Tíminn - 07.12.1994, Side 5
Mi&vikudagur 7. desember 1994
5
Sigurbjörg Viggósdóttir:
Um mjólkurvinnslu í Borgamesi
Eftir alla umræðu um Mjólkur-
samlag Borgfir&inga síðustu daga
get ég ekki orða bundist. Reyndar
verð ég að viðurkenna að mér er
málið skylt á þrjá vegu, sem
mjólkurframleiðanda, sem starfs-
stúlku hjá en þar hef ég
unnið hálfsdagsvinnu síðastliðin
14 ár, og sem íbúa Borgarfjaröar,
því þetta snertir okkur öll. Mín
skoðun er sú að það væru hrapal-
leg mistök og ógæfa héraðsins til
allrar framtíðar ef mjólkuriðnað-
urinn væri fluttur burt.
Hver er hagræöingin?
Það hefur ekki dulist neinum,
sem fylgst hafa með þessum mál-
um undanfarin ár, að nokkrir
menn, og það meira að segja
mjólkurframleiðendur hér á
svæðinu, hafa unnið að því öllum
árum að vinnsla í mjólkursamlag-
inu verði lögð niður og kalla það
hagræðingu. Þeir þykjast geta
sparað með því nokkrar milljónir,
virðast jafnvel trúa og reyna að
telja öðrum trú um að þeir fái
kannski einni krónu meira fyrir
mjólkina sína. Ég spyr: Er öruggt
að þessir útreikningar séu réttir?
Þaö er hægt aö setja fallegar tölur
á blað og segja svona verður
þetta, en það er engin sönnun
fyrir því að þær standist. Ég get
VETTVANGUR
„Góðir samvinnumenn í
Borgarfirði, við megum
ekki missa mjólkurvinnsl-
una burt úr héraðinu. Ef
það gerist, mun það óhjá-
kvœmilega valda mjög
minnkandi viðskiptum við
Kaupfélag Borgfirðinga og
þá er full ástœða til að
óttast um hag þess á kom-
andi árum."
ekki skilið að það sé hagræðing í
því að safna saman mjólkinni í
Borgarfirði og vigta hana inn í
M.S.B. og flytja hana svo, sumt
vestur í Búðardal og vinna úr
henni þar og flytja svo vörurnar
þaðan til Reykjavíkur á markað,
sumt af mjólkinni færi kannski til
Selfoss til vinnslu, en mestur
hluti færi til sölu á Reykjavíkur-
svæðinu. Töluvert yrði svo að
flytja til baka, til dreifingar í hér-
aðinu. Mesta hagræðing yrði af
því að fullvinna allar vörur í
heimahéröðum og leggja niður
vinnslu í M.S., þar yrði þá aðeins
dreifingarstöö. Það væri fróðlegt
að sjá útreikning á því.
Nýjasta mjólkursamlagið
í Borgarnesi er nýjasta mjólkur-
samlagið staðsett og þegar fyrsta
skýrsla um rekstur mjólkursam-
laga kom út fyrir nokkrum árum,
var hún nokkuð óhagstæð M.S.B.
og var meginástæðan sú að örfá ár
voru þá liðin frá miklu átaki í
stórri og veglegri byggingu. Und-
anfarin 4-5 ár hafa verið mjög
góö og hagstæð í rekstri fyrirtæk-
isins, og þar hefur átt sér stað
mikil hagræðing og aukning á
framleiðslu verömætrar söluvöru.
Þetta virðist vera einskis metið og
sífellt hamrað á sömu upphaflegu
skýrslunni, þar sem úrelding
M.S.B. var efst á blaði um hagræð-
ingu.
Hvað með hin samlögin?
Það er sagt aö engu þurfi aö
bæta við í byggingum, en aðrar
sögur segja að verið sé að byggja
við á Selfossi til að geta tekið við
vinnslunni héðan og einnig þurfi
að stækka í Búðardal. Allir vita að
nú er verið að byggja við M.S. fyr-
ir nokkur hundruð milljónir, það
er yfir ísgeröina, og ég spyr: „Er
nokkurt vit í þessu?"
Komi til úreldingar, er talað um
að tryggt verði að a.m.k. jafnmörg
störf verði áfram hér. Þó er viður-
kennt að hæpið veröi að mjólkur-
fræðingarnir okkar, sem hafa
menntað sig erlendis og eiga hér
sín hús og fjölskyldur, fái nokkuð
að gera viö sitt hæfi. Talað er um
að við fáum verkefni frá Osta- og
smjörsölu við ostapökkun og
smurostagerð kannski fyrir 10-15
manns. En hvað á þá að gera við
það fólk sem vinnur þessi störf
núna, á bara að segja því upp eins
og ekkert sé? Ég er hrædd um að
það verði ekki allir ánægðir meö
það.
Sameinumst í
baráttunni
Undanfarna daga, eftir fundar-
höld þar sem meirihluti fulltrúa á
aukafundi K.B. samþykkti tillögu
um ab fela stjórninni áframhald-
andi samninga með úreldingu
M.S.B. í huga, hef ég orbib vör vib
svo miklar óánægjuraddir frá
ýmsu fólki, bæði mjólkurfram-
Ieiðendum og öðrum, að ég trúi
ekki aö þetta sé vilji meirihlutans
í héraðinu. Nú verðum vib öll ab
sameinast í baráttu gegn þessum
fáu mönnum, sem af skammsýni
og von um eigin gróba hugsa ekki
um hag héraðsins. Mjólkurfram-
leiðendur ættu að hugleiöa það,
að ef þessi margumrædda hag-
ræðing skilar sér nú ekki, þá koma
samt kröfur um lækkun mjólkur-
verðs í kjölfarib. Á hverjum bitnar
sú lækkun? Auðvitab á mjólkur-
framleibendum.
Góbir samvinnumenn í Borgar-
firði, við megum ekki missa
mjólkurvinnsluna burt úr hérað-
inu. Ef þab gerist, mun það óhjá-
kvæmilega valda mjög minnk-
andi viðskiptum við Kaupfélag
Borgfirðinga og þá er full ástæða
til að óttast um hag þess á kom-
andi árum.
Höfundur er bóndi og starfsmaöur M.S.B.
*
Armann Ægir Magnússon:
Byggingarmenn og fagþekking eba fúskarar?
Notendur og neytendavernd
hefur verið mikiö til umfjöllunar
á undanförnum árum. Stofnuð
hafa verið neytendafélög til þess
m.a. að fylgjast með því að þær
vörur og verk, sem neytendur
kaupa, standist gæbi og kröfur
samfélagsins, að þær séu það
sem þær eru sagöar vera. Fólk
reynir að komast hjá því að
kaupa köttinn í sekknum.
Á Suðurlandi eru alltof margir
sem taka að sér verk í byggingar-
geiranum án þess að hafa nokkra
þekkingu, segjast vera múrarar,
húsasmiöir, píparar eða málarar
og taka j-afnvel að sér verkiö án
þess aö þaö sé gefið upp til
skatts. Hvar stendur kaupandinn
ef gallar koma í ljós? Alvöru fag-
lærðir iðnaöarmenn láta sér
varla detta slíkt í hug, þeir geta
sýnt sveinsbréf/meistarabréf og
félagsaöild að fagfélagi. Meistar-
ar eru með tryggingar, sem bæta
tjón eba galla sem kynnu að
verða af þeirra völdum. Verk-
kaupi á að gera kröfu um meist-
arabréf af verktaka og sveinsbréf
af starfsmönnum hans. Það er
ekki nóg ab krefjast meistara-
bréfs af verktakanum, heldur
verður að tryggja að þeir sem
raunverulega vinna verkið hafi
sveinsbréf. Nemar eiga að vera
undir stööugu eftirliti sveins eða
meistara. Handlangarar eiga ekki
að draga úr pensli eba reka nagla,
þeirra verk er að gera aðstæður
fagmannanna eins góðar og
mögulegt er til að þeir geti skilaö
góbu verki.
