Tíminn - 22.09.1994, Page 9

Tíminn - 22.09.1994, Page 9
Fimmtudagur 22. september 1994 — » _X.» _ . 9 UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . Japan: Keisara- ynjan búin aö fá máliö Persónudýrkun færist í aukana Tókíó - Reuter Akihito Japanskeisari segir að Misjiko keisaraynja eigi enn bágt með að tjá sig í mæltu máli, þótt henni hafi tekist að sigrast á mestu erfiðleikunum. Keisaraynjan fékk slag á 59 ára afmæli sínu í október sl. og var mállaus er hún komst til meðvitundar. Akahito hitti fréttamenn í gær og var þá spurður hvernig þess yrði minnst á næsta ári að hálf öld er þá liðin frá því að Japanir biðu ósigur í seinni heimsstyrjöldinni. Keisarinn hafði ekki mörg orð um það en svaraði því þó til að hann myndi aldrei gleyma fórnar- lömbum styrjaldarinnar, en hins vegar væri mikilvægt að horfa aftur til fortíðar í auð- mýkt en halda síðan fram á veg með heimsfrið að mark- miði. Keisarahjónin fara til Frakk- lands og Spánar í október, en þetta er í fyrsta sinn sem Jap- anskeisari heimsækir þessi Evrópulönd. ■ Beijing - Reuter Kínverjar leita nú sífellt fleiri leiða til að gera Deng Xiaop- ing ódauðlegan, en umfangs- mikil útgáfustarfsemi í kring- um persónu hans er tiltölulega ný af nálinni og hefur vakið sérstaka athygli fyrir þær sakir að hinn níræði leiðtogi var lengst af frábitinn persónu- dýrkun. Nú hefur fyrirtæki í Shenzh- en sent frá sér 238 mínútna leysidisk með völdum köflum úr ræðum Dengs á árabilinu 1978-85. Ekki fylgir sögunni hvernig hagnaði af þessari arðvænlegu útgáfu verður varið, en upp- tökurnar eru úr aðalskjalasafni kínverska kommúnistaflokks- ins. En andlegt fóður, tengt Deng, er ekki nóg. Andspænis einu helsta glæsihótelinu í Beijing er búið að opna vegleg- an matstað sem heitir Xiaopin sojabauna-staburinn, en í frétt af opnuninni segir að þar sé hægt að fá sojabaunir, mat- reiddar ab hætti Sichuan-búa, og besta leiðin sem hinn ní- ræði Deng geti farið til að halda heilsunni væri að snæða þar. Cambridge - Reuter Börnum er ekki síður hætt við því að þróa með sér fíkn í tölvuleiki en fullorðnum að verða spila- eða lyfjafíklar, að því er rannsóknir Reuter Óbreyttir borg- arar / Sarajevó sœkja sér vatn í ána Miljacka viku eftir oð Bosníu-Serbar iokubu fyrir vatn og rafmagn til borgarinnar. Samningafundur hinna stríbandi fylkinga meb fulltrúum Sameinubu þjóbanna í gærmorgun bar ekki árangur. við háskólann í Plymouth hafa leitt í ljós. Niðurstöðurnar voru kynntar á sálfræðingaráðstefnu í Cam- bridge í gær, en í rannsóknunum tóku þátt 147 börn, öll ellefu ára. 48% þeirra voru í tölvuleikjum flesta daga vikunnar, en um þriðj- ungur var svo háður þessum leikj- um að jaðrar við fíkn. í ljós kom að litlu tölvufíklarnir komast í eins konar vímu sem tal- in er stafa af þeirri stöðugu spennu sem fylgir tölvuleikjum, en þegar víman er að renna af þeim koma í ljós fráhvarfsein- kenni, áþekk þeim sem reykinga- og ofdrykkjumenn finna fyrir þegar þeir fá ekki fíkniefnið sitt. ■ Brugðist til varnar Stjána bláa og Barbí Kuveit - Reuter Strangtrúaðir múslimar hafa illan bifur á því sem þeir kalla „tákn- myndir vestrænnar úrkynjunar", en þar eru í brennidepli fyrirbæri eins og Barbí og Stjáni blái. Hefur þess verið krafist, m.a. í Kúveit, aö Stjáni hverfi af sjónvarpsskjánum og Barbí úr búðargluggum, ásamt Ken og öllu