Tíminn - 13.01.1995, Page 16

Tíminn - 13.01.1995, Page 16
Vebrib í dag (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gær) Föstudagur 13. janúar 1995 • Suburland til Nor&vesturmi&a: Allhvöss e&a hvöss vestan og su&- vestan átt. Slydduél en síöan él. • Norburland eystra til Austfjar&a: Léttir til meö su&vestan kalda. • Su&austurland og Su&austurmib: SV- kaldi e&a stinningkaldi og él. Jóhanna Engilbertsdóttir, efsti maöur á lista Framsóknar í Hafnarfiröi í síöustu kosningum: Tími til kominn ab hleypa nýjum öflum að „Mér finnst þetta ástand mjög alvarlegt fyrir bæjarfélagið í heild og ímynd þess," segir Jó- hanna Engilbertsdóttir um ástand mála í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, en hún skipaði efsta sæti á lista Framsóknar- flokksins í síöustu bæjar- stjórnarkosningum, en náöi ekki kjöri. Jóhanna segir að nú ríki stjórnarkreppa og afleiðing þess sé að ekki sé tekið á brýnum málum, sem bíði úrlausnar í bæjarkerfinu. Hún segist enn- fremur ekki sjá hvernig leyst verði úr þeirri kreppu sem nú ríkir. „Deilan er orðin of per- sónuleg á milli manna og snýst oröið um stirt samband á milli þeirra manna sem eiga aö stjórna og virkilega þurfa að vinna saman. Þetta sýnir okkur að þaö er greinilega tímabært að skipta þarna um fólk og fela nýjum öflum stjórnina. Mér finnst að kjörnir fulltrúar eigi að bera ábyrgb og beri ab vinna á þann hátt að það komi sem best út fyrir bæjarfélagið." Jóhanna segir að þessi enda- lausa umræða hafi haft það í för með sér að sú ímynd hafi skap- ast um Hafnarfjörð að bærinn sé spillingarbæli, ímynd slæmr- ar fjármálastjórnar og fjármála- vandræða, sem sé afskaplega óheppilegt. „Ég held að fólk hér í bænum sé almennt mjög sleg- ið yfir því sem er að gerast í yf- irstjórn bæjarins. Nú finnst mér mál að linni og mér finnst hvorki bæjarbúar, né bæjarfé- lagið eiga þetta skilið. Hafnfirð- ingar eru ekki spilltari en annaö fólk, en með þessari endalausu umræðu gætu menn farið aö álykta slíkt." Aftur á móti segir lóhanna Engilbertsdóttir Jóhanna að vissulega hafi þurft að taka á fjármálum bæjarins og binda enda á þá fjármála- óreiðu sem ríkti undir stjórn Al- þýöuflokksins, en þessi um- ræða sé orðin bæjarfélaginu skaðleg. Jóhanna segist þess fullviss ab menn hafi ekki hugsaö þessa uppákomu til enda og alls ekki gert sér grein fyrir afleiðingun- um. Menn sem gefi kost á sér í þessi embætti, verði að gera sér grein fyrir því að það sé ekki nóg að tala fallega í kosninga- baráttu, heldur fylgi þessu mik- il ábyrgö, sem menn verði að axla. Um framhaldið segir Jó- hanna að erfitt sé ab segja til um, en í ljósi þess sem á undan er gengiö sé það ekki heppileg- ur kostur fyrir bæjarfélagið að Jóhann G. Bergþórsson og Al- þýðuflokkurinn myndi meiri- hiuta í bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar. ■ Endurmat á fitu helsta nýj- ungin í nýjum manneldis- markmiöum fyrir íslendinga: Smjörlíki komiö í „óvinaflokkinn" Helstu nýungarnar í endurskoð- u&um „Manneldismarkami&um fyrir íslendinga" eru þær a& horf- i& er frá umræ&um og skilgrein- ingu á æskilegu hlutfalli fjöl- ómetta&ra og mettaöra fitusýra í fæ&i, enda trans- ómetta&ar fitu- sýrur (í smjörlíki fyrst og fremst) nú ekki sí&ur taldar hafa óæski- leg áhrif á kólesteról í bló&i en metta&ar. Þess í sta& hefur nú ver- i& innleitt nýtt hugtak, „hör& fita", þ.e. fita sem er í föstu formi vi& stofuhita, svo sem smjör, smjörlíki og pálmafeiti. Allar þessar feitmetistegundir eru nú komnar í sama „óvinaflokk- inn". Tímaritib Heilbrigöismál segir frá þessu endurmati á fitu í nýjum manneldismarkmiðum. Með hug- takinu „hörð fita" er átt við bæði mettaðar fitusýrur og trans-ómett- abar fitusýrur. „Trans-ómettaðar fitusýrur mundast fyrst og fremst við herð- ingu jurta- e&a fiskolía og er aö finna, í mismiklum mæli, í hertri fitu, og þá ekki síst smjörlíki. Rann- sóknir síðustu ára benda benda ein- dregið til þess að transómetta&ar fitusýrur hafi ekki síður óæskileg áhrif á kólesteról í blóbi en mettab- ar