Tíminn - 14.09.1994, Qupperneq 11

Tíminn - 14.09.1994, Qupperneq 11
Miövikudagur 14. september 1994 fflmfam ii Framkvæmdastjórn Sjálfsbjarg- ar vottar eiginkonu Jóhanns Pét- urs samúð sína, móður hans og systkinum. Þökk fyrir allt og allt, far þú í friði. Fyrir hönd framkvæmda- stjórnar Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra. Guðríður Ólafsdóttir varaformaður Þegar mér barst sú hörmulega fregn að góður vinur minn og félagi, Jóhann Pétur, væri látinn, var eins og einhvers konar sam- bland af tómleika og óraunveru- leika helltist yfir. Það er erfitt að meðtaka það að þessi kyndilberi lífsorku, lífs- gleði og baráttukrafts sé fallinn frá, einmitt þegar lífið blasti við með gjöfum sínum og verkefn- um sem aldrei fyrr. Stundum skilur maður ekki tilgang orðinna hluta. Við Jói kynntumst fyrst fyrir átján árum og fljótt kom í ljós að sameiginleg áhugamál voru mörg. Samverustundirnar urðu margar og fjölbreyttar. Jói var mjög félagslyndur og alltaf var líf og fjör í kringum hann. Það var teflt, spilað bridge, farið í bíó og böll eða bara rabbað um lífið og tilveruna. Við fórum ungir að taka þátt í starfi Sjálfsbjargar og tilheyrðum þar hinum „órólega æskulýð". í þeim hópi var oft mikið brallað og margt sér til gamans gert. Einhvern veginn var það ávallt svo að Jói var leiötogi í hópn- um, átti gjarnan frumkvæðið, hugmyndina, lausnina á því sem gera skyldi. Jóa var gefin mikil þrautseigja og viljastyrkur. Hann ruddi hindmnum úr vegi, sem margir hefðu hrasað um. Menntaskól- inn og lögfræðin voru verkefni sem leyst vom af ákveðni og ör- yggi, enda Jói mjög góöur náms- maður. Samhliða náminu var hann á kafi í málefnum fatlabra, var kominn í framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, 25 ára og var einn af stofnendum æskulýbsdeildar Bandalags fatlaðra á Norður- löndum um svipaö leyti. Stjórn- málin vom líka á dagskrá og svo aubvitað söngurinn. Áhugamál- in virtust nánast óþrjótandi. Þegar litið er til baka, er svo margs að minnast að fátt verður nefnt. Þó eru sérlega minnis- stæðar margar feröir, sem farnar vom heim til Jóa að Varmalæk í Skagafirði. Þar var ævinlega tek- ib höfðinglega á móti borgar- börnunum og ekki vantaði glaum og gleði. Ég vil nefna hér sérstaklega ferð, er farin var í Skagafjörðinn á vordögum 1991 til að sam- fagna Jóa og Hörpu á brúb- kaupsdegi þeirra. Sú hamingju- stund var ljúf, og þegar ég hugsa til hennar rennur mér í hug al- þekkt sönglag, sem Jói endaði vanalega með eftirfarandi hætti: „Ekkert er fegurra en vorkvöld í Skagafirði." Nú hefur hann kvatt þennan heim svo skyndilega, svo alltof fljótt og eftir stöndum vib sem þekktum hann og nutum vin- áttu hans. Það er horfinn stafur úr stafrófi tilverunnar og lit- brigbi hennar em ekki söm. Mínar innilegustu samúðar- kvebjur sendi ég til Hörpu. Guð veiti henni styrk í nútíð og framtíb. Einnig vil ég votta fjölskyld- unni á Varmalæk og aðstand- endum öllum samúð mína. Guð geymi góban dreng, vin og félaga, sem svo sannarlega kunni ab lifa lífinu lifandi. Sigurður Bjömsson UTLOND. . . UTLÖND. . . UTLÖND. . . UTLÖND. . . UTLÖND. . . UTLÖND. . . Ítalía: Grunaðir um að svíkja 4.5 millj- arða úr heilbrigðiskerfinu Palermo - Reuter Yfirheyrslur eru hafnar yfir stjórnendum nokkurra þekktra lyfjafyrirtækja sem grunaðir eru fyrir umfangs- mikil fjársvik er tengjast nýj- asta hneykslinu sem dunið hefur yfir heilbrigðiskerfið á Ítalíu. Samkvæmt dómsúr- skurði í Palermo voru a.m.k. tólf manns handteknir í sam- bandi við máli sl. mánudag, yfirmenn lyfjafyrirtækja og embættismenn í heilbrigðis- kerfinu. Meðal hinna hand- teknu eru starfsmenn tveggja þýskra fyrirtækja, Bayer AG og Böhring Mannheim, auk starfsmanns hjá bandaríska fyrirtækinu Beckman Instru- ments. ítölsk fyrirtæki þar sem handtökur hafa einnig farið fram heita Dasit Spa og Reachman. Þeir sem hand- teknir hafa verið em grunaðir um að hafa tekið þátt í að svíkja um 4.5 milljarða ísl. króna út úr kerfinu á sl. 10 ár- um. ítalskir fjölmiðlar halda því fram ab fjársvikin hafi í meg- indráttum farið þannig fram að starfsmenn umræddra lyfjafyrirtækja hafi látið sjúkrastofnunum í té tækja- búnab til greiningar og blóð- rannsókna nánast endur- gjaldslaust, gegn því þó að greitt væri allt að fjórfalt gangverb fyrir þau efni og lyf sem notuð eru í tengslum vib tækin. Blaðið Corriere -della Sera hefur eftir Salvatore De Luca, sem er dómari í Paler- mó, að þau málsefni sem komin eru til rannsóknar séu „ekki nema toppurinn á ísjak- anum," en réttarskjölum hef- ur verið dreift til annarra borga á Ítalíu til athugunar á því hvort víðar sé um slíkt misferli að ræða. ítalska heilbrigðiskerfið þykir bæði dýrt og illa skilvirkt. Því fer fjarri ab svikamál af því tagi sem hér er um að ræða séu nýlunda, en sl. tvö ár hafa áþekk spillingarmál tröllriðiö velferðarkerfinu á Ítalíu með þeirri afleiðingu að hið hefð- bundna flokkakerfi landsins er nú í molum. Francesco De Lorenzo, fyrrum heilbrigðis- málaráðherra, situr í gæslu- varðhaldi í Napolí, ákærður fyrir ab þiggja háar mútur af lyfjafyrirtækjum gegn því að tryggja kaup kerfisins á ýms- um vörum frá þessum sömu fyrirtækjum. Ítalía: Átök um ellilífeyri Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, ræddi í gær við verka- lýbsleiðtoga í landinu um leiðir til sparnaðar í ellilífeyr- iskerfinu. Stjórn Berlusconis Iítur svo á að lífeyrisgreiðslur séu að sliga þjóðina en marg- ir telja að sparnaður á þessu sviði sé fyrsti prófsteinninn á það hvernig forsætisráðherr- anum takist að ná tökum á útgjöldum ríkisins. Stjórnin hefur einsett sér að lækka þennan útgjaldalið um and- virði a.m.k. 35 milljarða ísl. króna á fjárlögum næsta árs. Ellilífeyrisþegar á Ítalíu eru um 20 milljónir að tölu, þ.e. um þriðjungur íbúa landsins, og greiðslur til þeirra nema um þriðjungi ríkisútgjalda. Almennt er talið að um mikla misnotkun á lífeyris- kerfinu sé að ræða, en auk þess eru uppi efasemdir um að ítalir hafi efni á kerfi sem gerir ráð fyrir því að karlar hætti að vinna þegar þeir verða 61 árs en konur við 56 ára aldur og fái eftir það op- inberan ellilífeyri. Sérstakra forréttinda njóta svo ríkis- starfsmenn sem geta komist á þokkaleg eftirlaun eftir