Tíminn - 16.08.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.08.1994, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 16. ágúst 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmiölunar hf. Mánaðaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 125 kr. m/vsk. Jákvæð samskipti dreifbýlis og þéttbýlis Á íslandi var bændaþjóðfélag í gegn um aldirnar, en það fór að breytast með breyttri verkmenningu þegar kom fram á þessa öld. Þær breytingar hafa orðið hrað- fara og nú er svo komið að þorri þjóðar- innar býr í þéttbýli og höfuðborgarsvæöi hefur myndast sem telur um helming íbú- anna. Þótt Reykjavík og nágrenni sé ekki stórborg á alþjóðlegan mælikvarða má þó færa rök að því að þar sé borgarsamfélag meö kostum sínum og göllum. Eitt af því sem þeir sem búa í þéttbýli þrá er að komast í samband við náttúruna og landið. Landareignir eru að stórum hluta í eigu bænda og ríkisvaldsins. Tengsl sveitafólks og borgarbúa voru lengst af mikil og ræktuð á þann hátt að unglingar fóru í sveit ýmist hjá vanda- lausu fólki eða hjá vinum og vandamönn- um. Þannig fengu þeir sýn á líf sveitafólks og skilning á lífsháttum sveitamanna. Nú er þetta einnig að breytast. Um síðustu helgi var tekin upp sú ný- lunda að bjóða þéttbýlisfólki að sækja sveitabæi heim til þess að kynnast lífinu þar. Þeta er jákvæð nýbreytni sem þarf að halda áfram og hún er ekki síður gagnleg kynningarstarfsemi en ýmsar auglýsinga- herferðir sem skipulagðar eru í nútíma þjóðfélagi. Það er mjög jákvætt að fá bændur til þess að taka þátt í þessu starfi. Skógrækt Ríkisins á skógivaxin lönd og rekur starfsemi víða um land. Fyrr í sumar var ákveðið að hafa dag þar sem fólki var boðið að skoða skógana, og höfð uppi leiðsögn og nokkur tilbreytni af þeim sök- um. Þetta framtak er lofsvert og einnig lóð á þá vogarskál að byggja brú milli dreifbýl- is og þéttbýlis. Þéttbýlisbúar verða að hafa það á tilfinningunni að landið sé á ein- hvern hátt þeirra og þeim komi það við. Það er sjálfsagt þar sem ríkisvaldið ræður yfir löndum að greitt sé fyrir umferð fólks um þau svæði og það finni sig velkomið þar. Átak bænda að „bjóða heim" og skóg- ræktardagarnir eru þörf nýlunda í sam- skiptum dreifbýlis og þéttbýlis og full ástæða er til að þróa þá starfsemi enn frek- ar í ljósi þeirrar reynslu sem fengist hefur í sumar. Pólitískur bjúgverpill Frumbyggjar Ástralíu þróuðu ein- hvern tíma í fyrndinni vopn sem kallað er bjúgverpill eða „búmm- erang". Þetta vopn er áhrifaríkt í höndum þeirra sem kunna ab beita því, vegna þess að sé bjúg- verplinum kastað með réttum hætti kemur hann aftur til kastar- ans sem þannig getur kastað vopninu aftur og aftur án þess að hlaupa á eftir því út um allar triss- ur. Eftir að íslendingar lærðu um þetta merka vopn hafa þeir tekið það inn í málið með séríslenkum hætti og notað það til að auðga hjá sér myndmál og líkingar. Þannig hefur t.d. stundum verið talað um pólitískan bjúgverpil þegar menn eru að lýsa stjórn- málabaráttunni og svo heppilega vill til að í fyrri viku kom einmitt upp einn slíkur pólitískur bjúg- verpill sem er svo hreinræktaður að hægt er aö nota hann sem skólabókardæmi til skilgreiningar á pólitískum bjúgverplum. Skobanakönnun Skoðanakönnun Skáís um fylgi við sameiginlegt