Tíminn - 14.09.1994, Side 6

Tíminn - 14.09.1994, Side 6
6 MiljsuíoLllmL Mi&vikudagur 14. september 1994 BORGFIRÐINGUR BORGARNESI MÚLI OLAFSFIRÐI Hestamenn fá félagsheimili Félagar í hestamannafélaginu Gnýfara fengu í ágúst sl. veg- lega sendingu aö sunnan. Þá tóku þeir formlega á móti hús- næði sem þeir höföu keypt í mars sl. vetur. Hetamenn fjárfestu í fyrrver- andi afgreiösluhúsi Sérleyfisbif- reiöa Keflavíkur. Húsiö hefur nú veriö staösett sunnan viö reiðigeröiö. Endanlegur kostn- aður viö húsiö mun vera um 2 milljónir króna. Hrun í göngunum Litlu mátti muna aö slys yrði þegar stykki út lofti Múlaganga féll nýlega. Þaö var kona frá Ak- ureyri á leið frá Ólafsfirði sem var næstum búin að aka á grjótið sem féll. Það mun hafa verið um eitt tonn sem hrundi. Konan tók ekki eftir grjótinu fyrr en hún var komin alveg upp aö því. Umferð var stöðvuð í klukku- stund meðan grjótið var fjar- lægt. Klæðningin skemmdist talsvert og mikill vatnsflaumur var í göngunum. DAGBLAÐ AKUREYRI Útigenginn hrútur úr Biskupstungum á Bárbdælaafrétt Sauðkindin íslenska er þolgóð skepna og fjölmörg dæmi eru um að hún hafi náb að lifa af íslenska vetur á fjalli. Svo var um lambhrút sem Bárbdæling- ar fundu í fyrstu göngum á dögunum. Slíkt væri þó varla í frásögur færandi nema vegna þess að hrúturinn er kominn alla leið sunnan úr Biskups- tungum og það sem meira er að í janúar sl. fundu Bárðdælingar móöur hans á svipuðum slób- um. Það voru þeir Tryggvi Hösk- uldsson, bóndi á Mýri, og Tryggvi Harðarson í Svartárkoti sem fundi í janúar kindina á Áfangatorfum rétt sunnan Kiðagilsdraga. Þá var hún frekar illa á sig komin og bar þess merki að hafa ekki komist í haga í nokkurn tíma. Reyndist hún vera í eigu Guðmundar Sigurðssonar í Vatnsleysu í Biskupstungum. í vor sáu Bárðdælir til kindar sem greinilega hafði gengið úti sl. vetur og síöan kom vetur- gamall hrútur af fjalli sem án efa er sú kind. Hrúturinn fannst á svipuðum slóöum og ærin í janúar, bara hinu megin við Skjálfandafljót. Hrúturinn er einnig í eigu Guömundar á Vatnsleysu og fullvíst er að hann sé undan ánni, hefur fylgt henni noröur yfir og orðið síðan viðskila. Aö sögn Páls Kjartanssonar, fjallskilastjóra í Víðikeri, var hrúturinn vel á sig kominn en alveg genginn úr gömlu ullinni. Örlög þessa víbförla og harb- gera hrúts verða ab enda sína ævidaga á Sláturhúsinu á Húsa- vík, enda kominn yfir varnar- línur og ekki æskilegt að slíkar flökkukindur gangi lausar. i .iii.i tir-f-’.'.v' "i" 11 * i UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Norræna skóla- setrib formlega opnab Norræna skólasetrið var form- lega opnað nýlega ab viðstöddu fjölmenni. Fyrirtækið Hrafna- klettur hafði veg og vanda að byggingu hússins, en það er samstarfsfyrirtæki Byggingarfé- lagsins Borgar hf. og Loftorku hf. í Borgarnesi. Meðal gesta við opnunina var Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands. Byggingin er hin myndarleg- asta og blasir við af þjóðvegin- um. Sterfsemi af þessu tagi er nýjung hérlendis og eykur enn á fjölbreytni atvinnulífsins í héraðinu. Hlutafélag var stofn- að um uppbyggingu og rekstur Norræna Skólasetursins og eru hluthafar fjölmargir. „Þetta gengur allt ljómandi vel. Það er miklu aubveldara ab safna hlutafé núna en í upp- hafi, þá var svolítið þungur róður," segir Sigurlín Svein- bjarnardóttir, framkvæmda- stjóri Norræna skólasetursins á Hvalfjarðarströnd. í ágústmánuði voru haldin þrjú námskeið en fyrsti hópur- inn var frá Finnlandi og þar var aðaláherslan lögð á bókmennt- ir, m.a. íslendingasögur. Nám- skeiöið byggðist upp á fyrir- lestrum og skobunarferöum. Menntaskólinn á Egilsstöbum: Nemendur aldrei verib fleiri Menntaskólinn á Egilsstöðum var settur í 16. sinn þann 5. september sl. Yfir 300 umsókn- ir bárust og varð að neita nokkrum nemendum um skólavist. Nemendur á haust- önn eru 250 í dagskóla ME og 25 í framhaldsdeildinni á Seyö- isfirbi. Nemendur utan skóla og í öldungadeild verða rúmlega 100. Mikil aðsókn er að heimavist- inni en þar komust inn 114 nemendur og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þrengra er um nem- endur en áður á vistinni og má segja að allt pláss sé gjörnýtt og varb ab bæta við rúmum og öðrum húsbúnabi. Þær breytingar hafa helstar oröið á starfsliði skólans að Ól- afur Arnbjörnsson hefur verið skipaður í stöðu skólameistara í stað Vihjálms Einarssonar, sem kominn er á eftirlaun, en mun þó starfa áfram við skólann sem stundakennari. Menntaskólinn á Egilsstööum settur. skólameistari. Húsnœöi Norrœna skólasetursins á Hvalfjaröarströnd er hiö myndarlegasta. Í rceöustól er Ólafur Arnbjörnsson Pétur Stefánsson verksmiöjustjóri viö stafla af graskögglum og fersk- grasi. Ferskgrasiö hefur veriö aö vinna sér sess á mörkuöum á Noröur- löndunum undanfarin misseri. TímamyndÁG Mikil eftirspurn á Noröurlöndum eftir ferskgrasi frá Vallhólmaverksmiöjuni í Skagafiröi. Gætu tvöfaldað framleiðsluna Sala Kaupfélags Skagfiröinga á ferskgrasi til útflutnings hefur gengið vonum framar. Gras- kögglaverksmibjan í Vallhólma framleibir í sumar 500-600 tonn af ferskgrasi, en ef marka má fyrirspurnir væri hægt að selja tvöfalt þab magn. Að sögn Péturs Stefánssonar, verksmiðjustjóra í Vallhólma, hefur eftirspurn aukist jafnt og sígandi, en á síðasta ári fram- leiddi verksmiðjan 405 tonn af ferskgrasi. Það magn seldist nán- ast upp. Ferskgrasið er selt til Norburlandanna, en stærsti markaðurinn er í Noregi. Náöst hefur um 16 króna skilaverð á hvert kíló, sem að sögn Péturs telst mjög viðunandi. Þannig má gera ráb fyrir að verbmæti fram- leiðslunnar í ár sé tæplega 10 milljónir króna. Framleiðslan fer þannig fram að hrátt gras er látiö dampa úr 90% í 45% rakastig og því síðan pakk- að í sérsmíðaðri vél í 25 kg plast- poka, þar sem fóöurböggum er þjappað niður í um það bil helm- ing af upphaflegri stærð. Þetta fóður er einkum ætlað hrossum, en það er framleitt eftir bresku einkaleyfi frá Horse Hage á Eng- landi. Sölumöguleikar vörunnar byggjast fyrst og fremst á háu fóðurgildi ferskgrassins, miðað við erlent ferskgras. Þetta stendur í beinu sambandi við vaxtar- hraba grassins, sem er hægari hér heldur en erlendis. Ferskgrasframleiðslan er í raun aukabúgrein hjá Vallhólmaverk- smiðjunni, því hún er fyrst og fremst ætluð til framleiðslu á graskögglum. Kögglaframleibslan hefur gengið vel í sumar, að sögn Péturs Stefánssonar, og er hún heldur meiri heldur en á síðasta ári. ■ Amnesty International: Sjö mannréttinda- myndir á kvikmynda- hátíb í Regnboganum Islandsdeild Amnesty Interna- tional efnir til kvikmyndahá- tíðar í Regnboganum þar sem sýndar verða sjö kvikmyndir dagana 16.-21. september. Fimm myndanna eru leiknar, en tvær eru heimildarmyndir. Allar eru kvikmyndirnar um mál er tengjast mannréttindum. Báðar heimildarmyndirnar fjalla um hlutskipti kvenna, þótt með ólíkum hætti sé. Defending Our Lives er bandarísk, frá árinu 1993, og er um konur sem hafa ráðið karlmönnum bana eftir að þeir misþyrmdu þeim. Mynd þessi hefur hlotið margvíslega viðurkenningu, þ.á m. Emmy- verðlaunin. Hin heimildarmynd- in, Fire Eyes, er líka bandarísk, gerö 1993, en hún varpar ljósi á þá hefð, sem enn er við lýði víða, að „umskera" stúlkubörn. Höf- undurinn, Soraya Mire, er frá Sómalíu og var sjálf umskorin er hún var 13 ára aö aldri. Leiknu myndirnar á kvik- | „ I Nll i |l< II I <t„ myndahátíð Amnesty eru flestar gerðar á sl. þremur árum. Testa- ment, sem er bresk, er þó frá 1988. Hún er um stúlku í Ghana, sem var handtekin eftir að Nkrumah var steypt af valdastóli 1966. Tango Feroz er frá Argentínu og segir frá nokkrum hugsjóna- mönnum í Buenos Aires í lok sjö- unda áratugarins. Skv. fréttatil- kynningu er þetta tímamótaverk í argentínskri kvikmyndagerö. Reporting on Death er frá Perú og segir frá fangauppreisn og átök- um milli fréttamanns og kvik- myndatökumanns um efnistök. Trahir, eða Svik, er verðlauna- mynd um kjör rithöfunda og menntamanna undir stjórn kommúnista í Rúmeníu. Varsjá fjallar um fólk á flótta undan fjöldamorðingjum nasista í gyöingahverfi þessarar hrjáðu borgar árið 1943.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.