Tíminn - 30.09.1994, Qupperneq 11

Tíminn - 30.09.1994, Qupperneq 11
Föstudagur 30. september 1994 11 Indó-evrópsk tungumál og útbreibsla þeirra Theoretical Bases of Indo-European Linguistics, eftir Winfred P. Lehmann. Routledge, 324 bls., £ 45. í ritdómi í Times Literary Supplement 8. júlí 1994 sagði: „Winfred P. Lehmann, sem öndvegi skipar í indó-evrópsk- um málvísindum í Bandaríkj- unum, lagði ævistarfi sínu hornstein með Gothic Diction- ary sinni, að taliö var, en hann hefur nú sent frá sér annaö meistaraverk. Þótt það teljist vera um tungumál frum-Indó- Evrópumanna, er því haslaður víður völlur. Nær það ekki að- eins til enduruppsetts tungu- máls þeirra, heldur líka til goð- sagna þeirra sem og tilfallinna fornra leifa, sem eru til marks um tilvist þeirra." „Lehmann hefur ritið á læsi- legri sögu indó-evrópskra fræða Fréttir af bókum og þá á ábendingu Sir Williams Jones, þá dómara í Kalkútta, um tengsl á milli sanskrítar, got- nesku, írsku, latínu og grísku. Þrjátíu árum síðar var þeim búið form af Franz Bopp, sem setti fram fyrstu reglurnar um hljóð- breytingar og skýrði tengsl, nú auðsæ, á milli pater í grísku og latínu, pitar í sanskrít, athair í írsku og fadar í gotnesku." „Við lestur bókar Lehmanns verður ljóst, að vandamál forn- leifafræði og goðfræði eru í stað hljóðfræði orðin helstu viö- fangsefnin í indó-evrópskum fræðum. ... Og í bók þessari vekja öörum fremur til umhugs- unar þær blabsíður sem Leh- mann helgar „samfélagi mæl- enda á indó-evrópskar tungur". Þegar indó-evrópsk fornleifa- fræbi er annars vegar, ber þrjú nöfn hæst. Fyrst ber að geta Marija Gimbutas, sem allan annasaman fræbimannsferil sinn vann ab þeirri kenningu, að hinir fornu Indó-Evrópu- menn hafi haldið inn í Mið-Evr- ópu frá Úkraínu (1970, 1985).... Á eftir henni fylgdi Colin Renfrew, sem 1987 gat þess til, ab Indó-Evrópumenn hafi verið jarðyrkjar, sem frá Anatólíu komu um Balkanskaga og hægt og án ofbeldis breiddu út menn- ingu sína. Sá þribji, sem geta ber, er James Mallory, sem setti ekki fram nýjar og óvæntar hug- myndir, heldur vó og mat helstu skoðanir um uppruna (aðflutning) þeirra, sem af forn- leifum urðu dregnar, þannig að hið ígrundaða yfirlit hans (1989) varð sjálft áhrifamikið rit." „Lehmann rekur, að Mallory og ýmsir aðrir hafi eftir tekið, að eins lítil líkindi eru til ab út- breiðsla akuryrkju verði rakin til aðflutnings mælenda á indó- evrópsk tungumál, og til hins að frá Úkraínu hafi komið til herskárra innrása, einna af ann- arri. En þótt ekki verbi greint, hverjir stóðu að menningarleg- um umskiptum í forsögu Evr- ópu né hvenær mælendur á indó-evrópskar tungur komu til Evrópu, fer ekki hjá því, eins og Lehmann kemst að orði, að til Evrópu hafi þeir komið og að upptaka tungu þeirra varð nær alger; af gömlu evrópsku tungu- málunum hélst mál Baska eitt við." ■ John Steinbeck )ohn Steinbeck: A Biography, eftir )ay Parini. Heinemann, 614 bls., £ 20. í ritdómi í Financial Tirnes 2.