Tíminn - 15.12.1994, Blaðsíða 8
8
Fimmtudagur 15. desember 1994
Kyrrahafsblokk er fyr-
irhuguö og ESB hefur
í huga útþenslu í
austur og suöur
Þrjú viöskiptabandalög, Evr-
ópusambandið (ESB) í Evrópu
vestanveröri, Fríverslunar-
samband Noröur-Ameríku
(NAFTA) í noröurhluta Vesturálfu
og ASEAN-fríverslunarsvæðiö
(AFTA) í Suöaustur-Asíu keppa um
forystu í efnahags- og viöskipta-
málum heimsins. Á þeim vettvangi
veita þeim harða og/eða harön-
andi keppni þrjú öflugustu ríki
Austur- og Suður-Asíu: Japan, Kína
og Indland. En hvaö sem líður
hagvexti í Kína, Suöaustur-Asíu og
Indlandi eru risarnir í efnahags-,
fjár- og viðskiptamálum heims
ESB, NAFTA og Japan.
Svo er þaö GATT-samningurinn
nýi og nýja fríverslunarsambandið
World Trade Organisation (WTO),
sem ætlað er að verða einskonar
Sameinuðu þjóöir i efnahags- og
viöskiptamálum og greiða fyrir
f jálsum viöskiptum um allan
heim, að tryggja aö heimurinn
verði allur eitt fríverslunarsvæði.
Draumur um tröll-
aukna viöskiptablokk
Spárnar um hvort það reynist
framkvæmanlegt eða aö keppnin á
viöskiptasviðinu haröni — og
verði jafnvel ekki eingöngu á við-
skiptasviðinu — eru á ýmsa lund.
Ekki leynir sér að þegar er um að
ræða aílverulega keppni milli ESB
og Japans, Bandaríkjanna/NAFTA
og Japans, ESB og Bandaríkj-
anna/NAFTA.
En jafnframt samkeppninni er
samstarf og viðleitni í þá átt. Mikiö
af heimsversluninni fer fram milli
viðskiptablokkanna, samkvæmt
samningum þeirra á milli. í þeim
viðskiptum eru vöruskiptaverslun
og verndun eigin iðnaðar mikil at-
riöi. Og á leiðtogaráðstefnu í Ind-
ónesíu nýlega var samþykkt að
vinna aö því að koma upp nýrri og
tröllaukinni viðskiptablokk. I
henni skulu sameinast NAFTA,
AFTA, Japan, Kína, Suður-Kórea,
Taívan, Chile, Ástralía, Nýja-Sjá-
land og Papúa-Nýja Ginea. Við-
skiptabandalag þetta, sem hlotið
hefur nafnið Efnahagssamstarf As-
íu/Kyrrahafslanda (Asia Pacific Ec-
onomic Cooperation, skammstaf-
að APEC) og er enn ekki nema yfir-
lýst fyrirætlun, á fyrirætlun þeirri
samkvæmt að vera orðið aö vem-
leika áriö 2010 og hafa komib á
fullkomlega frjálsri verslun á öllu
Kyrrahafssvæðinu tíu árum síðar.
Verbi APEC að veruleika, kemur
það til með að gnæfa allhátt yfir
ESB í viöskiptum og enn frekar
hvaö fólksfj ölda varðar.
Uggur við „hvíta
blokk" og „Stór-
Kína"
Meb hliðsjón af hraðvaxandi
vægi Kyrrahafssvæðisins í efna-
hags- og viðskiptamálum heimsins
á síbari hluta aldarinnar, má kalla
APEC- fyrirætlunina eblilega. En
ljónin eru mörg á vegi hennar.
Malasía, sem er aðili bæði að AFTA
(sem stundum er kallað EFTA Suð-
austur-Asíu), er stofnab var fyrir
tveimur árum, og APEC, er t.d.
ekki ýkja hrifin af því síðarnefnda.
Malasískir ráðamenn segjast óttast
að í APEC muni „hvít blokk" undir
forystu Bandaríkjanna ráða mestu.
. Þeir vilja heldur stækka AFTA og fá
Japan þar í forystu. í Japan hefur
þetta fengiö dauflegar undirtektir.
Þar óttast menn að slíkt forystu-
hlutverk Japana myndi leiöa til ýf-
inga vib Bandaríkin, en samlyndi
Bandaríkjamanna og Japana í viö-
skiptamálum er ekki of mikið fyrir.
ÁFTA-ríkin bera einnig kvíöboga
fyrir því að Kínverjar, í Kína og ut-
an þess, verði það fyrirferðarmiklir
í Kyrrahafsblokkinni miklu ab
smávaxnari aðilum þar þyki
þröngt fyrir dyrum. „Stór-Kína"
virðist vera á hraðri uppleið í efna-
hagsmálum. Þar leggjast á eitt
Vibskiptablokkir
og heimsverslun
Tomiichi Murayama (t.v.) og Mahathir, forsœtisrábherrar Japans og Mal-
asíu, skála: Malasía virbist vilja hallast ab japan til ab fá vernd gegn Kín-
verjum og „hvítri blokk".
—■— næstu 45 árin á undan, frá sjálf-
stæðisárinu 1947. Til skamms tíma
skipti Indland litlu máli í heims-
versluninni, en nú hefur það ab
sumra sögn möguleika á að komast
í tölu fimm-sex sterkustu aðilanna
í efnahagsmálum heimsins.
