Tíminn - 16.08.1994, Síða 8
8
Wmtom
Þribjudagur 16. ágúst 1994
Otti við
konur
Bangladesíski rithöfundurinn
Taslima Nasrin er komin til
Svíþjóöar og þar af leiðandi
væntanlega ekki í jafn brábri lífs-
hættu og ábur fyrir strangtrúub-
um löndum sínum. Trúarlögmaö-
ur einn í Bangladesh gaf út fatwa
(úrskurö á grundvelli íslamslög-
máls) þess efnis ab Nasrin sé
dauöasek og tvenn samtök heit-
trúaöra múslíma fylgdu þeim úr-
skurði eftir meö því aö leggja fé til
höfuös henni, önnur sem svarar
175.000 ísl. kr., hin 87.000 kr.
Það eru miklir peningar í svo fá-
tæku landi sem Bangladesh er.
Meðalárstekjur á mann eru þar
15.400 kr.
Öfgasamtök, sem gjarnan eru
kennd við bókstafshyggju (funda-
mentalisma), en eru ekki endilega
öll beinlínis af þeim toga, hafa
síðustu árin ráöiö af dögum í ís-
lamslöndum marga mennta-
menn, sem ab mati öfgamann-
anna eru andsnúnir íslam og/eöa
um of haldnir vestrænum við-
horfum. Margir aðrir mennta-
menn í löndum þessum eru í
stööugri lífshættu fyrir öfga-
mönnum. Ofsóknir þessar hafa
yfirleitt ekki vakið mikla athygli á
Vesturlöndum. Salman Rushdie
og nú upp á síðkastið Taslima
Nasrin eru þar undantekningar,
Rushdie af því aö hann er breskur
ríkisborgari og var orðinn þekktur
sem rithöfundur áöur en hann
skrifaöi Söngva Satans. Nasrin er
einnig þekkt sem rithöfundur,
minna þó en Rushdie. Mál henn-
ar hefur líklega ekki síst hvaö vak-
ib athygli vegna þess að hún er
kona og hefur beint spjótum sín-
um aö viökvæmasta blettinum á
íslam á öllu ótvíræöari og hlíföar-
lausari hátt en Rushdie.
Orb Allah
Blettur sá, sem hér um ræbir, er
afstaða íslams til kvenna. í Kóran-
inum stendur aö karlmenn skuli
hafa ráö ýftf .kbnum 'og jafnvel
berja þær efannaö dugi ekki til aö
láta þær hlýða. Spurning er að
vísu, hvort konur hafi í gegnum
tíðina verib verr settar og harðleg-
ar leiknar í íslamsheimi en víöa
annarsstaðar, en munurinn liggur
fyrst og fremst í því að íslam
grundvallast á hlýðni við lögmál,
sem grundvallast á opinberunum.
í íslam er áherslan á Kóraninn
sem orb Guðs enn meiri en hlið-
stæö áhersla á Biblíuna í kristni. í
Kóraninum er þab Allah sjálfur
sem talar og framhjá því, sem
hann býöur eöa bannar í Kóran-
inum verður því ekki gengiö án
þess aö brjóta gegn lögmáli hans.
Þessi trúnaður viö lögmál gerir
múslímum miklu erfiðara um vik
aö ablagast nútíma viöhorfum,
komnum frá Vesturlöndum, en
t.d. hindúum og Austur-Asíu-
mönnum.
Á síðustu áratugum hefur skóla-
menntun kvenna fleygt mjög
fram í mörgum íslamslöndum.
Fatima Mernissi, marokkanskur
stjórnmálafræðingur, skrifar í bók
sinni Islam and Democracy, sem
kom út s.l. ár, að 1986 hafi 19%
háskólakennara í bókstafstrúar-
ríkinu íran veriö konur, á móti
17% sama ár í Vestur-Þýskalandi.
Það ár voru 32% háskólaprófess-
ora í ööru íslömsku strangtrúar-
ríki, Saúdi-Arabíu, konur, sam-
kvæmt sömu heimild. Mernissi
telur, aö vaxandi umsvif bókstafs-
sinna í íslam séu ab verulegu leyti
mótþrói gegn þeirri auknu virkni
kvenna utan heimilis, sem tölur
þessar endurspegla.
