Tíminn - 26.08.1994, Page 5

Tíminn - 26.08.1994, Page 5
Föstudagur 26. ágúst 1994 5 Árni Benediktsson: Stjórnlagaþing Stjórnmálaflokkar eru nauðsyn- legir í lýðræbisþjóðfélagi þar sem byggt er á fulltrúalýðræði. En það er óeblilegt að stjórn- málaflokkarnir setji sjálfir þær reglur sem þeir starfa eftir. Eðlilegra er að stjórnmálaflokk- arnir þurfi að laga sig ab þeim reglum sem þeim eru settar. Það væri verðugt verkefni á þessu ári að taka ákvörðun um að kjósa til sérstaks stjórnlaga- þings til þess að setja lýðveld- inu stjórnarskrá. Gallinn er sá að enginn getur tekib ákvörðun um slíkt nema Alþingi og litlar líkur eru á að þab hafi áhuga á að gefa eftir það vald sem þab hefur. Við erum því í sjálf- heldu. Nú er það svo að látið er heita ab þjóðin sjálf kjósi um þær breytingar sem hverju sinni eru gerðar á kosningalögum. En í raun og veru er það ekki svo. Þegár Alþingi hefur samþykkt breytingar á kosningalögum er boðað til kosninga. Nýtt þing staöfestir síðan breytingarnar. En í sjálfum kosningunum er kosið á milli flokka, starfa þeirra og stefnu. Þannig eru það stjórn-málaflokkarnir sem ráða öllu um breytingarnar. Vibhorf kjósandans skiptir litlu vegna þess ab honum er ekki gefinn kostur á að kjósa um þetta til-tekna mál. Reynslan af stjórnlagaþingum Þegar rætt er um sérstakt stjórnlagaþing hlýtur að koma upp í hugann hver reynslan af slíkum þingum hafi verið. Hér verður látib nægja að drepa á stjórnlagaþingið sem samdi stjórnarskrá Bandaríkjanna. Ég hygg að það þing hafi geng- ið óhábara til leiks en flest önn- ur stjórnlagaþing, minna bund- ib af fortíðinni og því skipulagi sem áður ríkti. Þetta var eðli- legt þar sem ákveðið var að VETTVANGUR SEINNI HLUTI byggja frá grunni, þó að vissu- lega væru enskar hefðir mönn- um mjög í huga. En þegar stjórnlagaþingið í Philadelphia fjallaði um kosningafyrirkomu- lagið þurfti þab meðal annars að taka tillit þess hvernig hægt væri að tryggja réttlátt vægi at- kvæða en jafnframt að tryggja rétt minnihluta og strjálbýlis. Á þessu stjórnlagaþingi var lögð höfuðáhersla á að sæmileg sátt næðist, enda töldu menn varhugavert að lögleiða stjórn- arskrá sem væri þannig að margir teldu ab á sér væri brot- inn réttur. í Bandaríkjunum varð niður- staðan sú að hafa þingið í tveimur deildum. í aðra deild- ina skyldi kosið í jafn fjöl- mennum einmenningskjör- dæmum. Mörkum kjördæma er breytt á tíu ára fresti til þess að tryggja sama fjölda at- kvæða í öllum kjördæmum. í hina deildina skyldi kosið eftir landssvæðum og skyldi hvert fylki kjósa tvo þingmenn, án tillits til fólksfjölda. Við kosn- ingar í þá deild er vægi at- kvæða í Álaska meira en hund- rabfalt vægi atkvæða í New York fylki. Helmingur kjós- enda býr í sjö til átta fylkjum, af samtals fimmtíu. Þessi 50% kjósenda hefur 14-16% at- kvæða í Öldunga-deildinni. Auðvitað hefur margt breyst í tímans rás í Bandaríkjunum á þeim rúmlega tvö hundruð árum síðan stjórnarskráin var sett. En ab breyttu breytanda hafa þessi ákvæði staðist tím- ans tönn og eru engar hug- myndir ofarlega á baugi um að breyta þessu. Það má því segja að vel hafi til tekist og sátt ríki um þessa tilhögun. Ef hér yrði boðað til stjórn- lagaþings er vafalítið að um- ræðan myndi snúast mjög um jafnan kosningarétt og rétt minnihluta og strjálbýlis. Sennilegt er ab upp kæmu hugmyndir ekki ósvipaðar þeim sem urðu ofan á í Bandaríkjunum og að leitað yrði hliðstæbra lausna. Hug- myndir manna um rétt minni- hluta vegast á vib hugmyndir um jafnan atkvæðisrétt. Hér á landi eru margir sem telja ab það ætti að gera landið að einu kjördæmi til þess að jafna at- kvæðisréttinn. Þeir sömu menn telja það gjarnan kost á Evrópusambandinu að þar er atkvæðisrétturinn misjafn, fjölmennari samfélög hafa hlutfallslega minni atkvæöis- rétt. Hér á landi telja flestir sjálfsagt að íslendingar hafi sama atkvæöisrétt og Kínverjar á vettvangi Sameinubu þjób- anna, alveg án tillits til mann- fjölda. Þab er því mikill tví- skinnungur í afstöðu manna. Ef stjórnlagaþingi yrði komið á fót, og það haft í huga að sátt yrði að nást í meginatriðum um kosningafyrirkomulagið, má telja víst að eitt meginmál þingsins yrði hvernig mætti tryggja rétt minnihluta. Það er nokkurn veginn víst að ekki gæti orðið sátt um að tvö af átta kjördæmum landsins gætu náð hreinum meirihluta þing- sæta. Það er harla ólíklegt að sátt næðist um verulegt misvægi atkvæða. En í fullri alvöru sagt, þá er þetta stærra mál en svo að stjórnmálaflokk- arnir geti leyft sér að semja um það sín á milli. Þetta er mál sem verður aö fjalla um eitt og sér, þannig að ekki blandist saman við aðra hagsmuni. Til þess getur stjórnlagaþing verið eðlilegasti vettvangurinn. Al- þingi hefði sóma af því ab koma málinu í þann farveg. Ljóst er að formaður Alþýðu- bandalagsins stefnir að sam- fylkingu sem varla verður var- anleg nema landinu verði skipt upp í einmenningskjördæmi. Ósennilegt er þó að flokkur hans fylgi honum í þessu. Lík- legast er að enn sem fyrr muni flokkurinn sameinast um þrengstu flokkshagsmuni. For- maöur Alþýðuflokksins hefur nýlega lýst yfir í norskum fjöl- miðli að hann stefni ab því að endurskipuleggja flokkakerfið. Jafnframt hefur Alþýöuflokkur- inn sett fram að rétt væri að hafa landið allt eitt kjördæmi. Enginn endurskipuleggur flokkakerfið eftir að landib er orðið ab einu kjördæmi. Það endurskipuleggur sig sjálft. Af þessu er ljóst að við vitum harla lítið hvers við megum vænta af þeim breytingum sem stjórnmálaflokkarnir munu væntanlega leggja fyrir Alþingi í haust. Líklegast er þó að enn sem fyrr miðist þær fyrst og fremst að því að tryggja hagsmuni núverandi stjórn- málaflokka og festa þá í sessi, þó ab formenn bæbi Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags telji þá þurfa gagngerra breyt- inga við. ■ Fréttir af stjörnuhrapi Locarno heitir bær einn subur í Sviss. Eins og menn vita er það land í Ölpunum, en þar fálma fjallatindar Evrópu sig hærra upp til himna en annars staðar í álfunni. Sannkallab stjörnu- himnaklifur það. En þar um slóðir eru það ekki aðeins fjalla- tindar, sem freista þess, að ferb- ast á vit stjarna. Mannfólkið á einnig sína stjörnudrauma. Og því er þab svo, að í Locarno hafa menn haldiö kvikmyndahátíðir allar götur frá því hreiðurgerö hófst í fallbyssuhlaupum síðari heimsstyrjaldar. Víkur nú sögunni norður til ís- lands. Þar er hæð fjalla öllu temmilegri en gengur og gerist í Sviss. Þetta hafa íslensk fjöll sætt sig við fyrir margt löngu og haga samskiptum sínum viö stjörnur í samræmi við það. Þar í móti kemur, ab mannfólkið hér á landi hýsir ekki smærri stjörnu- drauma en hæfa þykir meðal annarra þjóða. Er ekkert nema gott og blessað um það að segja. Ein er sú kynslóð í þessu landi, sem oft er kennd við ártal og kölluð '68-kynslóðin. Auðvitað er það svo, að hver kynslóð hef- ur sín sérkenni. Meginsérkenni '68-kynslóðarinnar og raunar einnig margra þeirra, sem feta slóð hennar, er takmarkalaus sjálfsdýrkun. Birtist þetta m.a. í viðfangsefnum margra lista- manna sem komust til vits og ára um og upp úr 1970. Eða áttu að minnsta kosti að gera hvort tveggja. Nú gerðist það fyrir skömmu, að í Locarno var haldin kvik- myndahátíð eina ferðina enn. Að þessu sinni var ein íslensk kvikmynd sýnd þar. Kallast hún „Bíódagar". Leikstjórinn er af sjálfsdýrkunarkynslóðinni sem ég nefndi ában og viðfangsefni myndar- innar í stíl við það, nefnilega bernskuminningar frá sjöunda áratugnum. Um verk þessa leikstjóra má ef til vill ým- islegt gott segja. Hinu verður ekki neitað, ab dómnefnd kvik- myndahátíðarinnar í Locarno féll ekki beinlínis í stafi yfir þess- ari mynd. í þab minnsta sá hún ekki ástæðu til að verblauna leikstjórann og hafði þó fyrir nokkrum árum, veitt honum sérstaka viðurkenningu, að mig minnir fyrir frumraun hans í gerð kvikmynda í fullri lengd. Óneitanlega hefðu það verið SPJALL Pjetur Hafstein Lárusson nokkur tíbindi, ef umrædd kvik- mynd hefði hlotið verðlaun í Locarno, enda er kvikmyndahá- tíbin þar ein örfárra, sem virtar eru víba um heim. Að minnsta kosti hefbi verið full ástæða til að segja frá því í fjölmiðlum hér heima. Hitt þótti mér skjóta nokkub skökku við, ab fjölmiöl- arnir, meb Ríkissjónvarpið í broddi fylkingar, skyldu úthrópa það sem stórtíðindi á borð við fjöldamorðin í Rúanda, að myndin hefði ekki hlotið verð- laun. Sjónvarpið hafði meira að segja viðtal vib leikstjórann, þar sem honum var gefið tækifæri til ab útskýra hverju þessi undur sættu. Og ekki stóð á svarinu. Sei, sei, nei. Þessir karlar þarna í Locarno höfðu einfaldlega ann- an smekk á kvikmyndum en aumingja leikstjórinn. Þess mátti hann gjalda. Já, þab er ekki ofsögum sagt, — mikið er óréttlæti heimsins. Þab skal tekið fram, að ég hef ekki gefib mér tíma til að sjá „Bíódaga", enda leiðast mér yfir- leitt íslenskar kvikmyndir. Þó leyfi ég mér að fullyrða það, að myndin sé hvorki betri né verri, þrátt fyrir heldur slakt gengi hennar á margnefndri kvikmyndahátíð í Locarno. Hitt er svo annað mál, að ef Ríkis- sjónvarpib hefði viljað varpa raunhæfu ljósi á þá staðreynd, ab myndin hlaut ekki verðlaun, hefði verið nær aö taka viðtal við einhvern úr dómnefndinni, heldur en aö gefa leikstjóranum færi á að ausa lítt dulinni fýlu yfir landann. í þessu tilfelli var fréttastofa Ríkissjónvarpsins ein- faldlega ekki að flytja frétt, held- ur festa plástur á vonsvikin leik- stjóra. Áður var mér það hulið, ab Bogi Ágústsson fréttastjóri væri yfirlæknir á slysavarbstofu sjálfs- dýrkunarkynslóðarinnar. Nú er ég fróðari um það mál og þakka vitanlega fyrir upplýsingarnar. FÖSTUDAGS- PISTILL ÁSGEIR HANNES Ljósvíkingur trúarinnar Pistilhöfundur trób sér inn á þétt setinn Kaplakrika á sunnudag og átti þar einstaka kvöldstund meb fólki úr öllum trúfélögumm lands- ins í sjaldgæfu andrúmslofti. Þar sungu þeldökkir menn frá bökk- um Missisippimóbu vib raust og þúsundir íslendinga úr öllum átt- um og jafnvel víbar tóku glabir í hjarta á móti lausnara sínum frammi fyrir gubi. Gestur kvölds- ins var Benny hinn frá Flórída- strönd og predikabi ab hætti Vestmanna. Lagbi líka henduryfir fólk og vildi lækna í nafni frelsar- ans. En fyrst víkur sögunni ab ungum manni: Eiríki Sigurbjörns- syni. Eiríkur er sonur Sigurbjörns hestabónda Eríkssonar frá Álfsnesi á Kjalarnesi og fyrrum veitinga- manns í frægum Glaumbæ vib Fríkirkjuveg og Klúbbnum við Fúlalæk. Eiríkur er því kominn af góbum og gildum Framsóknar- mönnum frá Fáskrúbsfirbi ab langfebgatali en þab hefur ekki aftrab honum ab ganga um land- ið á Gubs vegum af meiri sann- færingu en abrir trúbobar. Og ekki nóg meb þab: Eiríkur Sigurbjörnsson er ekki síbur stórhuga en karl fabir hans var á sínum tíma. Þá hýsti bónd- inn Sigurbjörn bróburpart Reyk- víkinga á vertshúsum sínum um helgar og hélt stærra hestastób en abrir menn á höfubbólum víba um land. Sjálft föburlandib og móbir jörb duga hins vegar ekki Eiríki Sigurbjörnssyni undir trú- bobsverkin þegar best lætur. Ei- ríkur hefur því róib á önnur mib og fyrstur íslendinga beislab öld- ur Ijósvakans í þágu trúarinnar: Alfa og Omega. Útvarpsstöbin Alfa var fyrsta vers og seinna kom sjónvarpsstöbin Omega til sögunnar. Á sama tíma og venjulegir íslendingar eiga fullt í fangi meb ab eignast sjón- varpstæki og borga afnotagjöldin reisir Ijósvíkingur trúarinnar heila sjónvarpsstöb fyrir landsmenn án endurgjalds. Eiríkur Sigurbjörns- son lét ekki stabar numib vib svo búib heldur fékk vin sinn Benny Hinn í heimsókn og þá dugbi ekki stærsti íþróttasalur landsins undir samkomuna: Halelúja! Þab var merkileg lífsreynsla ab sjá þúsundir íslendinga leita á nábir bænarinnar um bata. Ab vísu er gub pistilhöfundar ekki þeirrar gerbar ab gera upp á milli barna sinna þrátt fyrir óskir manna og ábendingar þar ab lút- andi. Bænir eba formælingar. En þab er nú önnur saga og ástæbu- laust ab efast um túlkun annars fólks á trú sinni og gubi þó eitt- hvab beri á milli. Trúin flytur fjöll en hún er líka frjáls eins og fugl- inn. Því mega trúarleibtogar heimsins aldrei gleyma. Hér verba lækningarnar.í Kapla- krika látnar liggja á milli hluta enda ekki á færi pistilhöfundar ab meta þær. Hitt er svo annab mál ab umrótib í kring um Benny Hinn hefur kallab íslenskan Ijós- víking trúarinnar fram í dagsljós- ib. Eiríkur Sigurbjörnsson hefur haldib vel á máli sínu í fjölmiblum og sannab fyrir þjóbinni ab þar fer hugprúbur ungur mabur og óragur málsvari trúar sinnar og sannfæringar. Meira verba trúar- leibtogar landsins ekki krafbir um af sanngirni og mættu fleiri vel taka eldmób sveinsins unga frá Álfsnesi til eftirbreytni.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.