Tíminn - 29.09.1994, Síða 10
l'd
Sigurpáll Vilhjálmsson
Fæddur 15. júní 1933
Dáinn 21. september 1994
Sigurpáll Vilhjálmsson viö-
skiptafræðingur fæddist 15.
júní 1933 í Sandfellshaga í Öx-
arfjarðarhreppi, N-Þing.
Hann lést á Fjóröungssjúkra-
húsinu á Akureyri 21. septem-
ber síðastliðinn. Útför hans fer
fram frá Akureyrarkirkju í dag,
29. september.
Foreldrar hans voru Vilhjálm-
ur Benediktsson, bóndi í Sand-
fellshaga, f. 10. maí 1879, d.
26. mars 1938, og húsfreyja
hans, Guðrún Jónsdóttir, f. 29.
júlí 1897, d. 25. ágúst 1968.
Eftir lát Vilhjálms fór Guðrún
með dóttur sinni Marenu til
dvalar hjá frændum sínum í
Klifshaga, en Sigurpáll til
frændfólks á Syðri- Bakka í
Kelduhverfi. Síðar voru þau öll
um skeið í Nýhöfn og Leirhöfn
á Sléttu. Eftir þab gerbist Guð-
rún ráðskona í Núpasveitar-
skóla og voru börnin þar með
henni. Síðar voru þau öll um
langt skeið á heimili foreldra
þess er þetta ritar í Sandhólum
á Kópaskeri. Síðustu árin áður
en hún fluttist til Akureyrar
bjuggu þau í húsi frænda síns,
Þorsteins Björnssonar að Víbir-
hóli á Kópaskeri. Árið 1967
fluttist hún með syni sínum tii
Akureyrar, en dóttirin var þá
gift og farin ab heiman.
Sigurpáll lauk stúdentsprófi
frá M.A. 1954, kandídatsprófi í
viðskiptafræbi frá H.í. árið
1960 og framhaldsnámi í Nor-
egi 1961.
Á námsárunum var hann í
byggingarvinnu og við ýmis
önnur störf hjá K.N.Þ. á Kópa-
skeri. Að námi loknu var hann
þar árin 1960-1967 við skrif-
stofustörf, en eftir að hann
fluttist til Akureyrar var hann í
3 ár fulltrúi skattstjóra Norður-
landsumdæmis eystra og starf-
aði síöan hjá iðnaðardeild SÍS á
Akureyri til 1993. Síðasta árið
fékkst hann við ýmis sérverk-
efni. Árin 1981-1984 var hann
fulltrúi starfsmanna á Akureyri
í stjórn SÍS.
1. júlí 1972 kvæntist hann
Erlu Hrönn Ásmundsdóttur, f.
30. sept. 1941, og gekk þrem
t MINNING
börnum hennar í föburstað, en
Erla var ekkja. Þetta var mikið
gæfuspor, sem gaf byr hinu
besta í fari hans. Saman eign-
uöust þau einn son, Rúnar, f.
15. des. 1972, sem er lands-
kunnur skákmabur og spurn-
ingakeppandi í sjónvarpi, eins
og fabir hans var.
Sigurpáll og Erla gerðu sér
glæsilegt heimili að Kringlu-
mýri 10 á Akureyri. Þau voru
samhent, dugleg og ráðdeildar-
söm. Gott var að sækja þau
heim og njóta hlýju umhverfis
°g gestgjafa.
Það má um Sigurpál segja, að
hann var sannkallaður gleði-
gjafi. Glettin glabværb hans,
blönduð aivöru, góðvild og ein-
stakri tryggð, olli því að alltaf
fóru menn glaðari og bjart-
sýnni af fundi hans en þeir
komu. Söm voru áhrif af sím-
tölum, sem undirritaður átti
tíðum við hann.
Við systkinin og börn Hall-
dóru og Sigurbar í Núpasveitar-
skóla litum alltaf á þau Sigurpál
og Marenu eins og þau væm af
okkar fjölskyldum og hygg ég
að þetta hafi verið gagnkvæmt.
