Tíminn - 07.12.1994, Side 4
4
Mibvikudagur 7. desember 1994
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1,105 Reykjavík
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf.
Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Misrétti sem
verður að linna
Afleiöingar versnandi atvinnuástands í land-
inu birtast í ýmsum myndum, og ein af þeim
er sú að launafólk er þvingaö til verktöku í
vaxandi mæli. í mörgum tilfellum þýðir þetta
stórfellda skerðingu á launum og réttindum
þess.
Þau fyrirtæki, sem gera út á slíka samninga,
undirbjóða svo önnur fyrirtæki á markaðnum
og reka í fyllsta máta óeðlilega samkeppni.
Önnur fyrirtæki, sem fullnægja reglum og
samningum um réttindi launafólks og aðbún-
að á vinnustöðum, verða undir, og hálfgert
frumskógalögmál ríkir á markaðnum.
Það ætti því að vera sameiginlegt hagsmuna-
mál launþega og atvinnurekenda að taka á
þessu vandamáli og stuðla að því að tekið
verði fyrir verktakasamninga af þessu tagi. Það
hlýtur að teljast óeðlilegt að verkafólk sé
þvingað til þess að standa í fyrirtækjarekstri
utan um sjálft sig, og njóta þarafleiðandi ekki
þeirra réttinda sem áunnist hafa með langri
baráttu launafólks í landinu. Því veröur ekki
trúað að atvinnurekendum þyki þetta heldur
eðlilegt ástand.
Forusta opinberra aðila skiptir einnig máli í
þessu efni. Það hefur viðgengist að opinber
verkefni eru undirboðin af fyrirtækjum sem
hafa þennan hátt á gagnvart starfsfólki sínu.
Verkkaupi, sem í þessum tilfellum er ríkisvald-
ið, lætur sér þetta vel líka. Hér þarf að verða
breyting á.
Venjulegur launamaður, sem allt í einu er
orðinn að fyrirtæki, þarf að greiða skatta og
skyldur af sínum launum, greiða í lífeyrissjóð
ef hann á að eiga þar réttindi, og greiða sín
gjöld til verkalýðsfélags ef hann á að eiga til-
kall til réttinda sem aðild að þeim gefur. Það
gefur auðvitað augaleið að mikill misbrestur
er á þessu og það er verið að fjölga í landinu
fólki sem er réttlaust í þessum stofnunum.
Þetta er ískyggileg þróun, sem mun koma
þjóðfélaginu í koll síðar, og furða hvað lítil
umræða hefur verið um þessi mál, því þetta
fyrirkomulag hefur viðgengist síðan atvinnu-
ástandið fór að versna að marki.
Þessir „verktakasamningar" eru einn anginn
af því að gengið er á rétt launafólks við versn-
andi atvinnuástand í landinu. Sú þróun hefur
verið furðu hröð hérlendis ab taka af fólki rétt-
indi sem það hefur áunnið sér, um leið og
staba þess versnar á vinnumarkaðinum. Þetta
er mál sem hlýtur að verða ofarlega á baugi í
komandi kjarasamningum.
Fjallib, Múhameb, Ólafur og Jóhanna
í fljótu bragði gæti svo virst sem
ekki horföi nógu vel hjá Ólafi
Ragnari Grímssyni þessa dag-
ana, en flestir af hans dyggustu
stuöningsmönnum innan Al-
þýöuflokksins hafa yfirgefiö
hann og gengið til Iiös við Jó-
hönnu og Þjóövakann. í gær
bárust þau tíðindi út aö þeir
Möröur Árnason og Kjartan Val-
garösson, einhverjir dyggustu
stuöningsmenn Ólafs til
skamms tíma, geröust „pólitísk-
ir flóttamenn", svo notað sé
orðalag Ólafs sjálfs. í viðtali í
morgunútvarpi Rásar 2 lýstu
þeir ástæöunni fyrir úrsögn
sinni úr Alþýðubandalaginu.
