Tíminn - 30.09.1994, Side 2
2
Wmimi
Föstudagur 30. september 1994
Tíminn
spyr...
Er trúver&ugt eftir þa& sem und-
an er gengib ab þeir jón Baldvin
og Cubmundur Arni Stefánsson
leggi fram tillögur um si&bætur í
ísienskum stjórnmálum?
Lára V. Júlíusdóttir
lögfræ&ingur:
Batnandi mönnum er best aö
lifa. Það lofar í sjálfu sér góðu að
þessir menn ætla að taka sig sam-
an um að bæta siðferðiö í pólitík-
inni og ég fagna öllum skrefum í
þá átt, hversu stór eða smá sem
þau kunna að vera. En ég læt trú-
verðugleikann liggja á milli
hluta.
Ólina Þorvar&ardóttir,
fyrrv. borgarfulltrúi:
Það er auðvitað guðs þakkarvert
þegar menn vilja láta gott af sér
leiða. Varö ekki Sál hinn syndugi
að heilagasta postulanum Páli?
Því skyldi tími kraftaverkanna
vera liðinn?
Steingrímur J. Sigfússon
alþingisma&ur:
Ef ég fae að svara þessu með tvenn-
um hætti þá mundi ég segja í hálf-
kæringi að það sé alveg sérlega trú-
verðugt að vanir menn með jafn-
mikla reynslu í vafasömum emb-
ættisathöfnum og þeir, leiöi slíkt
starf. En ef ég á að segja alveg eins
og er og ef þeir ætla virkilega að
reyna að sleppa frá því sem þeir
standa fyrir í stjórnmálum á líö-
andi stundu með því að benda á að
ýmislegt kunni nú að hafa miður
farið hjá öðrum á öðrum tímum,
þá er það eins og kóróna á þennan
farsa. Það má vera satt og rétt en
það leysir þá ekki undan þeirri
ábyrgð og þeirri skyldu sem á þeirra
herðum hvílir nú. Því þab eru þeir
sem fara með völdin í dag og það
eru þeirra embættisverk sem eru í
kastljósinu og svo einföld er nú
þjóðin ekki að hún kaupi einhverj-
ar slíkar brellur. Ef niburstaban á
morgun ver&ur hins vegar sú að
þeir biðjist bá&ir lausnar þá horfir
málib öðruvísi við. En það er ekki
hægt að svara þessu öðruvísi en
með þessum fyrirvörum í ljósi þess
að niðurstaða morgundagsins ligg-
ur ekki fyrir.
Undanþágur frá 6-mánabareglunni rœddar á fundi tryggingaráös í dag:
Sigurður Rósberg vinnur
kerfissigur í barattu sinni
Á fundi tryggingará&s í dag
ver&a teknar fyrir undanþágur
á sex mánaba reglunni sem
gildir um íslendinga sem koma
til landsins eftir dvöl erlendis.
Starfandi heilbrigbisráðherra,
Össur Skarphébinsson, sagði í
sjónvarpsfréttum í gærkvöldi
a& fljótlega yr&i leyst úr málum
Sigur&ar Rósberg Traustsonar,
sem hefur liðið fyrir sex-mán-
aða regluna. Frá því lögin voru
sett hafa nokkrir íslendingar
me& langvinna sjúkdóma þurft
að borga fyrir alla sína læknis-
hjálp sjálfir.
í almannatryggingalögum segir
ab íslendingar sem flytji til lands-
Ottar Birting:
Landsbank-
inn sagði nei
Landsbanki Islands synjaði í
gær útgerð Ottars Birtings um
12,5 milljóna króna banka-
tryggingu vegna töku skips-
ins vi& meintar ólöglegar
vei&ar á Svalbar&asvæ&inu.
Þessi neitun bankans gerir það
að verkum að útgerb skipsins
verður að leita annarra leiba til
ab útvega naubsynlega banka-
tryggingu, en verðmæti aflans
um borð er metið á um 28
milljónir króna.
Hinsvegar voru engin vand-
kvæði hjá útgerð Björgúlfs EA
að útvega 13 milljóna króna
bankaábyrgð og hélt skipib frá
Tromsö í fyrrakvöld til veiða í
Smugunni. ■
ins eftir dvöl í löndum utan EES
njóti ekki sjúkratryggingar fyrr en
að sex mánuðum liðnum. í þeim
segir jafnframt ab ráðherra geti
sett reglur um undanþágur að
fenginni tillögu tryggingaráðs.
Frá því að lögunum var breytt
hefur verið rætt um að setja slíkar
reglur en af því hefur ekki orðið.
Lagabreytingin hefur bitnað illa á
langveiku fólki sem hefur komið
heim til að njóta stuðnings fjöl-
skyldunnar í veikindum sínum og
staðið frammi fyrir því að þurfa
að borga fyrir alla læknishjálp
sem það þarf á að halda.
Sigurður Rósberg Traustason
kom til íslands fyrir þremur vik-
um eftir að hafa búið í Los Ange-
les í átta ár. Sigurbur greindist
HlV-jákvæður fyrir fjórum árum
og þarf því á reglulegri læknisað-
stob að halda.
Sigurður Rósberg rak eigið fyrir-
tæki í Los Angeles, blómabúð og
kaffistofu þar til í jarðskjálftanum
sem reib yfir borgina í janúar á
þessu ári. í Los Angeles bjó Sig-
urbur á efri hæðinni í tveggja
hæba húsi en kaffistofan var á
neðri hæöinni. í jarðskjálftanum
eyðilagðist allt innbú kaffistof-
unnar og þar með aleiga Sigurbar.
Bandaríska ríkisstjórnin veitti
þeim sem misstu eignir sínar bæt-
ur eftir skjálftann en skilyrði þess
var ab skila inn skattaskýrslu frá
rekstrinum þrjú ár aftur í tímann.
