Tíminn - 14.07.1994, Side 5

Tíminn - 14.07.1994, Side 5
Fimmtudagur 14. júlí 1994 5 Haraldur Jóhannsson: Abdragandi peningalegrar samvinnu í Vestur-Evrópu i. Samvinna ríkja í Vestur-Evr- ópu í peningamálum á núver- andi grundvelli á upptök sín í Marshall-áætluninni og hefur þannig frá öndveröu ráðist af pólitískum sjónarmiðum öðr- um þræði. í tilefni boðs Bandaríkjanna um efnahags- lega aöstoð héldu vestur- evr- ópsk ríki, önnur en Spánn, ráðstefnu í París 1947 og settu þá upp nefnd, sem um haustið sendi frá sér drög að áætlun til fjögurra ára um endurupp- byggingu. Þjóðþing Bandaríkj- anna samþykkti í apríl 1948 lög um evrópska endurupp- byggingu. Mynduðu þá ríkin, sem að ráöstefnunni í París höfðu staðið, Samtök um evr- ópska enduruppbyggingu, skammstafað OEEC, til að samræma aðgerðir sínar í efnahagsmálum. Sviss varð meðlimur þeirra við stofnun, þótt ekki þæði bandaríska að- stoð, en Sambandslýðveldið Pýskaland liðlega ári síðar, í október 1949. Fyrstu árin eftir síðari heims- styrjöldina hvíldi verslun milli ríkja í Vestur-Evrópu enn mjög á gagnkvæmni. Afnám hafta á verslun og óskoruð viðskipti með gjaldeyri urðu yfirlýst frummarkmið OEEC. Til að greiða fyrir hinu síðar- nefnda setti OEEC tveimur ár- um síðar, 1950, á fót Evrópskt greiðslubandalag. Meðlimir þess, nema Portúgal og Sviss, voru aðilar að Alþjóðlega gjaldeyrissjóðnum og þannig skuldbundnir til að viðhafa stöðugt gengi á gjaldmiðli sín- um. í nokkrum skilningi varð markmið OEEC sagt vera að taka upp viðskiptahætti frá háskeiði gullfótarins, 1880- 1914. II. Eram á 19. öld voru peningar að mestum hluta í formi myntar úr silfri og gulli, eink- um silfri. Frá ofanverðri 17. öld keypti Bretland varning á Indlandi að hluta viö silfri, þar eð skiptahlutfall silfurs gagn- vart gulli var hærra þarlendis en í Evrópu (8-10:1 í stað 16:1, svo sem í Myntsláttu Spánar). Sakir þess fór meira silfur frá Evrópu en til álfunnar barst um liðlega aldarskeið. Á Bret- landi gekk svo á silfur, að mynt í umferð varð í vaxandi mæli úr gulli. Var gull lýst óskoraður löggiltur gjaldmiðill á Bretlandi 1774, en silfur að- eins í greiðslum upp að £ 25 og nær hálfri öld síðar, 1821, aðeins upp að £ 2, þannig að breskur gjaldmiðill varð í raun á gullfæti. í fræðilegri umfjöllun um gullfótinn var stokkur peninga í fyrstu talinn felast í gulleign, að jafnaði peningastofnana og ríkis, og mynt úr gulli. Halli eða afgangur í greiðslum landa á milli var talinn jafnaður með gulli, útflæði þess eða aðflæði. Af útflæði gulls hlytist lækkun verblags (að kenningunni um magn peninga), en að lækk- uðu verðlagi yrði meira flutt út en áður og minna inn, uns hallinn hefði verið jafnaöur. Vænst var, að stjórnvöld gripu ekki inn í þessi ferli, en útlist- un þeirra var í fyrstu miðuð viö óheft eða lítt heft viðskipti tveggja landa, álíkra að efna- hagslegum styrk. Um síðir var í útlistun tekib tillit til vax- andi notkunar seðla í dagleg- um greiðslum og síðan ávís- ana, en naumast til vaxta á fjármagni í tilfærslum landa á milli (sem á Bretlandi að minnsta kosti gátu vegið upp halla eða afgang á greiðslum gagnvart útlöndum), og alla jafna ekki til hagsveiflna. III. Fram á síðasta fjórðung 19. aldar var mynt helstu við- skiptalanda, annarra en Bret- lands, aðallega úr silfri. Gjald- miðill þeirra var þannig á silf- urfæti ellegar tvímálmafæti, svo sem í Frakklandi og