Tíminn - 30.09.1994, Blaðsíða 4
4
Sfinitm
Föstudagur 30. september 1994
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Utgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: |ón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík
Inngangur frá Brautarholti.
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Prentun: Prentsmibja
Frjálsrar fjölmi&lunar hf.
Mána&aráskrift 1400 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 125 kr. m/vsk.
Eytt um efni fram
Reikningur lýðveldishátíöarinnar, sem haldin var í
sumar, hljóbar upp á nær 200 milljónir króna. Á fjárlög-
um var veitt 70 milljónum til að halda upp á 50 ára af-
mæli lýðveldisins. Þeir, sem sáu um framkvæmdina og
skrifa upp á reikningana, treysta því ab ríkissjóður
greiði þá upphæð sem er umfram allar heimildir.
Greinilegt er að hátíðarhaldið hefur allt farið úr bönd-
um og ábyrgðarlausir aðilar hafa tekið sér fjárveitinga-
vald í trausti þess að landssjóöurinn hlaupi undir bagga
og greiði þab möglunarlaust, sem umfram er allar áætl-
anir og framlag.
Svona misferli með opinbert fé er því miður ekkert
einsdæmi, síður en svo. Snarruglabar framkvæmda- og
fjárhagsáætlanir eru nánast lenska og þeir, sem hvorki
kunna að reikna út kostnað né miða framkvæmdir við
það fjármagn sem til þeirra er ætlað, þurfa aldrei að
svara til saka né bera skaða af eigin mistökum.
Sagt er að eftir höfðinu dansi limirnir og er þar líkast
til komin skýringin á því ábyrgðarleysi í meðferð opin-
berra fjármuna, sem endurspeglast svo víða og heimild-
arlaust bruðlið í afmælishátíbina er aðeins eitt dæmi
um.
Fjárlög eru afgreidd meb halla ár eftir ár og þar við
bætist að að ríkisreksturinn fer milljarða framúr þeim
heimildum sem Alþingi veitir. Mismunurinn er brúaður
með lánsfé og stjórnarherrarnir hælast um að hann sé
ekki enn meiri en raun ber vitni hverju sinni.
Sveitarfélög eyða mörg hver langt framyfir fjárhags-
áætlanir og sýnast forráðamenn þeirra treysta á betri
tíb, hvernig sem hana á að bera ab, eða ab einhver
hlaupi einhvern tíma undir bagga og geri upp. Svona
skuldasöfnun þarf ekki endilega að vera vegna óráðsíu,
því að í mörgum tilvikum hafa sveitarfélög ekki fjár-
hagslegt bolmagn til að standa undir lögbundnum
skyldum.
Ljóst er að opinberir lífeyrissjóðir geta ekki staðið und-
ir þeim skuldbindingum, sem sjóðfélagar hafa áunnið
sér, nema með gífurlegum framlögum úr almannasjóð-
um. Það skortir nær 100 milljarða króna upp á að eign-
ir sjóðanna mæti réttindum sjóbafélaga. Ekki verður
vart við að einn eða neinn hafi áhyggjur af því hvernig
á að láta enda ná saman. Gengið er út frá því sem vísu
að ríkið borgi það sem misreiknað er, þegar kemur að
skuldadögum.
Það mun aftur á móti ekki verða raunin þegar aðrir
vanmáttugir lífeyrissjóðir eiga í hlut. Dæmi eru um að
sjóðafélögum sé gert að greiða full iðgjöld, þótt það sé
borin von að þeir muni nokkru sinni fá fullar lífeyris-
greiðslur.
Fyrirtæki eru rekin fyrir lánsfé, sem vitað er að aldrei
verður greitt, og forráðamenn þeirra treysta á styrki og
alls kyns opinbera fyrirgreiðslu til að halda óarðbærri
starfsemi gangandi. Það fer litlum sögum af því að þeir,
sem stjórna svona gustukafyrirtækjum, beri nokkru
sinni perónulegan skaba af áætlunum sem aldrei stand-
ast.
Á tímum efnahagslegs stöðugleika og rjómalogns á
vinnumarkaði er það ekki nema vankunnátta og aula-
skapur að geta ekki gert fjárhags- og framkvæmdaáætl-
anir sem standast í stórum dráttum.
Þegar uppi eru miklar kröfur um sparnab og hagræð-
ingu, er ófyrirgefanlegt að hægt sé að komast upp með
fáránlegt brubl á opinberu fé og að það sé ekkert mál að
eyða umfram heimildir og fjárhagslega getu.
Siðvæðing í opinberu lífi þarf að ná til fleiri þátta en
einkavinavæbingar og kunningjagreiða einvörðungu.