Verk byggingarmanna standa
oft um áratugi og jafnvel ár-
hundruð, þess vegna m.a. eru
gerðar kröfur um sérstaka
VETTVANGUR
„Gerðu kröfu til iðnaðar-
manns þíns, spurðu hann
hiklaust um meistarabréf,
sveinsbréfog fagnám-
skeið, t.d. parket-nám-
skeið, viðgerð gamalla
húsa og svo framvegis. Út-
seld vinna er ekki raun-
hcefefhún er lœgri en
1.300- 2.000 kr. á klst.,
efsvo er þá vantar eitt-
hvað upp á fagþekkingu,
aðstöðu eða tryggingar."
menntun fyrir þá. Húsasmiðir,
pípulagningarmenn, rafvirkjar,
múrarar, málarar og húsgagna-
smiðir eru þeir sem lært hafa til
þessara verka. Þeir hafa með 4
ára námi sérhæft sig til ab skila
verki í sinni grein sem stenst
tímans tönn, þekkja reglur og
staöla sem settir hafa verið af op-
inberri hálfu. Þeir eru jafnframt í
tengslum viö faggrein sína í
gegnum fagfélög og þeim er gert
kleift að stunda símenntun, það
er stöðugt að læra á nýjungar, ný
efni og jafnframt rifja upp eldri
þekkingu. Þeirra námi er í raun
aldrei lokiö. Þegar verkkaupi þarf
að vera öruggur meö vönduð
vinnubrögö, velur hann iðnaö-
armann með fagþekkingu og
reynslu.
Gerðu kröfu til iðnaðarmanns
þíns, spurðu hann hiklaust um
meistarabréf, sveinsbréf og fagn-
ámskeið, t.d. parket-námskeið,
viögerð gamalla húsa og svo
framvegis. Útseld vinna er ekki
raunhæf ef hún er lægri en 1.300-
2.000 kr. á klst., ef svo er þá vant-
ar eitthvab upp á fagþekkingu,
abstöbu eöa tryggingar.
í Árnessýslu eru 163 sveinar og
43 nemar á skrá hjá Félagi bygg-
ingariðnaðarmanna Árnessýslu,
60 meistarar eru í Meistarafélagi
Suðurlands. Ef þú ert í vafa um
fagþekkingu iðnaðarmanns þíns,
hringdu þá í F.B.A. í síma 22777
frá kl. 8.00-12.00 virka daga, þá
getur þú fengið staðfestingu á
fagmenntun og námskeiðum á
vegum endurmenntunarnefndar
byggingariönaöarins sem hann
hefur sótt.
Höfundur er formabur Félags bygging-
aribnabarmanna Árnessýslu.
Hafsteinn Ólafsson:
Perlusteinn og atvinnuleysi
Mikil breyting er nú framundan í
atvinnumálum. Atvinnuleysið hell-
ist nú yfir eins og holskefla og ef við
ætlum á annað borð að ráða við
ástandiö er fyrsta skilyrðið að við
þekkjum og viðurkennum orsakirn-
ar fyrir atvinnuleysinu. Ástandið er
bein afleiöing af stefnu þeirri sem
viðhöfð er í atvinnulífinu, en nú er
hægt að sanna meö tilkomu tölvu-
teikninga aö auðvelt yröi að fram-
leiða stór og lítil hús eða húshluta
úr íslenskum efnum að miklu leyti
og til útflutnings í stórum stíl. Skipt
er um hráefni í þessum húsum.
Steinsteypa er lítið notuð og ekkert
timbur. Gluggar og hurðir eru ekki
framleiddar lengur undir sama
formi og áður. Hús þessi eru byggð
úr glerjum að mestu, hertum glerj-
um eða öryggisglerjum utan um
húsin. Glerjunin er nýjung og
handrið og þökin eru unnin sér-
staklega fyrir þessi hús og fest á
sama hátt. Burbarvirkin eru staðsett
á milli útveggja, en hin raunveru-
legu hús eru svo byggð fyrir innan
báða útveggina og eru unnin úr
léttum, einangrandi, eldtraustum
og sjálfberandi plötum, framleidd-
um sérstaklega fyrir þessi hús. Hús
af þessu tagi yrðu verulega ódýrari
— og varanlegri — en hús byggð í
dag eftir hinum hefðbundnu leið-
um. Starfsmenn Háskóla íslands
og/eða arkitektar em reiðubúnir til
ab teikna upp slík hús um leib og
peningar fást til þessara aðgerða.
Við eigum mikið af perlusteini í
landinu, sem nú er tekinn inn í
þessi dæmi í fyrsta sinn í raun fyrir
tilkomu líma sem ekki voru til fyrir
áratug eða svo. Þetta yrði alger nýj-
ung í iðnaöi hér á landi. Perlusteinn
er til víða í heiminum, en misgott
er að nálgast hann til þessara nota.
„Efhi þessa bréfs varðar
alla stjómmálaflokka
Alþingis sérstaklega."
Hann þenst út um 20-30 sinnum og
verður einn af fremstu byggingar-
tækjum í heimi hér. Að herða gler
til byggingar húsa í stómm stíl er
framundan, en í þetta þarf mikla
orku og nóg er af henni hér á landi
og hægt að margfalda hana ef okkur
sýnist svo. Við yrðum að framleiba
sjálfir eða sjá um framleiöslu á öll-
um smærri einingum sem framleiða
þarf í þessi hús. Tvöföldum sérsmíb-
uðum kjölum í húsin og lokuðum
rennubandalausum þakrennum,
svo að eitthvab sé nefnt. Þessu meg-
um við aldrei sleppa úr höndum
okkar fyrir það eitt að í því felst
bókhald yfir öll þau hús sem kunna
að vera byggð eftir þessum teikn-
ingum í framtíðinni, hvar í heimin-
um sem það yrði gert.
Ég hef nú látið stimpla þessar
hugmyndir hjá lögbókanda Reykja-
víkur með „Notarius Publicus"
stimpli og hyggst verja þær fyrir
dómstólum ef þurfa þykir. Ég fór til
Danmerkur meb þessar hugmyndir
og þeir stungu upp á því að stofnab
verbi til samnorræns fyrirtækis um
þessi mál og þangab horfi ég nú.
Tæknin grípur nú inn í flestar at-
vinnugreinar — eins og raunar ætl-
ast er til af henni. Hún skilar sífellt
meiri sjálfvirkni inn í atvinnulífið
og nú-er að hefjast stórfelld fram-
leiðsla á vélmennum, sem vinna
launalaust 24 tíma á sólarhring og
taka smám saman við þeirri vinnu
sem við höfum lifab af til þessa.
Þetta er komið til að vera og þetta er
framtíðin. Meiri sjálfvirkni er nú að
færast inn á sjávarföng og hægt er
ab tala um þessi mál nær endalaust.
Þannig minnkar atvinnan. Afkasta-
getan eykst verulega meb aukinni
tækni. Eftirspumin minnkar að
sama skapi eftir handafli til þeirrar
vinnu sem eftir verður. Af þessu
stafar svo atvinnuleysið í reynd.
Allt eru þetta mannanna verk og
vib leysum ekki úr þessum vanda
án verulegrar styttingar vinnutím-
ans í heild og vinnum svo í takt við
þá vinnu sem til staðar er á hverjum
tíma. Að halda stórum hluta heims-
ins atvinnulausum stenst ekki mik-
ið lengur, af skiljanlegum ástæðum.
Ég er reiðubúinn til ab leggja fram
allar teikningar af þessum húsum
sem til eru og skýringar, ef svo sýn-
ist, fyrir tæknimenn þjóðarinnar.
Höfundur er byggingameistari.