Tíminn - 07.12.1994, Page 8

Tíminn - 07.12.1994, Page 8
8 Miðvikudagur 7. desember 1994 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND Davíö Oddsson í Búdapest: Fá litlu áorkab ef póli- tískan vilja vantar í ávarpi sem Davíð Oddsson for- sætisráðherra flutti á Ráðstefn- unni um öryggi og friö í Evrópu (RÖSE) í Búdapest í fyrrdag lýsti hann ánægju með þær niður- stööur fundarins er miða að því að efla innviði RÖSE, eins og segir í frétt frá forsætisráðuneyt- inu. Ráðherrann benti á að hversu vel sem alþjóðastofnanir væru skipulagðar, fengju þær litlu áorkað ef pólitískur vilji aðildar- ríkja þeirra væri ekki fyrir hendi, en sameiginlegt gildis- mat væri forsenda slíks vilja. í máli hans kom einnig fram að aðildarríki RÖSE hefðu skuld- bundið sig til að fara eftir grundvallarreglum um lýðræði og mannréttindi, en þó væru þessar reglur þverbrotnar í sum- völlur þeirra væri sá lærdómur um ríkjum álfunnar. Annars staðar skorti enn á aö slíkar regl- ur væru fastar í sessi. Forsætisráðherra benti á að styrkur RÖSE væri ekki síst fólg- inn í tengslunum við Norður- Ameríku. Nú sem fyrr skiptu þessi tengsl miklu, en grund- sem dreginn yrði af sögu Evr- ópu á þessari öld. Þannig gæti RÖSE lagt mikið af mörkum til að koma í veg fyrir átök, að því tilskildu að grundvallarreglum Iýðræðis og mannréttinda yrði framfylgt um alla Evrópu. ■ Davíb á fundi hjá RÖSE ígœr. Reuter Bítlarnir aftur á toppinn Lundúnum - Reuter Ekki bregða Bítlarnir vana sín- um. Aðeins fjórum dögum eft- ir að „Live at the BBC", fyrsta plötuútgáfa þeirra í nærfellt 25 ár, kom í verslanir voru Bítl- RÖSE-fundurinn end- abi meb leibindum Leiðtogafundurinn í Búdapest um öryggi og samvinnu í Evr- ópu endaöi með írafári, þar sem brigslin um ófremdarástandið í Bosníu gengu á víxl og Rússar beittu neitunarvaldi til þess að hindra að sameiginleg yfirlýs- ing ráöstefnunnar um þessi al- varlegustu hernaðarátök í Evr- ópu frá lokum síðari heimsstyrj- aldarinnar næði fram að ganga. Þó tókst Helmut Kohl að bera klæði á vopnin og leiða fundar- mönnum fyrir sjónir aö þeim bæri a.m.k. aö samþykkja ein- hvers konar áskorun um vopna- hlé í Bosníu. Fóru þjóöarleið- togarnir að þessum tilmælum, allir nema fulltrúi Bosníu sem sagði að slík yfirlýsing væri ekki annað en hálfkák. Árangurinn af þessari sam- komu Ráðstefnunnar um öryggi og frið í Evrópu (RÖSE) verður því að teljast harla rýr, að ööru leyti en því að þegar upp er stað- ið hefur kastljósið þó sýnt að ágreiningur um alvarleg mál- efni er djúpstæður og ráðamenn þurfa helst á því að halda að sýna sig og sjá aðra, segja sjálf- sögð orð um sjálfsagða hluti, án þess að Iáta það á sig fá um of aö harðvítug styrjöld geisar í ein- ungis 300 kílómetra fjarlægð frá ráðstefnuhöllinni. ■ arnir orðnir söluhæstir, eins og þeir voru reyndar lengst af á sínum sokkabandsárum. 