Var ekki annað aö heyra en
þeim væri enn hlýtt til Ólafs
fóstra síns, en því miður væri
hann kominn í minnihluta í
flokknum og gæti ekki um-
breytt honum úr „stöönuðu
flokkskerfi yfir í lifandi hreyf-
ingu". Þeir Kjartan og Möröur
töldu sér hreinlega ekki líft
lengur í svona stirðnaðri stofn-
un og gengu því út og skildu Ól-
af Ragnar eftir — nauöugir vilj-
ugir. Það kemur því í hlut Ólafs
aö takast á við kratahópinn,
sem situr sem fastast í þing-
flokknum og neitar aö hreyfa
sig og er jafnvel ekki tilbúinn til
að leggja niður flokkinn í því
skyni aö samfylkja með félags-
hyggjuöflunum á þeirra for-
sendum.
Mörbur, Kjartan og
Guðrún
Einn aðalstuðningsmaöur Ól-
afs Ragnars í Reykjavík, auk
þeirra Marðar og Kjartans, hefur
verið Guðrún Helgadóttir al-
þingismaður. Guðrún hefur
skipað annað sætið á lista hinn-
ar „stirðnuðu stofnunar" sem
alla jafna gengur undir nafninu
Alþýðubandalagið í Reykjavík.
Nú berast hins vegar fréttir af
því að bola eigi Guðrúnu burt
GARRI
úr þingmennsku og setja inn
aðra, sem flokkseigendum og
þingmannastofnuninni eru
þóknanlegir. Sjálf lýsir Guðrún
því yfir að hún muni taka fjórða
sætið, en augljóst er að hugur
fylgir ekki máli.
Guðrúnu fórnab
Guðrún getur þó alltént
huggað sig við það að ef stirðn-
aðir flokkseigendur bola henni
út úr flokknum, þá er hreyfing á
Þjóðvakanum og þar er stand-
andi móttaka fyrir flóttamenn
úr Alþýðubandalaginu. Þegar
Guðrún verður komin yfir til Jó-
hönnu, er óhætt aö segja að þar
verði hún í kunnuglegum fé-
lagsskap, enda Guðrún Birting-
ar-kona og hefur sem slík verið í
slagtogi með
þeim Merði og
Kjartani.
Ólafur Ragnar á
þá væntanlega lít-
ið erindi aleinn í
Alþýðubandalag-
inu, ekki síst eftir
að hann hættir að
vera þar formað-
ur. Þjóðvakinn,
sem byrjaði sem
hreyfing í kring-
um Jóhönnu Sig-
urðardóttur, er að
veröa útibú frá Ól-
afsarmi Alþýöu-
bandalagsins og
stefnir óðfluga í
aö verða hreinlega aö Ólafsarmi
Alþýðubandalagsins. Og þegar
Þjóðvakinn er oröinn aö armi
Ólafs, er augljóst mál aö Ólafur
hlýtur að efla sinn pólitíska arm
og fara yfir til Jóhönnu líka^ Þaö
yrði söguleg stund, nánast helgi-
stund, því þarna yrðu orð spá-
mannsins útfærö að hætti bók-
stafstrúarmanna. Úr því að Jó-
hanna vildi ekki koma til Ólafs,
þá kemur Ólafur til Jóhönnu —
ef Múhameð kemur ekki til
fjallsins, þá kemur fjallið til Mú-
hameös.
Þar með yrði Alþýðubandalag-
ið búiö að yfirtaka bæði Alþýðu-
flokkinn gamla og nú Þjóðvak-
ann líka. Er von að menn velti
því í alvöru fyrir sér, hvort þjóð-
flutningar Ólafsarmsins yfir til
Jóhönnu séu skipulagðir af Ólafi
sjálfum; þetta séu útsendarar
hans, sem eiga aö undirbúa
komu foringjans í hinn nýja
flokk. Miðað við þær samsæris-
kenningar, sem gjaldgengar hafa
talist í íslenskum stjórnmálum á
undanförnum árum, þá telur
Garri þessa nú vera með þeim
trúlegri Garri
Fer í kirkju og vitnar í Halldór
Greinilegt er aö Ólafur G. Ein-
arsson og Morgunblaðið hafa
eignast nýja hetju. Pólitískar og
félagslegar ástæður valda því þó
að hvorki menntamálaráðherra
né Mogginn treysta sér til að
koma að kjarna málsins og veg-
sama hetjuna sína beint, en
kjósa þess í staö að hylla sinn
mann með óbeinum hætti. Ól-
afur hefur yfir hugmyndir og
orð hetjunnar sinnar í kirkjum
landsins, en Morgunblaðið kýs
að vegsama orö Ólafs G. sem
hann þylur yfir messugestum.
