Tíminn - 15.12.1994, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 15. desember 1994
11
BÆKUR
Sagnaskáld-
skapur menn-
ingarþjóbar
Mál og menning hefur sent
frá sér smásagnasafniö Sögur frá
Þýskalandi. Þetta er fjölbreytt
safn smásagna og stuttra texta
eftir tuttugu þýska samtímahöf-
unda. Mikil gróska hefur veriö í
þýskum sagnaskrifum frá því
eftir seinni heimsstyrjöldina og
hafa höfundar m.a. glímt viö
örlög og sekt þýsku þjóðarinnar
eftir stríð, áratuga klofning og
nú síðast sameiningu hennar
árið 1990.
Þau viðfangsefni og ótal önn-
ur sammannleg endurspeglast á
margbreytilegan hátt í þessu
smásagnasafni sem spannar
tímabilið frá 1947 til 1992, en
sérstök áhersla er lögð á verk
sem birst hafa tvo síðustu ára-
tugi. Allir höfundarnir em enn
á lífi utan þrír, Borchert, Böll og
Kaschnitz, sem hafa haft afger-
andi áhrif á þróun smásögunnar
í Þýskalandi. Hver og einn höf-
undur er kynntur með mynd og
stuttu æviágripi.
Sögur frá Þýskalandi ætti því
að vera íslenskum bókmennta-
unnendum kærkomið sýnis-
horn af sagnaskáldskap þeirrar
menningarþjóðar sem gegnir
lykilhlutverki í Evrópu nú um
stundir.
Wolfgang Schiffer og Franz
Gíslason önnuðust útgáfuna.
Bókin er 242 bls. og kostar
2.980 kr.
Lestrarhestar
Komin er út hjá Máli og
menningu í flokknum Litlir
lestrarhestar sjötta bókin um
Frans eftir Christine Nöstlinger.
Jórunn Sigurðardóttir hefur ís-
lenskað allar bækurnar.
Sjúkrasögur af Frans fjallar
um hve ergilegt er að liggja
veikur heima þegar skemmtilegt
er í skólanum og jafn ergilegt ab
vera sprellfrískur þegar eitthvað
kvíðvænlegt stendur fyrir dyr-
um.
Bókin er 70 síður og kostar
890 krónur.
Tumi Þumall
á ný
Komin er út hjá Máli og
menningu í flokknum Litlir
lestrarhestar ævintýrið Tumi
Þumall í þýðingu Þorsteins Er-
lingssonar. Sagan um Tuma
Þumal, sem sífellt lenti í ógöng-
um vegna smæðar sinnar, naut
vinsælda barna lengi fram eftir
öldinni. Nú er hún aftur fáanleg
með sömu myndum og í útgáf-
unni frá 1913.
Bókin er 80 síður og kostar
890 krónur.
Vinalaus Valli
Valli á enga vini heitir ný bók
eftir Arnheiði Borg. Hún fjallar
um einmana dreng sem verður
fyrir einelti og á við lestrar-
vanda að stríöa, en í lokin blasa
við bjartari tímar.
Höfundurinn er kennari sem
gjörþekkir vandamál barna,
enda fjallar hún um baráttu
Valla á skilningsríkan og trú-
verbugan hátt. Arnheiður teikn-
aði sjálf myndir í bókina, sem er
kilja skrifub á léttu lesmáli og
ætluö börnum á ýmsum aldri.
Bókin er 72 blaðsíður og kost-
ar 790 krónur.
Verölauna-
sögur
Nýlega kom út hjá Máli og
menningu Ormagull — verð-
launasögur. Bókin inniheldur
14 bestu sögumar sem bárust í
verölaunasamkeppni Barna-
bókaráðsins í tilefni af ári fjöl-
skyldunnar og lýbveldisafmæl-
inu. Verðlaunasögurnar eru eft-
ir Aðalstein Ásberg Sigurðsson,
Arnheiði Borg og Steinunni
Arnþrúði Björnsdóttur, en auk
þess eiga margir þekktir höfund-
ar sögur í bókinni. Sögurnar
tengjast allar þjóbsögum eba
ævintýrum og allir meðlimir
fjölskyldunnar finna þar eitt-
hvab vib sitt hæfi.
Bókin er 155 blaðsíður og
kostar 1.290 krónur.
Skuggarí
rökkri
Skuggarnir lengjast í rökkrinu
eftir Henning Mankell er nýlega
komin út hjá Máli og menningu
í þýöingu Gunnars Stefánsson-
ar. Bókin er sjálfstætt framhald
verðlaunabókarinnar Hundur-
inn sem hljóp upp til stjörnu,
sem kom út fyrir tveimur árum
og vakti mikla athygli. Bækurn-
ar segja frá 11 ára gömlum
dreng og uppvexti hans í
sænsku þorpi. Hann er hug-
myndaríkur og ýmislegt spenn-
andi drífur á daga hans, þrátt
fyrir rólegt yfirbragð á umhverf-
inu.
Bókin er 178 blaðsíður og
kostar 1.590 krónur.
Unglinga-
spenna
Hættuspil heitir unglingabók
sem Mál og menning hefur sent
frá sér. Höfundurinn, Chrystine
Brouiliet, er kanadísk og fékk
hún verðlaun fyrir þessa
spennusögu í heimalandi sínu.
Tassa er 15 ára gömul þegar
hún strýkur ab heiman til að
vekja á sér athygli. En atburðir
taka óvænta stefnu og hún
flækist í neti morbingja og eit-
urlyfjasala. Stúlkan er kjörkuð
og barátta hennar verður
hættuspil í anda sagna Agöthu
Christie.
Guðlaug Guðmundsdóttir
þýddi bókina, sem er 112 blað-
síður. Halla Sólveig gerbi kápu-
mynd. Verö er 1.590 krónur.
Göfugt
markmiö
Mál og menning hefur nýlega
gefið út bókina Litli maðurinn
tekur í taumana eftir Christine
Nöstlinger. Litli maðurinn hef-
ur það markmið ab gera öll börn
hamingjusöm. Hann ferðast um
á hjólaskautum, meö þyrlu-
vængi og ljósahúfu, en stund-
um er hann seinheppinn og
góðmennska hans og skemmti-
atriði valda misskilningi.
Jórunn Siguröardóttir þýddi
þessa bráðfyndnu ólíkindasögu,
sem er myndskreytt af Rolf Rett-
ich og ætlub 9-12 ára börnum.
Kápan er hönnuö í Næst. Bókin
er 171 bls. og kostar 1.290 krón-
ur.
m eg tígdipr
eru þær til í þínu eldhúsi?
Ostalyst, 0stalyst2 ásamt Matarlyst
eru uinsælustu matreiðslubækurnar á íslandi
og hafa notið mikillar hyllifrá þuí aðjyrsta
bókin kom út og hejúr Ostalyst selst
í tugum þúsunda eintaka.
Þetta eru matreiðslubækur sem ættu
að uera til í hueiju eldhúsi
Bækurnar fást í Jlestum bóka- og matuöruuerslunum.