Tíminn - 14.07.1994, Síða 4

Tíminn - 14.07.1994, Síða 4
4 WWW'rW'rr Fimmtudagur 14. júlí 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: )ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmiblunar hf. Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 125 kr. m/vsk. Landgræöslan Við vissar veðurfarsaðstæbur hefur þjóðin það á tilfinningunni að landið sé að fjúka á haf út. Upp- blástur er ömurlegur ásýndum, þegar græn gróð- urþekjan með margbreytilegum plöntum flettist af eða hverfur í sandinn og auðnin tekur við. Uppblásturinn er mesta umhverfisvandamálið nú um sinn. Það er því þjóðarsamstaða um þörfina á að kosta nokkru til að verjast. Ríkið hefur lagt veru- legt fé af mörkum í þessu skyni og rekið stóra rík- isstofnun, Landgræðslu ríkisins, til þess að stjórna aðgerðum. Starfsemi Landgræbslunnar er öflug og starfsmenn hennar búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á því hvernig fást skuli við þetta geig- vænlega vandamál. Á ferð um landið í byggð og óbyggð stingur það mest í augun þar sem gróðurþekjan er á und- anhaldi og sandurinn og vikurinn eru að ná yfir- höndinni. Þá er sú hugsun efst hvort ekki megi veita viðnám meb öflugri hætti. Það er hlutverk Landgræðslu ríkisins að stjórna aðgerðum. Starfsmenn hennar eiga að hafa yfirsýn um það efni hvar skórinn kreppir mest og hvaða verkefni eiga að hafa forgang, hvernig þeim takmörkuðu fjármunum, sem fyrir hendi eru til landgræðsluverkefna, er varið. Áhugi þjóöarinnar á landgræðslu hefur orðið til þess að stórfyrirtæki hafa fengið áhuga á því að leggja fjármuni til þessara mála. Það er góðra gjalda vert sem viðbót við framlög ríkisvaldsins, sem eiga ekki að dragast saman vegna þessa. Hins vegar er mikil nauðsyn að þessir fjármunir fari til þess að leysa þau brýnu forgangsverkefni sem blasa við í landgræðslunni, og falli að þeirri stefnu sem uppi er í uppgræðslu lands. Sú stefna er mörkuð í landgræðslulögum. Tíminn er þeirrar skoðunar að eins og nú hátt- ar til í landinu sé það nauðsynlegra að mynda víg- línu og verjast frekari uppblæstri heldur en ab ætla sér að græða upp þau svæði sem þegar eru ör- foka. Því miður er ástandið þannig að varnarlína gróbursins er að bresta og þar þarf að leggja allan þungann í að verjast. Hitt er svo annað mál að félög áhugamanna um landgræðslu, sem hafa risið upp, geta gert margt til þess ab rækta sinn garð og bæta sitt nán- asta umhverfi. Sveitarfélög víða um land geta einnig lagt hönd á plóginn í þessu efni. Það fer nú vaxandi að sveitarfélög í dreifbýli hafi unglinga- vinnu á sínum snærum, og dæmi eru þess að sá vinnukraftur er notaður til landgræðslustarfa. Þar má til nefna dæmi úr Öræfasveit þar sem starf- andi er landgræöslufélag og sveitarfélagið hefur beitt unglingavinnunni í landgræðslu í samráði við Landgræðslu ríkisins. Þetta er til mikillar fyrir- myndar og mætti áreiðanlega víðar fara sömu leið. Þetta mundi leiða til enn nánara samstarfs Landgræðslu ríkisins og bænda. Slíkt samstarf er mikil nauðsyn fyrir farsæla þróun í landgræðslu- málum á íslandi, því hér er um viðkvæmt mál að ræba sem getur snert atvinnuhagsmuni, eins og dæmin sanna. Þjóblegur djass og íslenskt skítkast Brábfjörug deila virbist komin upp á síbum Morgunblabsins vegna tónleika sem haldnir voru í íslensku óperunni á Lista- hátíb fyrir skömmu. Ritdeilan er afskaplega séríslensk og trúlega gæti slík deila hvergi komib upp nema á íslandi þar sem bein- skeyttar blabadeilur eru og hafa verib ómissandi þáttur