Tíminn - 14.07.1994, Side 11

Tíminn - 14.07.1994, Side 11
Fimmtudagur 14. júlí 1994 Wt w 11 Hallgrímur Helgason Droplaugarstööum Fæddur 29. ágúst 1909 Dáinn 30. desember 1993 Hallgrínwr Helgason var fœddur á höfuðdaginn, á Refsmýri í Fell- um, N.-Múlas., 29. ágúst 1909. Foreldrar hans voru Agnes Páls- dóttir, cettuð úr Vestur-Skafta- fellssýslu, og Helgi Hallgrímsson frá Birnufelli í Fellum. Þau hjón bjuggu á Refsmýri í Fellum þar til að Helgi lést árið 1912, þá að- eins um þrítugt, en eftir það bjó Agnes ein í áratug. Hún flutti síðan að Ási og giftist Brynjólfi bónda þar. Ólst því Hallgrímur upp á þessum tveimur bœjum. Arin 1929-1931 var hann í hér- aðsskólanum á Laugarvatni, og 1934 giftist hann Laufeyju Ól- afsdóttur frá Holti í Fellum og hófu þau búskap sinn þar. Lauf- ey ber greinilega með sér að hún er hógvœr kona og mun hafa milda skapgerð. Hjónaband þeirra hefi ég heyrt að hafi verið einstaklega farsœlt, enda munu bueði hafa verið góðum gáfiim gœdd. Hún býr nú á Egilsstöð- um, flutti þangað s.l. vetur í þjónustumiðstöð fyrir aldraða. Árið 1936 fluttu þau hjón að Arnheiðarstöðum í Fljótsdals- hreppi og bjuggu þar um sinn. Árið 1942 byggðu þau nýbýlið Droplaugarstaði á hluta af Ám- heiðarstaðalandi, og þar bjuggu þau síðan allan sinn búskap, 50 ár. Varð því lífsstarf þeirra þar. Heimili sínu og fjölskyldu helg- uðu þau krafta sína alla. — Eldri bróðir Hallgríms, sem hét Páll, lést á bamsaldri og Guðrún Margrét, systir hans, dó úr berkl- um um tvítugt. Þótt ég reyni nú að gera þessa samantekt sem best úr garöi meö góöri hjálp annarra, vil ég geta þess aö eitt sinn kynnt- ist ég heimili þeirra hjóna, Laufeyjar og Hallgríms sáluga, er viö Anna kona mín dvöld- um smátíma hjá dótturdóttur okkar, sem þá bjó í Fellabae, vestan viö Fljótiö. Fórum viö þá til þeirra í heimsókn aö Droplaugarstöðum í yndislegu veðri. Þann dag sýndi Hall- grímur sálugi _ mér margt skemmtilegt og var hinn ræðnasti, svo það varð mér ógleymanlegur dagur. Börn Hallgríms og Laufeyjar eru þessi: Helgi náttúrufræð- ingur, nú á Egilsstöðum; Ólaf- ur prestur á Mælifelli; Agnar cand. mag. í ísl. fræöum, bú- settur á Egilsstöðum; Guö- steinn bóndi á Teigabóli í Fell- um; Guðrún Margrét, búsett á Akureyri; og Bergljót húsfrú í Haga í Aðaldal. Af kunnugum er talið að Hallgrímur sál. hafi ekki tekið mikinn þátt í félagsmálum; var hann þó nokkur ár í hreppsnefnd og fleiri nefnd- um. Hann stofnaði Heilsu- verndarfélag Fljótsdæla um 1960. Það starfaði vel um 10 ára skeið, útvegaði félögum sínum náttúrulækningavörur og þess háttar. Búskapurinn á Droplaugar- stöðum byggðist aðallega á sauðfénu, en jöröin er landlítil og erfið til ræktunar, svo að búið varð aldrei stórt. Kýr voru oftast til heimilisnota, en um tíma var þó seld mjólk í smá- um stíl. Auk þess voru fáeinir hestar, sem framan af voru notabir til jarðvinnslu og hey- skapar, ábur en vélarnar leystu þá af hólmi. Um 1950 byggði Hallgrímur rafstöð við Hrafngerðisána, sem rennur rétt fyrir utan bæ- inn, og er hún enn í gangi. Raunar var bæjarstæbið upp- haflega valiö með tilliti til þess að virkja ána, enda ekki vel hentugt aö öðru leyti, svona yst í landareigninni. Bæinn kenndi hann vib Droplaugu fornkonu, sem Austfirðinga- sögur fjalla um, en hún átti heima á Arnheiðarstöðum. Bæjarnafnið var aldrei sam- þykkt af yfirvöldum, en festist t MINNING samt við bæinn, sem aldrei hefur verið nefndur annað. Hallgrímur var vel ritfær og samdi nokkrar minningar- greinar um nágranna sína, sem allar birtust í Tímanum, enda var hann lengst af trygg- ur framsóknarmaður. Páll Zophoníasson, þingmaður Norðmýlinga um langt skeið, reyndist honum mikil hjálpar- hella við uppbyggingu býlis- ins. Stundum skrifaði hann líka skeleggar blaðagreinar, ef honum var mikið niðri fyrir, eins og í sambandi við riðu- veiki-niburskurðinn 1990, sem hann barðist mjög á móti. Hallgrímur var fremur létt- lyndur og gat verið gaman- samur í viöræðum. Hann hafði gaman af að skiptast á skoðunum við menn og sló þá gjarnan fram ýmsum fjarstæð- um til að örva samtalið og kalla fram viðbrögð. Hann var greiðugur við nágranna sína og naut líka