því liði. Nú hafa hófsamari öfl í Arabaríkj- unum brugöist hart við þessari Sígaunar „illgirnislegu áróðursherferð fá- einna róttækra öfgasinna sem reyna aö verja íslamskar dyggðir á fölskum forsendum," eins og seg- ir í grein sem birtist á forsíðu Arab Times. Þar er vitnað í skrif blaös sem kemur út á vegum strangtrú- aðra múslima þar sem því er hald- ið fram að Stjáni blái gefi börnum slæmt fordæmi með því að stíga í vænginn við Gunnu stön'g og þeim erjum sem hann á við von- biðilinn Brútus. Fyrir skömmu birtust harkalegar árásir á Barbí í forystugrein þessa rits þar sem því var haldið fram að kvenlegt vaxt- arlag hennar hefði slæm áhrif á börn. ■ Handtekinn fyrir símaat Tókíó - Reuter Susumi Suzuki, 46 ára gamall, hefur verið handtekinn fyrir óstöðvandi símaat sem hann hef- ur gert í fyrrverandi vinnuveit- anda sínum, sem er gosdrykkja- framleiðandi í Takazaki. Suzuki er sakaður um að hafa hringt 6.489 sinnum í fyrirtækið á 35 daga tímabili í ágúst og september. Fyrirtækið sagöi honum upp störfum eftir ab upp komst að maðurinn hafði fengið skilorös- bundinn fangelsisdóm fyrir ab gera 8.500 sinnum símaat í borg- aryfirvöldum í Tagasaki á árinu 1993. Suzuki var uppsigað við ráða- menn borgarinnar eftir að starfs- umsókn hans var hafnað í ráð- húsinu í Takazaki fyrir tuttugu ár- um. ■ Börnum hætt við fíkn í tölvuleiki sóknum Varsjá - Reuter Evrópuráðið hefur skorað á rík- isstjórnir aðildarríkja sinna ab standa vörð um mannréttindi sígauna, en þeir hafa um aldir sætt fordómum og beinum of- sóknum fyrir það eitt að vera af þjóöarbroti sígauna. „Það þarf tryggja pólitísk, efnahagsleg og félagsleg réttindi sígauna," sagði Peter Leuprecht, abstoðar- framkvæmdastjóri Evrópuráðs- ins, er hann gerði grein fyrir máli þessu í gær. „Sígaunar eru berskjaldaður og mjög illa staddur minnihlutahópur," sagði hann og benti á að einna verst væru sígaunar staddir í löndum Mið- og Austur-Evr- ópu. Talib er að sígaunar í Evr- ópu séu milli sjö og átta millj- ónir. Á síðustu árum hefur fjöldi þeirra flúið frá hinum stríðshrjábu svæðum á Balkan- skaga, einkum frá Bosníu. Le- uprecht sagbi á ráðstefnu um kjör sígauna sem haldin er í Varsjá, að þessir flóttamenn ættu mjög erfitt uppdráttar er þeir leituðu hælis í Vestur-Evr- ópu. „Engi'nn vill sjá þá," sagði hann. .............■ mundu! «a aa ' ISJO símanúmer Tilkynning til allra fyrirtækja! Þann 3. júní 1995 verða öll almenn símanúmer á landinu sjö stafa. Á höfuðborgarsvæðinu verða nýju sjö stafa sfmanúmerin tekin í notkun 1. desember n.k., en jafnframt verður hægt að nota gömlu símanúmerin samhliða þeim nýju fram til 3. júní 1995. Á höfuðborgarsvæðinu er breytingin þannig að talan 55 bætist framan við fimm stafa númer og 5 framan við sex stafa númer. Ekki þarf lengur að velja svæðisnúmer og þegar hringt er frá útlöndum á að velja sjö stafa númerið strax á eftir Iandsnúmerinu 354. Dœmi utn það hvemig númer á höfuðborgarsvœðinu breytist: hringt innan svæðis 26000 verður 552 6000 hringt frá öðrum svæðum 91 26000 verður 552 6000 hringt frá útlöndum 354 1 26000 verður 354 552 6000 Fyrirtækjum, sem eru að huga að útgáfu bréfsefna, bæklinga, fréttabréfa o.þ.h., er bent á að kynna sér nýútkominn bækling þar sem gerð er nánari grein fyrir breytingunum. PÓSTUR OG SÍMI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.