Tíminn - 16.08.1994, Síða 6

Tíminn - 16.08.1994, Síða 6
6 w* 'wwvwy Þri&judagur 16. ágúst 1994 Mannaval menntamálaráöherra í nýtt Rannsóknarráö ríkisins harö- lega gagnrýnt, m.a. af flokksbróöur á Alþingi: Fimm háskólaprófessorar í 9 manna Rannsóknarráði Menntamálará&herra hefur skipaö í hi& nýja Rannsóknar- rá& ríkisins, og ekki seinna vænna, þar sem lögin gengu í gildi þann 1. júlí s.l. Þa& vekur athygli a& af 9 a&almönnum í rá&inu eru 5 prófessorar vi& Háskóla íslands og úr þeirra þeirra hópi hefur mennta- málará&herra jafnframt vali& formann Rannsóknarrá&s og varaformann til þriggja ára. Töluverö gagnrýni hefur þegar komiö fram á mannval mennta- málaráöherra í hi& nýja Rann- sóknarráö. Flokksbró&ir ráö- herra, Tómas Ingi Olrich, er m.a.s. svo óánægbur a& hann lýsti því yfir í Degi í gær breyta þurfi lögunúm um þetta glænýja Rannsóknarráö og muni hann taka þab mál upp á komandi þingi. Af níu aðalmönnum í Rannsóknarráði eru þrír til- nefndir af menntamálaráðherra: Sigurbur Gu&bjarnson, prófessor við raunvísindadeild HI, Þórólf- ur Þórlindsson, prófessor vi& fé- lagsvísindadeild HÍ, sem em for- maður og varaformaöur, og Halldór Þorgeirsson, deildar- stjóri umhverfisdeildar RALA. Hinir sex eru: Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor vi& verk- fræ&id HÍ, Helgi Valdimarsson, prófessor við læknad. HÍ, Vé- steinn Ólason, prófessor við heimspekid. HÍ, Alda Möller þróunarstjóri hjá SH, Jakob Jak- obsson, forstjóri Hafrannsóknar- stofnunar og Hallgrímur Jóns- son, forstjóri I&ntæknistofnun- ar. Þessa sex valdi menntamála- ráðherra úr 19 manna hópi til- nefndum af HÍ, Háskólanum á Akureyri, Vísindafélagi íslend- inga, helstu söfnum þjó&arinn- ar, opinbemm rannsóknarstofn- unum og læknaráðum Lands- spítala og Borgarspítala. Úr þess- um 19 manna hópi valdi rá&- herra einnig sex varamenn til viðbótar þrem varamönnum a& eigin vali. í viðtali við Dag segir Tómas Ingi þa& aðalatri&ið í sín- um huga, eins og hann hafi m.a. bent á á Alþingi í vor, að nauð- synlegt sé að abilar úr atvinnu- lífinu sitji í Rannsóknarrábi Is- lands. Enda standi þaö beinlínis í lagatextanum, þótt atvinnulíf- i& hafi ekki neinar tilnefningar á sínum vegum samkvæmt lögun- um. „Það varð því aö tryggja með öðmm hætti og af mennta- málaráðherra vom gefin vilyröi um að þa& yröi gert. Meðal ann- ars þess vegna var ekki talið nauðsynlegt að breyta lagatext- anum í menntamálanefnd. Hitt atri&ib er a& af níu a&al- mönnum í Rannsóknarráöi ís- lands em fimm fulltrúar frá Há- skóla íslands en enginn frá Há- skólanum á Akureyri. Það hlýtur að vekja athygli", segir Tómas Ingi. Enda er Háskólinn á Akur- eyri stofnun sem tengist at- vinnulífinu með nánum hætti. Dagur segir einnig mikla óánægju me& þaö innan Háskól- ans á Akureyri að gengiö hafi verið framhjá Þorsteini Gunn- arssyni, rektor skólans, sem er einn í hópi varamanna Rann- sóknarráðs. V7ð Torfahlaup á Rangárvallaafrétti er ægifagurt. Fyrir neöan ólmast Markarfljótiö og í baksýn er Mýrdalsjökull og Stórkonufell á Emstrum. Handan Markarfljóts er Stóra Crœnafjall á Fljótshlíöarafrétti. Umhverfisátak í Hafnarfiröi: Skóflustunga tekin að nýjum skolpútrásum Magnús Gunnarsson, forseti bœjarstjórnar, vatt sér upp ígröfu og tók fyrstu skóflustunguna aö dœlu- og hreinsistöö viö Óseyrarbraut í Hafnar- firöi, en alls veröa dœlustöövarnar þrjár. TímamyndjAK Fyrir helgina var tekin fyrsta skóflustungan ab skolpútrásum í Hafnarfirði og markar hún upphaf eins mesta umhverfis- átaks í bænum. Samningur hef- ur verið gerður við Hagvirki- Klett um framkvæmdirnar og hefur hann legið fyrir í um eitt ár, en ekki veriö hægt að hefja framkvæmdir þar sem margir endar voru lausir varðandi samkomulagið. Skolpútrásirnar, dælur og hreinsistöðvar munu koma öllu skólpi sem lengst frá landi. Framkvæmdirnar skiptast í þrennt. Byggð verður dælu- og hreinsistöð við Óseyrarbraut, sem hefur það hlutverk að dæla skolpi