Fréttablaðið - 03.03.2009, Síða 6
6 3. mars 2009 ÞRIÐJUDAGUR
ERUM BÚIN AÐ OPNA AFTUR EFTIR VATNSTJÓN
KÆRLEIKSKVEÐJA
1. Ísland - Peking 15.-22. maí 2005.
2. London - Sófía 6.-8. september 2005. Novator
3. Ísland - Pétursborg - Ísland 13.-14. desember 2005. Actavis
4. Helsinki - London 24.-25. maí 2006. KB banki
5. Helsinki - London 4.-6. október 2006. Novator
6. Ísland - Kaupmannahöfn 3.-4. maí 2007. FL Group
7. Ísland - New York 4.-7. september 2007. Glitnir
8. Ísland - Leeds 10.-11. september 2007. Eimskipafélag Íslands
9. Ísland - Sjanghæ 1. október 2007. Glitnir
10. Ísland - Búkarest 2.-4. apríl 2008.
11. Ísland - Kiruna (Svíþjóð) 7.-9. apríl 2008.
12. Ísland - Sisimiut (Grænlandi). 1.-4. september 2008.
2
3
4-5
6
8
9
1
7
Forseti Íslands
Forsætisráðuneytið
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið
10
12
11
Kína
Flugferðir með einkaþotum og leiguvélum
SAMGÖNGUR Forseti Íslands hefur í
níu tilvikum á síðustu fjórum árum
flogið milli landa með þotum utan
reglulegs áætlunarflugs. Fyrrver-
andi forsætisráðherra fór tvær
slíkar ferðir og fyrrverandi utan-
ríkisráðherra og viðskiptaráðherra
fóru eina ferð hvor.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, flaug tvisvar með flugvél-
um á vegum Glitnis og Novators á
árunum 2005 til 2008, og einu sinni
með vélum FL-Group, KB-banka
(síðar Kaupþings banka) Actavis
og Eimskipafélags Íslands.
Þetta kemur fram í ýtarlegu
svari embætti forseta Íslands við
fyrirspurn Fréttablaðsins. Upplýs-
ingar um ferðir forseta og ráðherra
má sjá á meðfylgjandi korti.
Í svari forsetaembættisins er
tvívegis tekið fram að hefði verið
flogið með áætlunarflugi hefði for-
seti ekki náð að sitja mikilvæga
fundi, þar á meðal með Hu Jintao,
forseta Kína.
Forsætisráðuneytið hefur í það
minnsta tvisvar tekið þotu á leigu
til millilandaflugs. Ekki náðist að
staðfesta upplýsingar vegna ársins
2006 í gær. Rétt er að geta þess að
starfsmenn Fréttablaðsins voru
með í för í báðum ferðum.
Sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðuneytið hefur einu sinni leigt
flugvél til að koma starfsmönnum
á fund á Grænlandi. Ráðherra var
ekki með í för.
Óskað var eftir upplýsingum frá
öllum ráðuneytum um millilanda-
flug utan hefðbundins áætlunar-
flugs þar sem ráðherrar, starfs-
menn ráðuneyta eða starfsmenn
undirstofnana ráðuneyta voru
farþegar. Öll ráðuneyti utan við
forsætisráðuneytið og sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðuneytið
staðfestu að ekki hafi verið notast
við einkaþotur, hvorki hjá ráðu-
neytum né undirstofnunum.
brjann@frettabladid.is
Forsetinn í níu ferðir
utan áætlunarflugs
Ráðuneytin hafa þrisvar leigt flugvélar fyrir ráðherra eða starfsmenn á síðustu
fjórum árum, á kostnað ráðuneytanna. Forseti Íslands hefur á sama tíma flogið
níu sinnum utan áætlunarflugs, til dæmis með þotum Glitnis og Novators.
SPÁNN, AP Í nærri þrjá áratugi hafa baskneskir þjóð-
ernissinnar unnið hvern kosningasigurinn á fætur
öðrum í baskahéruðum Spánar, þar sem háværar
kröfur hafa verið uppi um aðskilnað frá Spáni og
stofnun sjálfstæðs ríkis.
Um helgina gerðist það hins vegar í sveitarstjórn-
arkosningum að Sósíalistaflokkurinn fékk fleiri
atkvæði en aðskilnaðarsinnar. Enginn flokkur náði
þó meirihluta á 75 sæta héraðsþinginu.
Þingsætum sósíalista fjölgaði úr 18 í 24, en þjóð-
ernissinnar misstu tvö þingsæti og fengu nú 30.
