Fréttablaðið - 03.03.2009, Síða 25
ÞRIÐJUDAGUR 3. mars 2009 21
Rokkararnir í Oasis hafa aflýst
fyrirhugaðri tónleikaferð til Kína
í apríl sem hefði orðið sú fyrsta
á ferli hljómsveitarinnar. Engar
útskýringar hafa verið gefnar á
þessari ákvörðun.
Vestrænir listamenn hafa sótt
til Kína í auknum mæli á undan-
förnum árum, þar á meðal The
Rolling Stones og Elton John.
Engu síður fylgjast þarlend
stjórnvöld grannt með því hvaða
hljómsveitum er hleypt inn í
landið, sérstaklega eftir að Björk
olli miklu fjaðrafoki á tónleikum
í Sjanghæ á síðasta ári þegar hún
sönglaði „Tíbet“.
Oasis aflýsir
Kínaferð
OASIS Bresku rokkararnir í Oasis ætla að
bíða með að fara til Kína í fyrsta sinn.
Gamanmyndin Madea Goes to
Jail hélt sæti sínu á toppi aðsókn-
arlistans vestanhafs þar sem hún
hefur setið í tvær vikur. Tyler
Perry leikur aðalhlutverkið í
myndinni auk þess sem hann er
leikstjóri og handritshöfundur.
Fjallar hún um kvenkyns persónu
hans, Madea, sem er dæmd í
fangelsi þar sem hún kemst í
kynni við margt undarlegt fólk.
Í öðru sæti var ný þrívíddar-
tónleikamynd, The Jonas Broth-
ers, og í því þriðja var Slumdog
Millionaire, sem fékk aukna
aðsókn eftir Óskarsverðlaunin í
síðustu viku. Í fjórða sætinu var
Taken og fimmta sætið skipaði
Confessions of a Shopaholic.
Madea hélt
efsta sætinu
Rapparinn Snoop Dogg hefur
gengið til liðs við trúarhreyfing-
una Þjóð íslams. Dogg kom fram
á árlegri hátíð samtakanna í Chi-
cago fyrir skömmu og lýsti því
síðan yfir að hann væri orðinn
meðlimur.
Rapparinn, sem spilaði í Egils-
höll árið 2005, segist ætla að
miðla af reynslu sinni innan sam-
takanna til annarra tónlistar-
manna. „Við erum að gera
ýmislegt rangt sem þarf að leið-
rétta,“ sagði hann. „Ég vil berj-
ast fyrir friði. Ég hef verið í
friðarhreyfing unni síðan ég byrj-
aði að semja tónlist.“ Á meðal
annarra rappara sem hafa geng-
ið til liðs við Þjóð íslams er Ice
Cube, sem er þekktari núna fyrir
leiklist sína en tónlistariðkun.
Meðlimur
Þjóðar íslams
SNOOP DOGG Rapparinn hefur gengið til
liðs við trúarhreyfinguna Þjóð íslams.
FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
„Þetta hefur gengið rosalega vel,“
segir Pétur Orri Gíslason sem
hefur undanfarið staðið fyrir bíl-
skúrssölu á glæsilegu DVD-safni
sínu. Í gær höfðu um 400 diskar
af þeim 500 sem voru í boði selst
á aðeins þremur dögum. Það þýðir
um hundrað þúsund krónur í vas-
ann fyrir Pétur Orra sem ætlar
að nota peninginn í flugmiða til
Danmerkur og gjaldeyri.
„Ég missti vinnuna um áramót-
in og mér hefur gengið illa að finna
vinnu,“ segir Pétur Orri, sem starf-
aði hjá Eimskip. „Ég er á leiðinni
til Danmerkur og ætla að freista
gæfunnar þar. Kærastan mín er
í námi þar og hún er með íbúð
þannig að maður gengur beint í
húsnæði.“
Níu ár eru liðin síðan Pétur
keypti sér fyrsta DVD-diskinn en
hann byrjaði þó ekki að safna af
alvöru fyrr en fyrir þremur árum.
„Árið 2007, þegar dollarinn var í 59
krónum, keypti ég um 200 mynd-
ir á Amazon,“ segir hann og er
ekkert fúll að sjá að baki safninu.
„Maður er ungur enn þá og getur
alltaf byrjað aftur seinna meir.
Þetta er enginn tilfinningalegur
skaði,“ segir hann en játar þó að
hafa tekið tvær bíómyndir til hlið-
ar fyrir sjálfan sig: Big Lebowski
og Gladiator.
Þeir sem vilja kynna sér úrval-
ið hjá Pétri geta kíkt í bílskúrinn
hans að Stekkjarflöt 9 í Garðabæ í
dag frá kl. 16 til 22. Flestar mynd-
irnar eru á 2-300 krónur en sjón-
varpsþáttaseríurnar eru flestar á
bilinu 1.000 til 3.000 krónur. „Þeim
mun meira sem fólk kaupir þeim
mun meiri afslátt fær það.“ - fb
Selur DVD-safnið til að komast til Danmerkur
PÉTUR ORRI GÍSLASON Pétur Orri í bílskúrnum heima hjá sér þar sem hann hefur
selt hundruð DVD-diska. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Komin
í Skífuna! Laugavegi · Kringlunni · Leifsstöð www.skifan.is
U2
No Line on the Horizon
Besta plata U2 í mörg ár
Rolling Stone
Q Magazine
Morgunblaðið
Spin