Sérstaklega kemur mér í hug
órofa tryggð þeirra systkinanna
viö Friðrik heitinn bróbur
minn, og móbur mína til loka
hennar langa stríðs vib þann
illa sjúkdóm, sem einnig lagbi
Sigurpál að velli á ótrúlega
skömmum tíma.
Sigurpáll var mebalmaður á
hæð, grannvaxinn og bar sig
vel. Hann var ljós yfirlitum,
svipurinn hreinn og ákveðinn.
í heild baub hann af sér góban
þokka, sem laöaði bæbi unga
og aldna. Hann var ekki heljar-
menni að burðum, en þó nógu
sterkur og bjó yfir því sem
meiru varðar, seiglunni, sem
hann sýndi til hinstu stundar.
Uppgjöf fyrir erfiðleikum var
ekki í gebi hans. Ég man að
hann nefndi oft orð, sem sonur
minn Karl, þá 5 ára gamall,
sagði við hann, en Sigurpáll
leyfði honum ab hjálpa sér við
timburstöflun og þeir héldu
hvor undir sinn plankaendann:
„Kallar eru nú seigir."
Sigurpáll var afburða náms-
mabur, og hefbu honum flestir
vegir verib færir. Þar fór saman
eðlisgreind, dugnabur og sam-
viskusemi. Flest lék í höndum
hans og hug. Ef nota má svo
stórt orð, tel ég að hann hafi
verið vitur. Víðlesinn var hann,
margfróöur og stálminnugur.
Hann átti sér jafnan áhugamál
utan starfs. Þar bar hæst ýmsan
þjóðlegan fróðleik. Ég veit að í
fórum hans er mikið af
skemmtilegum kveðskap og
gamansögum, sem fæst hefur á
prent komib. Og nú hinn
seinni ár hefur hann mikið
grúskað í ættfræöi. Margar
sendingar úr þessu safni hefi ég
þegiö og raunar margir fleiri.
Þegar ég var 14 ára gamall viö
störf í sláturhúsi K.N.Þ., frískur
og orðhvatur, tók mig tali
Höskuldur Stefánsson frá Syðri-
Bakka, en hann og Sigurpáll
voru systrasynir. Hann sagbi
vib mig af sinni eðlislægu hóg-
værð: „Kanntu þetta, Björn
minn?" Síðan hélt hann áfram
og hafði fyrir mér heilræöavísu
séra Hallgríms:
Utillátur, Ijúfur, kátur,
kik þér ei úr máta.
Varast spjátur, hceöni, hlátuf,
heimskir menn sig státa.
Þessu atviki gleymi ég ekki. Ef
einhver, þá hefur Sigurpáll lifaö
í samræmi við þessa forskrift.
Þegar hann kemur ab Himna-
ríkishliði, þarf hann áreiðan-
lega engu að kvíða. Reikningur
hans er eíalaust með vænni
innistæðu.
Þennan einstaka ágætismann,
bróður og vin kveö ég með
trega. Ég bið Almættið hugga
og styrkja Erlu, börnin og abra
ástvini hans.
Undir framangreint vilja taka
allir í fjölskyldu minni, systkini
mín og foreldrar, svo og afkom-
endur Halldóru og Siguröar í
Núpasveitarskóla.
Bjöm Þórhallsson
Fundum okkar Sigurpáls bar
fyrst saman á stjórnarfundi hjá
SÍS, að mig minnir haustib
1981. Hann var þá fulltrúi sam-
vinnustarfsmanna á Akureyri.
Með okkur tókst góður kunn-
ingsskapur og varb brátt nánari
og meiri eftir því sem kynni
jukust.
Árið 1982 var aldarafmæli
samvinnuhreyfingarinnar á ís-
landi. Af því tilefni var stjórn-
armönnum og mökum þeirra
boðið til Bandaríkjanna í or-
lofs- og skemmtiferð ab skoða
m.a. dótturfyrirtækið Iceland
Seafood, er þá var í örum vexti
og stendur enn meb blóma, að
ég held.
