Tíminn - 22.09.1994, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 22. september 1994
MWOWM
3
Skjólstœöingum félagsmálastofnunar fjölgar um 1.000 á tveimur árum.
Formabur félagsmálaráös:
Kostnaður hefur aukist
um 250 milljónir króna
tveimur árum nemur því alls
tæplega 250 milljónum eða um
85%.
Guðrún Ögmundsdóttir, for-
maður félagsmálaráðs Reykjavík-
urborgar, segir að gert hafi verið
ráð fyrir því í fjárhagsáætlun að
aukafjárveiting þyrfti að koma
til síðar á árinu. Hún segir að
beðið hafi verið til haustsins því
oft sé erfitt að áætla hversu háa
upphæb þurfi til aðstoöar yfir
sumartímann. Guðrún er ekki í
vafa um hver sé helsta ástæða
þess að skjólstæðingum fjölgar.
„Fjölgun þeirra sem þurfa á að-
stoð að halda fer saman við auk-
ið atvinnuleysi. l>að er stór hóp-
ur af atvinnulausu fólki sem fær
engar atvinnuleysisbætur eða
dettur tímabundiö út af bótum.
Það er alveg ljóst að meban at-
vinnuástandið er svona slæmt
þá mun skjólstæöingum félags-
málastofnunar fjölga stöðugt.
Þaö er líka greinilegt ab þessi
umtalaði bati í efnahagslífinu
skilar sér heldur ekki til þeirra
sem eru lægst launaðir í þjóðfé-
laginu. Mjög stór hluti upphæð-
arinnar fer t.d. til aðstoðar við
greiðslu á húsaleigu hjá þeim
sem hafa lágar tekjur en borga
háa leigu." ■
Skjólstæbingum félagsmála-
stofnunar Reykjavíkurborgar
hefur flölgab um 800 á tveim-
ur árum og útlit er fyrir ab
kostnaður hennar vegna fjár-
hagsabstobar verbi 85% hærri
á þessu ári en hann var árib
1992. Formabur félagsmála-
rábs borgarinnar segir aukið
atvinnuleysi endurspeglast í
fjölgun þeirra sem þurfa á ab-
stoð að halda.
í lok ágúst mánabar voru skjól-
stæðingar félagsmálastofnunar á
árinu orðnir 2.604 en á sama
tíma árið 1992 voru þeir 1.810.
Samkvæmt áætlun byggðri á
fjölda skjólstæðinga fyrstu átta
mánuði þessa árs er gert ráb fyrir
að skjólstæðingarnir verði orðn-
ir 3.456 í lok ársins. Það þýbir að
íbúum borgarinnar sem þurfa á
aöstoð félagsmálastofnunar aö
halda fjölgar um tæplega 1.000 á
tveimur árum.
Borgarráb samþykkti á fundi
sínum í vikunni 110 milljóna
króna aukafjárveitingu til félags-
málastofnunar vegna fjárhags-
abstoðar. Áætlað er að alls verbi
535,7 milljónum varið til þessa
málaflokks á árinu. í fyrra var
upphæbin 430,9 milljónir og
288,2 árib 1992. Hækkunin á
Skuldir Reykvíkinga aukast:
Arfleifb frá fyrr-
verandi meirihluta
Unnur stefnir
á þingsæti
Unnur Stefánsdóttir hefur lýst því
yfir ab hún sækist eftir einu af
efstu sætunum á frambobslista
Framsóknarflokksins í Reykjanesi
í komandi Alþingiskosningum.
Unnur gaf þessa yfirlýsingu á
fundi í Framsóknarkvennafélaginu
Freyju í Kópavogi í fyrrakvöld, en
hún er búsett í Kópavogi. Ekki hef-
ur verib ákvebib meb hvaba hætti
valið verður á listann í kjördæm-
inu en ákvörðun um það veröur
tekin á kjördæmaþingi síðar í
haust. Unnur er með þeim allra
fyrstu til að tilkynna sig í slaginn.
Unnur segist ekki stefna á ákveðið
sæti á listanum en tekur þó fram ab
hún stefni á þingsæti og menn
veröi einfaldega ab gera það upp
vib sig hversu mörg sæti þeir telji
að flokkurinn eigi möguleika á að
fá í kosningunum. Nú hefur Fram-
sóknarflokkurinn einn þingmann í
kjördæminu, en hafði þar áður tvo
þingmenn.
Unnur hefur veriö í framboði fyr-
ir Framsókn á Suðurlandi og er nú
annar varaþingmaöur þar. Hún
var formaður Landsambands
framsóknarkvenna í 8 ár og er
yaragjajdkeriflpkksins. ■
Skuldir Reykjavíkurborgar
nema nú um 120 þúsund krón-
um á hvern íbúa og hafa þær
hækkab ört undanfarin ár.
Borgarráð hefur samþykkt lán-
töku samtals að upphæö tæpum
tveim milljörðum á þessu ári.
Eins og greint var frá í Tíman-
um í gær samþykkti borgarráð
útgáfu verbtryggðra skuldabréfa
að upphæð 950 milljónum
króna á fundi sínum á þriðjudag.
Nokkur seinkun var á áætlun
millilandavéla Flugleiba á Kefla-
víkurflugvelli í gær og fyrradag.