aðeins fimmtán ára starf hjá hinu opinbera. Forystumenn laun- þega sætta sig ekki við að sparnaður beinist að mestu leyti að þessum útgjaldalið. Þeir vilja að aukin áhersla verði lögð á að endurheimta fjármuni úr klóm skattsvikara og þrýsta jafnframt á um sölu ríkiseigna. Þeir hóta „heitu hausti" ef fjárlagadrög verði ekki endurskoðuð, en Berlus- coni ætlar að leggja þau fyrir þingið í lok þessa mánaðar. Sjálfur gerir Berlusconi ekki mikið úr ágreiningi um hvar beri að spara. Hann hefur sagt að ellilífeyrisþegar í land- inu þurfi ekki að óttast um sinn hag, - tilgangur stjórnar- innar sé fyrst og fremst sá að afnema ranglæti og forrétt- indi. Hann segir að lífeyris- þegar muni halda áunnum rétti sínum en endurskipu- lagning lífeyriskerfisins sé óhjákvæmileg meb tilliti til ellilífeyrisþega framtíðarinn- ar. ■ Angóla: Stjórnarherinn situr um Soyo Sao Tome - Reuter Unita-menn í Angólu segja að stjórnarherinn sé að undirbúa árás á olíubæinn Soyo, sem er nyrst og vestast í landinu, en bærinn hefur verið á valdi upp- reisnarmanna í nærfellt tvö ár. Soyo er miðstöb olíuvinnslu fyr- ir ströndum landsins. Bærinn gegnir einnig mikilvægu hlut- verki fyrir olíuvinnslu í landi, sem ein sér nemur um 30 þús- und tunnum á dag. Ef olíuflutningar um Soyo stöbvast verður Malongo helst bækistöð ailra olíuvinnslustöbva í Angólu norðanverðri, en þær framleiða um 570 þúsund tunn- ur af hráolíu á dag. Malongo er rekið á vegum bandaríska fyrir- tækisins Chevron, en olían er helsta tekjulind Angólumanna. Unita-útvarpib segir að fjöl- mennt herlið stjórnarinnar, búið skriðdrekum og sprengjuflaug- um, sitji um Soyo, en Unita hef- ur átt í skæruhernaði við stjórn MPLA allt síban landið fékk sjálf- stæði 1975. Angóla var áður portúgölsk nýlenda. Unita og MPLA sömdu frib árib 1991 og lágu bardagar þá niðri um eins árs skeið, en blossuðu síöan upp á ný. ■ Áætlun til 20 ára um fjölgun mannkyns Ráðstefnu SÞ um leibir til að stemma stigu við fólksfjölgun lauk í gær með samþykkt 20 ára áætlunar sem felur í sér að mannkyninu fjölgi ekki um nema 1.6 milljarð á því tímabili. Fram til aldamóta er áætlað ab ráðstafanir í þessu skyni kosti sem svarar 1.100 milljörðum ísl. króna. Tíðindum sætir að þessa ráð- stefnu sótti aðeins einn full- trúi frá íslandi. Það var Þröst- ur Ólafsson sem er stjórnar- formaður Þróunarsamvinnu- stofnunar íslands. Frá fjárlaganefnd Alþingis Fjárlaganefnd Alþingis ráðgerir ab gefa sveitarstjórnar- mönnum kost á ab eiga fund meb nefndinni dagana 26.- 29. september fyrir hádegi. Upplýsingar og tímapantanir í sfma 630700 frá kl. 9-16 eigi síðar en 23. september nk. Þökkum samúb og vinarþel okkur sýnt, vegna and- láts systur okkar Ingigeröar Þorsteinsdóttur frá Vatnsleysu jörfabakka 22 Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild 7 vib Borgarspítala og heimahjúkrunar vib heilsu- gæslustöbina í Mjódd. Steingerbur Þorsteinsdóttir Sigurbur Þorsteinsson Elnar Ceir Þorsteinsson Kolbeinn Þorsteinsson Bragi Þorsteinsson Sigríbur Þorsteinsdóttir Vibar Þorsteinsson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.