Siðbótin hin nýja
Þaö var nýr Guðmundur Árni
sem birtist þjóðinni í ellefufrétt-
um sjónvarps í fyrrakvöld á
fundi með hafnfirskum krötum
í Hafnarfirði. Þar fór ekki stjórn-
málamaðurinn Guðmundur
Árni, sem var með allt niður um
sig vegna slóða spillingarásak-
ana og örlátrar fjölskyldurækni
ýmist á kostnað skattborgara al-
mennt eða útsvarsgreiðenda í
Hafnarfirði. Ónei, þar fór nýr
Guömundur Árni, Guðmundur
hinn siðavandi, prédikarinn úr
Hafnarfirði, sjálfur Guðmundur
góði, sem boðar ásamt for-
manni sínum Jóni Baldvini
Hannibalssyni nýjar siðbótartil-
lögur í íslenskum stjórnmálum.
Guðmundur þessi hinn nýi seg-
ist hafa berháttað sig fyrir fram-
an alþjóð, skriftað og játað
syndir sínar, en viðurkennir þó
enga mikilvæga yfirsjón í emb-
ættisfærslu sinni almennt. Tvær
minniháttar yfirsjónir og fyrir
þær iðrist hann. Guðmundur
góði neitar þess vegna að taka
við nafnbótinni spilltasti stjórn-
málamaður íslands og hafnar
jafnframt öllum ásökunum um
að vera spilltasti maðurinn í
spilltasta flokki á íslandi, Al-
þýöuflokknum. „Alþýðuflokk-
urinn er ekki spilltur frekar en
ég," segir Guðmundur góði á
baráttufundum í Hafnarfiröi.
Helgistund í
rábuneytinu
Eflaust má rekja hin miklu um-
skipti á Guðmundi Árna til písl-
argöngu hans í utanríkisráðu-
neytið í fyrradag, þar sem þeir
grétu saman berfættir yfir synd-
um sínum, formaður og vara-
formaður Alþýðuflokks, og end-
uðu á því að veita hvor öðrum
syndaaflausn og guðsblessun.
Eftir þann hreinsunareld þurftu
þeir ekki að hafa áhyggjur af
syndaregistri sínu og gátu snúið
sér að trúboði og siðvæðingu
annarra, sem er að sjálfsögðu
mikið trúarlegt jafnt sem félags-
legt kraftaverk.
Formannadúettinn telur sig nú
hafa fengið aflausn eftir að hafa
lagt „öll sín spil á borðið frá A til
O", eins og Guðmundur góði
orðaði það, og hyggjast þeir
hefja gagnsókn í siðvæðingar-
umræðunni. Gagnsóknin mun
veröa ótrúlega einföld í raun-
inni, því hún mun byggjast á aö
heimta skýrslur af hinum ráb-
herrunum líka. Aðrir stjórn-
málaflokkar munu verða beðnir
GARRI
um að leggja sín spil á borðið
varðandi hluti eins og manna-
ráðningar. Þessu lýsti Guð-
mundur góði einmitt yfir í
Hafnarfirði í fyrrakvöld.
Það fer víst ekki framhjá nein-
um að hverjum kratarnir ætla
að beina spjótum sínum í þess-
ari gagnsókn. Ekki er það stjórn-
arandstaðan, því jafnvel þó
menn væru gjörspilltir á þeim
bæ, hafa þeir ekki verið í að-
stöbu til ab framkvæma spill-
ingu síðustu árin.
Gagnsókn gegn
íhaldinu
Gagnsóknin beinist því fyrst og
síðast að Sjálfstæðisflokknum
og árangri hans í siðvæbingar-
málum á þessu kjörtímabili.
Sjálfstæðismenn hafa verið
manna iðnastir við að hrella
kratana út af Guðmundarmál-
um og nú er ljóst að á meðan á
helgistund þeirra Jóns og Guð-
mundar stób í utanríkisrábu-
neytinu í fyrradag, hefur þeim
vitrast Hrafnsmálið og sú staða
sem Davíð Oddsson var í, þegar
allir vondu fjölmiðlarnir voru
með galdraofsóknir á hendur
honum og æskuvini hans og
tyggjóbróður Hrafni Gunn-
laugssyni. Guðmundur góbi vill
nú eftir sinn opinbera siðferðis-
holskurð fá að sjá sambærilega
holskurði gerða á öðrum flokk-
um, og þó einkum þeim flokki
sem lengst hefur hamast á hon-
um, Sjálfstæbisflokknum. Ekki
kæmi Garra á óvart þó að hug-
myndin um rannsóknarnefnd
um siðbótina í stjórnarflokkun-
um, sem ýmsir stjórnarand-
stæðingar hafa viðrað, yrbi lögð
fram sem siðbótartillaga for-
mannadúettsins á þingflokks-
fundi krata á morgun og þar
yrði sérstaklega tekið fram í til-
lögu að Hrafnsmálin, Arthúrs-
málin og Útvarpsmálin öll yrðu
skoðuð sérstaklega gaumgæfi-
lega. Það er semsé að færast fjör
í leikinn, því vissulega var ríkis-
stjórnin óstarfhæf vegna ósam-
komulags stjórnarflokkanna.
