Fréttablaðið - 03.03.2009, Síða 2
2 3. mars 2009 ÞRIÐJUDAGUR
Sigursveinn, þýðir þetta að þú
sért orðinn hetjutenór?
„Já, ég er brjálaður hetjutenór.“
Fyrrum Luxor-söngvarinn Sigursveinn Þór
Árnason stökk inn í aðalhlutverkið í rokk-
óperunni !Hero, sem frumsýnd verður í
Loftkastalanum á föstudagskvöld, með
litlum fyrirvara.
STERKA KONU
Í FORYSTU!
www.olofnordal.is
Kjósum Ólöfu Nordal í 2.-3. sæti
í prófkjöri sjálfstæðismanna 13.-14. mars 2009
Verið velkomin á kosningaskrifstofu mína að Laugavegi 178, 4. hæð.
Sími 840 6464 - Opið frá 14-21.
ATVINNUMÁL Um fjórtán þúsund manns fá greiddar
atvinnuleysisbætur um þessi mánaðamót. Heildar-
upphæðin nemur um tveimur milljörðum króna,
sem er hæsta upphæð sem atvinnuleysistrygg-
ingasjóður hefur greitt út í einu lagi frá upphafi.
Alls eru 16.411 skráðir atvinnulausir hjá Vinnu-
málastofnun, þar af eru karlar 10.444 og konur
5.967. Frekari sundurliðun liggur ekki fyrir en
von er á skýrslu síðar í mánuðinum. Um síðustu
mánaðamót voru 13.280 á atvinnuleysisskrá.
Atvinnulausum hefur því fjölgað um ríflega þrjú
þúsund á einum mánuði.
Vegna þess hversu umfang greiðslnanna er
mikið tók það starfsfólk Vinnumálastofnunar tölu-
verðan tíma að ganga frá þeim. Var fólk beðið
um að sýna þolinmæði þótt greiðslurnar bærust í
seinna lagi.
Að sögn Líneyjar Árnadóttur, forstöðumanns
Vinnumálastofnunar á Norðurlandi vestra, sem
sér um greiðslukerfið, námu greiðslurnar í gær
tæpum tveimur milljörðum. Hún segir hins
vegar að búast megi við að gengið verði frá ein-
hverjum greiðslum næstu daga, svo líklegt sé að
heildartalan skríði yfir tvo milljarða.
Um síðustu mánaðamót greiddi Vinnumálastofn-
un 9.500 einstaklingum út bætur. - sh
Tveir milljarðar greiddir úr atvinnuleysistryggingasjóði um mánaðamótin:
Aldrei meira greitt í bætur
MIKIÐ ATVINNULEYSI Alls eru nú á sautjánda þúsund skráðir
atvinnulausir hérlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KAUPMANNAHÖFN Ekkert lát er
á átökum ungra innflytjenda í
Danmörku við Vítisengla. Nú um
helgina voru tveir menn myrt-
ir í þremur skotárásum og fjórar
manneskjur særðust, þar af einn
Færeyingur alvarlega.
„Eftir að þetta fór að stigmagn-
ast þorir maður varla á vettvang
lengur,“ segir Teitur Jónasson,
fréttaljósmyndari í Kaupmanna-
höfn, sem er farinn að nota skot-
helt vesti í vinnunni, rétt eins og
aðrir ljósmyndarar og blaðamenn
sem fjalla um þessi átök.
Seint á sunnudagskvöld réðust
tveir grímuklæddir ungir innflytj-
endur inn á kaffihús á Amagereyju
og hófu skothríð. Fyrir skotunum
varð þrítugur maður, sem lét lífið.
Einnig særðust tveir ungir menn,
19 og 20 ára gamlir, og 32 ára
gömul kona. Kaffihúsið er við hlið-
ina á bækistöð Vítisengla í götunni,
og ekki virðist fara á milli mála að
árásinni hafi verið beint að þeim.
Á föstudaginn var íraskur maður
myrtur á Norðurbrú og á laugardag
var skotið á 32 ára gamlan Færey-
ing, sem enn liggur þungt haldinn
á sjúkrahúsi.
Allt þetta fólk virðist hafa haft
lítil sem engin tengsl við klíkurnar,
sem standa í þessum átökum. Gagn-
kvæm tortryggni og hefndarhugur
virðist magna upp taugaspennu
þannig að skotið er á fólk bara
ef það virðist hugsanlega vera
tengt andstæðingunum.