56 lög, sem tekin voru upp fyrir útvarp á árunum 1962- 65, eru á diskunum en það er George Martin, upptökustjóri Bítl- anna, sem sá um að undirbúa stafrænu útgáfuna nú. Ekki er búist við því að viðtökurnar vestan hafs verði lakari en í Lundúnum en þar hefst sala ekki fyrr en í næstu viku. Á sölulistanum eru 100 titl- ar. Athygli vekur að þar er Jó- hannes Páll páfi í 53. sæti, en geisladiskur hans, Talnaband- ið, hefur að geyma latneskar bænir sem páfinn þylur. ■ Spœnsk stjórnvöld verja SS milljónum króna í aug- lýsingaherferb: Markmibib ab fá karlana í uppvaskib Spænsk stjórnvöld hafa sam- þykkt 100 milljóna peseta (55 m.kr.) fjárveitingu sem verja á til auglýsingaherferðar í sjón- varpi í því skyni að fá heimilis- feður til að taka þátt í húsverk- unum. Auglýsingarnar, sem beint er að spænskum eigin- mönnum á laugardögum, sýna konu umkringda börn- um, ryksugu og fjöllum af óstraujuðum fötum, konu sem er aö kikna undan innkaupa- pokum við hliðina á manni með nokkur skjöl — sem sí og æ er að bjóöast til að hjálpa til, en gerir jáað samt aldrei. Astæða þessarar auglýsinga- herferðar er sú, að þótt spænskar konur hafi hópast út á vinnumarkaðinn á síðustu árum og áratugum, þ.e. eftir daga Frankós, þá hafa rann- sóknir sýnt að þær sitja þar að auki uppi með a.m.k. þrjá fjórðu hluta allra heimilis- starfanna eftir sem áður. Spænsk stjórnvöld telja að þessu þurfi að breyta. Intemet-notendum mun líklega fjölga um helming á næsta ári Lundúnum - Reuter Horfur eru á að á næsta ári teng- ist 30 milljónir manna Internet, tölvusamskiptakerfinu sem teygir anga sína um allan heim og hefur á skömmum tíma rutt sér til rúms sem eitthvert öflug- asta tæki sem um getur á við- skipta- og verslunarsviði. Árið 1988 voru notendur um ein milljón, en nú er talið að þeir séu á bilinu 20-30 milljónir, þannig að á næsta ári mun þeim teiGAVERD, EFMSMIKIL OG SKIMMTILEG BÓK Á LÁGMARKS VERDI Sendiherra á sagnabekk eftir dr. Hannes Jónsson fv. sendiherra. Segir frá innlendum og erlendum mönnum og mál- efnum úr reynsluheimi höfundar á löngum ferli diplómatsins. Full af fróð- legum og skemmtilegum frásögnum. Hulunni flett af utanríkisþjónustunni og ævintýmm landans, sem leitar til sendiráðanna vegna ótrúlegustu vandamála og klandurs. B0KASAFN FELAGSMALASTOFNUNARINNAR Akraseli 22 - 109 Reykjavík - Sími 75352 að líkindum fjölga um helming. Fyrirtæki og einstaklingar sem abgang hafa ab Internet geta á svipstundu komið skilaboðum á framfæri til þeirra sem kaupa eða selja vörur og þjónustu. Þannig flýtir Internet fyrir allri upplýsingamiölun, um leið og hægt er að spara mikinn pappír og síðast en ekki síst millilibi sem bæði seljendur og kaupend- ur vilja helst vera lausir við. Svo gífurlegt magn upplýs- inga, auglýsinga og „ruslpósts" er á sveimi á Internet ab sér- fræðingar telja hætt við því ab notendur kaffærist í því flóbi, eða ráði a.m.k. illa við að hag- nýta sér kerfib. Einnig er talib hætt við því að glæpahyski sjái sér leik á borði og misnoti sér þá möguleika sem Internat býður upp á. Tiltölulega auðvelt er ab stela þar mikilvægum upplýs- ingum eba koma fyrir „tölvu- veirum" sem geta truflað verð- mætan hugbúnað eða lagt hann í rúst. Meö öbrum oröum — eins og allt annaö í veröldinni — er Internet tvíeggjað og hægt að beita því jafnt til ills sem góðs, en þrátt fyrir annmarkana fjölgar notendum jafnt og þétt. Tölvusamskiptakerfið Inter- net er runnib undan rifjum bandaríska varnarmálaráðu- neytisins, en árib 1969 var ákveðið að tölvutengja fjórar rannsókna- og tilraunastofur þannig að vísindamenn gætu óhindrað skipst á hugmyndum og upplýsingum. Næstu tvo ára- tugi fjölgaöi bandarískum há- skólastofnunum smám saman sem tengdust þessu kerfi, en al- menn varð notkun þess ekki fyrr en verð á einkatölvum var orðið svo lágt ab á hvers manns færi var ab eignast slíkt tæki. Internet hefur verið skilgreint sem fyrsta skrefiö á svonefndri „þjóðbraut upplýsinganna" í veröld þar sem fjölmiblun er gagnkvæm og notkun á tölvum, síma og sjónvarpi veröur háð þessu eina öfluga tæki — einka- tölvunni. Notandinn horfir á sjónvarp fyrir tilstilli einka- tölvu. Hann pantar þab sem hann ætlar að kaupa í gegnum einkatölvuna, talar í myndsíma í gegnum einkatölvu og greiðir jafnvel atkvæði í almennum kosningum eöa tekur þátt í við- horfskönnun með því að ýta á hnapp á tölvunni sinni. Internet er að verða athyglis- verður þáttur í starfsemi marg- víslegra fyrirtækja, enda býbur kerfiö upp á leiðir sem áður hafa ekki verið færar. 'Reader's Di- gest, sem mun vera víblesnara en nokkurt annað tímarit í heiminum, bendir lesendum sínum á þann möguleika að koma athugasemdum og við- bótarupplýsingum vegna greina í tímaritinu á framfæri um Int- ernet. Frægt varð á dögunum er Rolling Stones-tónleikar fóru fram á Internet og nú hefur hugbúnaðarrisinn Microsoft til- kynnt að í Windows 95 sem kemur á markaö á næsta ári verði sérstök tenging ætluð Int- ernet. Annað risafyrirtæki á tölvumarkaði, IBM, er með eitt- hvab þessu líkt á prjónunum, en um þessar mundir hafa þeir sem framleiöa tölvur og búnað er þeim tengist þó e.t.v. mestan áhuga á símatengingum^inn á samskiptanetið. Sá sem ætlar t.d. að kaupa sér bíl getur kallað fram á einka- tölvu sína sölulista frá ótal bíla- sölum, þ.e. öllum þeim sem til- kynnt hafa um varning sinn. Þá getur hinn væntanlegi kaup- andi kallab myndir af bílunum fram á tölvuskjáinn, en síðan er e.t.v. komið að því að afla upp- lýsinga um verbið og gera verð- samanburð. Þab eina sem gæti raskað ró hins makráða kaup- anda er að ab tölvan er ekki fær um ab reynsluaka bílnum sem hann hefur augastað á, en þegar því er lokið tekur tölvan málið aftur upp á sína arma og aðstoð- ar hann við að fjármagna kaup- in. ■ Kisi í posa Lausanne - Reuter Póstþjónum í Lausanne brá heldur í brún er þeir hvolfdu úr einum póstpokanum í gær til að lesa í sundur póstinn. Út úr pokanum stökk kettlingur, heldur úfinn og ódæll, sem von var eftir vistina. Hann hafði þó tekið gleði sína er eigandinn kom að vitja um hann. Sá var póstmeistari í einu fjallaþorpinu í grenndinni og hafði ekíd veitt því eftirtekt er litla dýrið smaug ofan í pokann um leib og hann var aö láta í hann bréfin. ■ • * *» •

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.