Saman við það er ab öllum lík-
indum ótti þess efnis að þessi
sókn kvenna út fyrir heimilin
ógni hefðbundnu íslam og sann-
færing á þá leið ab þar sé um að
ræða beina uppreisn gegn
„sönnu" íslam.
Taslima Nasrin gerir kröfu til
þess að í íslamslöndum, eins og á
Vesturlöndum, sé trúarbrögbun-
um haldið utan við stjórnmál.
„Ég er sannfærð um að stjórnmál
mega ekki byggjast á trúarbrögð-
um/ ef möguleikar eiga að vera á
Andstœbingar Nasrin í Dhaka krefjast þess ab hún verbi drepin:... „samþykki aldrei málamiblun vib barbara."
Taslima Nasrin: spjótum beint ab vibkvæmum bletti.
BAKSVIÐ
DAGUR ÞORLEIFSSON
/ augum heit- og
strangtrúaöra músl-
íma er vaxandi
menntun kvenna og
sókn þeirra út fyrir
heimiliö árás á sjálf-
an grundvöll íslams
því fyrir konur ab veröa frjálsar,"
skrifaði hún ekki alls fyrir löngu.
„Bangladesh verður ab vera ver-
aldlegt ríki, í samræmi við okkar
tíma ..."
Lögmál verði endur-
skoðab
Áhrifum frá vestrænum femín-
istum bregður fyrir hjá Nasrin.
Eftir henni er haft að karlmenn
séu „ómannlegir." Slíkt láta vest-
rænir karlmenn sér finnast fátt
um, en öðru máli gegnir í íslam.
Heiftin gegn Nasriri í ættlaridi.
henriár upphófst svo að um muri-
aði í nóvember s.l. er hún sendi
frá sér skáldsögu undir titlinum
Skömm. Fjallar hún þar um eink-
ar viðurstyggilegar ofsóknir sem
hindúar í Bangladesh urbu fyrir af
hálfu múslíma, sem eru mikill
meirihluti íbúa þar, eftir að heit-
trúaðir hindúar rifu niður Babúrs-
mosku í Ayodhya í desember
1992. En heit- og strangtrúaðir
landar skáldkonunnar trylltust
fyrst fyrir alvöru er Kalkúttublab-
ið The Statesman hafði eftir
henni að kominn væri tími til að
gefa Kóraninn út í endurskoðaðri
útgáfu. í augum margra og líklega
flestra múslíma var það sama og
að halda því fram að til væru
menn sem vissu betur en Allah.
Nasrin segir indverska blabið hafa
rangfært orö sín, hún hafi sagt ab
það væri sharia, lögmál íslams, en
ekki Kóraninn, sem þyrfti endur-
skoðunar við. En a.m.k. strang-
trúaðir múslímar hafa varla talið
það miklu afsakanlegra.
Meðan Nasrin var í felum í ætt-
landi sínu og þúsundir manna
gengu um götur Dhaka (Dacca),
höfuðborgar þess, og kröfðust
þess áð hún væri drepin, skrifáði
hún sænska PEN-klúbbnum: „Ég
er í mikilli hættu stödd. En ég
gengst aldrei inn á nokkra mála-
miðlun vib barbara." Um ástand-
ið í Bangladesh skrifaði hún um
það leyti:
„Hvarvetna er konum misþyrmt,
og kúgunin á þeim er réttlætt í
nafni trúarbragðanna ... Margir
karlmenn vilja ab konur þeirra
séu ólæsar eldhúsambáttir með
blæju fyrir andliti. í landi mínu
eru 60 milljónir kvenna og undir
15% þeirra kunna að lesa og skrifa
... Land mitt hefur lög, sem eiga
að vernda einstaklinginn gegn
trúardómstólum og geðþótta-
kenndum dauðadómum þeirra.
En þau lög eru höfð að engu. S.l.
ár var ung kona grýtt til bana í
borginni Chatakchara, sam-
kvæmt úrskurði dómstóls þar,
vegna þess að hún hafði gifst aft-
ur eftir hjónaskilnab. í borginni
Kilikapur ákærðu múllarnir unga
konu fyrir hórdóm og dæmdu
hana til að hýöast 101 svipu-
höggi. Hún dó skömmu síðar og
var sagt að hún hefði fyrirfarið
sér. Slík dæmi, þar sem öfgafullir
túlkendur íslamslaga dæma stúlk-
. ur' f fátækúrri fjölskyldum ólög-
lega, eru óteljandi." , ■