Fréttablaðið - 03.03.2009, Side 27

Fréttablaðið - 03.03.2009, Side 27
ÞRIÐJUDAGUR 3. mars 2009 23 HANDBOLTI Sjö félög eignuðust bik- armeistara í handboltanum um helgina. Valur og Stjarnan urðu bikarmeistarar meistaraflokk- anna á laugardaginn og daginn eftir var keppt í bikarúrslitum hjá yngri flokkunum þar sem fimm önnur félög tryggðu sér bikarinn. Bikarúrslit yngri flokkanna í handboltanum voru haldin eins og undanfarin ár við nákvæm- lega sömu aðstæður og hjá meist- araflokkunum daginn áður. HK varð bikarmeistari í 2. flokki karla, ÍR varð bikarmeist- ari í 3. flokki karla og Grótta varð bikarmeistari í 4. flokki karla. Akureyrarliðin tvö þurftu að sætta sig við nauma ósigra, Akureyri tapaði meðal annars í tvíframlengdum leik þar sem norðanmaðurinn Sveinbjörn Pétursson varði um 30 bolta í liði HK. Hjá stelpunum varð Fram bikar meistari í 3. flokki eftir æsispennandi leik við Stjörnuna. Fylkir vann síðan bikarinn í 4. flokki kvenna eftir úrslitaleik á móti Gróttu. - óój Bikarúrslitahelgi handboltans: Sjö félög urðu bikarmeistarar MAÐUR LEIKSINS Karen Knútsdóttir skoraði 12 mörk í bikarúrslitaleik 3. flokks kvenna. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR KÖRFUBOLTI Keflavík nýtti sér vel heimavöllinn í bikarúrslitum yngri flokkanna í körfunni og vann alla fjóra úrslitaleiki sína um helgina. Keflavík sá um að halda bikarúrslitin að þessu sinni og fóru allir úrslitaleikirnir fram í Toyota-höllinni á laugardag og sunnudag. Keflavík varð bikarmeistari í 9. og 10. flokki kvenna, stúlkna- flokki og unglingaflokki. KR vann bikarinn í unglingaflokki kvenna og 9. flokki karla, Fjölnir vann 11. flokk karla og drengja- flokk og Njarðvík varð bikar- meistari í 10. flokki karla. Keflvíkingurinn Eva Rós Guð- mundsdóttir náði því að vera kosin maður leiksins í báðum leikjunum sem hún spilaði en hún var með 23 stig, 18 fráköst og 5 stoðsendingar í sigri 9. flokks og tröllatvennu (23 stig og 20 frák- öst) í sigri stúlknaflokks þar sem hún var að spila tvö ár upp fyrir sig. - óój Bikarúrslit yngri flokkanna: Keflavík vann fjóra bikara Í STUÐI Eva Rós Guðmundsdóttir skoraði 46 stig og tók 38 fráköst í tveimur bikar- úrslitaleikjum sínum. KÖRFUBOLTI Snæfellingar minntu heldur betur á sig í Iceland Express-deildinni í körfubolta þegar þeir unnu 89-88 sigur á Grindavík í Stykkishólmi á sunnu- dagskvöldið. Þetta var fyrsta deildartap Grindavíkur síðan liðið fékk til sín Nick Bradford. Hann fékk að kynnast sterkum varnar- mönnum Snæfells og sást varla í leiknum. Dramatíkin hefur verið mikil í síðustu tveimur sigrum Snæfells. Í 68-67 sigri á FSu á fimmtu- dagskvöldið var það annar þjálf- ari Snæfells, Sigurður Þorvalds- son, sem tryggði liðinu sigur um leið og lokaflautan gall en í leikn- um á móti Grindavík skoraði Jón Ólafur Jónsson sigurkörf- una þegar aðeins níu sek- úndur voru eftir. Bandaríski bakvörður- inn Lucious Wagner Wag- ner var þá með boltann. „Hann var aðþrengdur og það var ekkert í gangi hjá okkur. Það var búið að vera svolítið hnoð í síðustu sókn- inni og þeir voru að dekka okkur hátt upp á vellinum. Ég sá færi að hlaupa bak- dyramegin inn að körfu og fékk boltann,“ sagði hetja Snæfellinga, Jón Ólafur Jóns- son. Í leiknum gegn FSu var lokakerfið sett upp fyrir hann en hann var stífdekk- aður og á endanum fékk Sigurður Þorvaldsson bolt- ann með rétt svo nægan tíma til að skora sig- urkörfuna. Nú var hins vegar komið að Jóni Ólafi að vera hetjan. Snæfellsliðið er mjög hávaxið lið og það fengu Grindvíking- a r n i r Nick Bradford og Páll Axel Vil- bergsson að kynnast í Hólminum á sunnudagskvöldið en þeir skoruðu bara 14 stig saman. „Okkur hefur alltaf gengið vel með menn eins og Bradford,“ segir Jón Ólafur. „Við getum allir hreyft okkur og það eru engir durgar hjá okkur,“ sagði Jón Ólafur sem átti mikinn þátt í því að halda Páli Axeli í 10 stigum. Jón Ólafur er búinn að spila mjög vel í vetur og hann er líka ánægð- ur með sitt framlag. „Ég er mjög sáttur. Þetta er búið að vera mjög gaman í vetur. Ég er kominn með mikið sjálfstraust og nú er bara að halda sér heilum þegar fjörið fer að byrja,” segir Jón Ólafur og á þá við úrslitakeppnina. - óój Snæfellingar hafa unnið 10 af síðustu 11 leikjum sínum í Iceland Express-deild karla í körfubolta: Tveir dramatískir sigrar á þremur dögum HETJAN Jón Ólafur Jónsson, skoraði sigurkörfu Snæfells gegn Grindavík. FRÉTTABLÐAIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.