framboð Alla- balla, Jóhönnu Sig. og Kvenna- listakvenna, sem kalla mætti „FM- framboðið" eða „Félagslega Meðvitaða - framboðið", fékk svo mikið fylgi að Ólafsarmur- inn í Alþýðubandalaginu byrjabi samdægurs aö leggja niður alla stjórnmálaflokkana sem að hugsanlegu sameiginlegu fram- boði stóðu auk Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins, sem Ólafur Ragnar var farinn að vísa til sem pólitískra peða í ís- lenskri pólitík. Eftir stóðu hjá Ólafi og hans mönnum FM- frambobib annars vegar og svo Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar. Hinn pólitíski bjúgverpill er ein- mitt þessi skoðanakönnun sem nokkrir ungir Ólafsmenn í Al- þýðubandalaginu létu gera og kynntu síðan með vafasömum GARRI hætti til að halda á floti umræð- unni um sameiginlegt framboð FM aflanna. Hugmyndin var sú ab koma af stab öflugri hreyf- ingu í þessa veru í tíð Ólafs Ragnar á formannsstóli hjá AB og nýta yfirlýstan áhuga Ólafs á samfylkingu jafnaðarmanna til að koma þessu á koppinn. Eftir að þessi bjúgverpill hafði flogið um háloft íslenskra stjórnmála í u.þ.b. einn og hálfan sólarhring og mikill meðbyr virtist vera með þessum hugmyndum fór bjúgverpillinn að snúa sér og stefnir nú á ofsahraba beint á kastara sinn og gæti raunar reynst honum stórhættulegur. Hættulegur á baka- leiðinni Ólafsmenn gátu ekki séð það fyr- ir þegar þeir köstuðu vopninu upp ab þab myndi snúa til baka stórhættulegt. Það hefur hins vegar gerst því nú útvarpa þeir Árni Þór Sigurðsson og Svavar Gestsson í stereó að FM bylgjan meðal kjósenda kalli á skjót við- brögð af hálfu Alþýbubandalags- ins, enda þurfi landsfundur flokksins að hafa fjallað um það fyrst ef menn ætla að fara út í við- ræbur um að leggja flokkinn nið- ur um leið og flokkakerfinu verð- ur endanlega umbylt. Rök þeirra félaga Svavars og Árna eru öll á lýðræðislegu nótunum og málflutningurinn ber þess merki að þeir bera ríkulega fyrir brjósti að hinn almenni flokks- maður fái að segja sína skoðun á landsfundi. Eflaust er það tilvilj- un og aukaatriði af þeirra hálfu að með því aö flýta landsfundi er jafnframt verið að stytta for- mannstímabil Ólafs Ragnars sem má aðeins samkvæmt reglum flokksins sitja fram að næsta landsfundi. Útspil Ólafsmanna er m.ö.o. í þann veginn að hitta þá fyrir sjálfa og skoðanakönnun Skáís sem annars hefði ekki oröib fræg nema af endemum, er í þann veg- inn að vinna sér sess sem gagn- legt skólabókardæmi um pólitísk- an bjúgverpil. Nú hljóta allir áhugamenn um stjórnmál að bíða spenntir eftir viöbrögðum Ólafs Ragnars. Gríp- ur hann bjúgverpilinn á lofti eins og vel æfður búskmaöur eba hæf- ir verpillinn Ólaf þannig að hann liggur óvígur eftir? Straumhvörf í flokkaskipan Rómuð skoðanakönnun sem birt var í vikunni leið sýndi að hægt væri ab fella Sjálfstæði- flokkinn og auka hlut Alþýöu- bandalagsins og Jóhönnu upp úr öllu valdi ef rétt er að farið. Framsókn hvarf af sjónarsviðinu og kratar samsöfnuðust í höf- undi húsbréfanna sem er ab koma þribjungi landsmanna á vonarvöl. Stöð 2 þótti, sem öðr- um, þetta mikil tíöindi og gerði málinu verðug skil. Nú hefur Víðivangur fengiö Ská & skjön til að kanna hug kjósenda til flokka í þessari viku og hvernig úrslit yrðu ef kosið væri nú. Gefnar voru þær forsendur ab