Tíminn - 13.01.1995, Side 9

Tíminn - 13.01.1995, Side 9
Föstudagur 13. janúar 1995 9 Jón Hólm hjá Fjalla- bílum segir erfitt ab gera betur en gert hefur verib meb Dodqe Ram Maqn- um V-10 Jeppaáhugamenn hafa bebið meb nokkurri óþreyju eftir nýrri kynslób pallhíla frá Dodge, Dodge Ram. Mesta eftir- væntingu hefur vakib sérstyrkt- ur 10 strokka trukkur, sem er án efa öflugasti pallbíllinn sem komib hefur fram á sjónarsvibib síbustu áratugina. I>ær fréttir berast vestan um haf frá framleiðslulandinu, ab eftir- spurnin hafi fariö fram úr björt- ustu vonum og aö nokkurra mán- aöa biölisti sé eftir bílnum. ís- lenska umboöiö, Jöfur hf. í Kópa- vogi, hefur fengiö einn af þessum ofurpallbílum, en óstaöfestar sög- ur herma aö búiö sé aö lofa hann Jóhannesi í llónus, sem á fyrir Dodge Dakota pallbíl. Tímanum bauöst aö reynsluaka Dodge Ram .3500 V-10 um síöustu helgi, og okkur til fulltingis feng- um viö jeppaáhugamanninn og þúsundþjalasmiöinn Jón Hólm, sem rekur breytingaverkstæöiö Fjallabíla — stál og stansa hf. Verk- stæöiö sérhæfir sig í bílabreyting- um og reyndar ekki ólíklegt aö þeir, ásamt Bílabúö Benna og öörum kollegum sínum, eigi eftir aö fá þennan bíl inn til aö gera á honum þær breytingar sem þarf til aö hann veröi fjallatröll og jöklafari. Falleg hönnun I>aö fyrsta, sem vekur athygli manns viö bílinn, er stæröin og út- litiö. Eins og Jón Hólm benti blaöamanni Tímans réttilega á, bera línurnar á framenda bílsins meö sér ákveöiö afturhvarf til gömlu stóru Dodge pallbílanna, meö háu húddi og brettum yfir hjólbörðunum. Þetta er falleg hönriun meö klassísku yfirbragöi. Stæröin leynir á sér og þaö er eigin- lega ekki fyrr en þarf aö finna bíln- um stæöi að ökumaöurinn gerir sér grein fyrir aö bíllinn er um 6 metrar á lengd og 2 metrar á breidd. Þegar ekiö er af staö, kemur þægilega á óvart að bíllinn er ekki klossaður í hreyfingum og líkari pallbíl en trukki. „Það kom mér á óvart að bíllinn er ótrúlega mjúkur miöaö viö burðargetu. Ég átti von á meiri vörubílahreyfingum," sagöi Jón Hólm að afloknum stuttum reynsluakstri. Buröargetan er gefin upp 1,5 tonn, en bíllinn fer án efa létt með allt aö helmingi þyngra hlass. Vantar nokkur smáatribi í farþegahúsinu er þokkaíegt pláss fyrir ökumann og tvo far- þega. Farþeginn fyrir miöju situr hærra en hinir, en hann hefur lít- inn stuðning til hliöanna og eins er fótarýmið takmarkað. Sætin eru þokkaleg, en bílstjórasætiö mætti vera stífara og styöja betur við lík- amann. Mælaborðið er hefbbund- ið en smekklegt, og þar er allt sem til þarf. Fyrir ofan bíltækib er hilla, sem hægt er ab draga út, en í henni eru grópir fyrir tvenn drykkjarílát. Vökvastýrið er ekki „amerískt", heldur mátulega þungt og fer þægilega í hendi. 1 stýrishjólinu eru auk hnappa fyrir flautuna, líknarbelgur og takkar fyrir skrib- stillinn (cruise control). Þab, sem vantar í innréttinguna, eru samlæsingar á huröum (slæmt aö þurfa ab teygja sig yfir svo breiöan bíl til þess ab læsa og af- læsa farþegahurð), meira rými í hanskahólfi og stilling fyrir úti- speglana innanfrá. ]ón Hólm var ánægbur meb bílinn. Stóra spurningin fyrir marga verbur bensíneybslan. Tímamynd Pjetur Alvöru trukkur eins og þeir gerast bestir BILAR ÁRNI GUNNARSSON 10 strokka bensín eba túrbódísill Þessi bíll hentar að mörgu leyti vel sem atvinnubíll, t.d. fyrir sendibílstjóra, bændur og fleiri. Þeir myndu væntanlega taka hann meö dísilvélinni. Hún er frá Cummins, 5,9 lítra, sex strokka túrbódísilvél. Þetta er hrein vöru- bílsvél, 165-175 hestöfl. Togiö er talsvert, 420 pundfet við 1500 sn./mín. Tog 8 lítra V-10 vélarinn- ar er ennþá meira, eða 450 pundfet við 2,400 sn./mín. og hún skilar 300 hestöflum óbreytt, en fyrir þá sem vilja meiri snerpu á að vera nokkuð auövelt að auka hestafla- fjöldann upp í 400, þó í reynd sé engin þörf á því. Afliö er yfirdrifið. Þetta er langöflugasta bensínvél, sem hægt er aö fá í jeppa í dag, og aflið virðist nokkurn veginn ótak- markað. Sagan á bak viö vélina er skemmtileg, en blokkin var hönn- uö á 6. áratugnum og var þá hugs- uö sem vörubílsvél. Gömlu mótin voru síðan grafin upp, nú þrjátíu árum síðar, og hannað nýtt „hedd" og nútímalegra. Þarf litlu ab breyta „Ég hugsa aö þessi bíll henti mjög vel til breytinga," sagöi Jón Hólm, en hann tók bílinn m.a. í skoöun á lyftu þar