Fréttablaðið - 03.03.2009, Side 4
4 3. mars 2009 ÞRIÐJUDAGUR
ALÞINGI Steingrímur J. Sigfússon,
sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra, segir að skoða verði
hvort bjargráðasjóði verði ekki
beitt til að
aðstoða bænd-
ur vegna hás
áburðarverðs.
Þá verða heim-
ildir í lögum
nýttar til að
bjóða bændum
að gera auka-
uppgjör á virð-
isaukaskatti
með vorinu.
Þetta kom fram í utandagskrár-
umræðum í gær sem Höskuldur
Þórhallsson, þingmaður Fram-
sóknarflokksins, átti frumkvæði
að. Hann kallaði meðal annars
eftir afstöðu Steingríms til inn-
flutnings á hráu kjöti frá ESB.
Steingrímur sagði fyrrum fram-
sóknarráðherra hafa samið við
ESB og úr þeirri skuldbindingu
þyrfti að vinna. - kóp
Rangt var haft eftir Friðriki Smára
Björgvinssyni í frétt um sölu á þýfi á
vefsíðum sem birtist á laugardaginn.
Ekki hefur verið reynt að selja þýfi á
haninn.is.
LEIÐRÉTTING
MYNDLIST á Stokkseyri
Kennari Sjøfn Har sem er Cand phil í myndlist
Myndlist I 10.mars - 5.maí kl.19.30-22.30
Myndlist II 9.mars - 27.apríl kl.19.30-22.30
Myndlist III 11.mars - 5.maí kl.19.30-22.30
Viðurkenningarskjal. Ath. styrk frá fagfélagi
Uppl. um námskeiðin á www.sjofnhar.com eða í
síma 894 0367 og skráning á sjofnhar@sjofnhar.com
Staður: LISTASKÁLINN á torginu STOKKSEYRI
ALÞINGI Þær umsagnir sem bor-
ist hafa efnahags- og skattanefnd
vegna afnáms laga um eftirlaun
forseta, ráðherra, þingmanna og
hæstaréttardómara eru öll jákvæð.
Björgvin G. Sigurðsson, formaður
nefndarinnar, segir að frumvarpið
hafi verið afgreitt í gærmorgun út
úr nefnd í aðra umræðu á þingi.
ASÍ, Prestafélag Íslands og
BSRB fagna öll frumvarpinu og
mæla með að þau verði samþykkt.
ASÍ og BSRB minna á að í gild-
andi lögum um eftirlaun þessara
stétta felist forréttindi, sem sam-
tökin hafi mótmælt frá upphafi. Í
sama streng tekur Prestafélagið,
sem segir ekki ástæður til að hafa
sérlög um eftirlaun þessara stétta,
um þær eigi að gilda sömu lög og
um aðrar embættisstéttir. Þá leggur
Viðskiptaráð það einnig til að frum-
varpið nái fram að ganga. Þó segir
Viðskiptaráð í umsögn sinni að það
þurfi að tryggja að starf alþingis-
manna sé eftirsóknarvert. Slíkt
sé gert með bættu starfsumhverfi
eða bættum starfskjörum. „Það er
nauðsynlegt að störf alþingismanna
verði gerð eftirsóknarverð,“ segir
Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri
Viðskiptaráðs. „Hættan er sú að við
sitjum uppi með störf sem gott fólk
sækist ekki eftir.“
Ekki sé hægt í núverandi
umhverfi að horfa til hækkunar
launa alþingismanna. Því verði að
horfa til starfsumhverfisins til að
efla áhuga fólks á þingstörfum. - ss
Frumvarp um afnám eftirlaunalaganna fer í aðra umræðu á þingi:
Eindregið mælt með afnámi
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Fjármála-
ráðherra leggur til að almennar reglur
um lífeyriskjör opinberra starfsmanna
nái yfir þingmenn, ráðherra, forseta og
hæstaréttardómara. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
15°
8°
7°
9°
5°
8°
10°
7°
4°
4°
17°
9°
-2°
17°
1°
11°
14°
2°
Á MORGUN
Víðast 8-15 m/s, hvassast
austan og suðaustan til.