þjóblífs- ins mann fram af manni. Sú deila, sem hér er verib ab vísa til, er milli þeirra Tómasar R. Einarssonar djasstónlistar- manns og Gubjóns Gubmunds- sonar blabamanns, sem gagn- rýndi í Morgunblabinu tónleika Tómasar á Listahátíb: „Eins konar hrúgald". Svo vill til ab Garri fór á þessa tónleika og þótti þeir stórgóbir, ekki síst fyrir þær sakir ab þarna var eitthvab nýtt og spennandi í gangi. Eftir því sem næst verbur komist er þetta í fyrsta sinn sem íslenskri ljóblist beint úr ljóba- bókinni er ljáö aukiö líf meö tónlistarlegri snertingu frá djassi og útkoman var fersk, frumleg, áheyrileg og flutning- urinn vandaöur. En umfram allt voru þetta í raun og sann ís- lenskir djasstónleikar og Garri taldi sig hafa variö vel því fé sem fór í aö kaupa miöa á þenn- an viöburö. Dómur kom á óvart Þaö kom því á óvart aö lesa dóm Guöjóns Guömundssonar um þessa tónleika í Morgun- blaöinu, en honum þótti þeir hálfgeröur skyrhræringur og ósamstæö blanda sem heföi mátt missa sig. Garri yppti þó öxlum eftir lestur gagnrýninnar og hugsaöi um hvaö þaö væri eitthvaö íslenskt aö tónlistar- gagnrýnandi kynni ekki aö meta íslenskar nýjungar á tón- listarsviöinu og afgreiddi þaö sem ómögulegt vegna þess aö passaöi ekki inn í eitthvert er- lent mynstur. Enn íslenskara er þaö þó aö Tómas skuli ekki hafa sætt sig viö aö Guöjón afgreiddi þetta tónlistarfrumkvæöi sem hvern annan skyrhræring. Tómas svaraöi nefnilega gagnrýninni í GARRI Mogganum fullum hálsi. Svar Tómasar var eins og tónleikarn- ir, ákaflega íslenskt og aö sjálf- sögöu fullkomlega ómálefna- legt. Tónlistarmaöurinn dró gagnrýnandann sundur og sam- an í háöi og benti á aö hann ruglaöi jafnvel saman heims- frægum trommuleikurum og pí- anóleikurum, hvaö þá ööru. í anda hinnar íslensku heföar, svaraöi Guöjón Guömundsson tilskrifum Tómasar í Moggan- um í gær, enda hlaut aö svíöa undan hrímköldu og nöpru háöi djassgeggjarans. Kann Tómas ekki á bassa? Því miöur viröist Guöjón ekki al- mennilega ná sér á strik í per- sónulegum svíviröingum um Tómas, en Guöjóni til málsbóta má þó segja að í Mogganum í gær gengur hann miklu lengra í fúk- yröum en eðlilegt hefur verið tal- iö af blaðamanni. Hann setur sig í stellingar hins hreinskilna og djarfa tónlistargagnrýnanda, sem þorir að segja sannleikann og not- ar síðan þessar stellingar til aö kasta skít í Tómas. Gagnrýnand- inn segir að Tómas ræfillinn hafi nú aldrei getað spilað sóló á tón- leikum meö erlendum gestum, enda sé hann svo lélegur bassa- leikari. Blaðadeilur á íslandi hafa haft tilhneigingu til aö leysast upp í skítkast, og aðalsmerki góöra blaðadeilna er einmitt hug- myndaríkt og vel útfært ómál- efnalegt skítkast. Svívirðingar Guðjóns í garð Tómasar eru hvergi nærri nógu kröftugar eöa naprar til að ná fram þeirri hæöni sem hefbi þurft til ab svara djass- geggjaranum. Deilan mun fyrir vikib trúlega leysast upp og logn- ast út af. En best er þó ab horfa á þessa hluti í réttu samhengi og þakka þab sem gub hefur gefib. Þab kemur nefnilega í ljós, þegar grannt er skobað, að bæði tón- leikarnir og dilkurinn, sem á eftir þeim dróst, eru hin þjóðlegustu fyrirbæri. Frumlegur og góður ís- lenskur djass fær komplexaöa ís- lenska gagnrýni sem magnast upp í alveg séríslenskar, hressilega ómálefnalegar blaðadeilur, sem endurspegla síðan ákveðna eigin- leika í íslensku þjóðarsálinni. Er hægt aö hafa það þjóðlegra á af- mælisári Iýðveldisins? Garri Lögbönn og litaval s... Mörg eru tíðindin og deiluefnin í þjóðlífinu í byrjun