„Þessi Færeyingur var bara
að fara á tónleika ásamt
vini sínum. Þeir voru að
skima í kringum sig í
hverfinu og virtust eitt-
hvað grunsamlegir, þannig að þeir
voru stöðvaðir. Svo gefur bílstjór-
inn í og þá er skotið á bílinn. Fær-
eyingurinn sem sat í farþegasætinu
varð fyrir skoti,“ segir Teitur.
Átökin hófust í ágúst þegar ungur
innflytjandi var myrtur í Ting-
bjerg, úthverfi norðan til í Kaup-
mannahöfn, þar sem innflytjendur
eru í miklum meirihluta. Sá
sem er grunaður um þann
verknað er meðlimur í vél-
hjólasamtökunum AK81,
sem eru stuðningssamtök
Vítisengla.
„Síðan hefur þetta
gengið á víxl fram
og til baka. Nú eru skotárásirnar
komnar upp í 29,“ segir Teitur.
Fyrir hálfum mánuði versnaði
ástandið um allan helming og síðan
þá hefur verið nánast stríðsástand
á Norðurbrú, þar sem fjölmargir
Íslendingar búa.
Stjórnvöld virðast nánast ráða-
laus gagnvart þessu ástandi.
Fjölgað hefur verið í lögreglulið-
inu á götum Kaupmannahafnar
og aðgerðir lögreglunnar hertar
mjög.
„Það lítur út fyrir að þeir skjóti
bara hvar sem þeim sýnist núna,“
sagði Ritt Bjerregaard, borgar-
stjóri Kaupmannahafnar, í viðtali
við Jótlandspóstinn.
gudsteinn@frettabladid.is
Óttinn breiðist út í
Kaupmannahöfn
Tveir myrtir og fjögur særð eftir þrjár skotárásir í Kaupmannahöfn um helgina.
Átök milli Vítisengla og ungra innflytjenda verða æ harðari. Íslenskur frétta-
ljósmyndari í Kaupmannahöfn þarf að nota skothelt vesti í vinnunni.
HERTAR LÖGREGLUAÐGERÐIR Ástandið í Kaupmannahöfn er orðið þannig að lög-
reglan stöðvar bifreiðar fyrirvaralaust og leitar í þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
SLYS Karlmaður úr Reykjavík,
fæddur árið 1963, beið bana
þegar bíll hans fór út af veginum
milli Akraness og Hvalfjarðar-
ganga á sunnudagskvöld.
Ökumaðurinn var einn í bíln-
um, sem fór nokkrar veltur þegar
hann fór út af veginum. Maður-
inn kastaðist út úr bílnum og er
talinn hafa látist samstundis.
Lögreglan á Akranesi og rann-
sóknarnefnd umferðarslysa unnu
að rannsókn slyssins í gær. Óskað
er eftir vitnum að slysinu.
Ekki er unnt að birta nafn
mannsins að svo stöddu. - kg
Slys skammt frá Akranesi:
Maður lést í
umferðarslysi
STJÓRNMÁL Geir H. Haarde, for-
maður Sjálfstæðisflokksins, vill
að endurreisnarnefnd flokksins
horfi til framtíðar en ekki fortíð-
ar. Hörð gagnrýni er sett fram
á flokkinn í áliti undirnefndar.
Geir sagði í fréttum Rúv í gær-
kvöldi að málfrelsi ríkti og menn
gætu gagnrýnt að vild. Hann
mundi þó ekki tjá sig um skýrslu-
drögin.
Ásta Möller, þingmaður flokks-
ins, baðst í sama fréttatíma
afsökunar á því að hafa ekki stað-
ið sig betur sem kjörinn fulltrúi.
Hún hefði átt að bregðast við
þegar bankakerfið stækkaði til
muna og hrundi að lokum. - kóp
Ásta Möller biðst afsökunar:
Geir vill horfa
til framtíðar
NEFNDIN KYNNT Geir segir hlutverk
endurreisnarnefndar flokksins að horfa
til framtíðar en ekki fortíðar.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
EGYPTALAND, AP Hillary Clinton,
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, segir að Bandaríkjastjórn
Baracks Obama ætli að vinna
hörðum höndum að því að finna
leiðir til þess að Ísraelar og Pal-
estínumenn geti átt friðsamleg
samskipti í tveimur ríkjum.
