Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.03.2009, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 03.03.2009, Qupperneq 15
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 KYNSJÚKDÓMAR – Smitleiðir, einkenni, meðferð, for- varnir er heiti bæklings sem kominn er út á vegum sóttvarna- læknis. Bæklingurinn er fyrst og fremst saminn með þarfir ungs fólks í huga og gefinn út bæði á prenti og í rafrænu formi. Ýmislegt er hægt að gera til að huga betur að heilsunni og ekki þarf það að kosta eyri, eins og Aðalheiður Ingadóttir sannreyndi fyrr í vetur þegar hún setti sér að markmiði að ganga allar götur Akureyrar. „Ég ákvað að fara allar göturnar. Þannig gerði ég þetta áhuga- verðara í staðinn fyrir að fá mér bara einhvern göngutúr út í loft- ið. Ég taldi göturnar reyndar ekki saman, reif bara kort úr símaskránni og merkti svo við hverja götu,“ segir hún og bætir glettnislega við að ekkert hafi verið svindlað. Hugmyndina fékk Aðalheiður eftir að hafa heyrt af manni sem setti sér sama markmið en hætti við þegar á hólminn var komið. Henni hafi hins vegar þótt hugmyndin svo sniðug að hún sló til. „Ég fæ mér oft göngutúra og þegar ég heyrði af þessari ráða- gerð fannst mér hún svo frábær að ég kýldi á þetta.“ Að sögn Aðalheiðar gekk hún yfirleitt í einn til tvo tíma í senn en fór ekki nema vera upplögð. Ekki hefur hún tölu á götunum sem hún gekk, kílómetrunum eða hversu langan tíma tók í það heila að ganga Akureyri þvera og endilanga. Hins vegar segist hún hafa orðið margs vísari um bæinn. „Ég fór að pæla meira í lóðunum, húsunum og viðhaldinu og hvernig fólk skyldi búa í þeim. Uppgötvaði meira að segja hús sem ég hafði ekki hugmynd um að væru til, enda er maður ekki endilega búinn að keyra allar göturnar. Svo skellti ég mér líka stundum í kaffi til fólks sem ég þekkti í gamla daga.“ En skyldi hún einhvern tímann ætla að endurtaka leikinn nú þegar markmiðinu hefur verið náð? „Já, ég væri alveg til í það eftir svona tvö ár,“ svarar hún og segist svo ekki vera með önnur bæjarfélög í sjónmáli. Hins vegar hafi hún á sínum tíma sagt frá fyrirætlan sinni á Facebook og það hafi vakið viðbrögð. „Einni frá Kópaskeri leist vel á hugmyndina, sagði að það væru heldur ekkert sérstak- lega margar götur þar,“ segir hún og hlær. Loks bendir Aðalheiður á að fyrir utan hversu skemmtilegt hafi verið að kanna bæinn með þessum hætti hafi þetta verið skemmtileg tilbreyting og síðast en ekki síst ódýr. roald@frettabladid.is Margs vísari um bæinn Þeir eru sjálfsagt ekki margir sem þekkja bæinn sinn jafn vel og Aðalheiður Ingadóttir, sem tók upp á því að ganga hverja einustu götu á Akureyri í vetur og segist hafa fræðst töluvert um heimahagana. Aðalheiður segist ganga mikið og syndir allt upp í 700 metra á hverjum degi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS VÉLFRÆÐINGUR M/ full réttindi og reynslu óskar eftir vinnu á höfðuborgarsvæðinu. Ýmislegt kemur til greina. Hef reynslu af sölumennsku og markaðssetningu bæði innanlands og utan. Góð tungumálakunnátta fyrir hendi. GSM: 893-1055 telpurS onuK r Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 jsb@jsb.is • www.jsb.is E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n Komdu á rétta sporið í ræktinni! l Tveggja vikna námskeið í tækjasal með persónulegri leiðsögn og aðhaldi l Tilvalið að mæta með vinkonunum – hámark 5 í hóp l Leiðbeiningar um mataræði l Mæling og vigtun í byrjun og enda námskeiðs Tímar alla virka daga nema föstudaga 7:15, 12:00, 17:00 og18:00 Laugardagar: 10:30 og 11:30 Innritun stendur yfir í síma 581 3730 Staðurinn - Ræktin Velkomin í okkar hóp! Stutt og strangt S&S stutt ogstrangt Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Patti húsgögn TILBOÐ VIKUNNAR landsins mesta úrval af sófasettum verð áður 359.900 Sófasett 3+1+1 kr.239.900,- Ísland er landið – efl um íslenskt – veljum íslenskt Fjallaskíðanámskeið með Jökli Bergmann 26. mars, og 28. og 29. mars. Skráning á skrifstofu FÍ Jöklaöryggisnámskeið fyrir félagsmenn FÍ 19. og 22. mars. Skráning á skrifstofu FÍ Vaðnámskeið í Merkuránum 6. – 8. mars Umsjón: Gísli Ólafur Pétursson, skráning á skrifstofu FÍ. Æfi ngar í Esjunni – Esjan alla daga 8. – 12. mars - 5 daga í röð. Fararstjóri: Þórður Marelsson Göngugleði á sunnudögum – þátttaka ókeypis allir velkomnir. Fjallabók FÍ – safnaðu fjöllum með Ferðafélaginu Kynnið ykkur ferðadagskrá FÍ á www.fi .is Skráðu þig inn – drífðu þig út Ferðafélag Íslands

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.