er. Þeir sem lenda í vandræðum
með vírusa geta leitað sér leið-
beininga á síðunni. Einn ormur-
inn, svo dæmi sé tekið, er falinn
í fölsku Youtube-viðhengi sem
gjarnan er myndskreyting af
síðu notandans. - kóp
Tölvuþrjótar á ferð:
Hakkarar herja
nú á Facebook
ALÞINGI Jóhanna Sigurðardóttir
segist efast um að þing nái að
afgreiða öll mál sem þarf fyrir
12. mars. Þá má í fyrsta lagi
rjúfa þing, verði kosið 25. apríl.
Jóhanna sagði í gær að þingið
starfaði jafnvel
fram til 4. apríl.
Geir H. Haar-
de, formaður
Sjálfstæðis-
flokksins,
spurði Jóhönnu
út í þingrof.
Hann sagðist
ekki trúa því að
löggjafarþing-
ið sæti nánast
fram að kosningum við þessar
aðstæður og alls ekki ef afgreiða
þyrfti stjórnarskrárbreytingu.
Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir, varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins, bauð aðstoð Sjálf-
stæðisflokks við að koma góðum
málum í gegnum þingið. „Við
leggjum þá öllum öðrum málum
til hliðar og ræðum eingöngu
efnahags- og atvinnumál á þeim
fáu dögum sem eftir eru af
þinginu.“ - kóp
Forsætisráðherra um þingrof:
Þingið þarf að
fá lengri tíma
JÓHANNA
SIGURÐARDÓTTIR
Njarðvík vann
Keflavík
Njarðvíkingar
hafa unnið
nágranna sína
úr Keflavík í báð-
um leikjum liðanna
í vetur.
ÍÞRÓTTIR 22
VEÐRIÐ Í DAG
VEÐUR Rýma þurfti fjögur hús í
Bolungarvík í gærkvöldi vegna
snjóflóðahættu og þurftu fjór-
tán manns að yfirgefa heimili sín
undir Traðarhyrnu. Viðbúnað-
ur var einnig á Ísafirði, en ekki
hættustig. Yfirvöld meta stöðuna
aftur nú fyrir hádegi eftir veðri og
snjóalögum.
„Jú, þetta er vissulega óþægi-
legt, en við höfum svo sem ekki
miklar áhyggjur. Það er samt
alveg óhætt að hafa vaðið fyrir
neðan sig, því það er talsvert
mikið af snjó hér núna. Meira en
ég hef lengi séð,“ segir Sigurð-
ur Kjartan Hálfdánarson. Hann
þurfti að rýma hús sitt við Ljósa-
land ásamt Málfríði Þorvaldsdótt-
ur konu sinni og þremur börnum:
Bernódusi fimm ára, Guðrúnu
Freyju þriggja ára og Ólafi Haf-
steini eins og hálfs árs gömlum.
Sigurður, sem er alinn upp á
Bolungarvík, segir þetta í fyrsta
skipti sem fjölskyldan þurfi að
yfirgefa hús sitt.
„Við höfum hingað til horft á
aðra fara en lendum nú í þessu.
Annars tel ég mig fullfæran til
að meta hvort það þurfi að fara úr
húsinu eða ekki.“
Fjölskyldan fékk inni hjá móður
Sigurðar í bænum. Hann segir
krakkana taka þessu vel; úr þessu
verði ævintýri hjá ömmu.
Þrjár fjölskyldur fengu inni hjá
ættingjum og vinum, en sveitar-
félagið útvegaði einni fjölskyldu
húsnæði.
Töluverð snjókoma hefur verið
í Bolungarvík. Í gærkvöldi hafði
úrkoman mælst rúmir 20 mm á
sólarhring. Í gærkvöldi var spáð
nokkuð hvassri norðvestan átt en í
þeirri vindátt skapast aukin hætta
á snjóflóði í Traðarhyrnu. Í febrúar
árið 2007 voru aðstæður svipaðar
en þá féll snjóflóð á hús við Dísar-
land. Í gær voru hús við Ljósaland
og Traðarland rýmd. - kóp
Fjórtán þurftu að yfirgefa hús sín í Bolungarvík vegna snjóflóðahættu:
Þetta er vissulega óþægilegt
YFIRGEFA HEIMILIÐ Fjölskyldan að Ljósalandi á Bolungarvík yfirgaf heimili sitt í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu. Þau höfðu
tíma til að taka það allra nauðsynlegasta með. Þetta er í fyrsta sinn sem heimili þeirra er rýmt. MYND/HAFÞÓR GUNNARSSON