-3. apríl 1994 sagöi: „Kostur þessar- ar löngu, en læsilegu bókar er sá, að Jay Parini, sem segir vel frá ævi Steinbecks, lætur ævi- söguritunina vega salt við bók- menntalega útlistun, en það er ávallt vanda bundið. Með ró og festu setur hann fram meginat- riðin: Æskuheimilin í Salinas og Monterey; foreldrana, sem um ýmislegt var áfátt, en sáu samt fyrir syni sínum, meðan hann var að ná tökum á starfsgrein sinni; endasleppt nám við Stan- ford-háskóla; vinnu við vega- lagningu og á búgörðum, sjó- Heimspeki aldarinnar Heimskringla, Háskólaforlag Máls og menningar, hefur gefib út bókina Heimspeki á tuttug- ustu öld: Safh merkra ritgeröa úr heimspeki aldarinnar. í bókinni eru fimmtán þýddar greinar eftir nokkra fremstu heimspekinga á þessari öld og veita þær innsýn í flest svið nú- tímaheimspeki, jafnt hvers- dagslegar vangaveltur sem sér- tækari viðfangsefni. Heimspekingarnir, sem efni eiga í bókinni, eru Frege, Russ- ell, Wittgenstein, Ryle, Tarski, Popper, Quine, Berlin, Geach, Anscombe, Foot, Kuhn, Hack- ing, Hursthouse og Gutmann, en hverri grein fylgir inngangur um höfundinn og efni greinar- innar. Þýðendurnir eru flestir ungir og upprennandi heimspeking- ar, sem hafa unnib verkið með fulltingi kennara við Háskóla íslands og Háskólann á Akur- eyri. Það, sem fyrir þeim vakir, er ekki síst aö stuöla að því að hægt sé að lesa og ræða um heimspeki á íslensku. Ritstjórar greinasafnsins eru Einar Logi Vignisson og Ólafur Páll Jónsson. Bókin er 308 bls., prentuð hjá G. Ben. prentstofu hf., en kápu gerði Erlingur Páll Ingvarsson. ■ mennsku; einfaranum; eigin- konunum þremur; drykkjuskap og þunglyndi; og síðan viður- kenningu um heim allan fyrir Kátir voru karlar, Mýs og menn og 1939 Þrúgur reiðinnar." „Maðurinn er tvíþætt vera," ritaði Steinbeck eitt sinn, „ann- ars vegar hópvera, hins vegar einstaklingur. Og mér segir svo hugur, ab honum takist ekki vel hið fyrra, fyrr en hann er orðinn hib síðara." ... Eins og Parini bendir á, er þetta sjónarmið ekki fjarri „hóp-undirmeðvitund" Jungs. Og sérlega áhugavert er að lesa, að einn náinna vina Steinbecks í Monterey fyrir stríð hafi verið Joseph Campbell, sem síðar varð áhrifamesti goð- fræöingur Bandaríkjanna." „Parini ritar: Eins og Joyce og Eliot og margir abrir rithöfund- ar, neytti Steinbeck gobsagna til ab koma skipan á hugmyndir sínar og grundvallaði verk sín á frumgerðum. Meginatribið er, ab Steinbeck tók til við raun- veruleika sem var ferskur og mjög sérstæður, og reyndi ein- att að huga að „hópnum" og áhrifum hans á einstaklinginn. ... Steinbeck skrifaði bók á ári frá 1931 til 1950. Ætlaði hann sér aðeins um of, þegar hann sneri sér að Malory, sem honum var hugleikinn, og tók sig upp til Glastonbury." ■ john Steinbeck Thor Vilhjálmsson. Saga um okkur Tvílýsi — myndir á sýningu er heitið á nýjustu bók Thors Vil- hjálmssonar, sem raunar er svíta, ef marka má leiðbeiningu á kápu. Þar segir einnig um innihaldið að það sé göldrótt, tvíræðir sjálfstæðir prósaþættir sem mynda heild — sögu um okkur. Fyrirsögn nokkurra kafla bók- arinnar er Tærnar upp úr sjó. Hér er einn stuttur, sem gefur eilitla innsýn í Tvílýsi: „Og sér sjóinn svo kyrran í dag, þab var svo kyrrt, að sjór- inn hafði ekki nennt að hrækja á land þeim er lá þar stífur, og var svo dreginn með krókstjaka undan fargi. Þannig að tærnar komu fyrst ... einsog hvað? Og hann greip sjálfan sig í hátíð- legri firru og sagði einsog hann ætti við eitthvað annað: einsog tvær viðskila spírur á turnum þeirrar Atlantis sem í sæ sökk, og rís senn að nýju, með sínum dauðu. Sástu aldrei líkið? Sástu bara tærnar, upp úr sjónum?" Mál og menning gefur