úr suðurbæ, sem hreins- ar og veitir því til sjávar. Þá verður byggð dælustöð við Vesturgötu, sem dælir skólpi úr mibbæ og norðurbæ í gegnum þrýstilögn í hreinsistöð vestan við Malir. Við Malir verður síð- an byggð dælu- og hreinsistöð, sem síar síðan skólpib og veitir því til sjávar. Áætlað er að framkvæmdum verði lokið fyrir árslok 1998 og er áætlaður kostnaður við verk- ið um 270 milljónir króna. Litabók um skóginn Fullvinnsla um borö í veiöiskipum: Auknum kröfum um nýtingu frestað Sjávarútvegsrábuneytiö hefur ákveðið að láta endurskoða ákvæði laga um fullvinnslu um borð í eldri fullvinnsluskipum. Jafnframt hefur rábuneytið ákveðið að fresta um eitt ár gildistöku ákvæðis sem kveður á um 60% nýtingu þorsks, ýsu og ufsa hjá eldri fullvinnslu- skipum. En eins og kunnugt er þá sam- þykkti Alþingi í maí 1992 lög um fullvinnslu botnfiskafla um borð í veiðiskipum sem tóku gildi í júní sama ár. í þeim lög- um var mörkuð sú stefna að öll skip, sem fullvinna botnfisk um borb; skyldu koma með all- an afla að landi, þar með taliö slóg og allan fiskúrgang sem félli til við vinnsluna. Þá var skipum sem höfðu haf- ið vinnslu fyrir gildistöku lag- anna eða voru í smíðum, gef- inn frestur til 1. september 1996 til að fullnægja þessu ákvæði. Hinsvegar var nýjum skipum ekki veittur neinn frest- ur í þessu efni. Jafnframt þessu voru gerðar auknar kröfur til eldri full- vinnsluskipa um nýtingu auka- afla og fiskúrgangs og m.a. ákveðið í reglugerð, að þeim bæri að hafa náö 60% meðal- nýtingu í þorski, ýsu og ufsa fyrir fiskveiðiáriö, sem hæfist 1. • september 1994: ■ Skógrækt ríkisins og Skeljung- ur hafa látið útbúa litabók, þar sem ýmsar ævintýrapersónur skógarins koma fyrir. Útgáfan er hluti af samvinnuverkefni þessara aðila um skógrækt í landinu. Bókin heitir Skógarnir okkar og í henni er tvinnað saman líf álfa og fugla í skóginum og mannanna sem sækja þangab útiveru og friðsæld. í bókinni er að finna fræðslu um gildi skóganna fyrir náttúru og áhrif þeirra á veðurfar. Þar eru einn- ig kynnt heiti mismunandi trjátegunda og annarra lífvera sem lifa og hrærast í íslensku skógunum. Litabókinni er dreift ókeypis á opnum dögum hjá gróðrastöðvum Skógrækt- arinnar og á bensínstöövum Skeljungs í sumar. ■ F j allatign og frelsi Helgir staðir draga pílagríma að sér um víða veröld og til ab mynda ferðamálaráð Ítalíu hef- ur lengi haldib því fram að eng- inn geti hrokkið uppaf fyrr en hann hefur barið Rómaborg augum. Auðvitað bannar eng- inn íslendingum að fara í píla- grímsferbir eða háma í sig spag- hetti á bakka Tíber. Hitt má lengi deila um hvar mannfólkið sé næst guðdóminum og þeir sem ferðast um ísland þessa dagana eiga margir hverjir erfitt með að ímynda sér meiri helgi- dóm en eyjuna í norðri. Þá spill- ir heldur ekki fyrir að hafa í far- teskinu eitthvað af þeim krásum sem matreiðslumeistarar kjö- tvinnslufyrirtækjanna bjóða í fjallaferöir. Þegar hreina loftið, fjallatignin og villibrábin leggj- ast á eitt finnst mörgum að há- punktinum sé náb, betra eigi dauðlegi heimurinn eigi. Þetta fékk hópur hestamanna ab reyna á fjöllum í síðustu vikum, þegar kvikmyndataka stóð yfir á útreiðakvikmynd á vegum Ríkis- sjónvarpsins og Plús Film. Farið var úr Landsveit í Rangárþingi um Landmannalaugar í Hóla- skjól á Skaftártúnguafrétti og síðan um Hvanngil og Hungur- fit niður ab Gunnarsholti á Rangárvöllum. Kvikmyndastjóri var Sveinn M. Sveinsson hjá Plús Film og sagði hann frekari vinnslu myndarinnar taka um tvo mánuði og þá yrði athugab hvenær hún kæmist á dagsskrá Ríkissjónvarpsins. ■ Mann- lífs spegill GUÐLAUGUR TRYGGVI KARLSSON Blaktir ekki hár á höföi. Viö kertaljós er veisluboröiö dekkaö úti í guös- grœnni náttúrinni viö Afangagil á Landmannaafrétti. Frá vinstri: jón, Valdimpr Kari, Kari Flqsþuiágr, AhOd Múría; Vjgdís, Ævgr, Ævar Pálmi, . Björn, Sigurjón, Cuöný Marta og Kolbrún.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.