sem hann var mældur í bak og fyrir. „Það er lítið mál að setja undir hann 35" dekk og þarf nánast engu að breyta til þess. Ef dekkin eru stærri, er þaö meira mál. Kramið í honum á að duga vel í þetta." Dodge Ram Magnum er óvenju sterkbyggður bíll, enda segir í upp- lýsingariti frá framleiöenda að þessi bíll sé smíðaöur meö það í huga aö endast lengi. Undir þetta tekur Jón Hólm. „Það eru verulega sterkar hásing- ar í honum, óvenju stór afturhá- sing (Dana 80) og mjög góö fram- hásing (Dana 60). Vélin er ótrúlega góð og virðist skila miklu afli." Engir veikir hlekkir? Starfsmenn Fjallabíla vinna við jeppabreytingar og það var því kær- komið fyrir þá að fá að skoöa þenn- an nýja jeppa í návígi. Meöal ann- ars voru mældir upp hjöruliöir, drifsköft og fleira. En hver var niö- urstaðan? Komu menn auga á ein- hverja veika hlekki í fljótu bragði? „Nei, þaö er ekki hægt að sjá neina veika punkta í þessu," segir Jón Hólm. „Þetta lítur allt mjög vel út. Dodge Magnum viröist vera al- vöru trukkur eins og þeir gerast bestir." Það er líklegt aö jeppaáhuga- menn taki þessum bíl fagnandi. Það er að segja sá hópur þeirra, sem hefur efni á aö eiga og reka jafn dýran bíl og þennan. Eitt er víst og þaö er aö öflugri alhliða fjallabíl er erfitt að fá frá ísienskum bílaum- boöum í dag. Tíu strokka bíllinn meö einföldu húsi og sterkaradrifi, kassa og hásingum kostar tæpar 3 milljónir króna frá umboðinu. Þetta er í raun ekki mikið verð fyr- ir jafn mikinn bíl, og ef menn hafa í huga aö til þess aö breyta svona bíl í jöklafara er upphækkun þaö eina sem þarf aö gera, þá er ekki víst að hann veröi svo dýr þegar öll kurl eru komin til grafar. Hvernig verbur eybslan? Reynslan á eftir ab leiöa í ljós hver rekstrarkostnaðurinn verður. Mörgum kann aö óa viö því aö aka á 10 strokka bensínbíl, sér í lagi ef búið er að hækka hann upp og setja undir hann stærri hjólbaröa. „Trúlega bætir hann eitthvaö við sig í eyðslu á stærri dekkjum," segir Jón Hólm. „Annars hafa menn fundiö út, aö meö því ab setja stóra vél í þyngri bíla virðast þeir ekki koma verr út i eyðslu. Oft bæta þeir ekkert við sig og dæmi eru um aö eyðslan minnki, ef minni mótorinn hefur verið það lítill að hann ráöi illa við bílinn. Þarna skiptir togið í mótornum miklu máli. Ég er ekki viss um að þessi bíll bæti svo miklu við sig í eyðslu á stærri dekkjum." Mýkt og slaglengd Fjöðrunin kemur á óvart sökum mýktar og slaglengdar. Að framan em gormar, en blaöfjaðrir að aftan. Og jafnvel þó aö bílnum sé ekið tómum, er hann ekki hastur. Á betri dekkjum og meö þyngingu ar' pallhúsi veröur hann enn skemmtilegri. En kemur þessi bíll til meö aö keppa beint viö pallbíl- ana og jeppana frá Toyota, sem hafa verið vinsælir í breytingar? „Ég hugsa að menn skipti ekki almennt af Toyotunni yfir á þenn- an, vegna þess aö það eru ekki sambærilegir bílar," segir Jón Japanski bílaframleiöandinn Suzuki, framleiðir rennilegan sportbíl, sem hlotib hefur nafn- iö Cappuccino. Hann er búinn 3 strokka, 64 hestafla vél og er tveggja manna. Hægt er aö fá hann meö blæju eða meö pan- eláltopp í þrennu lagi, sem hægt er aö taka af á góðviðris- dögum. Þab er þó einn galli á Hólm. „Þetta er miklu stærri og öfl- ugri bíll heldur en Toyotan, tölu- vert þyngri og þarf stærri dekk til aö gera sömu hluti. Ég býst ekki viö að þessi bíll nái jafn mikilli út- breiðslu og pallbílarnir frá Toyota, enda allt annar bíll. En menn sem vilja fá öflugan bíl, t.d. til aö draga kerrur og annað, þeir hljóta aö skoða þennan bíl vel." Gaman a& flnna afliö — Kom þér eitthvað á óvart, fyr- ir utan mjúka fjöðrun? „Nei, það kom mér kannski ekki neitt á óvart. Maður var búinn aö lesa talsvert um þennan bíl og velta honum aöeins fyrir sér. En þaö var gaman aö prófa hann og finna afliö. Þaö virðist ekki vera nein rosaleg snerpa í honum, en maöur finnur strax fyrir því aö tog- iö er gríðarlega mikið," segir Jón Hólm. ■ þessum bíl fyrir íslenska bíla- áhugamenn, sem vildu eignast hann. Hann er meö stýriö hægra megin, eða „öfugu" meg- in miðað viö umferb á íslandi. Bíllinn er vinsæll í Asíulöndum þar sem vinstri umferð er al- geng, auk þess sem hann sést stundum á götum Bretlands- eyja. ■ Rennilegur sportbíll frá Suzuki: Cappuccino aöeins meö stýriö „öfugu" megin

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.