Tíminn - 15.12.1994, Blaðsíða 6
6
Fimmtudagur 15. desember 1994
UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM
Barni bjargab frá
drukknun
Sóley Jóhannsdóttir, sund-
laugarvörður í sundlaug Egils-
staóabæjar, bjargaöi nýlega
litlum dreng frá drukknun.
Drengurinn var nýkominn
upp úr lauginni ásamt for-
eldrum sínum þegar hann
strauk úr baðklefanum og
stökk út í laugina. Sóley sá
strax að barniö var ósynt og
gat enga björg sér veitt og lét
sig því vaða á eftir því í öllum
fötunum. Barnið náði sér
fljótlega en það hafði sopið
töluvert vatn sem náðist auð-
veldlega upp.
Sóley jóhannsdóttir.
Edda og Hlynur meb viburkenningarnar sem þau tóku vib úr hendi Vig-
dísar Finnbogadóttur forseta.
unnir úr hrossaleggjum. Hins
vegar fengu þau viöurkenn-
ingu og sömu peningaupp-
hæð í verðlaun fyrir tölur og
hnappa unna úr hráefni sem
fellur til við íslenskan land-
búnað, s.s. horn, klaufir,
hófa, bein, selatennur og
lerki.
Alls sendi Listiðjan Eik 12
hluti í samkeppnina og eru
verblaunagripirnir ásamt
fleiri hlutum sem Hlynur og
Edda hafa gert á sýningu á
Listasafni Kópavogs. Sam-
hliöa verkstæðinu reka þau
hjón verslun að Miðhúsum,
þar sem þau selja eigin fram-
leiðslu, auk listmuna og
handverks sem aðrir hafa
unnið. Aðalverkefni Listiðj-
unnar er þó framleiðsla á alls
konar lismunum úr tré sem
pantaðir eru sérstaklega.
Tjón af völdum
frosts í bleikju-
eldisstöb
Tjón af völdum frosts varð í
bleikjueldisstöð á bænum
Ormsstöðum í Eiöaþinghá
nýlega. Vatn fraus í rörum
með þeim afleiðingum ab á
annað þúsund seiði, um 85
grömm á þyngd drápust.
Einnig varð lítilsháttar tjón á
fiski sem beið slátrunar.
SAUÐARKROKI
Helgi Björns bar-
inn eftir dansleik
Sóley sem hefur í 7 ár unn-
ið sem sundlaugarvöröur
sagði aö þetta væri í fyrsta
sinn sem slíkt kæmi upp í
starfinu. Hún hefur sótt
námkseib í skyndihjálp og
sagði að þab hefbi hjálpað sér
að bregbast rétt við á hættu-
stund.
Listiöjan Eik
vinnur til verb-
launa
Listiðjan Eik vann til
tvennra verðlauna í sam-
keppni sem efnt var til að til-
hlutan Handverks — reynslu-
verkefnis á vegum forsætis-
ráðuneytisins. Hlutina hönn-
ubu og smíöuðu Hlynur Hall-
dórsson og Edda Bjömsdóttir.
Annars vegar hlutu þau
viðurkenningu og 50 þúsund
kr, peningaupphæð fyrir
þjóblegan hlut, útskorinn
prjónastokk, sem í voru
prjónar, heklunálar, fingur-
björg, vattarnálar og saum-
nálar og voru allir hlutirnir
Egilsstaðir:
Hátíbarsalur
Menntaskólans
tekinn í notkun
Fyrsta desember sl. var há-
tíðarsalur Menntaskólans á
Egilsstöðum formlega tekinn
í notkun. Fjölmenni var þeg-
ar salurinn var vígður og
margt á dagskrá. Orri Hrafn-
kelsson byggingameistari af-
henti Ólafi Arnþórssyni
skólameistara lykilinn að
salnum og þar með lauk lang-
þráðum áfanga, en enginn
stór salur hefur verið í skól-
anum fram til þessa. Heiöurs-
gestir á hátíðinni voru fyrr-
verandi skólameistari, Vil-
hjálmur Einarsson og kona
hans, frú Gerður Unndórs-
dóttir.