hjálpsemi þeirra í ríkum mæli. Þrátt fyrir tölu- verða nýbyggingu á nýbýlinu safnaði hann aldrei skuldum og lét eftir sig vænan sjóð. Loks set ég hér nokkur orð um persónugerð Hallgríms. Hann var einn þeirra manna sem ekki létu aðra segja sér fyrir verkum í hverju máli, hafði sjálfstæðar skoðanir, fór sínar eigin leiðir og var því af sumum álitinn nokkuð sérvit- ur. Hann var gagnrýninn á margt í samtímanum og lét það óspart í ljós. Var t.d. lengi andvígur notkun tilbúins áburðar á tún og í garöa. Einn bónda þekkti ég vel vestur í Strandasýslu, sem drýgbi allan sinn áburb með gamalli veggjamold, en vildi aldrei nota tilbúinn áburð og munu rannsóknir hafa stabfest margt af því síðar. Hallgrímur mun hafa verið afar traustur maöur á alla grein og hefi ég heyrt að loforð hans hafi staðib sem stafur á bók. Ég veit og fann líka, það lítið sem ég kynntist honum, að hverskonar smámunasemi og yfirdrepsskapur var eitur í hans beinum. Þá hefi ég heyrt að hann hafi veriö trygglynd- ur og ráðhollur. Gestrisni hef- ur vafalaust verið mikil á Droplaugarstöðum, enda var svo oft áður fyrr, að það voru heimilisfólkinu miklar ánægjustundir er gesti bar að garöi. Þótt ég hafi ekki þekkt Hallgrím sáluga mikib, var ég sjálfur alinn upp við nokkuð gamaldags búskap og þekkti allt verklag vel, enda aöeins tveimur árum eldri en hann. Það má segja um Hallgrím á Droplaugarstööum eitthvað svipað og Stephan G. Steph- ansson yrkir: Bognar aldrei — brotnar í bylnum stóra seinast. Með kærri þökk til þeirra, sem hjálpuðu mér um upplýs- ingar. Siglufirði, 1. júlí 1994, Guðbrandur Magnússon DAGBOK ÍWUUWUIAAAAAJ Fimmtudaqur 14 195. dagur ársins -170 dagar eftir, 27. vlka Sólris kl. 337 sólarlag kl. 23.28 Dagurinn styttist um 6 mínutur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Göngu-Hrólfar fara í Mosfells- bæ með rútu kl. 10 frá Risinu n.k. laugardag. Dagsferð í Þórsmörk 20. júlí. Upplýsingar á skrifstofunni. Fyrirlestur í Ásmundarsal í kvöld, fimmtudaginn 14. júlí, kl. 20 hefst í Ásmundarsal fyrir- lestur Guðmundar Jónssonar arkitekts á vegum ÍSARK, íslenska arkitektaskólans. Guðmundur hlaut menntun sína við arkitektaskólann í Ósló á árunum 1975-1981 og einnig við ILAUD-rannsóknarstöðina í byggingarlist, á Ítalíu árið 1979. Hann hefur starfað í Noregi frá upphafi ferils síns og átt mikilli velgengni að fagna í arkitektúr- samkeppnum í Noregi, íslandi og á alþjóðlegum vettvangi. Hann hefur starfað við kennslu í Ósló og Þrándheimi s.l. 10 ár og flutt fyrirlestra víða, m.a. við Alvar Áalto-stofnunina í Finnlandi. Á fyrirlestrinum, sem ber heitið „Issue, origin morphology", mun Guömundur túlka þau verk sín sérstaklega í tengslum við lands- lag og greina frá aðferðafræði sinni við hönnun mannvirkja. Verk Guðmundar eiga það sam- merkt að leita staðbundinna róta í landslagi og mýtum til að kalla fram fjölbreyttari formmyndanir sem stöðugt endurnýja bygging- arlist hans. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. TIL HAMINGJU Gretar Magnús Cubmundsson Tarnús. Þrúður Sigurðardóttir. 70 ára afmæli 70 ára er á morgun, 15. júlí, Þrúbur Sigurðardóttir, hús- freyja í Hvammi í Ölfusi. Eigin- maður Þrúöar er Guðmundur Bergsson bóndi. Þau taka á móti gestum að veitingastaðn- um Básum í Ölfusi á afmælis- daginn frá kl. 17- 20. 50 ára afmæli 50 ára er í dag, 14. júlí, Gretar Magnús Gubmundsson Tar- nús, Lyngbergi 15, Hafnarfirbi. Kona hans er Katrín S. Jensdótt- ir. Þau taka á móti vinum og vandamönnum í Fjörukránni í Hafnarfirði laugard^ginn 16. júlí kl. 13. Týndir hestar Tveir hestar (reiðhestar) töpuð- ust úr girðingu á Ingjaldshóli á Snæfellsnesi 19. júní s.l. Grunur leikur á að þeir hafi strokið suð- ur til Borgarfjarðar og farið um Fróbárheiði eða fjalllendið um- hverfis Jökulinn. Annar er jarp- ur og ójárnaður, hinn er rauð- tvístjörnóttur og járnaður (skaflaskeifur). Báðir eru eins markaðir: gagnbitaö bæði. Mjög grunnt markað. Þeir, sem verða hestanna varir, vinsamlegast hringi í síma 93-66920 (Ólafur Jens eba Ólöf Helga). APÓTEK Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I Reykjavfk frá 8. tll 14. Júlf er f Laugames apótekl og Árbæjar apótekl. Pað apótek sem tyrr er netnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 aö kvöldl tll kl. 9.00 aó morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjónustu eru gefnar f sfma 18888. Neyöarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátíóum. Símsvari 681041. Hafnarfjðróur: Hafnarfjarðar apótek og Noróurbæjar apó- tek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og tu s».r :is annan hvem laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-12.00. Upplýsingar í símsvara nr. 51600. Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjórnu apótek eru opin virka daga á opnunartíma búóa. Apótekin skiptast á sina vikuna hvort aó sinna kvöld-, nælur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið f þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opk) frá kl. 11.00-12.00 og 20.00- 21.00. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bakvakt. Upplýs- irtgar eru gefnar í síma 22445. Apótek Keflavfkur: Opið virka daga frá kl. 9.00-19.00. Laugard., helgidaga og almenna fridaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00- 18.00. Lokað i hádeginu milli kl. 12.30-14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laug- ardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00. Garðabær: Apólekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00- 18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. ALMANNATRYGGINGAR HELSTU BÓTAFLOKKAR: 1. júlí 1994. Mánaöargrelðslur Elli/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir)......... 12.329 1/2 hjónalífeyrir.......................... 11.096 Full tekjutrygging eililifeyrisþega..........32.846 Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega........33.767 Heimilisuppbót...............................11.166 Sérstök heimilisuppbót........................7.680 Bamalífeyrir v/1 bams........................10.300 Meðlagv/1 barns..............................10.300 Mæðralaun/feðralaun v/1 bams..................1.000 Mæðralaun/feöralaun v/2ja bama................5.000 Mæðralaun/feðralaun v/3ja barna eða fleiri..10.800 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaða .............15.448 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða.............11.583 Fullur ekkjulífeyrir.........................12.329 Dánarbætur í 8 ár (v/slysa)..................15.448 Fæðingarstyrkur..............................25.090 Vasapeningar vistmanna.......................10.170 Vasapeningar v/sjúkratrygginga...............10.170 Daggrelöslur Fullir fæðingardagpeningar.................1.052.00 Sjukradagpeningar einstaklings...............526.20 Sjúkradagpeningar fyrir hvert barn á framfæri ...142.80 Slysadagpeningar einstaklings................665.70 Slysadagpeningar fyrir hvert barn á framfæri ....142.80 í júlí er greiddur 44.8% tekjutryggingarauki á tekjutrygg- ingu, heimilisuppbót og sérstaka heimilisuppbót, 28% vegna láglaunauppbóta og 16.8% vegna viðskipta- kjarabóta. Tekjutryggingaraukinn er reiknaður inn f tekjutrygginguna, heimilisuppbótina og sérstöku heimil- isuppbótina.__________________ GENGISSKRÁNING 13. júlf 1994 kl. 11,02 Opinb. vlðm.geng! Gengi Kaup Sala skr.fundar Bandarfkjadollar 67,07 67,25 67,16 Sterlingspund ....105,38 105,66 105,52 Kanadadollar 48,45 48,61 48,53 Dönsk króna ....11,155 11,189 11,172 Norsk króna 9,996 10,026 10,011 Sænsk króna 8,898 8,926 8,912 Finnskt mark ....13,278 13,318 13,298 Franskur (ranki ....12,772 12,810 12,791 Belgfskur franki ....2,1299 2,1367 2,1333 Svissneskur franki. 51,94 52,10 52,02 Hollenskt gyllini 39,11 39,23 39,17 Þýsktmark 43,87 43,99 43,93 itölsk llra ..0,04424 0,04438 0,04431 Austurrfskur sch 6,233 6,253 6,243 Portúg. escudo ....0,4265 0,4281 0,4273 Spánskur peseti ....0,5324 0,5342 0,5333 Japanskt yen ....0,6896 0,6914 0,6905 írsktpund ....104,34 104,68 104,51 Sérst. dráttarr 98,92 99,22 99,07 ECU-Evrópumynt.... 83,70 83,96 83,83 Grfsk drakma ....0,2903 0,2913 0,2908 BÍLALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ MUNIÐ ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVtK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.