FIMMTUDAGUR
5-10 m/s
-2
-1
-1
-2 -4
-2
-2
1
0
0
-6
23
12
5
5
4
4
4
3
49
5
-2
-3
-4
-1 2 -2 1
-3
0
0
VONSKUVEÐUR Á
VESTFJÖRÐUM
Núna með morgn-
inum má búast við
norðaustan stormi á
Vestfjörðum samfara
töluverðri snjókomu
og skafrenningi og
stórhríð á heiðum.
Áberandi hvassast
verður vestast og
nyrst en einnig á
eftir að hvessa á
suðurfjörðunum og
á Ströndum. Það er
því vart ferðaveður
á þessum svæðum
í dag.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
STJÓRNMÁL Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, er harðorður í
garð stjórnarflokkanna tveggja
á heimasíðu sinni. Hann sakar
þá um úrræðaleysi og að stjórn-
in hafi ekki uppfyllt þau skilyrði
sem Framsóknarflokkurinn setti
þegar hann lofaði að verja stjórn-
ina hlutleysi.
„Það hafa hrúgast inn alls konar
frumvörp frá stjórninni og margt
af því eru ágætis mál, en þau mega
alveg bíða næstu ríkisstjórnar,“
segir Sigmundur. Spurður hvaða
mál það eru segir hann: „Það á við
um flest mál stjórnarinnar.“ Sig-
mundur segir stjórnina hafa átt að
einbeita sér að efnahagsmálum og
endurskoðun stjórnarskrár.
Hann segir þó ekki að Fram-
sóknarflokkurinn muni hætta
stuðningi við stjórnina. Kannski
hefði verið réttara að fá efnahags-
áætlun stjórnarinnar fyrirfram
áður en stuðningi var lofað. „Við
kynntum okkar tillögur og þeim
ber engin skylda til að taka undir
þær. En ef þau ætla sér að slá þær
út af borðinu hefðum við viljað
að þau legðu eitthvað annað fram
í stað þess að segja bara: Ekki
þetta.“
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður Vinstri grænna, segist
ekki hafa séð gagnrýni Sigmund-
ar. Hann hafi fundað nokkuð með
honum undanfarið en ekki orðið
var við þessa óánægju. „Þessi mál
hafa verið í nokkuð góðum gír hjá
okkur; fyrstu mál eru að koma úr
nefnd nú í vikunni, fyrir utan lög
um Seðlabankann sem er lokið.“
Steingrímur segir að beðið sé
eftir úttekt Seðlabankans á stöðu
heimilanna og í framhaldi af því
yrði ákveðið hvernig tekið yrði á
vandanum. Um mikilsverða upp-
lýsingaöflun sé að ræða um stöðu
heimilanna, sem ætti að skýrast í
þessari viku. „Þetta er mikilvægur
grunnur til að byggja alla skoðun á
í framhaldinu. Þá má nefna að mál
eru að koma úr nefnd eins og um
greiðsluaðlögun.“
Steingrímur segist ekki óttast að
Framsóknarflokkur falli frá stuðn-
ingi sínum. „Nei, samstarfið hefur
verið gott og ég hef engar áhyggj-
ur af því að þeir hlaupi frá loforði
sínu. En ég bíð eftir að heyra í
honum og heyra hvað hann á við.“
Sigmundur Davíð sat fund með
fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins í gær, þar sem meðal annars
var rætt um tillögur Framsóknar.
Hann segist bundinn trúnaði, en
fundurinn hafi gengið vel.
kolbeinn@frettabladid.is
Framsókn segir ríkis-
stjórn úrræðalausa
Formaður Framsóknarflokksins segir ríkisstjórnina úrræðalausa. Flest mál sem
hún hafi lagt fram mættu bíða næstu ríkisstjórnar. Framsókn kallar eftir tillög-
um í efnahagsmálum. Fjármálaráðherra hefur ekki heyrt af óánægjunni.
FORYSTA FRAMSÓKNARFLOKKSINS Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir úrræðaleysi á heimasíðu sinni.