Bandaríkjunum. Innan þýska tollabandalagsins var tveimur myntsvæðum á komið með VETTVANGUR samkomulagsgerð í Dresden 1838, thaler-svæbi nyrðra, gulden-svæbi syðra. Og tveim- ur árum eftir sameiningu Þýskalands eða 1873 var gjald- miðill þess settur á tvímálma- fót. Átta árum áður, 1865, að frumkvæði Belgíu, hafði Lat- neska myntbandalagið verið sett á stofn á meðal Frakk- lands, Belgíu, Sviss og Ítalíu, og þremur árum síðar, 1868, gengu Grikkland og Rúmenía til þess. í meginatriöum haföi Latneska myntbandalagið að undirstöðu frönsk lög um myntsláttu frá 1803, en að þeim var gulli og silfri gert jafn hátt undir höfbi og skiptahlut- fall þeirra ákvarðað 15,5:1. Snemma á áttunda áratugn- um féll silfur í verði. Og var sláttur silfurmyntar innan Lat- neska myntbandalagsins tak- markabur 1874 og aflagður 1878, til að mynt úr gulli hyrfi ekki úr umferð. Eftir það var Latneska myntbandalagið í reynd á gullfæti. Litlu áður hafði í það horf sótt í Banda- ríkjunum, og þarlendis var sláttur silfurmyntar fyrir einkaabila stöðvaður 1873, og var dollar þá í reynd tekinn af tvímálmafæti. Danmörk og Svíþjób gerðu með sér mynt- bandalag 1873, sem Noregur gekk til tveimur árum síðar, 1875. í fyrstu ákvarðaðist verðgildi krónu þeirra af skiptahlutfalli gulls og silfurs á markaði, en síðan hvíldi það á gulli. IV. í fyrri heimsstyrjöldinni, 1914-18, tóku öll evrópsku styrjaldarlöndin gjaldmiðil sinn af gullfæti, þó Bretland gerbi það ekki í orði kveönu. Á þriöja áratugnum, frá 1923 til 1928, settu þau hvert af öðru gjaldmiðil sinn aftur á gullfót (flest þeirra þó öllu heldur á gullskiptafót eba gullstanga- „Fyrstu árin eftir síðari heimsstyrjöldina hvíldi verslun milli ríkja í Vestur-Evrópu enn mjög á gagnkvæmni. Afnám hafta á verslun og óskoruð viðskipti með gjaldeyri urðu yfir- lýst frummarkmið OEEC. Til að greiða fyrir hinu síðamefnda setti OEEC tveimur ár- um síðar, 1950, á fót Evrópskt greiðslubanda- lag. Meðlimir þess, nema Portúgal og Sviss, vom aðilar að Alþjóð- lega gjaldeyrissjóðnum og þannig skuldbundnir til að viðhafa stöðugt gengi á gjaldmiðli sín- um. í nokkmm skiln- ingi varð markmið OEEC sagt vera að taka upp viðskiptahcetti frá háskeiði gullfótarins, 1880-1914." fót). Tjaldað var þá til einnar nætur. í heimskreppunni, 1929-32, tóku liðlega 40 ríki gjaldmiðil sinn af gullfæti, en nokkur evrópsk lönd skirrðust við það í fáein ár enn (Frakk- Iand, Sviss, Belgía og Holland), og mynduðu svonefnda gull- blökk. Gengi gjaldmiðla, tekinna af gullfæti, var undir orpið mikl- um sveiflum og gripu stjórn- völd til snarpra gagnráðstaf- ana. Þegar í fjármálakrepp- unni 1931 heftu Þýskaland og Austurríki viðskipti með gjald- eyri, og fóru ýmis lönd í Mið- Evrópu að dæmi þeirra. Á Bret- landi var settur upp sjóður til íhlutunar á gjaldeyrismörkuð- um, gengi sterlingspunds til styrktar. Þannig liðaðist sund- ur sú skipan alþjóblegra viö- skipta með gjaldeyri, sem á hafði komist frá miðri 19. öld meb London að miðbiki. Og ríki heftu beinlínis verslun við‘ önnur lönd. Sömdu tvö ríki oft um jöfnuð í verslun sín á milli, ab svonefndum tvíhliða samningum, þótt á stundum með ákvæðum um greiðslur ab hluta í öðrum gjaldmiðl- um. Voru 151 slíkur samning- ur í gildi 1937 á milli 38 ríkja. V. Snemma í síðari heimsstyrj- öldinni, 1939-45, hófu Banda- ríkin og Bretland undirbúning að afnámi hafta á verslun landa á