Tíminn - 30.09.1994, Page 10

Tíminn - 30.09.1994, Page 10
10 Föstudagur 30. september 1994 Ég sendi öllum þeim innilegar þakkir sem sendu mér hlýjar kveðjur á áttrœéisafmæli mínu 19. september, um leið og ég óska ykkur öllum far- sœldar. Þórarinn Þórarinsson tækniskóli íslands Menntun - Atvinnulíf Opinn fundur um tæknimenntun og atvinnulíf á 30 ára afmæli Tækniskóla íslands í dag, föstudaginn 30. sept- ember, klukkan 13.30 til 16.30. Fundurinn verbur hald- inn í húsnæöi skólans ab Höföabakka 9, Reykjavík. Allir áhugasamir eru velkomnir á meban húsrými leyfir. Dagskrá: Ólafur G. Einarsson menntamálarábherra: Ávarp Margrét Björnsdóttir, abstobarmabur iönabar-, vib- skipta- og heilbrigbisrábherra: Ávarp Sveinbjörn Björnsson, rektor Háskóla íslands: Tækniskóli íslands í samfélagi skólanna, gamlar og nýj- ar hugmyndir Gubrún Pétursdóttir, lífeblisfræbingur og stjórnar- maöur í Aflvaka: Nýsköpun og formleg menntun Kaffihlé Davíb Lúbvíksson, verkfræbingur hjá Samtökum ibn- abarins: Tæknimenntun fyrir íslenskan ibnab Alda Möller, matvælafræbingur og þróunarstjóri hjá Sölumiöstöö hrabfrystihúsanna: Tæknimenntun hjá sjávarútvegsþjóö Steinar Steinsson, fyrrverandi skólastjóri lönskólans í Hafnarfirbi: Framhaldsnám fyrir ibn- og verkmenntab fólk í Tækni- skóla íslands Gubbrandur Steinþórsson, rektorTækniskóla íslands. Jakob G. Ágústsson frá Cröf Fæddur 6. ágúst 1921 Dáinn 20. september 1994 Kvebja frá gömlum skólafélaga Jakob Gísli Ágústsson var fæddur í Kirkjuhvammi í Kirkjuhvammshreppi 6. ágúst 1921. Foreldrar hans voru hjónin Ágúst Frímann Jakobs- son og Helga Jónsdóttir. Áriö 1924 fluttist Jakob meb for- eldrum sínum ab Ánastaöa- seli. Eftir sjö ára dvöl þar var flust aö Gröf í sömu sveit. Þar ólst Jakob upp til fulloröins- ára. Hann vann ýmis störf sem fyrir komu. Var lengi stjórn- andi stórvirkra vinnuvéla, og þótti vel liðtækur þar. Haustið 1943 tók Héraösskól- inn að Reykjum í Hrútafiröi á ný til starfa, eftir þriggja ára hlé sökum hersetu. Var það öllum fagnaðarefni, og þó einkum námfúsu ungu fólki úr Húnavatns- og Stranda- sýslu, svo og víðar að. Þetta haust söfnuðust um sex tugir ungs fólks að Reykjum til að setjast á skólabekk. Flest var Absendar greinar, afmælis- og minningargreinar sem birtast eiga í blaðinu þurfa ab hafa borist ritstjórn blaösins, Stakkholti 4, gengið inn frá Brautarholti, tveimur dögum fyrir birtingardag, á disklingum vistaðar í hinum ýmsu ritvinnsluforritum sem texti, eba vélritaðar. SÍMI (91) 631600 t MINNING fólk þetta á aldrinum frá fimmtán ára til tvítugs. Sumir voru raunar komnir yfir þann aldur, eins og vinur minn sem ég minnist nú við sviplegt andlát hans, sem varð aðfarar- nótt 20. september síðastlið- inn. Jakob Gísli Ágústsson var maður lágur vexti en þrekinn og kraftalegur. Hann var ágæt- ur námsmaður við bóklega iðju, enda góðum gáfum gæddur, en lét sér nægja tveggja vetra nám á Reykjum, eins og margir. Varð það hon- um notadrjúgt. Hann var smiður góður og leikfimimað- ur ágætur, liðugur og harður af sér. Já, það var einmitt ósér- hlífnin og harkan sem mér fannst einkenna Jakob. Vel að merkja harkan og áræðið við viðfangsefnin, sem hann gaf sig ab, en ekki í samskiptum við fólk. Hann var ljúfur mað- ur, þótt hann væri fremur dul- ur, Á Reykjaskóla var þá skóla- stjóri Guðmundur Gíslason, sem tók við skólanum haustið 1937, er Jón í Ystafelli lét af skólastjórn. Guðmundur hafði vekjandi áhrif á nem- endur. Hann var einlægur lýð- ræðissinni og foringi „Vöku- manna", meban sú hreyfing var við lýði. Þyrfti að skrá sögu hennar. Vorið, sem ég yfirgaf skól- ann, voru hinar frægu lýðvel- diskosningar. Ég man ab skólastjóri ræddi þessar kosn- ingar eitt sinn við okkur nem- endur í tíma, og bað þá að rétta upp hönd, sem ættu rétt til að kjósa, bæði um stofnun lýöveldis og slit á konungs- sambandi við Danmörku. Ég man ekki eftir að annar en Jak- ob rétti þá upp hönd. Þá var kosningaréttur bundinn við 21 árs aldur. Kona Jakobs eftirlifandi er Aðalbjörg Pétursdóttir frá Stóruborg í Víðidal. Þau reistu sér nýbýli úr landi Grafar ab jöfnu, og nefnist það Lindar- berg. Er það snoturt býli. