Tíminn - 15.12.1994, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.12.1994, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 15. desember 1994 MtHÍK Franskir sjónvarpsmenn voru hér á landi á dögunum aö kvikmynda fyrir vinsœlan barnaþátt: / Island a frönskum sjónvarps- skjám 16 daga í röð um jólin Hér á landi var í síöustu viku staddur hópur franskra sjón- varpsmanna til aö taka upp efni, sem sýnt veröur í ein- um vinsaelasta barnaþætti í Frakklandi í 16 daga í röb. A5 sögn Filippusar Péturs- sonar (Philippe Patay), leib- sögumanns hópsins hér á landi, en hann er franskur ab uppruna, má gera ráb fyr- ir ab um 10 milijónir manna sjái þáttinn dag hvern. Hann segir ennfremur ab margt hafi komib sjónvarpsmönn- unum á óvart hér á landi og þá sérstaklega íslenska grunnskólakerfib. Alls komu hingab til lands fimm manns vegna þáttagerð- arinnar og unnu þau auk leiö- sögumannanna, Filippusar Péturssonar og Andra Ivars- sonar, sem báöir eru franskir aö uppruna en meö íslenskan ríkisborgararétt, aö gerö þátt- anna í 10 daga. Hópurinn kom hingað til lands á vegum skrifstofu Flugleiöa í París og voru þeir Filippus og Andri fengnir til leiösagnar. Mun ná til 10 millj. áhorfenda Um er aö ræða aðila frá sjón- varpsstöðinni RTL, en þaö er einkarekin sjónvarpsstöö í eigu franskra aðila sem nær til 4,5 milljón heimila í Noröur- Frakklandi, Lúxemborg og Belgíu. Þátturinn, sem um ræðir, heitir „Junior" og er aö sögn Filippusar vinsælasti barnaþátturinn í Frakklandi, meö aö jafnaði um 10 milijón áhorfendur. Eins og áður sagði verður efniö sýnt á 16 dögum í jólafríi barnanna, í þrjár klukkustundir í senn og er þetta í fyrsta sinn sem grunn- urinn aö þáttunum er tekinn upp erlendis. Filippus segir aö aðaláhersla hafi verið lögö á aö sýna frá daglegu lífi fólks hér á landi á veturna og í kringum jólin og þá sérstaklega frá sjónarhóli barna. Reynt hafi verið aö draga fram ýmsa dæmigerða þætti, sem íslendingum þykja jafnvel ómerkilegir, en eru at- hyglisveröir í augum útlend- inga. Meðal annars var fylgst með lífi barna frá morgni til kvölds. Kvikmyndað var þegar snæddur var morgunverður þar sem drukkið var lýsi, börn- unum síöan fylgt í skóla í Austurbæjarskóla þar sem fylgst var með skóladegi þeirra. Alls voru tekin upp 72 atriði á þessum tíu dögum, bæöi í Reykjavík og annars staðar á landinu. Fylgst var með börn- um í bæjum og upp til sveita. Fjallaö verður stuttlega um ís- lensku sauðkindina og sýnt hversu mismunandi þær geta verið á litinn. Hreinsun á æð- ardún var kvikmynduð, Bláa lónið og Hveragerði heimsótt, farið í Sundlaugarnar, Hús- dýragarðinn, fylgst var með upptöku á Stundinni okkar og margt fleira. íslensku jóla- sveinarnir, sem eru þrettán talsins, vöktu athygli sjón- varpsmannanna og höfðu þeir á orði að þetta væri ekki þessi Filippus Pétursson eöa Philippe Patay, á heimili sínu í Reykjavík. Hann hefur tekiö á móti mörgum frönskum feröamönnum, leiöbeint þeim um landiö og frœtt þá um land og þjóö. Tímamynd cs „kóka kóla jólasveinn" eins og þeir þekktu, auk þess sem þeir væru þrettán, sem væri fram- andi fýrir börn í öðrum lönd- um. íslenskir skólar ólíkir frönskum Filippus segir að skólakerfið hafi komið þáttagerðarmönn- unum mjög á óvart, sérstak- lega að í grunnskólanum skuli vera kenndar greinar sem eru ekki bóklegar, en það þekkist ekki í frönskum grunnskólum. „í frönskum skólum er kannski kennd teikning og leikfimi, en ekki greinar eins og smíði, handavinna og sund. Maður sér að ísienski skólinn er að búa börnin und- ir að standa sig sjálfstætt í þessu þjóðfélagi," segir Filipp- us. í frönskum skólum sé hins vegar lögö ofuráhersla á bók- leg fög, félagslíf lítið og and- rúmsloft mjög þrúgað. Franska skólakerfið hefur ab sögn Fil- ippusar sætt mikilli gagnrýni, en yfirvöld þar í landi hafa ekki þoraö ab auka frelsi í skól- um. „Þab vakti athygli hversu létt var yfir börnunum í skól- anum og gott dæmi um mun- inn var að börnin voru t.d. ekki hrædd vib skólastjórann. Filippus segist þess fullviss að þetta verði mikil landkynn- ing fyrir ísland á því svæði sem sjónvarpsstöðin nær til. Þab hafi reynst erfitt að koma Frönsku þáttageröarmennirnir aö störfum viö listaverkiö Sólfar í Reykjavík. Hér er veriö aö undir- búa viötal viö Þorgeir Kjartansson, sagnfræöing og tónlistarmann. Tímamynd Filippus því að erlendis að einungis 260.000 manns búi hér á landi í mjög skipulögðu og nútíma- legu þjóðfélagi, fólk með gríð- arlegan vilja. Hann segist þess fullviss að tekist hafi ab gefa rétta mynd af landi og þjóð og lífi fólks á þessum tíma árs. Þættirnir höfði til barna og segist Filippus þess fullviss ab það skili sér á þann hátt að síð- ar meir hafi einhver þeirra áhuga á að koma hingaö til lands og kynnast því af eigin raun sem þau sáu í þáttunum. Filippus hefur búið hér á landi meira og minna í 22 ár, er kvæntur íslenskri konu og á þrjú börn. Hann er leiðsögu- maður að atvinnu, bæði hér á landi og erlendis, og talsvrrð- ur tími hans hefur farib í að taka á móti frönsku fólki, bæði ferðamönnum og fólki í öðr- um erindagjörbum. „Mér finnst oft gleymast að sýna út- lendingum hvernig daglegu lífi er háttað hér á landi." ✓ Island fær meiri umfjöllun Filippus hefur tekið á móti fleiri frönskum fjölmiöla- mönnum sem komið hafa hingaö til lands. Sem dæmi má nefna að í sumar komu hingað til lands blaðamenn og Ijósmyndarar frá franska blab- inu GEO, sem er sambærilegt vib National Geographic, en aprílhefti blaðsins verður helgað íslandi og verður efni þess eingöngu frá íslandi á annað hundrað blabsíbum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.