Tíminn - 14.07.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.07.1994, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 14. júlí 1994 3 Verkakvennafélagib Framsókn búiö ab fella margar skólarœstingakonur út afskrá í sumar: Nær 200 skólaræstingakon- ur enn á atvinnuleysiskrám „Við erum búnar ab fella fjölda ræstingakvenna út af atvinnuleysisskrá vegna þess aö þær hafa neitaö vinnu sem þeim var boöin. Þá fara þær á átta vikna biö, þ.e. fá þá engar atvinnuleysisbætur í átta vikur. Þar á ofan eiga skólaræstingakonur aö taka mánaðar sumarfrí, þannig aö þær sem hafa hafnaö vinnu eru þar meö dottnar út þab sem eftir er sumars," sagöi Ingunn Þorsteinsdóttir hjá Verkakvennafélaginu Framsókn. Tíminn bar undir hana þá niðurstöðu Borgaí- endurskoöunar aö ræstinga- fólk í skólum fengist ekki í sumarþrif vegna þess aö þab væri á atvinnuleysisskrá. Ingunn kannast við kvartanir um slíkt í bréfi frá Securitas, sem sér um þrif í sumum skól- um borgarinnar. En þótt marg- ar konur hafi verið felldar af skrá eftir að hafa hafnað sum- arvinnu kemur í ljós að hátt í 200 skólaræstingakonur eru samt ennþá á atvinnuleysis- skrá hjá Framsókn. „Við vitum að það er fullt af konum sem eru ráðnar í níu mánuði og vilja bara ekkert vinna yfir sumarib. Margar konur fara einmitt í ræstingar í skólum til þess að geta verið í fríi yfir sumarið — sem vita- skuld er sjálfsagt mál. En þá er hins vegar ekki gert ráð fyrir ab þær stimpli sig atvinnulausar, nema að þær ætli og vilji fá sér Mosfellsbœr: Jóhann Sigurjónsson rábinn bæjarstjóri Jóhann Sigurjónsson viö- skiptafræbingur hefur verib rábinn bæjarstjóri í Mosfells- bæ þetta kjörtímabil. Jóhann hefur átt heima í Mos- fellsbæ um tuttugu ára skeib. Undanfarin ár hefur hann gegnt stöbu fjármálastjóra hjá Phar- maco en var ábur aðstobarfram- kvæmdastjóri hjá Glitni. Hann er kvæntur Ástu Hilmarsdóttur og eiga þau þrjú börn. ■ vinnu. Enda atvinnuleysisbæt- ur eingöngu ætlaðar atvinnu- lausu fólki í atvinnuleit," segir Ingunn. Að Framsókn skuli samt hafa þurft að að fella fjölda kvenna af skrá, vegna þess að þær höfnuðu vinnu í sinni eigin starfsgrein virðist samt benda til að margar þeirra hafi ætlað ab freista þess að ná sér í bæt- ur, í von um þab ab enginn færi að bjóða þeim vinnu. Því ef svo „illa" fer að þeim er boð- ib starf, gerist heldur ekkert nema ab þær detta bara út af skrá. Áhættan er því engin. Aö mati Ingunnar þyrfti að gera eins í sambandi við ræst- ingafólk skólanna og gert var varöandi gangaverðina, að það fengi tólf mánaba ráðningu. Spurb um fjölda atvinnu- lausra hjá Framsókn um þessar mundir sagði Ingunn þab hafa verið kringum 360 á skrá sem fengu bætur þegar síðast var borgab út fyrir viku. Fjöldi at- vinnulausra félagsmanna hefði verið kominn niður fyrir 180 í vor. En síban hefði fjölg- að aftur um í kringum helm- ing þegar ræstingafólkið kom inn eftir lokun skólanna. Ing- unn tekur fram að ræstinga- fólkið fái bara 44 daga borgaba og verði síðan að fara í mánað- ar sumarfrí. Þar með fái það ekki meira borgaö yfir sumar- ið, því skólinn byrjar svo aftur 1. september. Þess má geta, ab samkvæmt atvinnuleysisskrám hjá Vinnu- málaskrifstofunni hefur fjölg- un atvinnulausra frá júní í fyrra öll orðið meðal kvenna, og þá sérstaklega kvenna á höfuðborgarsvæðinu. Og þar hefur atvinnulausum konum farið fjölgandi síðustu mánuði, öfugt við þab sem er víðast annars staðar. Skráb atvinnu- leysi í júní svaraði til 2.150 höfuðborgarkvenna án vinnu allan mánubinn borið saman við 1.700 á sama tíma í fyrra. Atvinnulausar konur á höfuð- borgarsvæðinu eru nærri 40% allra atvinnulausra í landinu. 