Fréttablaðið - 03.03.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.03.2009, Blaðsíða 16
 3. mars 2009 ÞRIÐJUDAGUR2 GÖNGUFERÐ í hádeginu getur verið góð hreyfing og til- valin fyrir þá sem sitja við vinnu sína allan daginn. Gott er líka að standa aðeins á fætur að minnsta kosti á klukkutíma fresti, teygja úr sér og jafnvel ná sér í vatn. Margrét er í daglegu tali kölluð Maggý. Hún er ekki aðeins jóga- kennari að mennt heldur sérhæfði hún sig í meðgöngujóga í Seattle Hollistic Center. Hún segir margt á meðgöngunni sem þurfi að leggja áherslu á en annað beri að varast. Ekki sé um uppbyggingu vöðva að ræða en þó verði konan að styrkja sig. „Hún þarf að blanda tvennu saman, styrknum og mýktinni. Aðalatriðið er þó að kyrra hug- ann því þá fer hún örugg í gegnum þetta ferli.“ Öndunin er eitt stærsta atriðið í undirbúningi fæðingar að sögn Maggýar. „Svokölluð haföndun hjálpar konunni að slaka á og leita inn á við. Hún virkar líka vel í útvíkkuninni á fyrsta stigi fæð- ingarinnar. Þá notar konan þessa mjúku öndun inn í hríðina. Það er svo mikill ótti við sársaukann sem fylgir fæðingunni en þær konur sem kunna haföndun þurfa síður deyfingu.“ Þegar haft er orð á að konan verði þá að muna eftir önduninni sjálf segir hún. „Gott að þú spurðir. Ég er nefnilega með parakvöld þar sem feðurnir koma líka eina kvöld- stund og þá förum við yfir þennan þátt. Í fæðingarsögunum sem mér berast taka konurnar oft fram að maðurinn hafi hjálpað þeim að muna eftir önduninni þegar þær voru að missa taktinn. Þeir hafi andað mjúklega í eyra þeirra til að koma þeim aftur á sporið.“ Sundlaugin í Mecca Spa er 34 gráðu heit og Maggý segir hitann vinna vel með æfingunum sem þar eru gerðar. Auk þess sé gott að nota mótstöðuna í vatninu til styrkingar. „Margar konur finna fyrir óþægindum í grindinni á meðgöngu eins og eðlilegt er. En vatnið býður upp á mýkt, létt- leika og stuðning,“ segir hún og lýsir áhrifunum nánar. „Líkam- inn verður svo opinn og slökunar- hormónið flæðir og mýkir upp liðbönd og vöðva svo barnið geti stækkað.“ Spurð um aðsókn í meðgöngujóga segir Maggý hana góða. Brögð séu þó að því að konur byrji í seinna lagi, einkum nú eftir að kreppan skall á. „Í kringum 30 vikna með- göngu eru konur oft orðnar þreytt- ar og aumar í grindinni en hinar sem koma þegar þær eru komnar um 20 vikur á leið og gera jóga að hluta af meðgöngunni eru betur á vegi staddar. Það er erfitt fyrir barnshafandi konur að sitja lengi í einu eða standa en eftir jógatíma í hádeginu koma þær endurnærðar í vinnuna.“ gun@frettabladid.is Jóga hluti af meðgöngunni Á meðgöngu þurfa konur að hugsa vel um líkamann sem breytist ört. Í Mecca Spa í Kópavogi er boðið upp á sérstakt meðgöngujóga og æfingar í volgri laug undir öruggri leiðsögn Margrétar Skúladóttur. Hér er gengið rösklega og mótstaða vatnsins notuð til styrkingar. Maggý er í farar- broddi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ð Næstu fyrirlestrar og námskeið 4. mars Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? Ebba Guðný Guðmundsdóttir kennari 7. mars Hláturfundur Hláturkætiklúbbsins Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari 10. mars Fitur og olíur í mataræði Haraldur Magnússon osteópati 12. mars Hvað er heilun? Kristján Viðar Haraldsson ráðgjafi 24. mars Ég fi tna sama hvað ég geri. Hvernig næ ég jafnvægi? Esther Helga Guðmundsdóttir ráðgjafi 31. mars Líkamsstaða, skrifstofuumhverfi ð og æfi ngar Haraldur Magnússon osteópatiwww.madurlifandi.is Vefdeild 365 miðla leitar að kraftmiklum .net forritara Helstu verkefni eru: Viðhald og þróun margvíslegra .net kerfa, ss. Vísir.is, blogcentral.is, veftv-kerfis o.fl., skjölun kerfa, samskipti við innlenda og erlenda undirverktaka/birgja vegna verkefna Þekking/reynsla/menntun: - háskólamenntun æskileg, verkfræði, tölvunarfræði eða samsvarandi menntun - mikil reynsla af visual studio 2005 og 2008 - reynsla á MS SQL Server 2005 og T-SQL - þekking á HTML/DHTML, Java Script, XML, XSLT Viðkomandi þarf að: Geta unnið sjálfstætt og skilað verkefnum á réttum tíma, hafa góða samskiptahæfileika og þjónustulund, hafa gott vald á íslensku og ensku, geta unnið vel undir álagi og hafa a.m.k. þriggja ára reynslu af .net forritun Sótt er um á vef 365 miðla - www.365midlar.is. Frekari upplýsingar veitir Ágúst Valgeirsson framkvæmdastjóri tæknisviðs 365 í síma 5125540 eða agustv@365.is Vilt þú vinna hjá skemmtilegu og líflegu fyrirtæki? Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.