Nú stefnir beinlínis í handalög-
mál, þegar Guömundur Árni og
Jón Baldvin fara að heimta
skýrslur af Davíð Oddssyni um
Hrafnsmálið. Garri
Oskalistar sveitarstjórnarmanna
Þessa vikuna hefur greinarhöf-
undur ásamt öðrum fjárlaga-
nefndarmönnum setið í viðtöl-
um við sveitarstjórnarmenn
víða að af landinu. Þetta er
haustverk nefndarmanna.
Sveitarstjórnarmennirnir leggja
fram sín erindi, í þeirri von að fá
úrlausn mála þegar fjárlög em
afgreidd.
Oskirnar eru margvíslegar, en
þó hefur margt breyst á síðustu
árum í samskiptum ríkis og
sveitarfélaga. Sameiginlegum
verkefnum hefur fækkað. Þau
eru nú fyrst og fremst á svibi
heilbrigðismála og hafnamála,
auk sameiginlegra framkvæmda
við byggingu framhaldsskóla.
Hafnirnar
Áætlanir um framkvæmdir í
hafnamálum ganga eins og
raubur þráður í gegnum fjár-
lagaerindi sveitarstjórnar-
manna. Það er ab vonum. Hafn-
ir eru lífæð byggðarlagsins og
höfn er miklu meira en -grjót-
garður til þess að skýla fyrir út-
hafsöldunni. Höfn er vinnu-
staður og abal athafnasvæði út-
gerðarstaða. Það þarf viðlegu-
kanta, flotbryggjur, þekjur,
rafmagn, vatn, hafnarvog, lóðs-
báta, lýsingu og nauðsynlegan
öryggisbúnað, svo helstu atriöin
séu nefnd. Þar að auki er ein
höfn ekki óforgengilegt mann-
virki. Brimið molar niður grjót-
garða, ber sand í innsiglingar-
rennur og viðlegupláss, þannig
að verulegum fjármunum verð-
ur að verja til dýpkunar og við-
halds.
Mjög miklum fjármunum hef-
ur verið varið til hafnargerðar
A víbavangi
um land allt síðustu áratugina
og hrein bylting hefur oröið í
þessum efnum. Enn eru þó
verkefnin ótæmandi og ástæb-
an er meðal annars vaxandi
kröfur um fullkomna abstöðu
þar sem hinni viðkvæmu vöru
fiskinum, sem úr sjónum er
dreginn, er landað. Gott ástand
hafnarmannvirkja og myndar-
leg umgengni á hafnarsvæðum
geta haft bein áhrif á ímynd
okkar sem matvælaframleið-
enda. Ég hef engar tölur í því
efni, aðeins tilfinningu fyrir að
fjöldi ferbamanna leggi leið sína
um höfnina þar sem þeir eru á
ferð. Sú sjón, sem við blasir, er
ef til vill ekki alltaf til þess að
ýta undir ímyndina um hrein-
læti og umhverfisvernd, þótt
mikil breyting sé orðin í þessum
efnum og stöðugt sé sótt fram á
veg.
Umhverfismál
Mörg sveitarfélög eiga við mik-
inn vanda að etja í fráveitu- og
sorpmálum og er þessi mála-
flokkur afar dýr. Það ber mikla
nauðsyn til þess ab taka þessi
mál föstum tökum og það er
mín skoðun ab aðstoð ríkisins
verði aö koma til. Eins og nú er,
skattleggur ríkið framkvæmdir í
þessum málaflokkum í formi
virbisaukaskatts. Þessi mál
snerta með sama hætti ímynd
landsins, þar sem yfir þrír fjórbu
af útflutningnum er útflutning-
ur á matvælum.
Á síðasta áratug hefur orðið
hljóðlát umhverfisbylting um
allt land hvað varðar gatnakerfi
sveitarfélaga. Engin ein fram-
kvæmd hefur breytt ásýnd þess-
ara byggbarlaga viðlíka mikið.
Álíka bylting þarf að verða í
sorp- og fráveitumálum og þaö
er í þágu allrar þjóðarinnar að
hún veröi. Þab er einnig í þágu
matvælaframleibslunnar sem
við lifum á. Jón Kr.