Þjóðernissinnar hafa ekki haft meirihluta á þingi,
heldur myndað samsteypustjórn með smærri flokk-
um, þar á meðal flokki sem fékk ekki að bjóða fram
nú vegna stuðnings hans við aðskilnaðarsamtökin
ETA.
Patxi Lopez, leiðtogi sósíalista í baskahéruðunum,
vonast nú til að mynda ríkisstjórn, sem þó gæti
reynst þrautin þyngri og er almennt reiknað með
að stjórnarmyndunarviðræðum ljúki ekki næstu
vikurnar.
Sigur sósíalista í baskahéruðunum þykir hins
vegar ótvíræður sigur fyrir ríkisstjórn Spánar, þar
sem sósíalistinn Jose Luis Rodriguez Zapatero er í
forsæti.
Víðar á Spáni urðu breytingar í héraðsstjórnar-
kosningum á sunnudag. Þannig misstu sósíalistar
nauman þingmeirihluta í Galicíu, þar sem íhalds-
menn unnu sigur. - gb
Sósíalistar unnu kosningasigur í baskahéruðum Spánar:
Þjóðernissinnar urðu undir
LEIÐTOGI SÓSÍALISTA Á KJÖRSTAÐ Patxi Lopes, leiðtogi sósíal-
ista í baskahéruðunum, ásamt eiginkonu sinni á kjörstað í
Bilbao. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
HJÁLPARSTARF „Auðvitað er það ekki
skref í rétta átt fyrir neinn að leita
aðstoðar hjá okkur, en ég minni
þó á að það er engin smán fólg-
in í að leita til okkar eða annarra
aðila. Þeir sem leita til okkar er
venjulegt fólk sem ber að virða,“
segir Jónas Þórir Þórisson, fram-
kvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkj-
unnar. Jónas tók í gær við 5,8 millj-
óna króna styrk úr Samfélagssjóði
Alcoa í Bandaríkjunum. Við það
tilefni kom fram að í febrúar höfðu
fjórfalt fleiri sótt um aðstoð miðað
við sama mánuð í fyrra.
Að sögn Jónasar hefur þeim
fjölgað mjög nýverið sem sækja
um aðstoð í fyrsta sinn. Mesta
fjölgunin er meðal fólks sem hefur
misst vinnuna, og þar af eru mið-
aldra karlmenn langfjölmennastir.
Fjölgunin er greinileg alls staðar
á landinu.
Hjálparstarfið veitir öllum sem
til þess sækir tækifæri til að ræða
endurgjaldslaust um vandræði sín
við ráðgjafa. Jónas segir að styrk-
ur Alcoa muni renna til frekari
styrkingar ráðgjafarstarfsins auk
þess að fjölga í matarbúri starfs-
ins, en úthlutun matar og helstu
nauðsynjavara til fólks sem er illa
statt fer fram tvisvar í viku.
Jónas segir nauðsynlegt að þjóð-
félagið breyti viðhorfi sínu til sam-
félagslegrar aðstoðar að núverandi
efnahagsaðstæðum.
- kg
Styrkur Alcoa til Hjálparstarfs kirkjunnar nýttur í ráðgjafarstarf:
Fjórfalt fleiri sækja um aðstoð
MIKIL ÞÖRF Tómas Már Sigurðsson,
forstjóri Alcoa á Íslandi, afhenti Jónasi
Þóri Þórissyni hjá Hjálparstarfi kirkjunnar
styrk upp á 5,8 milljónir.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VIÐSKIPTI Breska verslanakeðjan
Mosaic Fashions óskaði eftir
greiðslustöðvun í gær. Kaupþing
og stjórnendur félagsins hafa
tekið yfir stærstu hluti hennar.
Nýtt eignarhaldsfélag hefur
verið stofnað um reksturinn
sem heitir Aurora Fashions en
Principles og Shoe Studio hafa
verið settar í söluferli, að því er
fram kemur í tilkynningu frá
Kaupþingi.
Baugur átti 49 prósenta hlut í
Mosaic Fashions. Kaupþing, sem
átti fimmtung áður, fer nú með 90
prósent ásamt stjórnendum sem
eiga afganginn.
- jab
Mosaic Fashions stokkað upp:
Kaupþing tekur
bestu eignirnar
Ferð þú á árshátíð?
Já 36,4%
Nei 63,6%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Muntu kjósa í prófkjöri ein-
hvers stjórnmálaflokkanna?
Segðu þína skoðun á visir.is
KJÖRKASSINN