„Við höfum ekki efni á fleiri
bakslögum eða töfum, né eftirsjá
eftir því sem hefði getað orðið,
ef aðrar ákvarðanir hefðu verið
teknar,“ sagði hún á alþjóðlegri
ráðstefnu í Egyptalandi í gær, þar
sem fulltrúar ríkja og alþjóða-
stofnana ræddu um fjárveitingar
til uppbyggingar á Gasasvæðinu.
Á ráðstefnunni sagði Hillary að
Bandaríkin ætluðu að verja 900
milljónum dala til uppbyggingar
á Gasasvæðinu, en hluti fjárins á
að fara til Palestínustjórnar. - gb
Hillary í Egyptalandi:
Nóg komið af
töfum og hiki
Á FUNDINUM Í SHARM-EL-SHEIKH
Hillary Clinton sagði Bandaríkin ætla að
verja 900 milljónum dala til uppbygg-
ingar á Gasasvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VIÐSKIPTI Landsbankinn og Íslands-
banki, áður Glitnir, þurfa að
afskrifa samtals um 2,9 milljarða
króna vegna sölu á Árvakri, útgáfu-
félagi Morgunblaðsins. Þetta kom
fram í fréttum Stöðvar 2 í gær.
Samkvæmt heimildum frétta-
stofu Stöðvar 2 og Vísis var kaup-
verð Árvakurs tveir milljarðar
króna. Af þeirri upphæð fá bank-
arnir 1,7 milljarða upp í skuldir,
og 300 milljónir verða nýtt hlutafé
Árvakurs. Þórsmörk, félag í eigu
Óskars Magnússonar og fleiri, átti
hæsta boðið í fyrirtækið.
Skuldir Árvakurs voru um 4,6
milljarðar króna. Félagið skuld-
aði Íslandsbanka um 3,7 milljarða,
og Landsbankanum um 860 millj-
ónir króna. Þegar Þórsmörk hefur
greitt 1,7 milljarða upp í skuldirnar
standa eftir um 2,9 milljarðar sem
bankarnir tveir þurfa að afskrifa.
Guðjón Arnar Kristjánsson,
formaður Frjálslynda flokksins,
spurði fjármálaráðherra á Alþingi
í gær hvort salan á Árvakri yrði
fordæmi fyrir önnur félög. Taldi
hann farið inn á vafasama braut
með miklum afskriftum.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra sagði þetta ekki
endilega fordæmi fyrir önnur fyr-
irtæki, meta yrði hvert mál fyrir
sig. Málið sé á forræði bankanna.
- bj
Þórsmörk keypti útgáfufélag Morgunblaðsins af Íslandsbanka á tvo milljarða:
Afskriftir um 2,9 milljarðar
EKKI FORDÆMI Sala Íslandsbanka á
Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins,
gefur ekki endilega fordæmi, segir Stein-
grímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Á slysadeild eftir skíðaslys
Lögregla og sjúkrabíll voru kölluð í
Bláfjöll um klukkan 20 í gærkvöldi.
Starfsmaður kom að unglingsstúlku
meðvitundarlausri í brekkunni.
Stúlkan var komin til meðvitundar
þegar sjúkrabíll kom á staðinn. Hún
var flutt á slysadeild til aðhlynningar.
Ekki fengust upplýsingar um tildrög
slyssins í gær.
SLYS
TEITUR JÓNASSON
BANDARÍKIN Bandaríska leyniþjón-
ustan CIA hefur viðurkennt að
upptökum af yfirheyrslum yfir
92 meintum hryðjuverkamönnum
hefur verið eytt. Áður hafði CIA
aðeins viðurkennt að tveimur
upptökum hafði verið eytt, að því
er fram kemur á vef BBC.
Bandarísk mannréttindasam-
tök hafa stefnt leyniþjónustunni
til að freista þess að fá upplýs-
ingar um aðferðir sem beitt er
við yfirheyrslur. Telja samtök-
in að starfsmenn CIA hafi meðal
annars notað vatnspyntingar.
CIA segist nú leita annarra upp-
lýsinga um það sem fram fór við
yfirheyrslurnar. - bj
Yfirheyrslur leyniþjónustu:
CIA eyddi 92
upptökum
SPURNING DAGSINS