milli og upptöku frjálsra viðskipta með gjald- eyri. Samin voru drög að stofnskrám tveggja alþjóðlegra stofnana, sem að því ynnu. Og á ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna í Bretton Woods í júlí 1944 voru þær settar á fót, Al- þjóblegi gjaldeyrissjóðurinn og Alþjóblegi bankinn. Þeim var þó ekki ætlað að takast á við uppbyggingarvandann að ófriðarlokum. Var vænst, að þá enn um nokkur ár mundu haldast höft á verslun og við- skiptum meb gjaldeyri og ab til afnáms þeirra, ekki ósenni- lega í áföngum, mundi bein- línis þurfa samninga ríkja á milli. Höfundur er hagfræbingur. Einkaleyfi Oft hefur verið agnúast út í Flugleiðir fyrir að sinna viðskiptavinum sínum illa. Meöal annars hefur verið kvartað yfir að flug séu felld niður án annarrar sýnilegrar ástæðu en þeirrar að farþegar séu ekki nógu margir til að ferö- in borgi sig, en einnig hefur ver- iö kvartað um skort á upplýs- ingum þegar tafir eða aðrar ástæbur hamla för. Þessar ásakanir og kvartanir hafa oft átt rétt á sér, einkum fyrir fáum árum. Fyrirtæki, sem nýtur þeirrar sérréttinda að einoka þjónustu í skjóli einkaleyfis sem þjóðfélag- ið veitir, hlýtur að hafa ríkar skyldur gagnvart þjóbfélaginu, ríkari en þau fyrirtæki sem berj- ast í óheftri samkeppni. Það er hins vegar svo, að kom- ist menn upp með ósvífni, er hætt við að slíkt framferði verði að vana og enginn taki eftir því ab eitthvað sé ekki eins og að var stefnt í upphafi. Þetta litla dæmi um Flugleiöir kom mér í huga þegar upphlaup varð í fjölmiðlaheiminum fyrir nokkru vegna sölu á hlutabréf- um í sjónvarpsstöðinni SÝN. Það er nefnilega ekki svo að veriö sé að berjast um völd og áhrif í lítilli sjónvarpsstöð með ódýran tækjabúnað. í SÝNAR- málinu er hið eftirsóknarverða ekki eignir eða áhrif í fyrirtæki, heldur opinbert leyfi. Einka- og skyldur Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ LÖVE leyfi, sem þjóðfélagið hefur veitt fyrirtækinu til að nýta einu lausu sjónvarpsrásina sem hægt er aö nota til almennra send- inga. Á meöan barist er um yfirráð yfir þessari rás, virðist sem eig- andi réttindanna, þjóðfélagið sjálft, hafi engan áhuga á mál- inu, engan áhuga á að réttindin séu notuð eða komi almenningi að gagni. Þetta er bara eitthvað sem einkaaðilum hefur verið af- hent og síðan virðist stjórnvöld- um vera sama, ekkert eftirlit er haft og engar kröfur gerbar til leyfishafans. Þetta leiðir aftur hugann að út- varpsrásunum fjölmörgu. Þeim virðist vera úthlutað án nokkurra skilyrða. íslenskri tungu er allt of oft misþyrmt af útvarpsfólki, sem virðist litla þekkingu hafa á móöurmálinu, og til hvers leiðir það? Auðvitað leibir það abeins til hnignunar máltiifinningar og málfars. Ég trúi því ekki aö stefna ís- lenskra stjórnvalda sé svo stjórnlaus frjálshyggja, að ekki megi hafa eftirlit með neinu. Er ekki mál til komib aö þjóð- in, eigandi hinna úthlutuðu gæða, setji reglur um notkun þeirra? Má ekki láta útvarpsrétt- arnefnd fá vald til að beita þá viðurlögum sem bregðast trausti eiganda hinna úthlutuðu gæða? Það sem hér er sett á blað er að- eins dæmi. Nú þarf almenningur að ýta við stjórnvöldum. Það eru ekki bara börnin sem þarf að fylgjast með í uppeldinu. Uppeldi þjóba er ótæmandi verkefni fyrir vel- viljuð stjórnvöld og það er án efa stutt milli frjálshyggju og stjórnleysis sem enginn vill. ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.