21. Landsmót ungmennafélaganna Iþrótta- og fjölskylduhátíð sumarsins Dagskrá Á 21. landsmóti UMFl að Laugarvatni verður boðið upp á fjölbreytta skemmtun og hátíðahöld fyrir alla fjölskylduna. Þar verður keppt í fjölda íþróttagreina, allt frá pönnukökubakstri og dráttarvéla- akstri upp í körfubolta, handbolta, frjálsar íþróttir og sund. Magnús Scheving mætir eldhress með morgunleikfimi og heldur uppi fjölskyldufjöri. Sex úrvalsdeildarlið og margar íþróttastjörnur Margar afskærustu íþróttastjörnum landsins reyna við Islandsmetin og auk þess verður sannkölluð körfuboltaveisla með sex úrvalsdeildarliðum. Fyrir fjölskylduna Fjölskyldan getur tekið þátt í æskuhlaupi, Lýðveldishlaupi, Bláskógaskokki, stafsetn- ingarkeppni, þrautakóngi, landgræðslu, skógrækt, náttúru- og söguferðum o.fl. Tjaldböll að Laugarvatni: HUÓMAR frá 65 rifja upp lögin frá 1965 á laugardagskvöld. Hálft i hvoru sjá um fjörið á föstudagskvöld. (Miðaverð á Hljómaball kr. 1.000. Miðaverð á tjald- böll föstudagskvöld og sunnudagskvöld kr. 500.) Sveitaböll á Borg í Grímsnesi: PLÁHNETAN á föstudagskvöld. (Miöaverð kr. 1.800.) 1000ANDLIT á laugardagskvöld. (Miðaverð kr. 1.800.) Heimsmeistarakeppnin Knattspyrnuáhugamenn missa ekki af neinu því úrslitaleikir heimsmeistarakeppninnar verða sýndir á risaskjá og fjöldi sjónvarps- tækja verður á svæðinu. 16:00 Knattspyrna karla 16:00 Knattspyrna kvenna 17:00 Blak 17:00 Lýðveldishlaup 18:00 Skák Föstudagur 15. júl 8:00 Blak 9:00 Dráttarvélaakstur 9:00 lýðveldishlaup 10:00 Handknattleikur 10:00 Sund 10:00 Bridds 10:00 Skák 11:00 Knattspyrna karla 11:00 Knattspyma kvenna 11:00 Karate 13:00 Línubeiting 13:30 Vígslavallar 14:00 Frjálsar íþróttir 14:00 Körfuknattleikur 15:00 Júdó 16:00 Jurtagreining 17:00 Æskuhlaup 17:00 Boccia fatlaðra 17:00 Lýðveldishlaup 17:00 Landgræðsla 20:00 Setningarathöfn 22:00 Tjaldball - Hálft í hvoru 23:00 Sveitaball á Borg - Pláhnetan Laugardagur 16. júlí | 1 Sunnudagur 17. júlí 8:00 Borðtennis 8:00 Fimleikar 8:30 Körfuknattleikur 9:00 Bridds 9:00 Bridds 9:00 Skák 9:00 Morgunleikfimi 9:00 Morgunleikfimi 9:30 Lýðveldishlaup 9:30 Helgistund 10:00 Frjálsar íþróttir 9:45 Lýðveldishlaup 10:00 Knattspyrna karla 10:00 Frjálsar íþróttir 10:00 Sund 10:00 Lagt á borð 10:00 Skák 10:00 Sund 10:00 Hestadómar 10:00 Söguferð 10:00 Söguferð 10:30 Bláskógaskokk 11:00 Handknattleikur 11:00 Knattspyrna karla 12:00 Knattspyrna kvenna 11:00 Skógrækt 12:00 Landgræðsla 12:00 Hestaíþróttir 12:00 Náttúruskoðun 12:00 Körfuknattleikur 13:00 Glíma 12:00 Náttúruskoðun 13:00 Skógrækt 12:30 '65 - boðsund 14:00 Stafsetningarkeppni 13:00 25 ára afmæli Kjörís 15:00 Pönnukökubakstur - ísveisla 16:00 Blak 13:00 Axlatök 16:00 Fjölskylduskemmtun 14:00 Landgræðsla 17:00 Lýðveldishlaup 14:00 Stafsetningarkeppni 17:30 '65 - boðhlaup 15:00 Fjölskylduskemmtun 20:00 Kvöldvaka 15:00 Starfshlaup . 22:00 Tjaldball - Hljómar 17:00 Mótsslit 23:00 Sveitaball á Borg - 1000 andlit 21:00 Lokaball Aðgangseyrir Fullorðnir Börn Þrir dagar (frá fimmtud. til sunnud.) kr. 3.000 kr. 1.500 Tveir dagar (laugard. og sunnud.) kr. 2.300 kr. 1.100 Einn dagur kr. 1.500 kr. 750 (Börn teljast fædd 1979-1983.) Börn fædd 1984 og slðar borga fast gjald kr. 200.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.