Sjálfstæðisflokkurinn byði ekki fram, enda Dávíö orðinn afhuga kosningum eins og þráfaldlega kemur fram. Þar sem Framsóknar- flokkurinn er bændaflokkur voru ekki aðrir en sveitamenn spurðir um fylgi við hann og var þeim sem spurðir voru skipt jafnt milli sveita og þéttbýlistaða. Úrtak voru 170 manns. Þar af svöruðu 65, hinir voru ekki heima eða sögðust ekki skilja skoðanakönn- un. Spurt er Spurt var hvort fólk myndi held- ur kjósa Alþýðuflokkinn með Jó- hönnu eba ef Jóhanna væri í framboði fyrir Alþýöubandalagiö. Svo var spurt hvort fólk vildi held- ur kjósa Jóhönnu í Kvennalista og Alþýðubandalagi eða sérframboði eða hvort þeir sem eru í Alþýðu- bandalagi og Kvennalista og Al- þýðuflokki myndu kjósa Jóhönnu ef hún væri í öllum þessum flokk- um. Svo var spurt hvort mjólk væri ekki góð og færbust jákvæb svör á B-lista. Á vibavangi Niðurstöður voru óvæntar og sýndu að flokkakerfið er að brenglast og að hugur kjósenda stendur til breytinga og ab búast má við miklum tíbindum í ís- lenskum stjórnmálum. Af þeim 65 sem svöruðu neituðu 9 ab svara. 15 voru óákveönir. Annars skiptust atkvæðin þannig ab 47.5% sögðust kjósa Alþýbu- flokkinn ef búið væri að reka Jó- hönnu úr honum. 11.8% sögðust munu kjósa Alþýðuflokkinn ef Jó- hanna væri þar á lista. 17,3% myndu kjósa Alþýðu- bandalagið og Kvennalista ef Jó- hanna býöur fram sér en ef Jó- hanna er sett inn í staðinn fyrir Ólaf Ragnar fær svoleiðis listi 37.75% atkvæða, en 63,8% ef Svavar verður líka látinn fjúka. Ekki er gert ráb fyrir að Jóhanna bjóði sig fram í Framsóknarflokki og er hann því sér á báti í könn- unninni, en 29.5% telja að mjólk sé gób, en 78% ef rjómaísinn er talinn með. Örugg vísbending í ljós kom að 50.1% þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast en geta ekki kosið hann nú af aug- ljósri ástæðu munu kjósa Alþýðu- bandalagib ef Jóhanna býður fram sér en fylgi hinna færist á Kvenna- lista ef um verbur ab ræða sameig- inlegt framboð Alþýðubandalags, Kvennalista ogjóhönnu. Úrtak þessarrar könnunar er með minna móti og skekkjumörk eins mikil og Ská & skjön treysta sér til að hafa þau. En að öllu er samt farið ab vísindalegum hætti, og gefur hún örugga vísbendingu um í hvern farveg íslensk stjórnmála- þróun er að renna. Áb lokum nokkur ummæli fólks sem þátt tók í könnuninni. Kona í Þvergirðingsholti sagbi að hún væri búin að fá nóg af karla- veldinu og ætti Jóhanna að draga sig út úr pólitík. Karl sem talaði af bökkum Skeiðarár fyrir Stöð 2 sagðist feginn að Sjálfstæðisflokk- urinn er úr leik því nú gæti hann kosið íhaldið með góðri samvisku. Kona í Vesturbænum sagði ab krakkinn væri búinn að míga á teppið og vellingurinn að brenna við og hún mætti ekki vera að þessu kjaftæði. Karl fyrir austan sagðist alltaf hafa kosib Framsókn til ab klekkja á íhaldinu og saknar nú vinar í stað. Ég er búin að kjósa tvisvar í ár og á eftir aö kjósa fimm sinnum, sagði kona í Stykkis- hólmi, og sveimér ef ég á líka eftir að kjósa Jóhönnum í tveim flokk- um samtímis og í sérframboöi. Karl á skrifstofu Alþýðuflokksins stundi, loksins komum við vel út. Skilji einhver ekki þessar niður- stöður veröa þær auðskiljanlegar þegar sjónvörpin sýna þær í súlnaritum sínum. OÓ I F I I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.