Tíminn - 16.08.1994, Side 16

Tíminn - 16.08.1994, Side 16
Veöriö í dag (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland, Faxaflói, Subvesturmib og Faxaflóamib: Sunnan kaldi síbdegis og þykknar upp og fer ab rigna í kvöld. • Breibafjörbur til Stranda og Norburlands Vestra, Breiba- fjarbamib til Norbvesturmiba: Subvestan og vestan gola, en á stöku stab kaldi, ab mestu bjart vebur. • Norburland eystra og Norbausturmib: Sublæg eba breytileg átt, gola eba kalai í dag. Léttskýjab. • Austurland ab Glettingi, Austfirbir, Austurmib og Austfjarba- mib: Subvestlæg eba breýtileg átt, gola eba kaldi og lettskýjab í dag. • Subausturland og Subausturmib: Vestan og subvestan gola eba kaldi. Léttskýjab en þykknar upp í kvöld meb sunnan kálda. Norömenn útbunir togvíraklippum meö sprengihleöslum á Svalbaröasvceöinu. Sjávarútvegsráöherra: Norðmenn hafa ekki til- trú á sínum nýju reglum „Ég held ab -þab væri mjög óráðlegt af Norbmönnum að grípa til aðgerða eins og þess- ara af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi óttast ég að þaö muni gera deiluna mun alvar- legri því að ég hygg aö þaö sé erfitt aö sýna fram á að þetta sé gert án verulegrar hættu. í annan stab þá sýnist mér ab þetta muni líka sýna veikari málstað Norbmanna og ab þeir hafi ekki einu sinni tiltrú á nýjum reglum sem þeir hafa sett," segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsrábherra. Á sama tíma og vopnahlé er í fiskveiðideilu Norðmanna og íslendinga um veiðar á Sval- barðasvæbinu og allur íslenski úthafsveibiflotinn er að gera það gott í Smugunni, berast þær fréttir frá Noregi ab strandgæsl- an sé tilbúin með nýtt vopn til að nota gegn íslenskum skipum sem ætla sér að veiða á Sval- barðasvæðinu. Hér er um að ræða togvíraklippur með sprengihleðslu sem sprengir togvíra viðkomandi skipa á nokkru dýpi. Talið er ab notkun þessara klippa geti haft ein- hverja hættu í för meö sér svo ekki sé talað um þá hættu sem af þessu vopni getur stafað ef hleðslan kemur ósprungin inn á dekk á togara. Jóhann A. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf., segist hafa hald- ið að Norðmenn ætluðu sér að taka og færa til hafnar það skip sem ætlabi sér að veiða á Sval- barðasvæðinu eftir setningu nýju reglugerðarinnar. Þab séu hinsvegar áhöld um þann ásetning þeirra ef þeir ætli að- eins að halda uppteknum hætti og reyna að hindra veiðar á svæðinu með því að klippa á togvíra skipa. Hann segir ab fjöldi skipa sé á landleið úr Barentshafi og flest með fullfermi. Meðal annars er Hólmatindur á leið til Eskifjarð- ar með 190 tonn af þorski. Búist er við að útgeröarmenn úthafsveiöa í Barentshafi muni hittast á sameiginlegum fundi á Akureyri í næstu viku fremur en í þessari. Á þeim fundi munu þeir bera saman bækur sínar og ákveöa næstu skref í þessari fiskveibideilu. í gær lá ekki fyrir hvaða ráðherra mundi sjá sér fært að mæta á fundinn en helst er talið að útvegsmenn vilji fá að ræöa málin við forsætisráö- herra. Á hinn bóginn er hér um milliríkjamál að ræða og heyrir því undir utanríkisráðuneytið. Aftur á móti er talið að útvegs- menn fyrir norðan og austan mundu ekki haft neitt á móti því að fá Þorstein Pálsson sjáv- arútvegsráðherra til fundar. ■ Jafet Ólafsson byrjar á Stööinni: Skipulagsmálin hér innanhúss fyrst á dagskrá Hlaupiö í Skaftá er í rénun en til vinstri á myndinni sjást leyfarnar af veginum yfir í Skaftárdal. vmamynd þk Hlaupin í Skaftá og Hverfísfljóti í rénun en taliö aö von sé á stœrra hlaupi í kjölfariö: Stærri ketillinn fullur af vatni „Þetta leggst mjög vel í mig," sagði Jafet Ólafsson, nýi sjón- varpsstjórinn á Stöb 2, þegar hann tók til starfa í gær, „og ég er nú þegar búinn ab átta mig á því ab þab verbur meira en nóg ab gera hjá mér næstu vik- urnar. Skipulagsmál hér inn- anhúss eru brýnasta verkefnið, svo og dagskrármál. Átakí Kópavogi Lögreglan í Kópavogi stöbvaði um sjötíu ökumenn