Hin nýja hetja er Halldór Ás-
grímsson, formaður Framsókn-
arflokksins, og skýrist þá hvers
vegna sjálfstæöisdagblað og
sjálfstæðisráðherra eiga erfitt
með að vitna til hans sem hins
mikla áhrifavalds á hugsanir
þeirra.
Reykjavíkurbréf
Mogga
í Reykjavíkurbréfi Moggans
um helgina gerir bréfritari hug-
vekju, sem Ólafur G. flutti í
Langholtskirkju á fyrsta sunnu-
degi í aðventu, aö umtalsefni og
segir m.a. um þá yfirlýsingu Ól-
afs að í nútímaþjóðfélagi verði
aö gera sömu siðferðiskröfu til
fjölmiðla og stjórnmálamanna:
„Þessi orð menntamálaráðherra
eru mikið umhugsunarefni fyrir
þá, sem starfa aö fjölmiðlun.
Það er rétt hjá ráðherranum, að
það ber að gera sömu kröfu til
starfsmanna fjölmiöla og þeir
gera til stjórnmálamanna og
embættismanna. í raun og vem
gegnir furðu, að stjórnmála-
menn skuli ekki fyrr hafa vakið
máls á þessu að nokkru marki.
En það er jafnframt fagnaðar-
efni, að menntamálaráðherra
hefur tekið þetta mál til um-
ræðu. Og beinlínis æskilegt aö
fleiri blandi sér í þær umræður."
Hér er á feröinni mikið lof hjá
Á víbavangi
Mogga og sjaldgæft að heyra rit-
stjóra þess mæra stjórnmála-
menn og ráðherra, aðra en Jón
Baldvin, með þessum hætti.
Hins vegar er hið lofsverða
frumkvæöi Ólafs ekki eins mik-
iö frumkvæði og virðast kann í
fyrstu, því tveimur dögum áður
en Ólafur flutti sína tölu í Lang-
holtskirkju, messaði Halldór Ás-
grímsson yfir framsóknarmönn-
um og fleirum á Hótel Sögu á
flokksþingi. í ræðu sinni, sem
var sjónvarpað, birt hér í Tím-
anum og gerð að umtalsefni í
leiðara Moggans, kemur fram
hvaöan Ólafur og Mogginn hafa
sinn erkibiskups boðskap.
Kröfur til fjölmiðla-
manna
Halldór sagði m.a.: „Mijpl og
vönduð umfjöllun (um stjórn-
mál) heldur áhuga almennings
vakandi og er auðvitað hvetj-
andi fyrir stjórnmálamenn til
að gera sitt besta. Slík umræða
skapar aðhald og kemur i veg
fyrir spillingu og valdníðslu og
íslenskt stjórnmálalíf stendur í
þakkarskuld við fjölmiðlafólk
landsins. Á hitt ber að líta, þó til
undantekninga heyri, að sumir
fjölmiðlamenn og jafnvel ein-
staka fjölmiðlar valda ekki hlut-
verki sínu. Fréttamenn verða að
gera sömu kröfur til sjálfs sín
um fagmennsku og siðferðileg
vinnubrögö og þeir gera til
stjórnmálamanna."
Þessi orð Halldórs féllu á vett-
vangi þar sem fráleitt er að ætla
að þau hafi getaö farið framhjá
Morgunblaðinu eða Ólafi G.
Þess vegna er aðeins hægt að
skilja aðdáun Morgunblaðsins á
tilvitnun Ólafs í flokksþings-
ræðu Halldórs sem svo að
Mogginn og Ólafur G. hafi eign-
ast nýja andlega leiðtoga. Það,
að Halldórs er ekki getið í þessu,
skýrist væntanlega af skiljan-
legri feimni sjálfstæðismanna
við að mæra leiðtoga annars
stjórnmálaflokks. Slík feimni er
þó alveg óþörf og öruggt mál að
Island væri betri staður til bú-
setu og tilvistar, ef fleiri sjálf-
stæðismenn gerðu formann
Framsóknarflokksins aö andleg-
um leiðtoga sínum.
-BG