hundadaga, þegar heyannir standa hvaö hæst og ekkert á helst að vera að frétta nema hvernig viðrar til heyskap- ar. En þaö er öðru nær. Miðhúsa- silfriö er oröiö efnilegt deiluefni án þess ab neinn úrskuröur liggi fyrir um hvort um nokkuö er að rífast. Hvernig pósthúsútibúiö í Austurstræti á að vera á litinn er mikiö mál meðal lærbra og leikra og glerskálinn við Iönó, lag hans og litur, er álitlegt fréttaefni. Ósættin í íslenska útvarpsfélag- inu er komin á það stig ab hún verður ekki leyst nema með lög- reglurannsókn, Ólafur Ragnar slær út gamla trompinu sínu, að efna í stóran stjórnmálaflokk, og rokufréttir um að debetkort séu óþekkt í útlöndum þekja síður blaða og fylla út í fréttatíma. Korthafar, sem eru heilaþvegnir af auglýsingum bankanna um notagildi kortanna, lenda í harð- ræðum hér og hvar um heiminn þegar þeir komast að því aö lítið er að marka stabhæfingar um notagildi þeirra. Svo eru hún Jóhanna sígilt fréttaefni nú oröiö og hvar og meb hverjum hún ætlar að bjóða fram, og svo þarf ab komast ab því hverjum það er ab kenna ab engin handboltahöll rís fyrir heimsmeistaramótið. Deilur Úlfúbin í þjóðfélaginu rís og dafnar jafnt af ólíklegustu smá- málum og misskilningi sem af veigameiri efnum. Lengi má fá tilefni til deilna og illinda, ef vilj- inn er fyrir hendi og hann skortir yfirleitt ekki. Rifist er um hvabeina sem upp kemur og fyrir ber. Hatrammar deilur um fiskveiðistjórnun, lána- sjóði, landbúnaðarstefnu, orku- nýtingu, byggöastefnur, alþjóða- stofnanir, jafnréttismál og kirkju- byggingar eru landanum svo í blóö bornar að mabur tekur vart eftir svoleiðis smámunum lengur Á víbavangi fremur en því hvort vextirnir eru mátulegir eða of háir eöa lágir. Á móti kemur ab allir eru sammála um margt þab sem betur fer, svo sem eins og aö landið sem við byggjum sé hið fegursta í heimi og auðlindirnar takmarkalausar, þótt ekki takist að lifa á þeim án stöbugrar skuldasöfnunar, og aö stúlkurnar séu afspyrnufallegar, æskan efnileg, þjóöin yfirleitt of- boðslega gáfuö og menntuö og af- bragð annarra manna. Alheimssöngvarar og dábir lista- menn bera frægðina út um allar trissur og litið er upp til okkar hvar sem viö förum. Allt best Svo seljum vib fínasta fiskinn og besta og heilnæmasta kjötiö og erum hamingjusamasta þjób í heimi, ab minnsta kosti innan OECD. Vatnið er betra en önnur vötn, þótt brösuglega hafi gengið ab selja það og kostaö stór gjald- þrot aö koma því á markað. Að öllu þessu athuguöu verður sú spurning áleitin hvers vegna alltaf er verið að rífast og metast á íslandi. Svariö liggur ekki í aug- um uppi og kannski er engin skýring á því af hverju eybyggj- arnir við Dumbshaf geta aldrei setið á sátts höfði, en deilur hafa verið með þeim allt frá upphafi byggöar og aldrei verið uppstytta þar á. Ef til vill hafa sumir skemmtun af nuddinu og aldrei skal það spyrjast um íslandsmann aö hann þiggi friö þegar ófriöur er í boði. Því er sjálfsagt aö halda þeim þjóölega sið að setja lög- bann á litaval pósthússins og heimta lögreglurannsókn á silfur- sjóbi og sölunni á hlutabréfum í Sýn. Og aldrei skal þab spyrjast aö hætt verði aö rífast um hvort ráð- húsið og Hallgrímskirkja eru fög- ur hús eöa ljót eða hvort byggja á torfkofa á steinahleðslu á Hrafns- eyri. Um hitt er ekki deilt að við erum fögur, gáfuö og einstaklega hæfi- leikarík þjóð, sem aldrei getur komið sér saman um hvernig búa á í landinu, fremur en hvernig hús eiga ab vera á litinn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.