Þar sem Sigurbur hafði aðeins rek-
ið fyrirtækið í eitt ár fékk hann
engar bætur og stóð uppi eigna-
laus mabur. Eftir þessa viðburði
segist Sigurður hafa farið að hug-
leiða að koma heim. Fyrir þremur
Sighvatur skipar krata og eiginmann lyfsalans sem
stjórnarformann Sjúkrahúss Siglufjaröar:
Sibgæbi krata
í algleymi
vor en Sigurður var skipaður á
sínum tíma af Guðmundi
Bjarnasyni, þáverandi heilbrigb-
isrábherra. En alls hafði Sigurb-
ur verib í stjórn sjúkrahússins í
20 ár.
Þessi skipan Sighvats hefur
komið heimamönnum dálítib á
óvart því fyrr í sumar hafði Jón
Sæmundur Sigurjónsson, fyrr-
verandi þingmaður krata í
Norðurlandskjördæmi vestra og
núverandi deildarstjóri í heil-
brigðisráðuneytinu, verið gerð-
ur út af örkinni til að forvitnast
um það hjá Sigurði hvort hann
hefði áhuga að vera áfram
stjórnarformaður. Því játti Sig-
urður og taldi áhuga ráðherra
vera kvittun fyrir vel unnin
störf.
Skipan í stjórn sjúkrahúss
Siglufjarbar er þannig ab bæjar-
stjórn tilnefnir þrjá stjómar-
menn, starfsmenn einn og
sömuleiðis rábherra sem sí&an
staðfestir skipan í stjómina. Eft-
ir ákvörðun Sighvats em í stjórn
sjúkrahússins tveir kratar, einn
framsóknarmaður, einn frá Al-
þýðubandalagi og óháðum og
einn fulltrúi frá starfsfólki. ■
Sighvatur Björgvinsson heil-
brig&isrá&herra hefur skipab
alþý&uflokksmanninn Hálf-
dán Sveinsson í stööu stjórn-
arformanns Sjúkrahúss Siglu-
fjar&ar. Hálfdán er jafnframt
eiginma&ur lyfsalans í bæn-
um en sjúkrahúsib er stór vi&-
skiptavinur apóteksins.
Kjörtímabil fyrrverandi stjórn-
arformanns sjúkrahússins, Sig-
urbar Fanndals kaupmanns og
sjálfstæðismanns, rann út við
sveitarstjórnarkosningarnar sl.
Ferjuslysiö í Eystrasalti:
Flaggab í
hálfa stöng
Forsætisráðherra hefur ákveðið
að í dag skuli flaggað í háfa
stöng vib allar opinberar bygg-
ingar til að votta samúð vegna
hins hörmulega slyss þegar ferj-
an Eistland sökk í Eystrasalti.
Þess er jafnframt farib á leit við
almenning að sem flestir geri
hið sama. ■
Siguröur Rósberg Traustason.
mánubum veiktist hann og þurfti
að leggjast inn á spítala og síðan
hefur heilsu hans smám saman
hrakað.
„Á meban ég var úti fékk ég að-
stoð frá samtökum sem heita Aids
Project of Los Angeles. Samtökin
veita alnæmissjúklingum aðstoð,
m.a. með því að borga húsaleigu
og lögfræðiaðstoð fyrir þá og gefa
þeim mat sem á þurfa að halda.
Eg hefði getaö verið úti og fengið
áframhaldandi aðstoö frá þessum
samtökum en mig langaði til ab
koma heim og sjá fjölskylduna."
í Los Angeles fór Sigurður reglu-
lega til læknis til ab láta fylgjast
meb gangi sjúkdómsins en frá því
hann kom til íslands hefur hann
ekki getab farið til læknis. Hann á
núna þau lyf sem hann þarf á að
halda en segir ab þau muni ekki
endast sér í sex mánuði. Sigurður
segir að hann hafi ekki þurft að
borga fyrir læknisþjónustu á meb-
an hann var í Los Angeles. „Fyrir
þremur mánuðum varð ég að
leggjast inn í viku. Læknarnir
héldu að ég væri kominn meö
æxli við heilann og þess vegna
þurfti ég að gangast undir miklar
rannsóknir. Eg borgaði ekki neitt
fyrir dvölina á spítalanum. Hér
get ég ekki einu sinni farib til
læknis. Mér er sagt að ég verði
bara að bíða í sex mánuði sem
þýbir að ég verð að íhuga hvort ég
fari aftur út eba verði hér áfram.
Mér finnst þab samt ansi hart að
þurfa að flýja land út af einhverj-
um lögum sem ganga ekki upp.
Ég er nú einu sinni kominn heim
og langar til að vera hér hjá fjöl-
skyldunni. Það munar miklu að
hafa fjölskylduna til að styðja við
bakið á manni. Úti er ég bara eins
og dropi í hafinu."
Sigurður segist vera sæmilegur til
heilsunnar núna en hafa lítið út-
hald. Hann segist lifa einn dag í
einu en vissulega sé hart að vita
til þess að læknisþjónusta standi
honum ekki til boða þurfi hann á
henni ab halda innan sex mán-
aða. ■
Reykjavík semur
um pappírskaup
Nýlega gerði Reykjavíkurborg,
fyrir hönd stofnana og fyrirtækja
borgarinnar, samning við Rekstr-
arvörur um kaup á ljósritunar-
pappír. Samningurinn var gerður
í kjölfar opins útboðs í sumar. Á
myndinni má sjá þá Marinó Þor-
steinsson, skrifstofustjóra hjá
Innkaupastofnun Reykjavíkur-
borgar, og Kristján Einarsson, for-
stjóra Rekstrarvara vib undirritun
samningsins. ■