fitusýrur", segir í Heilbrigöismál- um. ■ Jón Baldvin, karlinn sem œtlar aö verjast úr brúnni: „Hrakspárnar verba sér til skammar" Jón Baldvin Hannibalsson segir að hann sé hvorki á leið- inni í hið fornfræga fróðskap- arsetur, Menntaskólann í Reykjavík, né heldur ab hann hugi ab sendiherraembætti. Karlinn í brúnni hjá þeim krötum ætlar aö berjast til þrautar. Formaöur Alþýðu- flokksins hefur ábur séb hann svartan fyrir kosningar og þá tekist ab breyta töpuðu tafli í jafntefli í það minnsta. Staðan hefur þó aldrei veriö jafntví- sýn og nú. Ráöherrarnir Jón Baldvin og Össur Skarphéðinsson verma tvö efstu sæti lista Alþýðu- flokksins í Reykjavík. Kratar munu ekki ganga til prófkjörs í höfuðborginni að þessu sinni, sem er óvenjulegt. Jón Baldvin var bjartsýnn í viötali við Tím- ann í gær. Hann segir flokk sinn líkjast laxinum og syndi einatt gegn stríöum straumum. „Það var mikill einhugur og samstaða á fundi fulltrúaráös Alþýðuflokksfélaganna á mið- vikudagskvöldið. Þar ríkti mikill baráttuhugur og ég er ekki í nokkrum minnsta vafa um að þessi framboðslisti mun reynast samhent og baráttuglöð sveit og láta að sér kveöa. Hrakspárnar sem dunið hafa yfir okkur ab undanförnu eiga eftir ab verða sér til skammar," sagði Jón og sagðist ráöleggja öllum sem horn hafa í síðu Alþýðuflokks- ins að falla ekki í þá gryfju að vanmeta andstæðinginn. -En hvers vegna er Alþýðu- flokkurinn sífellt milli tannanna á fólki og fjölmiðlum vegna skorts á siögæði? „Alþýðuflokkurinn er ekki spilltur flokkur. En Alþýðu- flokkurinn hefur verið umdeild- ur flokkur vegna þess að hann er róttækur umbótaflokkur sem hefur komið við kaun margra við að beita sér fyrir breytingum í þjóðfélaginu sem varðar hags- muni margra. Þaö er ekki bara einokunarkerfið sem setið hefur yfir hlut bænda í landbúnaðar- kerfinu. Sægreifarnir eru í þess- um hópi. Frægt dæmi um það er Þorsteinn Már Baldvinsson í Samherja á Akureyri, sem sagði á opinberum fundi á Akureyri að það væri þjóðarnauðsyn að Alþýðuflokkurinn yrði þurrkaö- ur út af kortinu. Hann og hans fyrirtæki á nú reyndar líf sitt Al- þýðuflokknum upp að unna og það í margföldum skilningi. I fyrsta lagi vegna þess að einn af ráðherrum okkar beitti sér mjög fyrir því, þegar þetta fyrirtæki var stofnað, að aflareynsla skip- stjóra sem færðust yfir til þess yrði viðurkennd. í annan staö á hann og hans fyrirtæki mikilla hagsmuna að gæta í Smugunni. Það hefðu engar Smuguveiðar orðið ef tekist hefði aö setja reglugerð sem bannaði þær eins og til stóö. Allir þeir sem hafa einokunarhagsmuni að verja í þessu þjóðfélagi eða mikla sér- hagsmuni telja sér skylt að vega að Alþýðuflokknum. Hann er greinilega ekki hættulaus, hann lætur ekki reka með straumn- um, hann berst ekki áfram bara á bylgjufalli skoðanakannana, hann er eins og laxinn sem syndir á móti straumnum af því hann hefur markvissa stefnu sem hann beitir sér fyrir af al- efli," sagði Jón Baldvin Hanni- balsson. ■ Sójstafir, norrœn menningarhátíö á íslandi: Sex vikna menn- ingarhátíö Þann 11. febrúar næstkom- andi hefst norræn menning- arhátíð hér á landi, en hún hefur hlotib nafnið „Sólstaf- ir" og stendur í sex vikur. Há- tíðin verbur haldin á þremur stöbum, í Reykjavík, á Akur- eyri og ísafirði og verbur bobið upp á rúmlega 60 dag- skráratriði á hátíðinni. Þetta er þriðja menningar- hátíðin af þessum toga sem haldin er, en fyrsta hátíðin fór fram í tengslum vib þing Noröurlandaráðs í Stokkhólmi í mars 1994 og í haust fór hún fram í Tromsö í Noregi í tengsl- um vib haustþing ráðsins. Nú er hún einmitt haldin hér á landi í tengslum vib þing Noröurlandaráðs. í kjölfar kynningarfundar í febrúar síðastliðnum var Berg- ljót Jónsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri íslenskrar tónverkamiðstöðvar, ráðin til að starfa að þessu verkefni í menntamálaráðuneytinu. ■ Frá blabamannafundi þar sem norrœna menningarhátíbin var kynnt. Tímamynd CS BEINN SIMI AFGREIÐSLU TÍMANS ER 563*1631

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.