Tíminn - 30.09.1994, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.09.1994, Blaðsíða 7
Föstudagur BO. september 1994 7 Kristinn C. Jóhannsson og sonur hans Gunnar: Fagna fjörutíu ára sýningaraf- mæli fööurins Fe&garnir Gunnar Kristinsson og Kristinn G. Jóhannsson opna sýningu á nýjum verk- um sínum í Listhúsinu Þingi, Akureyri, á morgun, laugar- daginn 1. okt., kl. 16.00. Kristinn G. Jóhannsson sýndi fyrst málverk á Hótel Varðborg, Akureyri, í október 1954, fyrir réttum fjörutíu árum. Sýningin nú er m.a. sett upp af því tilefni. Gunnar stundar nám viö Hochschule fúr Grafik und Buchkunst í Leipzig hjá prófess- or Tina Bara og sýnir nú í fyrsta sinn. Á sýningunni verða þrjár Ijósmyndaraöir eftir hann og heita „Draumapariö", „Tog- streita" og „Smásögur án titils". Kristinn sýnir olíumálverk og kallar sinn hluta sýningarinnar „Málverk um feimna holtsins fegurö". Má líta á myndirnar sem framhald þeirra hugleiö- inga, sem fram komu á sýningu hans á síðasta ári sem hét „Mál- verk um langholt og lyngmó". Sýning þeirra feöga verður op- in daglega kl. 16.00-19.00, en kl. 14.00-19.00 laugardaga og sunnudaga og lýkur sunnudag- inn 16. október. ■ ■ 1 " 'i : I 1 11111 ■§Wá Kristirw C. Jóhannsson og sonur hans Cunnar Kristinsson, viö nokkur máiverka Kristins. Sagnfrceöilegt nýmœli í Callerí Creip: Salon-sýning Laugardaginn 1. október klukk- an fjögur (16.00) opnar mynd- listarsýningin Salon 1994 í Gall- erí Greip vib Vitastíg. Á nítjándu öld var París háborg heimslistarinnar. Þá var sá siöur helstur við upphengingu á mál- verkum að þau voru hengd þétt saman á veggi sýningarsalarins og mynduöu þannig samofna heild eftir mismunandi listamenn, sem einungis var rofin af skrautlegum römmunum sem afgirtu hvert verk. Sá tími þekkti hvorki ljós- myndir né kvikmyndir og voru hinar árlegu Salon-sýningar stór- viöburöur í lífi Parísarbúa, sem flykktust ávallt eftirvæntingarfull- ir inn í fagurmálaða veröld salar- kynnanna. Á veggjunum gátu sýn- Urslit hjolreiöa- keppni grunn- skóla 1994 Síbastlibinn laugardag, 24. september, fór fram úrslita- keppni í hjólreibakeppni 12 ára barna grunnskóla. Keppnin, sem fram fór vib Perluna í Reykjavík, var haldin á vegum Umferbarrábs, Bindindisfélags ökumanna, lögreglunnar og menntamálarábuneytisins. Keppnin hófst í fyrravetur með spurningakeppni í öllum grunn- skólum landsins. Tveir efstu keppendur frá hverjum skóla héldu áfram í undankeppni, sem haldin var á nokkrum stöbum um landið. Sú keppni var hjólreiða- keppni, þar sem reyndi á þekk- ingu barnanna á umferðarmerkj- um, umferðarreglum og hæfni þeirra til að hjóla. Sigurvegarar í hverjum lands- fjórðungi mættu síðan í Perluna á laugardag. Fulltrúar frá 8 skólum, alls 16 keppendur, reyndu meb sér í spennandi og erfibri keppni. Úrslit urðu eftirfarandi: 1. sæti: Engidalsskóli í Hafnar- firði, hlaut 229 refsistig. 2. sæti: Selásskóli í Reykjavík, hlaut 243 refsistig. 3. sæti: Holtaskóli í Keflavík, hlaut 300 refsistig. í hverju liði voru tveir keppend- ur og fengu þeir allir skrautritað viðurkenningarskjal fyrir þátttök- una. Sigurvegaramir í keppninni Þátttakendur í úrslitakeppninni ásamt nokkrum starfsmönnum. fengu verðlaunapeninga og vönduð bókaverðlaun. Skólarnir, sem þeir voru fulltrúar fyrir, fengu einnig verðlaun. í ár var í fyrsta sinn keppt um farandbikar og mun hann verða afhentur í skóla sigurvegaranna við fyrsta tækifæri. ■ ingargestir speglaö sig í tíðaranda myndlistarinnar og fengið sjón- ræna ertingu án milligöngu sjón- varps, fréttaljósmynda eða auglýs- inga, sem eru helstu myndbrunn- ar okkar tíma. Markmiö sýningarinnar Salon 1994 er að skapa raunverulegt andrúmsloft á einfaldan hátt úr línum og litum, en prúðbúnir sýn- ingargestir munu síðan bæta sínu við og bera það út í haustiö. Lista- mennimir og -konurnar em Birgir Andrésson, Húbert Nói Jóhannes- son, Kristinn E. Hrafnsson, Krist- ján Steingrímur Jónsson, Bjarni H. Þórarinsson, Jónas Sen, Georg Guðni Hauksson, Haraldur Jóns- son, Daníel Þ. Magnússon, Hall- grímur Helgason, Helgi Þorgils Friðjónsson, Daði Guöbjörnsson, Jón Óskar Hafsteinsson, Hulda Há- kon, Sigurður Árni Sigurðsson, Tumi Magnússon, Steingrímur Ey- fjörð Kristmundsson, Rúrí, Svava Björnsdóttir, Loftur Atli Eiríksson, Halldór Ásgeirsson, Kristján Guð- mundsson, Hannes Lárusson og Arna Valsdóttir. Sýningin stendur frá 1. til 19. október og er opin daglega frá 14.00 til 18.00. ■ Hljómsveitin 2001 þykir meb þeim áhugaverbari í yngri kantinum, en meblimir sveitarinnar eru á aldrinum 19-21 árs. Hljómsveitin 2001: „Sadista" frygöar rokk Útgáfufyrirtækib Lax hf. hef- ur gefib út sína fyrstu afurb, sem er geisladiskurinn Frygb meb hljómsveitinni 2001 og inniheldur diskurinn fjögur ný lög. Sölvi H. Blöndal, trommuleik- ari 2001, segir að sveitin spili svokallað „sadistarokk" eba hart rokk. Auk hans eru í bandinu þeir Reynir Harðarson á hljóm- borð, Guðmundur Kristjánsson söngur, Ólafur Jónsson, sem spilar á gítar og syngur, og Gaukur Úlfarsson á bassa. Hljómsveitin 2001, sem stofn- uð var í ársbyrjun, kemur fram á tónleikum í MH í dag, föstudag, ásamt Strigaskóm númer 42, Dróm og Mule Skinner. Tón- leikarnir hefjast klukkan 21 og lýkur kl. 01. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.