Stjórnin hafi ekki hugað nóg að efnahagsmálum og lagt fram fjölda frumvarpa sem bíða mættu næstu stjórnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HÖSKULDUR
ÞÓRHALLSSON
VIÐSKIPTI Lokafrestur til að skila
inn bindandi tilboðum í Senu
rennur út klukkan 16 í dag og
mun þá liggja ljóst fyrir hver
þeirra fjögurra tilboðsgjafa hafi
skilað inn hæsta boði í afþreying-
arfyrirtækið.
Straumur hefur séð um sölu-
ferlið fyrir hönd Íslenskrar
afþreyingar. Í framhaldinu verða
kaupsamningar gerðir.
Undir Senu eru fjögur kvik-
myndahús, þar af þrjú á höfuð-
borgarsvæðinu, verslanir Skíf-
unnar og netveitur, svo sem
tónlist.is og einkamál.is auk við-
burðafyrirtækisins Bravó.
- jab
Tilboðsfrestur að renna út:
Örlög Senu
ráðast í dag
STJÓRNSÝSLA Þingflokkur sjálf-
stæðismanna ræddi á fundi í gær
hugsanlegt stjórnarskrárbrot
við setningu norsks seðlabanka-
stjóra, en mun ekki aðhafast
frekar í málinu.
„Við óskum nýjum seðla-
bankastjóra bara góðs gengis, en
teljum almennt að það sé mjög
mikilvægt að greiða úr þessari
óvissu,“ segir Arnbjörg Sveins-
dóttir þingflokksformaður.
Sigurður Líndal prófessor
hefur lýst efasemdum sínum um
málið og Arnbjörg segir að for-
sætisráðherra, sem fer með mál-
efni Seðlabanka, hljóti sjálf að
vilja fá úr þessu skorið.
„Nú eða umboðsmaður Alþing-
is, hann hefur tekið upp mál af
minna tilefni,“ segir hún. - kóþ
Þingflokkur sjálfstæðismanna:
Umboðsmaður
skoði setningu
Alþingi ræðir landbúnaðinn:
Áburðarverð að
sliga bændur
KOSNINGAR Tuttugu manna hópur
Íslendinga í Sjanghaí, sem fékk
að kjósa utan kjörfundar nú um
helgina, þarf að kjósa aftur,
samkvæmt upplýsingum frá
utanríkisráðuneytinu.
Nú liggur fyrir að kosning fór
fram of snemma og líklega verð-
ur hún endurtekin. Að höfðu sam-
ráði við dómsmálaráðuneytið
var ákveðið að nýta för íslensks
diplómats til Sjanghaí, til að
spara Íslendingum þar langa
ferð til Beijing. Forseti getur
hins vegar ekki boðað formlega
til kosninga fyrr en 12. mars,
eigi kosningar að fara fram 25.
apríl, og geta kosningar utan
kjörfundar því ekki hafist fyrr en
eftir níu daga. - ss
Utankjörfundur í Sjanghaí:
Kosning verður
endurtekin
ALÞINGI Steingrímur J. Sigfússon
fjármálaráðherra upplýsti á
Alþingi í gær að fyrirhugað loft-
rýmiseftirlit Dana yrði mun
ódýrara en það eftirlit sem þegar
hefur farið fram. Hann nefndi að
það mundi kosta um tíu milljónir
króna. Á fjárlögum var gert ráð
fyrir um 100 milljónum í loftrým-
iseftirlit Frakka og Breta, en það
fyrrnefnda fór fram á síðasta ári.
Í svari við óundirbúinni fyrir-
spurn Jóns Gunnarssonar, þing-
manns Sjálfstæðisflokksins, sagð-
ist Steingrímur helst vilja afnema
eftirlitið. „Ég veit ekki um neitt
sem ógnar okkur sem Danir geta
aðstoðað okkur við.“ - kóp
Fjármálaráðherra á Alþingi:
Mun ódýrara
loftrýmiseftirlit
GENGIÐ 02.03.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
177,9548
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
114,46 115
162,47 163,25
144,09 144,89
19,337 19,451
16,009 16,103
12,472 12,546
1,1771 1,1839
167,68 168,68
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR