Fréttablaðið - 03.03.2009, Side 26
22 3. mars 2009 ÞRIÐJUDAGUR
sport@frettabladid.is
Það tók Gylfa Þór Sigurðsson ekki nema
35 mínútur að skora sitt fyrsta mark fyrir
Crewe þar sem hann er nú í láni frá enska
B-deildarliðinu Reading. Þar með eru tveir
Íslendingar hjá Crewe, en eins og kunnugt
er þá er Guðjón Þórðarson knattspyrnustjóri
liðsins.
Undir stjórn Guðjóns hefur liðið tekið
miklum stakkaskiptum og unnið fjóra leiki
í röð, þann síðasta 4-0 gegn Brighton á úti-
velli í miklum fallslag. Crewe er ekki lengur í
fallsæti í C-deildinni og segir Gylfi að það sé
greinilegt að menn eru ánægðir með störf
Guðjóns.
„Guðjón er góður þjálfari og hefur náð
að gera góða hluti á stuttum tíma hér.
Fyrir fáeinum mánuðum voru allir búnir að
afskrifa þetta lið,“ sagði Gylfi sem kom til
liðsins seint í síðustu viku. Þetta er í annað
skiptið sem hann er lánaður annað en
hann lék í einn mánuð hjá Shrewsbury í
D-deildinni.
„Ég er mjög sáttur hér og líst vel á félagið.
Þetta er stærri klúbbur en Shrewsbury sem
er þó með nýjan leikvang. Æfingasvæðið hér
er miklu stærra og betra.“
Hann hóf vistina hjá Shrewsbury
með því að skora í sínum fyrsta
leik, rétt eins og hjá Crewe.
„Já, ég veit ekki af hverju það
er. Vonandi vísir að einhverju
meira,“ sagði hann sposkur.
Í janúar var mörgum
leikjum frestað hjá Crewe
sem þarf því að leika tvo leiki í
viku út allan marsmánuð. Það
hentar Gylfa vel.
„Ég kom hingað til að spila
sem flesta leiki og frábært að fá
tvo í viku. Vonandi næ ég að nýta
þá vel.“
Gylfi á átján mánuði eftir af
núverandi samningi sínum við
Reading og stefnir enn á að komast í
aðalliðið þar.
„Vonandi fæ ég að sýna
Coppell hvað í mér býr
hér og svo mun ég skoða
hvernig staðan verður í
upphafi næsta tímabils.
Þá mun ég taka ákvörð-
un um framhaldið.“
Crewe mætir Carlisle
í öðrum fallbaráttuslag
í deildinni í kvöld og
verður Gylfi þá í byrjun-
arliðinu.
GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON: SKORAÐI Í SÍNUM FYRSTA LEIK HJÁ CREWE Í ENSKU C-DEILDINNI
Kom hingað til að spila sem flesta leiki
Iceland Express kvenna
1. UMFERÐ ÚRSLITAKEPPNINNAR
Hamar-Valur 72-63 (43-38)
Stig Hamars: Julia Demirer 23 (19 frák., 5
stoðs.), Lakiste Barkus 21 (11 stoðs.), Fanney
Lind Guðmundsdóttir 15 (8 frák.), Dúfa Dröfn
Ásbjörnsdóttir 6, Hafrún Hálfdánardóttir 5,
Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2.
Stig Vals: Melissa Mitidiero 22, Signý Hermanns-
dóttir 18 (21 frák., 7 varin), Þórunn Bjarnadóttir
12, Lovísa Guðmundsdóttir 8, Kristín Óladóttir 2,
Guðrún Baldursdóttir 1.
Hamar er 1-0 yfir en vinna þarf tvo leiki til að
komast í undanúrslit.
Iceland Express karla
Keflavík-Njarðvík 73-83 (32-33)
Stig Keflavíkur: Sigurður Gunnar Þorsteinsson
24 (9 frák.), Hörður Axel Vilhjálmsson 20, Gunnar
Einarsson 9, Jón Norðdal Hafsteinsson 8, Sverrir
Þór Sverrisson 8 (10 stoðs.), Elvar Þór Sigurjóns-
son 4.
Stig Njarðvíkur: Heath Sitton 19 (7 frák., 6
stoðs.), Fuad Memcic 16 (10 frák.), Magnús Þór
Gunnarsson 16, Friðrik Stefánsson 11, Hjörtur
Hrafn Einarsson 8, Sævar Sævarsson 8, Elías
Kristjánsson 3, Grétar Garðarsson 2.
KR-Tindastóll 96-80 (61-41)
Stigahæstir: Jón Arnór Stefánsson 18, Helgi
Már Magnússon 18, Hjalti Kristinsson 13, Jason
Dourisseau 12, Jakob Sigurðarson 9, - Svavar
Birgisson 18 (10 frák.), Alphonso Pugh 14, Helgi
Rafn Viggósson 13, Helgi Freyr Margeirsson 12.
Breiðablik-Stjarnan 83-78 (44-41)
Stigahæstir: Nemanja Sovic 28 (15 frák.), Rúnar
Ingi Erlingsson 15, Daníel Guðmundsson 11,
Þorsteinn Gunnlaugsson 10, Kristján Sigurðsson
10 - Justin Shouse 28, Jovan Zdravevski 21, Ólafur
Jónas Sigurðsson 15.
STAÐAN Í DEILDINNI:
KR 20 19 1 1953-1510 38
------------------------------------------------------
Grindavík 20 17 3 1961-1603 34
Snæfell 20 14 6 1652-1468 28
Keflavík 20 12 8 1715-1552 24
Njarðvík 20 11 9 1650-1715 22
ÍR 20 9 11 1640-1647 18
Breiðablik 20 8 12 1547-1763 16
Stjarnan 20 8 12 1701-1742 16
------------------------------------------------------
Tindastóll 20 7 13 1652-1740 14
FSu 20 7 13 1625-1649 14
------------------------------------------------------
Þór Ak. 20 6 14 1693-1780 12
Skallagrímur 20 2 18 1265-1885 4
Tvær umferðir eru eftir KR vantar einn sigur
til þess að tryggja sér deildarmeistaratititlinn.
ÚRSLITIN Í GÆR
Verður haldinn fimmtudaginn
5. mars n.k. kl. 17.00
í félagsheimili FBM Hverfisgötu 21
Félagsfundur
Dagskrá:
• Atvinnumál
- aðstoð við félagsmenn í atvinnuleit
• Horfur í efnahagsmálum 2009-2011,
- hagspá ASÍ
• Kjarasamningar
• Staða og horfur hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum
- Kristján Örn Sigurðsson
framkvæmdastjóri sjóðsins
• Framboð til stjórnar FBM
- kynning frambjóðenda
• Önnur mál
Félag bókagerðarmanna
HVERFISGÖTU 21 SÍMI 552 8755
www.fbm.is fbm@fbm.is
Félagsmenn eru hvattir til að mæta
Hádegisfundir ÍSÍ 2009
Föstudagur 6. mars. kl. 12.00-13.00 í E-sal Íþr.-
miðstöðvarinnar í Laugardal. Kynning á nýju fyrirkomulagi
fræðslunámskeiða ÍSÍ. Aðgangur ókeypis og öllum heimill.
Upplýsingar gefur sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ í síma 460-
1467 og á vidar@isi.is.
Sjá nánar á www.isi.is
> Kesha aftur með Keflavík
Kesha Watson mun spila með kvennaliði Kefla-
víkur í úrslitakeppni Iceland Express-deildar
kvenna í körfubolta en þetta kom fram
á karfan.is í gær. Kesha ætlaði að
spila með Keflavík í vetur en var
send heim þegar bankahrunið
dundi á þjóðinni. Hún náði þó að
vinna Powerade-bikarinn með liðinu
áður. Þetta er gríðarlegur liðsstyrkur fyrir
kvennalið Keflavíkur sem varð í 2. sæti
bæði í deildinni og bikarnum. Kesha varð
valin besti leikmaður lokaúrslitanna í fyrra
þegar hún var með 26,3 stig, 7,7 fráköst og
7,0 stoðsendingar að meðaltali í leik auk
þess að nýta 92 prósent víta sinna.
KÖRFUBOLTI „Mér fannst ég vera
kaldur allan leikinn en náði að setja
niður tvær í röð þarna á mikilvæg-
um kafla,“ sagði stórskyttan Magn-
ús Gunnarsson eftir að hans menn
Njarðvíkingar unnu góðan 83-73
útisigur á Keflavík á gamla heima-
vellinum hans í Iceland Express-
deild karla. Njarðvíkingar unnu
verðskuldaðan sigur og hleyptu
heimamönnum aldrei á skrið eins
og lokatölurnar gefa til kynna.
Njarðvíkingar eiga enn mögu-
leika á 4. sætinu því nú munar
aðeins tveimur stigum á liðunum
þegar fjögur stig eru eftir í pott-
inum. Njarðvík er með betri inn-
byrðisstöðu eftir að hafa unnið
báða deildarleiki liðanna í vetur.
Njarðvíkingar skoruðu fyrstu
stig leiksins og voru skrefinu á
undan lengst af í fyrsta leikhluta,
en Keflvíkingar komust yfir 22-21
í lok leikhlutans. Sitton var frábær
hjá Njarðvík, stýrði leik liðsins
af festu og skoraði 10 stig í leik-
hlutanum, en Sigurður Þorsteins-
son var þungamiðjan í sóknarleik
Keflavíkur sem fyrr.
Fyrsta karfan í öðrum leikhluta
kom ekki fyrr en eftir um þrjár
mínútur og sérstaklega var gaman
að fylgjast með baráttu þeirra
Friðriks Stefánssonar og Sigurðar
Þorsteinssonar undir körfu Njarð-
víkinga. Staðan í hálfleik var 33-
32 fyrir gestina úr Njarðvík.
Njarðvík var áfram með und-
irtökin en um miðbik þriðja leik-
hluta tóku Keflvíkingar góða rispu
þar sem Sigurður Þorsteinsson fór
mikinn og varði skot Njarðvík-
inga tvær sóknir í röð og kveikti
í áhorfendum. Sigurður skoraði
líka tvær körfur á þessum kafla
og útlit fyrir að heimamenn væru
að vakna til lífsins. Tveir stórir
þristar í röð frá Magnúsi Gunn-
arssyni í lokin tryggðu hins vegar
að gestirnir höfðu yfir 58-50 í lok
þriðja leikhluta.
Njarðvíkingar náðu ellefu stiga
forskoti snemma í fjórða leikhluta
sem Keflvíkingar náðu aldrei að
vinna upp þrátt fyrir stífa varnar-
tilburði og baráttu. Njarðvíkingar
spiluðu agaðan leik á lokasprettin-
um og tryggðu sér verðskuldaðan
83-73 sigur.
Heath Sitton átti skínandi
leik í liði Njarðvíkur og skor-
aði 19 stig, hirti 7 fráköst
og gaf 6 stoðsendingar.
Friðrik Stefánsson og
Fuad Memcic voru
fyrirferðarmiklir
undir körfunni og
Magnús Gunnars-
son setti niður skot
á góðum tíma þrátt
fyrir að hitta fremur
illa í leiknum.
Hjá Keflavík var
miðherjinn Sigurður Þor-
steinsson bestur og Hörður
Axel átti þokkalegan leik, en
Keflvíkingar hafa oft leikið betur
á heimavelli sínum.
„Ég er nú þekktur fyrir að setja
frekar niður skotin þegar á reynir
og mér fannst allt liðið standa sig
vel í kvöld. Við stjórnuðum hrað-
anum í þessum leik. Þeir vilja
hlaupa allan leikinn en við héld-
um þeim í 73 stigum. Við bara
stjórnuðum hraðanum í þessum
leik. Það var gaman að koma hing-
að í fyrsta skipti og vinna,“ sagði
Magnús og glotti. „Við erum búnir
að sýna að við erum með hörku-
lið enda eigum við Loga enn inni.
Ég held að megi enginn vanmeta
okkur,“ bætti Magnús við en Logi
Gunnarsson missti af öðrum leikn-
um í röð vegna meiðsla á ökkla.
baldur@365.is
Enginn má vanmeta okkur
Njarðvíkingar unnu báða deildarleiki sína á nágrönnunum í Keflavík eftir tíu
stiga sigur í Keflavík í gær. Magnús Þór Gunnarsson og félagar í Njarðvík léku
án landsliðsmannsins Loga Gunnarssonar í leiknum en það kom ekki að sök.
FULLT HÚS GEGN GÖMLU FÉLÖGUNUM
Magnús Þór Gunnarsson hefur enn
ekki tapað leik á móti Keflavík síðan
hann skipti yfir í Njarðvík.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
KÖRFUBOLTI Hamar er komið í 1-
0 gegn Val í 1. umferð úrslita-
keppni Iceland Express-deildar
kvenna en liðin eru að keppa um
sæti í undanúrslitunum. Hamar
vann 72-63 sigur í fyrsta leiknum
í Hveragerði í gær en það lið sem
fyrr vinnur tvo leiki fer áfram.
Hamarsliðið var með frum-
kvæðið nær allan leikinn eftir að
liðið komst yfir í 1. leikhlutanum.
Valskonur voru þó aldrei langt
undan. Hamar var 43-38 yfir í
hálfleik og 53-50 fyrir lokaleik-
hlutann.
Þetta var langþráður sigur
hjá heimastúlkum. Hamarslið-
ið hafði aðeins unnið einn af tíu
leikjum sínum á nýju ári og þetta
var fyrsti heimasigur liðsins á
árinu.
Lakiste Barkus var besti maður
vallarins með 21 stig og 11 stoð-
sendingar og þá var Julia Demir-
er með 23 stig og 19 fráköst. Fan-
ney Lind Guðmundsdóttir átti
flottan dag en hún var að leika
sinn fyrsta leik í úrslitakeppni.
Fanney var sérstaklega öflug í
fyrri hálfleik þegar hún skoraði
11 af 15 stigum sínum.
Hjá Val var Signý Hermanns-
dóttir mjög öflug með 18 stig, 21
frákast og 7 varin skot. Melissa
Mitidiero var með 22 stig en Vals-
liðið hafði unnið fyrstu tvo leiki
sína með hana innanborðs.
Næsti leikur liðanna er í Vod-
afone-höllinni að Hlíðarenda á
morgun en þá getur Hamar tryggt
sér sæti í undanúrslitum en vinni
Valur verður oddaleikur í Hvera-
gerði á laugardaginn.
Hitt einvígið í 1. umferð úrslita-
keppninnar hefst í kvöld þegar
bikarmeistarar síðustu tveggja
ára, KR og Grindavík, mætast í
DHL-Höllinni. - óój
Hamar er komið í 1-0 gegn Val í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna:
Fyrsti heimasigur liðsins á árinu
FLOTT Í GÆR Hamarsstúlkan Fanney
Lind Guðmundsdóttir átti góðan leik
gegn Val. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI