Fréttablaðið - 03.03.2009, Page 30

Fréttablaðið - 03.03.2009, Page 30
26 3. mars 2009 ÞRIÐJUDAGUR „Hörður Ingi hafði öðrum hnöppum að hneppa. Við komumst að þeirri sameigin- legu niðurstöðu að rétt væri að hann ein- beitti sér að því frekar en að pína sig á þessu. Þetta er persónulegt mál og ákveðinn léttir fyrir hann að þurfa ekki að leggja á sig þetta mikla erfiði sem keppninni fylgir. Og var þessi niðurstaða fengin í fullkominni sátt,“ segir Víðir Smári Petersen, spurningaljón og þjálfari Gettu betur-liðs Menntaskólans í Kópavogi, ásamt félaga sínum, Hafsteini Viðari Hafsteinssyni. Sá einstæði viðburður varð nú nýverið að Gettu betur-lið skipti út manni í miðri keppni. Hörður Ingi Gunnarsson er farinn úr liðinu en í hans stað kemur Unnur Hólm- fríður Brjánsdóttir. Fyrir eru þeir Ingvi Þór Sæmundsson og Bjarni Þór Sigurbjörns- son. Á laugardag er hörkuleikur en þá takast Kópavogsbúar á við hina hræðilegu Borgar- holtsskólagrýlu. „Þetta er sama lið hjá þeim og vann okkur í fyrra. Þetta er í fjórða skipti sem við lendum á móti Borgarholtsskóla í sjónvarpinu og höfum alltaf tapað. Í Morfís líka,“ segir Víðir Smári. Og helst á honum að heyra að nú verði hefnt því hann metur það svo að þrjú til fjögur lið séu líklegust og lið Kópavogsbúa ætti að vera þar á meðal. Sjálf- ur var hann í Gettu betur-liði Menntaskólans í Kópavogi á sínum tíma. „Í þrjú ár. Ég náði ekki mjög langt eða í átta liða úrslit tvö ár í röð.“ En Víðir hefur heldur betur náð að bæta það upp í Útsvari, spurningakeppni sveitar- félaganna, en lið Kópavogs hefur vakið mikla athygli fyrir einarða framgöngu og mikið keppnisskap. Liðið er komið í úrslit en það vann keppnina í fyrra. Víðir Smári segist ekki heyra annað en að fólk kunni að meta það að færst hafi aukin harka í keppnina. - jbg 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. hvetja, 6. ryk, 8. segi upp, 9. bjarg- brún, 11. guð, 12. erfiði, 14. hindrun, 16. tvíhljóði, 17. hestaskítur, 18. berja, 20. í röð, 21. slæma. LÓÐRÉTT 1. samskonar, 3. tveir eins, 4. verð- gildi, 5. keyra, 7. skikkja, 10. af, 13. hnoðað, 15. innyfli, 16. írafár, 19. málmur. LAUSN LÁRÉTT: 2. örva, 6. im, 8. rek, 9. nöf, 11. ra, 12. streð, 14. tálmi, 16. au, 17. tað, 18. slá, 20. tu, 21. illa. LÓÐRÉTT: 1. eins, 3. rr, 4. verðmat, 5. aka, 7. möttull, 10. frá, 13. elt, 15. iður, 16. asi, 19. ál. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 4,3 á Richter. 2 Tvær. 3 Sambíu. „Það fer eftir því hvernig skapi ég er í. Á föstudögum hlusta ég á þungarokk eða danstónlist, til dæmis Rammstein eða Marilyn Manson. Á mánudögum hlusta ég á útvarpið og stilli á morgun- útvarpið á Bylgjunni og Rás 2 eftir hádegi.“ Þuríður Stefánsdóttir, snyrti- og förðun- arfræðingur. „Félagið KMK – Konur með konum – heldur hina árlegu Góu- gleði á Silfri um næstu helgi þar sem ég og kærastan mín munum spila fyrir dansi. Kvöldið er eins konar árshátíð félagsins og verð- ur Ólafía Hrönn Jónsdóttir veislu- stjóri og heiðursgestur kvöldsins verður Margrét Pála Ólafsdóttir,“ segir Eva María Þórarinsdótt- ir, annar helmingur dúettsins DJ Glimmer. Birna Hrönn er hinn helmingurinn. Það stendur mikið til hjá Konum með konum sem er eins konar undirfélag sem tengist Sam- tökunum ´78. „Þetta félag gerir allt milli himins og jarðar; grill- veislur, farið í keilu og alls konar uppákomur eru á dagskrá og svo er það Góugleðin. Árshátíð,“ segir Eva María. Vart þarf að taka það fram að engir karlar fá aðgang að viðburðum sem eru á vegum Kvenna með konum en þar er dúndurlið, að sögn Evu Maríu sem heldur hópinn. „Þetta er eina ball ársins þar sem eru bara stelpur. Á „Samtakaböllum“ er þetta bland- að. En þetta segir sig sjálft. Bara konur. Það sem er sérstaklega gaman við þetta er að þarna sam- einast aldurshópar og eru þeir sem mæta frá tvítugu alveg upp í sex- tugt þess vegna. „Ef maður fer út að skemmta sér er meðalaldurinn ekki hár. Sjálf er ég þrítug og mér líður oft sem aldursforseta. En þarna eru samkynhneigðar konur að skemmta sér saman. Boðið verð- ur upp á nokkur skemmtiatriði en félagið á rætur að rekja allt aftur til ársins 1985.“ Dúettinn DJ Glimmer leikur einkum diskótónlist og partíslag- ara. Eva María segir það svo að tónlist sem samkynhneigðir hafa gaman af sé oft „hýr“. „Það fer ekkert á milli mála að þetta er tón- list sem á að dansa við.“ Eva María þakkar sínum sæla fyrir að búa á Íslandi þar sem fordómar gagnvart hommum og lesbíum eru hverfandi. „Samkyn- hneigðir eru 5 til 7 prósent mann- kyns. Það má hafa í huga. Sem er ágætis fjöldi. Okkar samfélag er mjög „líberal“ og það eru forrétt- indi. Það er miserfitt fyrir ein- staklinga að koma út úr skápn- um en þá er kannski ekki síst við að eiga innri togstreitu. Ég ólst upp á Ítalíu þar sem þetta er allt öðru vísi. Kaþólsk trú ríkjandi og gamaldags hugsunarháttur. Hér hefur þetta snúist við. Þú ert hallærislegur verðir þú uppvís að fordómum.“ jakob@frettabladid.is EVA MARÍA: DJ GLIMMER LEIKUR DISKÓ OG PARTÍSLAGARA ENGA KARLA Á ÁRSHÁTÍÐ KVENNA MEÐ KONUM DJ GLIMMER Í GÓÐUM GÍR Að sögn Evu Maríu er tónlistin sem samkynhneigðir hlusta á „hýr“ og dansvæn. DJ Glimmer spilar því diskó og partíslagara. Útsvarsvíkingur með Gettu betur-lið MK GETTU BETUR-LIÐ KÓPAVOGS Hólmfríður er komin í liðið í stað Harðar Inga. Á laugardag verður tekist á við Borgarholtsskólagrýluna ógurlegu. Frá vinstri: Bjarni, Unnur, Hafsteinn Viðar, Ingvi og Víðir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Jú, við erum svona að gera til- raunir með þetta. Erum að æfa okkur í að annað drekki og hitt ropi og tala samtímis,“ segir Ívar Örn Sverrisson leikari. Ívar leikur síamstvíbura ásamt Vig- dísi Hrefnu Pálsdóttur í verkinu Sædýrasafnið í Kassanum í Þjóð- leikhúsinu sem sýnt verður í lok mars. Mikil spenna er fyrir verk- inu í Frakklandi og mun sjón- varpsstöðin ARTE koma og fylgj- ast með lokaæfingum á verkinu. „Ástæðan fyrir spenningnum er sú að höfundur verksins er mjög þekktur rithöfundur þar í landi, Marie Darrieussecq, og þetta er hennar fyrsta leikverk. Það er fyrst sýnt hér á landi en svo er það sýnt úti í lok maí en það er uppselt á allar sýningarnar í Frakklandi,“ segir Ívar. Þjóðleikhússtjóri sá verk eftir Marie Darrieussecq á listahátíð og kom sér í samband við hana og úr varð þetta sam- starfsverkefni. Sjón þýðir verkið á íslensku, Barði sér um tónlist- ina og Erna Ómarsdóttir sér um sviðshreyfingar. Auk Ívars og Vigdísar Hrefnu leika svo Stefán Hallur Stefánsson, Björn Hlynur Haraldsson, Elva Ósk Ólafsdóttir og Margrét Vilhjálmsdóttir aðal- hlutverkin. Ívar Örn og Vigdís Hrefna eiga ærið samhæfingarverkefni fyrir höndum. Aðeins einu sinni áður hafa síamstvíburar verið leiknir á íslensku sviði og það var fyrir meira en tuttugu árum. Ívar og Vigdís Hrefna þekkjast vel fyrir, voru bekkjarsystkin í Leiklistar- skólanum og hafa því smá for- skot á náin kynni. Ívar segir að síamstvíburarnir tali, eins og margir aðrir tvíburar, sitt eigið tungumál. „Ég hef aðeins kynnt mér síamstvíbura á netinu og svo kom það sér vel að þáttur um síamstvíbura var nýlega sýndur í Ríkissjónvarpinu. Þetta er spenn- andi verkefni,“ segir Ívar. - jma Síamstvíburar í Þjóðleikhúsinu FÖST SAMAN Ívar Örn Sverrisson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir eru að æfa sig í að vera samstiga og tala sem eitt. Þau eru að gera tilraunir með hvar þau verði föst saman. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ímark-hátíðin var haldin um helgina á Hilton Nordica og má heita að Ragnar Gunnarsson fram- kvæmdastjóri og auglýsingastofan Fíton hafi verið ótvíræður sigurveg- ari kvöldsins með fimm verðlaun. Ein verðlaunanna vöktu nokkra athygli, ekki síst þeirra sem fengu, en þar var um að ræða Glæpafar- aldur Eymundsson í flokki auglýs- ingaherferða. Viggó Jónsson á Jónsson & Le‘macks veitti verðlaun- um viðtöku og hældi sér af því að hafa fengið verðlaunin fyrir sömu auglýsingaherferð og árið áður. Var um endur- vinnslu að ræða á sömu herferðinni og hann sagði að þetta mætti heita dæmigert fyrir tíðarand- ann: Endur- vinnsla. Birna Þórðardóttir hélt upp á sextugsafmæli sitt með miklum glæsibrag í Iðnó um helgina. Vinir hennar og velunnarar komu henni rækilega á óvart með að fljúga suður sjálfri Helenu Eyjólfsdóttur sem söng Hvíta máva með Andreu Gylfadóttur þannig að gestir Birnu táruðust. Í hljómsveit sem tróð upp voru Stuðmennirnir Jakob Frímann, Ásgeir Óskarsson og Tómas Tómasson ásamt Magnúsi Einarssyni. Engin ellimerki er að sjá á byltingarkonunni Birnu sem gerði sér lítið fyrir og fór í splitt við mikinn fögnuð gesta. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.