á bifreiðum sínum í gær, flesta vegna ófull- komins ljósabúnaöar. Kópa- vogslögreglan er þessa dagana með sérstakt átak í umferðarmálum og mun hún halda því áfram í dag og á morgun. ■ Hér er að mörgu að hyggja, ekki síst vegna þess hve fyrirtækið hefur verið í örum vexti á s k ö m m u m tíma. Viö jafet Olafsson stefnum að því hér ab gera gott sjónvarp betra og gott út- varp betra einnig," sagöi Jafet, en auk sjónvarpsstöðvarinnar hefur hann rekstur Bylgjunnar einnig á sinni könnu. Þab veröur hlutskipti Jafets Ól- afssonar að ráða í tvær mikilvæg- ar stöbur hjá íslenska útvarpsfé- laginu, en síðan Björgvin Hall- dórsson lét af störfum hefur eng- inn verið ráðinn í hans stað. Þá er óráðiö í stöðu forstöðumanns dagskrárdeildar hjá Stöð 2, en því starfi gegndi Jónas R. Jóns- son sem nú starfar hjá hollenska fyrirtækinu Filmnet. ■ Hlaupin í Skaftá og Hverfis- fljóti eru nú í rénum eftir ab hafa náb hámarki um helg- ina. Hlaupið kom úr minni katlinum af tveimur sem hlaupa reglulega og eiga vatnamælingamenn von á hlaupi úr hinum katlinum fljótlega. Vatnamælingamenn Orku- stofnunar hafa staðfest að hlaupiö úr Skaftá kom úr vest- ari katlinum af tveimur sem hlaupa reglulega, en hlaupin úr honum eru allajafna minni en þau sem koma úr eystri katlin- um. Hlaupib er það stærsta sem vitað er til að hafi komib úr vestari katlinum til þessa. Hlaupið var óvanalegt að því leyti til að hluti af vatninu úr katlinum rann í Hverfisfljóti og olli hlaupi þar, öllum að óvör- um. Ekki er vitað til þess að Hverfisfljót hafi hlaupið áður samfara Skaftárhlaupi. Snorri Sophaníusson vatnamælinga- maður fór austur að Skaftá í gær. Hann sagði síðdegis í gær að hlaupiö væri að klárast þótt enn væri hlaupvatn í ánum. Að meðaltali hefur komið hlaup í Skaftá úr eystri og stærri katlinum á 30 mánaða fresti en nú eru liðnir 37 mán- uðir frá því hann hljóp síðast. Árni Snorrason vatnamælinga- maður segir að staðfest hafi verið að eystri ketillinn sé full- ur af vatni og því sé von á hlaupi úr honum. Hann telur líklegt að ef hlaup komi úr eystri katlinum í kjölfar hlaupsins sem hófst í síðustu viku muni hluti vatnsins úr honum einnig renna til Hverf- isfljóts. Vegurinn ab bænum Skaftár- dal lokaöist vegna hlaupsins um helgina og búast vegagerð- Varnariiö- ið heldur leitinni áfram Björgunarsveit Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hefur í dag formlega leit að banda- ríska hermanninum sem hvarf félögum sínum við köf- un í Jökulsárlóni á Breiða- merkursandi á föstudag. Bandaríska björgunarsveitin hefur fengið sérstakan búnað til leitarinnar frá Bandaríkj- unum og er hún meðal ann- ars með kafbát sér til aðstoðar. Björgunarsveit frá Höfn leit- aði mannsins alla helgina með aðstoð frá þyrlu og köf- urum Landhelgisgæslunnar. Formlegri leit var hætt á sunnudag og er málið því í höndum Varnarliðsins. Að- stæður til leitar í Lóninu eru mjög erfiðar vegna mislægra strauma og lítils skyggnis undir tíu metra dýpi. ■ armenn við að geta opnað hann á morgun. ■ BEINN SIMI AFGREIÐSLU TÍMANS ER 631 • 631 Rífandi gangur í utanríkisrábuneytinu: Um 22% útgjalda- aukning hjá Jóni Útgjöld utanríkisrábuneytis- ins voru 127 milljónum króna hærri (17%) á fyrri hluta þessa árs en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir að rábuneytib hafi í millitíðinni losnab við Norrænu ráð- herranefndina yfir til forsæt- isráðuneytis. í júnílok voru greiðslur til Norrænu ráðherranefndarinn- ar orðnar 37 milljónir króna. Að óbreyttu kerfi hefðu hálfs árs útgjöld utanríkisráðuneyt- isins því hækkaö um 164 millj- ónir milli ára, eða um 22%. Ríkisendurskoðun segir þessa miklu útgjaldahækkun fyrst og fremst skýrast af 20 milljóna króna gjaldahækkun vegna yf- irstjórnar og 113 milljóna kr. hækkunar á framlögum til al- þjóðastofnana. Þar vegi fram- lag í þróunarsjóð EFTA mest. ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.