Fréttablaðið - 03.03.2009, Side 23
ÞRIÐJUDAGUR 3. mars 2009 19
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Þriðjudagur 3. mars 2009
➜ Leiklist
20.00 Leikverkið 4:48 geðtruflun eftir
Söruh Kane verður leiklesið í Borgarleik-
húsinu, Listabraut 3. Leikstjóri er Heiðar
Sumarliðason.
➜ Fyrirlestrar
12.00 Bandalag þýðenda og túlka í
samvinnu við Þýðingasetur HÍ, verður
með hádegisspjall í stofu 303 í Árna-
garði við Sturlugötu. Elinóra Inga Sig-
urðardóttir, Sigrún Þorgeirsdóttir og
Þröstur Olav Sigurjónsson flytja erindi.
12.00 Halldór Gíslason arkitekt held-
ur fyrirlestur í Opna listaháskólanum,
Skipholti 1. Allir velkomnir.
12.05 Jón Ólafsson
heimspekingur flytur
erindið „Þversögn and-
ófsins“ í fyrirlestrarsal
Þjóðminjasafns Íslands.
Aðgangur ókeypis og
öllum opinn.
➜ Sýningar
Karl Kristján Davíðsson hefur opnað
tvær sýningar. Í Mohawks í Kringlunni
sem er opin opnunartíma verslana og á
Cafe Rót, Hafnarstræti. Opið virka daga
12-23:30, lau. 13-00 og sun. 13-22.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Bandaríski stórgítarleikarinn
Larry Coryell verður gestur
Björns Thoroddsen í Salnum,
Kópavogi, föstudaginn 6. mars
kl. 21.00. Larry Coryell hefur oft
verið kallaður guðfaðir fusion-
gítarleiksins. Ferill Larry hófst
1965 þegar hann flutti til New
York en þar hóf hann að leika
með mönnum eins og Gary Burt-
on og Killer Joe Piro. Larry varð
heimsþekktur 1967 þegar hann
lék með Gary Burton Quartet.
Eftir það var brautin bein og
Larry byrjaður að leika með
öllum fremstu djasstónlistar-
mönnum Bandaríkjanna svo
sem Charles Mingus og Chick
Corea. Larry Coryell var á kafi
í rokktónlist á sjöunda áratugn-
um og lék meðal annars með
Jack Bruce. Hann var einnig
í hljómsveit Charles Mingus,
Chick Corea og Billy Cobham.
Larry hefur gefið út fjölmarga
diska sem eru fáanlegir úti um
allan heim. Larry er eftirsóttur
fyrirlesari og hefur gefið út
fjölda kennslubóka sem og
ritað fjölmargar greinar í virt
tónlistartímarit. Larry leikur
í Salnum, Kópavogi með Birni
Thoroddsen gítarleikara og Jóni
Rafnssyni bassaleikara 6. mars
næstkomandi og hefjast tónleik-
arnir kl. 21. Miðasala á www.sal-
urinn.is. - pbb
Coryell í
Salnum
TÓNLIST Larry Coryell.
Landnámssetrið í Borgarnesi
hefur haldið uppi sýningum
undanfarin misseri þar sem
Benedikt Erlingsson og Bryn-
hildur Guðjónsdóttir sækja
í sjóði Egilssögu í sýningum
sínum, Mr. Skallagrímsson og
Brák. Nú ætlar Einar Kárason
að mæta á leikhúsloftið í Land-
námssetrinu og segja sögur
rétt eins og hann gerði í fyrra
með KK, en í þetta sinnið
fer hann með sögur úr Sturl-
ungu. Einar hefur sent frá sér
tvær skáldsögur sem byggja
á afmörkuðum köflum úr
Sturlungu og hlotið mikið lof
fyrir. Hann flytur Sturlungu – segir söguna eins
og honum einum er lagið og byrjar flutninginn á
föstudagskvöld.
Sigríður Margrét Guðmunds-
dóttir hjá Landnámssetrinu
segir það einsdæmi að höfund-
ur flytji á þennan hátt, blaða-
laust, efni bóka sem hann hefur
skrifað: „Þó er ég sannfærð
um að þetta sé sá flutningsmáti
sem höfundar eins og Snorri
Sturluson og Sturla Þórðarson
viðhöfðu við að koma sínum
verkum til skila hjá sínum sam-
tímamönnum. Að minnsta kosti
hafa skinnhandritin ekki verið
lesefni sem allur almenningur
tók með sér í rúmið. Ég er
sannfærð um að Einar sé hér
listrænt að feta í fótspor Sturlu
og Snorra og þeirra samtímamanna.“
Sögustund úr Sturlungu tekur um tvo tíma. Hægt
er að panta miða á Landnámssetrinu. - pbb
Einar segir sögur
BÓKMENNTIR Einar Kárason segir sögur úr Sturl-
ungu í Landnámssetri.
Hádegisfyrirlestraröð Sagnfræð-
ingafélags Íslands heldur áfram
með fyrirlestri Jóns Ólafssonar
heimspekings kl. 12.05 í dag í
fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns
Íslands. Erindið ber yfirskriftina
Hvað er andóf? „Frjálslynd lýð-
ræðishyggja samtímans gerir ráð
fyrir að tjáningarfrelsi séu grund-
vallarréttindi. Það þýðir að réttur-
inn til að tjá hvers kyns óánægju,
andúð eða andstöðu er sjálfsagður
hluti stjórnmálaþátttöku og marg-
ir taka þátt í stjórnmálum með því
að mótmæla eða í þeim tilgangi að
láta í ljós andstöðu við ákvarð-
anir eða fyrirætlanir hins opin-
bera. Viðbrögð við andófi bera
hins vegar allt öðru sjónarmiði
vitni. Þegar rætt er um leiðir og
aðferðir til að koma andúð á fram-
færi kemur í ljós að miklar efa-
semdir ríkja um flestar aðferðir
við andóf og mótmæli. … Þannig
er staða andófsins í frjálslyndum
samfélögum þversagnakennd.“
- pbb
Andóf þversögn
STJÓRMÁLAHEIMSPEKI Jón Ólafsson
reifar andófið.
IÐ
N
ÞI
N
G
2009
Á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins á Grand Hótel
Reykjavík, fimmtudaginn 5. mars, verður efnt
til umræðu um efnahagsmálin.
Rannveig Rist,
forstjóri Alcan á Íslandi
Orkumikill iðnaður
Kristín Ingólfsdóttir,
rektor Háskóla Íslands
Menntun á tímum
endurreisnar
Þórður Magnússon,
stjórnarformaður Eyris
Frá heimamarkaði
til alþjóðavæðingar
Helgi Magnússon
Ávarp formanns
Samtaka iðnaðarins
Össur Skarphéðinsson
Ávarp iðnaðarráðherra
Ólafur Ísleifsson, lektor í
Háskólanum í Reykjavík
Úr hruni til hagsældar
Þingið er opið og aðgangur ókeypis.
Samtök iðnaðarins - www.si.is
MÓTUM
EIGIN
FRAMTÍÐ
VÖXTUR OG
VERÐMÆTI
Dagskrá hefst kl. 13.00 og lýkur kl. 16.00.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
9
-0
1
6
9
Fundarstjórn er í höndum Svanhildar Hólm Valsdóttur og Sölva Tryggvasonar.