Ástæban var of mikib álag á fjar-
skiptalínum á milli tölva, sem
olli töf vib bókun farangurs og
farþega.
Ab sögn Einar Sigurðssonar, upp-
lýsingafulltrúa Flugleiða, var unnib
að því að kippa málum í liðinn í
gær og ekki búist við aö frekari tafir
yrbu af þessum völdum.
Sá orðrómur var á kreiki í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar í gær, ab flugmenn
yllu þessari seinkun og væru með
því að minna á kröfur sínar um að
laun flugmanna lækki ekki við ab-
skilnab innanlandsflugs og milli-
landaflugs. Hvorki Einar Sigurðsson
í júní sl. var samþykkt lántaka
upp á rúman einn milljarð
króna. Sigrún Magnúsdóttir
borgarfulltrúi segir ástæðu þess
að farið hafi verið út í lántöku,
að síðustu fjárhagsáætlun hafi
verið skilaö meö um tveggja
milljarða króna gati. „Fjárhags-
staða borgarinnar er nákvæm-
lega jafn slæm og ég benti ítrek-
ab á í vor en Sjálfstæðismenn
vildu aldrei viðurkenna. Hér
né Tryggvi Baldursson, formaður
Félags íslenskra atvinnuflugmanna,
könnuðust vib ab þetta væri rétt. ■
Um þessar mundir eru 25 síban
Flugfélag íslands fór sína fyrstu
ferb til Kanaríeyja. Síban hafa
Kanríeyjaferbir verib árviss libur í
starfsemi Flugleiba, og ábur Flug-
félagsins. Absókn í þessar ferbir
hefur ávallt verib mikil og í fyrra
fengu færri en vildu. Þá fóru um
2.300 manns meb þotum Flug-
leiba til Kanaríeyja í tólf ferbum.
- / * > ' C N 4 ' i /1 1 C .) f z C 1 <-■ *
kemur ýmislegt til, m.a. miklar
aukafjárveitingar frá fyrri hluta
ársins, pappírspeningar sem
borginni voru ætlaðir í fjárhags-
áætlun vegna breytingarinnar á
rekstrarformi SVR og aukafjár-
veiting til félagsmálastofnunar
sem samþykkt var í vikunni. Það
er ljóst að staöan verður þröng á
næsta fjárhagsári og lítið eftir til
framkvæmda þegar búið er að
borga allan rekstur. Þær fram-
kvæmdir sem við höfum áhuga á
aö fara út í, t.d. á sviði skóla-
mála, verður því að líkindum ab
fjármagna með lánsfé."
Sigrún segir að vinna við gerð
næstu fjárhagsáætlunar sé að
hefjast í nefndum borgarinnar.
„Þaö er spéhnandi tími fram-
undan. Við gerð fjárhagsáætlun-
ar getum vib farið að leggja okk-
ar eigin áherslur og forgangsraða
verkefnum í samræmi við stefnu
Reykjavíkurlistans." ■
Vegna mikillar eftirspurnar hefur
verib ákveðib ab fjölga ferðum. Á
tímabilinu frá 4. nóvember til 20.
apríl verða farnar fimmtán ferðir og
er búist við því að farþegafjöldinn
veröi hátt í þrjú þúsund, eins og
segir í fréttatilkynningu.
Aöalfararstjóri Flugleiða á Kanarí-
eyjum er Auður Sæmundsdóttir.
Hún hefur verið búsett á Kanaríeyj-
Of mikib álag
á fjarskiptalínum
í 25 ár á Kanarí
AöalfundurSagnfrceö-
ingafélags íslands:
Dr. Jakob
kjörinn
heiðursfélagi
Dr. Jakob Benediktsson var
kjörinn heiðursfélagi Sagn-
fræðingafélags íslands á aöal-
fundi féiagsins sl. þriðjudag.
Dr. Jakob er í hópi kunnustu
fræðimanna á íslandi og hefur
á löngum starfsferli látib frá sér
fara fjölmargar ritgerðir um ís-
lensk fræði, sögu, tungu og
bókmenntir í innlendum sem
erlendum fræöiritum. Doktors-
ritgerð Jakobs fjallar um Arn-
grím lærða og seinna þýddi
hann íslandslýsingu hans.
Jakob Benediktsson hefur auk
þess gefib út fjölda rita og þýtt
meistaraverk úr latínu. Hann
stjórnaði Orðabók Háskólans í
áratugi.
Framboösmál Framsóknar-
flokksins í Reykjavík:
Arnþrúbur
/ / i'i • • •
í profkjor
Arnþrúbur Karlsdóttir, frétta-
maður og fyrrverandi bæjarfull-
trúi Framsóknarflokksins í
Hafnarfirði, hefur ákveðib að
gefa kost á sér í prófkjöri Fram-
sóknarflokkins í Reykjavík.
Arnþrúbur segist stefna ofar-
lega á listann en vildi ekki til-
greina neitt ákveðið sæti að svo
stöddu. ■
um um árabil og er fararstjórn
hennar fjölda íslendinga að góbu
kunn. Kynningarbæklingur Flug-
leiða kom út nú á dögununí. Þar er
ab finna hagnýtar upplýsingar um
flest það er Kanaríeyjafara varbar.
Bæklingnum fylgir verblisti þar sem
fram kemur ab lægsta verö á tveggja
vikna ferð með gistingu er kr. 44
jiúsund. ■