út. Samviskuljób Mál og menning hefur í sam- vinnu vib íslandsdeild Amnesty International gefið út alþjóblegt ljóðasafn, sem ber yfirskriftina Ur ríki samviskunnar. Þýðandi safnsins og ritstjóri er Sigurður A. Magnússon rithöfundur, en bókin kemur út í tilefni af 20 ára afmæli íslandsdeildar Am- nesty International. Ljóðasafnið Úr ríki samviskunn- ar inniheldur 130 ljóð eftir 102 skáld hvaðanæva af heims- kringlunni. Meðal þeirra eru nokkur helstu skáld aldarinnar, svo sem Anna Akhmatova, Osip Mandelstam, Pablo Neruda, Wole Soyinka, Seamus Heaney, Czeslaw Milosz og Tomas Tranströmer. Mörg skáldanna hafa orðið að þola þrengingar og ofsóknir fyr- ir orð sín og nokkur goldið fyrir þau meb lífi sínu. Öll hafa þau með einhverjum hætti gert sér þjáningar aldarinnar innlífar og túlkaö þær í ljóbum, sem von- andi eiga erindi við alla hugs- andi menn. Úr ríki samviskunnar er 183 bls., unnin í prentsmiðjunni Odda h.f. Kápuna hannaði Margrét E. Laxness. ■ Söguleg skáldsaga Roys Hattersley The MakeCs Mark, eftir Roy Hattersley. Macmillan, 558 bls., £ 13,95. Varaleiðtogi breska Verka- mannaflokksins um nokkurra ára skeið, Roy Hattersley, birti minningar frá bernsku- og æsku- árum sínum 1983, A Yorkshire Boyhood, sem vel var tekið. Og 1990 fylgdi hann henni eftir með þessari sjálfsævisögulegu skáldsögu (sem raunar var aðeins fyrri hluti verksins). í ritdómi um hana í Financial Times 2. júní 1990 sagbi: „Að hluta er baksvið sögunnar í sjálfsævisögunni; The Maker's Mark víkkar þaö út og þab að 19. aldar siö að sönnu. Það lýtur ekki einvörðungu að föður Hattersleys, sem til sög- unnar kemur ekki fyrr en ab henni liðlega hálfnabri. Það lýt- ur ab allri Hattersley-fjölskyld- unni, vinum hennar og ættingj- um, að félagslegri, pólitískri og atvinnulegri framvindu í Nott- ingham og Sheffield. Sagan hefst 1867, spannar það sem eftir var Viktoríuskeibsins, Búastríðin og heimsstyrjöldina fyrri. — Vib hinni sjálfsögðu spurningu er svarið: Jú, hún er fremur góð. Hattersley er of greindur maður, of vanur ritstörfum og of vel les- inn til að senda frá sér illa samib rit." ■ Hattersley var mikill andstæöingur íslendinga í þorskastríbi; kom hann hingaö til lands til samningaviö- rœöna og var haröur í horn aö taka. Póstkortasýning hjá Frú Emilíu Laugardaginn 1. október verba kynnt úrslit í samkeppni tímarits- ins Bjartur og frú Emilía „Póstkort sem bókmenntaform". Dómnefnd hefur lokið störfum og komist að niburstöðu. Af því tilefni verður opnuð sýning á þeim 40 póstkort- um sem þóttu skara fram úr af þeim rúmlega 400 sem bárust í keppnina. Sýningin verður haldin í anddyri leikhússins Frú Emilíu — Frú Emilía Gallerí — í Héðinshúsinu á Selja- vegi 2 og hefst opnunardagskráin stundvíslega klukkan 15:00 og lýk- ur klukkan 17:00. Vib opnun sýn- ingarinnar verða verðlaun fyrir besta póstkortið afhent: Parísarferö fyrir tvo, auk 15.000 króna farar- eyris. Auk þess koma fram á þessari hátíðarstund: Sigurbur Halldórsson sellóleikari, Bragi Ólafsson skáld sem les úr væntanlegri ljóðabók sinni, og Hallgrímur Helgason sem les úr nýrri skáldsögu sem kemur út fyrir næstu jól. Hausthefti tímarits- ins Bjartur og frú Emilía, sem helg- ab er póstkortasamkeppninni, kem- ur út á morgun og birtast kortin 40 í ritinu. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.