Auk þess voru og ýmsir merkir
staðir sóttir heim, sem of langt
mál yrði upp að telja. Þetta var
um það bil viku ferð. í henni
tókust nánari kynni meðal
þessa hóps en annars hefbu
orðið. Þeirra kynna gætir enn í
dag á ýmsan hátt.
Þau hjónin Sigurpáll og Erla
annarsvegar og vib Elladís hins-
vegar bundumst þá þeim vin-
áttuböndum er ei síban hafa
rofnað.
Seint verða fullþakkaðar þær
ánægju- og gleðistundir er við
höfum saman átt síðan. Oftast
vorum við þiggjendur, en þau
veitendur í samskiptum okkar,
en þau voru slíkir höfðingjar að
manni fannst stundum við gera
þeim stóran greiða er við nídd-
umst hvað mest á greiðasemi
NORDJUNEX- 7 994:
Skemmtilegri frímerkjasýningu lokib
Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, heimsótti sýninguna. Hér er hún
ásamt Þorsteini Pálssyni framan viö kassana sem geymdu mynt- og
minnispeningasafn hans. Tíminn/Þorsteinn Páisson
Fyrsta norræna unglingasýn-
ing á íslandi er nú yfirstaðin
og þótti með afbrigðum
skemmtileg að efni til og
uppákomum.
Helsta uppákoman var efa-
laust keppni unglinga frá öll-
um Norðurlöndunum um
„Elginn", það er að segja verð-
launagrip Nordjunex-sýning-
anna, en hann er farandgrip-
ur. íslendingar unnu hann í
fyrsta sinn í Danmörku á síð-
asta ári og urðu þar með
Norðurlandameistarar í frí-
merkjafræöum unglinga.
Nú kom að þeim að verja tit-
ilinn og tókst þab mjög vel.
Liðstjóri íslenska hópsins var
Kjartan Þór Þórbarson, en
keppendur voru þeir Steinar
örn Friðþórsson, Olafur Kjart-
ansson og Björgvin Ingi Ólafs-
son, en hann var sá eini sem
var í liöinu bæbi árin. Hægt
var að ná 30 stigum í keppn-
inni og hlutu íslendingar 26
stig. Svíar hlutu svo 22 stig,
Danir 20, Finnar 18 og loks
Norðmenn 10.
Ef við síðan snúum okkur að
frímerkjasöfnunum, sem voru
þarna til sýnis, þá hiaut Staff-
an Ferdén frá Svíþjóð hæstu
verðlaun sýningarinnar, stórt
gyllt silfur. Norðmenn og Sví-
ar hlutu 2 gyllt silfur hvorir,
en loks í stóru silfri komust ís-
lendingar ab. Þar hlaut Guðni
Fr. Árnason verðlaun fyrir
safn sitt, „Kristófer Kólumbus
og fundur Ameríku". Var
hann vel að silfurverðlaunun-
um kominn, en hlaut auk
þess heiðursverðlaun ís-
lenskra mótífsafnara. Gísli
Geir Harbarson með „Tón-
skáid" og Kári Sigurðsson meb
„Merkir íslendingar" fengu
silfrab brons og duttu þannig
FRÍMERKI
SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON
nibur vegna breyttra dóm-
reglna. Þrír abrir Islendingar,
er sýndu, fengu viðurkenn-
ingarskjöl.
Sérstaka athygli gesta vöktu
heiðursdeildin með 8 úrvals-
söfnum og sýning Þorsteins
Pálssonar á mynt og minnis-
peningum, en þar átti hann
marga sjaldgæfa eins og það
er kallað.
Allir erlendu gestirnir luku
upp einum munni um ágæti
sýningarinnar og þótti það al-
ger hápunktur heimsóknar-
innar til Islands, þegar forset-
inn kom í heimsókn, gekk um
á meðai þeirra og talaði við
þá, tók í hendi þeirra og gaf
eiginhandaráritun. Þeir skildu
vel að svona vingjarnlegur
forseti þyrfti ekki vopnaða
gæslu. ■
Fimmtudagur 29. septerriber 1 $94
þeirra og gestrisni.