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið: tveggja dætra og tveggja sona. „Já, lífið heldur áfram, Austurstræti", yrkir Tómas. Lífið heldur áfram í niðjum okkar. Þeir bera fram á leið eigindir okkar, og síðan mann fram af manni. Meb Jakobi hverfur traustur maður, sem skilað hefur góðu dagsverki. Ég kveð gamlan skólafélaga með þökk fyrir allt gott. Hvíli hann í friði. Auðunn Bragi Sveinsson frá Refsstöðum Heimsmeistaramótiö í Albuquerque: Öll íslensku pörin komust í úrslitin Ágætlega hefur gengið hjá ís- lensku spilurunum í Albuequ- erque í Nýju Mexíkó. Öll pörin komust í 72-liða úrslit í heims- meistaramótinu í tvímenningi; Karl Sigurhjartarson og Þorlák- ur Jónsson, Björn Eysteinsson og Aðalsteinn Jörgensen og Jakob Kristinsson og Matthías Þorvaldsson. Karl og Þorlákur lentu í 12. sæti í undanúrslit- unum, Matthías og Jakob í 11. sæti og Björn og Aðalsteinn urðu síbasta parið til að ná inn. I kvennaflokknum kepptu Hjördís Eyþórsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir fyrir íslands hönd en þær náöu ekki að komast í úrslitin. Rosenblumsveitakeppninni lauk í gær og þar kepptu sveitir Seymon Deutch frá Bandaríkj- unum og sveit Erwins Otvosi frá Póllandi til úrslita. Sveit Otvosi hafði sigur í leiknum. Pípulagningamaburinn Eftirfarandi spil kom fyrir í opnu móti I Danmörku á dög- unum og þar skildi á milli leikra og lærðra í útspilinu. Hvorum hópnum tilheyrir les- andinn? Suður/Allir (svk.) * T72 ¥ 9S * DC2 * DT9852 N S * K86S ¥ ÁKT * ÁK8 * ÁC6 Sagnir: Suður Vestur Norður Austur 2* pass 24 pass 2 grönd pass 3 grönd pass pass pass Útspil: 44 Austur drepur útspilið með drottningu. Hvab næst? Matthías Þorvaldsson stendur í ströngu í Albuquerque um þessar mundir en hann og Jakob Kristinsson nábu 11. sœti í for- keppni heimsmeistarakeppninn- ar í tvímenningi. Svar: Allt stendur og fellur með lauf- litnum. það er ekki líklegt að austur eigi laufkónginn ná- kvæmlega annan, þannig að óráölegt er að fara í borð á tígul og svína laufi, því liturinn stíf- last. Rétta leiðin er að spila laufás að heiman og síöan gos- anum. Þannig leysir sagnhafi stífluna sem í litnum með því að bregða sér í hlutverk pípulagningamanns. Það þarf varla að taka það fram að ef sagnhafi dúkkar ekki fyrsta slaginn fer spilið í vask- inn. Eina hættan sem getur steðjab ab sagnhafa er sú ab spaðinn liggi 5-1 og þannig var þab í raun. Sjá allt spilið til hægri: ♦ T72 ¥ 95 ♦ DC2 ♦ DT9852 Á ÁG943 N V A A D ¥ C843 ¥ D762 ♦ T5 ♦ 97643 * K4 A K865 ¥ ÁKT ♦ ÁK8 * ÁC6 * 753 Vetrarmitchell BSÍ Sl. föstudagskvöld mættu 22 pör til leiks í vetrarmitchell BSÍ. Efst urðu: NS: 1. María Ásmundsdóttir- Steindór Ingimundarson 318 2. Pétur Sigurðsson-Sigurjón Tryggvason 300 3. Sigurður Ámundason-Jón Þór Karlsson 297 4. Jón Stefánsson-Sveinn Sig- urgeirsson 282 5. Kristinn Þórisson-Ómar Ol- geirsson 278 AV: Rúnar Einarsson-Haraldur Þ. Gunnlaugsson 327 2. Þóröur Sigfússon-Dan Hans- son 314 3. Páll Þór Bergsson-Sveinn Þorvaldsson 309 4. Ellert B. Schram-Hallur Sím- onarson 303 5. Sævin Bjarnason-Magnús Torfason 291 (Meðalskor 270) Spilað er öll föstudagskvöld og hefst spilamennska kl. 19.00. Sérstaklega verbur auglýst þeg- ar starfsemin flyst í nýja hús- næðið í Þönglabakka. Frá Paraklúbbnum Sl. þriðjudag mættu 12 pör til leiks hjá Paraklúbbnum. Efst urðu: 1. Bryndís Þorsteinsdóttir-Sig- fús Ö. Árnason 212 2. Arngunnur Jónsdóttir-Guð- björn Þórðarson 176 3. Aðalheibur Torfadóttir- Ragnar Ásmundsson 173 4. Guðný Guðjónsdóttir-Jón Hjaltason 171. 5. Elín Jóhannsdóttir-Sigurður Sigurjónsson 170 Næsta þriðjudagskvöld hefst 3ja kvölda tvímenningur. Spil- aö er í Sigtúni 9 og hefst spila- mennska kl. 19.30. íslandsmótið í einmenningi 1994 Minnt skal á ao íslandsmótið í einmenningi 1994 fer fram um næstu helgi. Spilarar eru hvattir til ab skrá sig sem fyrst til leiks, því mikil aðsókn hefur verið í þetta vinsæla mót að undanförnu en þab var endur- vakið fyrir tveimur árum. Allir spilarar fá sent kerfið heim til sín og veröur notast við einfalt sytandard-kerfi eins og síðustu ár. Öllum er heimil þátttaka og er keppnisgjald kr. 2500 á spilara. Spilað er í húsnæði BSÍ ab Sigtúni 9, Reykjavík.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.