Margar ræður voru fluttar,
nemendur sýndu leikþátt,
fóru með kvæði og sungu.
Núýstofnaður kór ME söng,
en Vilhjálmur, fyrrverandi
skólameistari, fagnaði kórn-
um sérstaklega, því aldrei hef-
ur verið starfandi kór við
skólann áöur.
Þegar hljómsveitin SSSól
hafði lokið dansleik á Hótel
Mælifelli fyrir skömmu bar
svo viö að unglingspiltur
einn er staddur var fyrir utan
hótelið vatt sér að Helga
Björnssyni, söngvara hljóm-
sveitarinnar, og réðst á hann
með barsmíðum.
Þrekvaxnir rótarar hljóm-
sveitarinnar, „lífverðirnir"
eins og sjónarvottur kallaði
þá, brugbu skjótt vib og
hreinlega „pökkuðu" árásar-
manninum saman.
Atburðurinn átti sér stað
nokkru eftir dansleikinn, er
hljómsveitin var að yfirgefa
staðinn. Dansleikurinn var
vel sóttur eins og jafnan þeg-
ar SSSól leikur fyrir dansi í
Skagafirði.
Folald á jólaföstu
Það er fátítt að hryssur kasti
á þessum árstíma, en þó virð-
ist það hafa færst á vöxt á
seinni árum að folöld fæðist á
öllum tímum ársins og alltaf
kemur það eigendum hross-
anna jafnmikið á óvart.
Þannig var þab líka þegar
hún Þerna, sjö vetra hryssa
frá Hólakoti á Reykjaströnd,
kastaöi fyrir nokknr, vib upp-
haf jólaföstu. Þerna er mikið
fjörhross að sögn Sigurlínu
Eiríksdóttur, húsfreyju í Hóla-
koti, og var hún ekert á því
að fara í hús, en það tókst þó
um síðir.
Frá opnun hátíbarsals ME.
Kaupfélag Eyfiröinga:
BýÓur samvinnu-
hlutabréf fyrir
50 milljónir
a& nafnvir&i
Frá Þórbi Ingimarssyni, fréttaritara
Tímans á Akureyri:
Kaupfélag Eyfirðinga hefur boðið
út samvinnuhlutabréf að nafn-
virði 50 milljónir króna. Bréfin
eru boðin á genginu 2,25, þannig
að samanlagt söluverð þeirra er
112,5 milljónir. Hlutafjárútboðið
hófst síðastliðinn föstudag og
mun standa yfir í þrjá mánuði.
Kaupþing hf. í Kringlunni í
Reykjavík og Kaupþing Norður-
lands á Akureyri annast sölu
samvinnuhlutabréfanna ásamt
Búnabarbanka íslands og spari-
sjóðunum í landinu. Kaupendum
bjóðast ákveðin greiðslukjör á
andviröi bréfanna. Gert er ráb
fyrir að bjóba allt að 70% af
kaupverði til greiðslu á 11 mán-
aba tímabili, að því tilskildu að
fjárhæð heildarkaupa fari ekki yf-
ir 190 þúsund í hverju einstöku
tilviki.
Þetta er í annað sinn sem
Kaupfélag Eyfirðinga býður sam-
vinnuhlutabréf til sölu, því á ár-
inu 1992 voru boðin út bréf að
nafnvirði 50 milljónir króna.
Upphaf hlutafjárútboðanna má
rekja til nýrra samvinnulaga frá
árinu 1991 þar sem sú veiga-
mikla breyting var gerð að heim-
ila samvinnufélögum að stofna
svonefndar B-deildir við stofn-
sjóði sína og opna á þann hátt
leið fyrir áhættufjármagn inn í
rekstur sinn. Markmib Kaupfé-
lags Eyfirðinga með útboði sam-
vinnuhlutabréfa er fyrst og
fremst að styrkja stöðu félagsins
með því að afla áhættufjár til
fjárfestingar, auk þess að byggja
upp markað fyrir samvinnu-
hlutabréf. Á aðalfundi félagsins
1992 var samþykkt að veita
stjórn þess heimild til þess ab
stofna B-deild stofnsjóbs meb allt
að 200 milljón króna hlutafé og
nú er verið ab nýta hluta þessarar
heimildar í annað skipti. í út-
boðslýsingu Kaupfélags Eyfirð-
inga segir að markmið stjórnar
félagsins sé að hlutabréfin verði
eftirsóttur fjárfestingarkostur og
er stefnt að því að svo verði með
tvennum hætti: í fyrra lagi að
greiddur verði arður í samræmi
við gildandi ákvæði skattalaga
um hámark frádráttarbærs arðs,
nú 10%, að því tilskildu að hagn-
aður sé af móðurfélaginu, og í
síðara lagi að nýttar verði til
fullnustu heimildir til útgáfu
jöfnunarhlutabréfa á hverjum
tíma.
Greiddur var 15% arður af
samvinnuhlutabréfum í B-stofn-
sjóði Kaupfélags Eyfiröinga
vegna ársins 1992. Ekki var
greiddur arður vegna ársins 1993,
en gefin út jöfnunarhlutabréf ab
5% verðgildi. Hagnaður varð af
rekstri Kaupfélags Eyfirðinga á ár-
unum 1991 og 1992. Á árinu
1993 var tap á rekstri félagsins
upp á 51 milljón króna, en á
fyrstu átta mánuðum þessa árs er
hagnaður þess um 57 milljónir.
Áætlað er að hagnaöur félagsins
verði um 100 milljónir króna í
árslok, ef miðað er við rekstur
móðurfélagsins, en um 70 millj-
ónir króna þegar tillit hefur verið
tekið til reksturs samstarfsfyrir-
tækja þess.
Jón Hallur Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Kaupþings Norður-
lands, sagði í samtali viö Tímann
að þegar hafi borist allmargar fyr-
irspurnir um samvinnuhlutabréf-
in og á þessum fyrstu dögum hafi
verið um nokkra sölu að ræða.
Jón Hallur sagði að framundan
væri mesti sölutími ársins, það er
síðustu dagarnir fyrir áramót, og
miðað við þá eftirspurn, er þegar
væri orðin, mætti búast við góðri
sölu. ■
Stórgripaslátrun
í sláturhúsinu
Frá Guttormi Óskarssyni, fréttaritara
Tímans á Saubárkróki:
Folaldaslátrun er lokib í slátur-
húsi K.S. Slátrað var rúmlega
400 folöldum, en fullorönum
hrossum á Japansmarkað er
slátrað á þriggja vikna fresti og
verður svo fram eftir vetri á
meðan hross fást til slátrunar.
Þegar hefur vdrið lógað 250
hrossum á Japansmarkaðinn.
Slátrun nautgripa er viður-
loöa allt árið, að jafnaði einn
dag í viku. Slátraö verður á
þessu ári 1.675 gripum, sem
gefa af sér 235 tonn af kjöti,
sem að mestu leyti er selt ferskt
og nýtt, svo ab engar nauta-
kjötsbirgðir hafa safnast upp.
Nú um skeiö hefur sláturhús
K.S. keypt nautgripi til slátrun-
ar norðan úr Eyjafirði. ■
Akureyri:
Jólaverslunin hafin
Frá Þór&i Ingimarssyni, fréttaritara
Tímans á Akureyri:
Jólaverslunin hófst á Akureyri um
síðustu helgi. Margt fólk lagði leið
sína í miðbæ Akureyrar og aðra
verslunarstaði síðdegis á föstudag
og á laugardag. Verslunarmenn,
sem rætt var við, sögðu greinilegt
að fólk væri farið að huga að jól-
um, þótt verslunin sjálf færi fremur
hægt af stað. Nýtt kreditkortatíma-
bil hófst hjá mörgum verslunarað-
ilum fyrir helgina og á það eflaust
ákveðinn þátt í því að jólaverslun-
in er hafin.
A sunnudag komu jólasveinarnir
til byggða á Akureyri og héldu upp
á þann atburð í göngugötu bæjar-
ins þar sem margt fólk, einkum af
yngstu kynslóðinni, hafði safnast
saman til þess að fagna þessum ár-
legu gestum, sem setja ákveðinn
svip á undirbúning jólanna.