Mig langar í stuttu máli að
rifja upp þær samverustundir,
sem efstar eru í huga. Nokkurra
daga dvöl hjá þeim í bústaðn-
um þeirra, „Lækjarlundi" í Ax-
arfirði, fyrir nær 11 árum. Þar
var Sigurpáll á heimavelli og
kunni á öllu skil, bæði landi,
fólki og sögu.
Ekið var á Viðarfjall, en þaðan
er útsýni mikið og fagurt. Kom-
ið var við á Raufarhöfn í glaða-
sólskini. Gjörður var á stuttur
stans, er farib var yfir heim-
skautsbauginn. Síban ekin slétt-
an sem leið lá og komið að
Leirhöfn og þegnar veitingar.
Þar var Sigurpáll gagnkunnug-
ur og fór þar oft í göngur og
réttir mörg haust.
Um kvöldið, þegar heim var
komið í bústað, var glebskapur
mikill og góður. Þar var sungið
út í hausthúmið af veröndinni.
Ab morgni var haldið til Akur-
eyrar og hinn næsta dag heim
að Melum.
Öðru sinni óku þau með okk-
ur vítt og breitt um Eyjafjörð-
inn að Villingadal og um Leyn-
ishóla. Út á Grenivík, Sval-
barbseyri, til Dalvíkur og eitt
sinn til Siglufjaröar á Síldaræv-
intýrið.
Hér er aðeins stiklab á stóru,
en á þessu má sjá að margan
næturgreiðann höfum við af
þeim þegið, ab annarri fyrir-
höfn ótaldri.
Sem betur fór gátum vib
stundum greitt fyrir þeim og
fengið þau í heimsókn.
Ég minnist þess t.d. að okkur
tókst að leiða saman hesta
þeirra Sigurpáls og Kristmundar
á Giljalandi í Haukadal vestra.
Kristmundur háfði þá með
höndum vísnaþátt fyrir Tím-
ann. Eftir það mun Kristmund-
ur oft hafa íeitað efnisfanga hjá
Sigurpáli.
Eg minnist þess og að við ók-
um með þau hjón eitt sinn síð-
sumars og sýndum þeim þrjú
fjallabýli í Hrútafirði, er farið
höfðu í eyði á fyrri helmingi
þessarar aldar.
Um haustið hringdi hann í
mig eitt sinn sem oftar og tjáði
mér að þessi för og dagur væri
eftirminnilegastur af frídögum
sumarsins. Þetta þótti okkur
hjónum ákaflega gaman að
heyra.
Hér hafa nú í sem fæstum orð-
um veriö raktar minningar frá
liðnum samverustundum. En
hvað var það í raun er oili því
að samvistir við Sigurpál voru
svo heillandi er raun bar vitni?
Því er erfitt ab svara í stuttu
máli og veröur kannski aldrei
gert svo viðunandi sé. Þó er víst
að hin hæga ljúfmennska,
leiftrandi gáfur, frábært minni
og alveg framúrskarandi frá-
sagnarlist, krydduð léttri kímni,
áttu þar drjúgan hlut.
Þekking hans á landi og þjób,
lífi og starfi kynslóbanna, var
og þung á metum. Hann var
sannkallaöur fræbasjór og fjöl-
hæfni hans á því sviði átti sér
lítil eða engin takmörk.
Kannski var það þetta eða eitt-
hvað þessu skylt. Éf til vill ekki.
Má vera ab allt þab, er að fram-
an er skráö, sé aðeins hismið
um kjarnann, þann eina og
sanna, innan umbúðanna. Það
var bara hann sjálfur, andi
hans, hib innra „sjálf", sem var
segullinn er að sér dró. Þetta
mun vera það sem kallast per-
sónutöfrar, en þá átti hann í
ríkum mæli.
Eins og áður sagði var Sigur-
páll mikill fræbasjór. Hann var
enda sjálfkjörinn í keppnislið
þeirra Akureyringa á hinu and-
lega sviði.
Hann var einstakur vísnavin-
ur, en vildi aldrei vib kannast
sköpun sína á því sviði. Þá full-