BAKSVIÐ
DAGUR ÞORLEIFSSON
ódýrt vinnuafl í alþýöulýðveldinu
og fjármagn í Hongkong og á Ta-
ívan. Fréttamenn um fjár- og við-
skiptamál komast svo að orði að
Kína sogi erlent fjárfestingarfjár-
magn í sig eins og svampur. Það
fjármagn kemur ekki einungis frá
Kínverjum „erlendis", heldur og
frá Japan, Evrópu og Bandaríkjun-
um.
Indland, risi fyrir í krafti fólks-
mergbar sinnar, virbist nú vera á
hrabri leið með ab verða það í
efnahagsmálum einnig. Þar hafa
undanfarib átt sér stað breytingar á
stjórnun efnahagsmála meö
áherslu á utanríkisviðskipti og að
laöa aö erlent fjármagn. Þaö hefur
borið þann árangur aö s.l. ár
streymdi inn í landiö meira fjár-
festingarfjármagn en sem nemur
öllum erlendum fjárfestingum þar
EMEA
í samanburöi viö þróttinn í efna-
hagslegri grósku Austur- (og nú
einnig Suður-)Asíu kemur Evrópa
ýmsum fyrir sjónir sem gömul og
þreytt. En ESB er enn mesta vib-
skiptablokk heimsins og í út-
þensluhug, trúlega öðrum þræði
með vaxandi efnahagsstyrk Aust-
ur- og Suður-Asíu í huga og fyrir-
ætlunina um langstærstu viö-
skiptablokk heimsins í Kyrrahaf-
slöndum. Einhverjar líkur (aö sögn
abila sem fréttamenn kalla öðmm
fremur bjartsýna) eru taldar á því
aö Póliand, Tékkland, Ungverja-
land, Litháen, Lettland og Eistland
veröi komin í ESB um árþúsunda-
mótin.
Ennfremur er í ESB einhver
áhugi fyrir að sameina Evrópu
(vestan SSR) og ríkin sunnan og
austan Miöjaröarhafs í eitt fríversl-
unarsvæði eða sameiginlegan
markað, er kallaður verbi Evr-
ópu/Miðjaröarhafsefnahagssvæðið
(Euro-Mediterranean Economic
Área, skammstafað EMEA). í þeirri
samsteypu verði auk ESB Marokkó,
Alsír, Túnis, Líbýa, Egyptaland,
Sýrland, Líbanon, Jórdanía og ísra-
el.
Sérfræðingar um efnahagsmál
láta hafa eftir sér að NAFTA, sem
nú hefur verib í gildi í ár, hafi tek-
ist fremur gæfusamlega til með
fyrstu sporin. Hrakspár um að
ódýrt vinnuafl í Mexíkó yrði til
aukningar atvinnuleysi í Banda-
/ kauphöll í New York: Vestanverb
Evrópa, Norbur-Ameríka og japan
áfram hátt ofar öllum öbrum.
ríkjunum og Kanada hafi ekki ræst,
þvert á móti hafi NAFTA-samning-
urinn leitt af sér stóraukinn út-
flutning frá Bandaríkjunum til
Mexíkó og það orðið til þess að
störfum hafi fjölgað í Bandaríkjun-
um. Verslunin milli Bandaríkjanna
og Kanada hafi aukist um 10% á
árinu. Umdeildara er hvaö NAFTA
hafi fært Mexíkó, en sumra mál er
þó að í efnahagsmálum sé það ríki
á upp- frekar en niðurleið. Fyrir-
hugað er að innan 15 ára veröi all-
ar hindranir í vegi verslunar á milli
NAFTA-ríkja úr sögunni. Gert er
ráð fyrir að fleiri rómanskamerísk
ríki bætist við í NAFTA og er Chile
fremst í þeirri biðröö.
Ekki er laust við að svo virðist
sem í umfjöllun fjölmiðla um
efnahagsmál héimsins verði tvö
stór svæöi nokkuð útundan. Ann-
að þeirra er SSR — Sovétríkin fyrr-
verandi. Fáir virðast treysta sér til
að spá einhverju ákveðnu um þaö
svæði. Hitt svæðið er Afríka sunn-
an Sahara. Hún er varla tekin með
í reikninginn yfirhöfuð, eða svo er
helst að sjá. ■
VIÐSKIPTABLOKKIR
ESB
í því eru nú 12 ríki: Lúxemborg, írland, Danmörk, Portúgal,
Belgía, Grikkland, Holland, Spánn, Bretland, Frakkland, Ítalía
og Þýskaland. Um áramótin bætast vib þrjú: Austurríki, Finn-
land og Svíþjób. ESB er nú stærsti sameiginlegi markabur í
heimi, íbúar þar eru um 370 milljónir og verg þjóbarfram-
leibsla árlega yfir 7000 milljarbar dollara. Noregur og ísland
eru tengd ESB meb samningnum um Evrópska efnahags-
svæbib (EES).
NAFTA
Abildarríki eru þrjú: Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Fyrirhug-
ab er ab fleiri rómanskamerísk ríki gangi í sambandib, a.m.k.
Chile. Verg þjóbarframleibsla: 6766 milljarbar dollara 1992.
AFTA
í því eru Brunei, Filippseyjar, Indónesía, Malasía, Singapúr og
Taíland. Víetnam, Kambódía og Laos sækjast eftir abild. Verg
þjóbarframleibsla 1992: 380 milljarbar dollara.
Verg þjóbarframleibsla Japans nam 3507 milljörbum dollara
1992 og Kína 442 milljörbum dollara.