Tíminn - 24.01.1995, Side 5

Tíminn - 24.01.1995, Side 5
Þriöjudagur 24. janúar 1995 fHRraii 5 louri A. Rechetov: Um ástandið í Tsjetsjeníu Hart er barist i Tsjetsjeníu og eru afskipti stjórnar- innar í Moskvu af málefnum Tsjetsjena mjög um- deildar heima og erlendis. Margir spyrja hver sé ástœba stríösins og hver sé stjórnarfarsleg staöa stríösaöila gegn hver öörum. í meöfylgjandi skrifum gerir rússneskur fréttaskýrandi grein fyrir afstööu rússnesku ríkis- stjórnarinnar og hvers vegna hún sœkir svo hart aö tiltölulega fámennu héraöi í Kákasus. Báöir aöilar hafa oröiö fyrir mikiu mannfalli. 15. september 1991, eftir ab Æbsta ráb Lýbveldisins Tsjetsj- eníu og Ingúsetíu hafbi slitib þinghaldi sínu, var Brábabirgba- ráb Lýbveldisins stofnab og þab hlaut viburkenningu rússneska þingsins sem löglega hæstráb- andi vald í hérabinu. 6. október 1991 samþykkti fram- kvæmdastjórn Samtaka Tsjetsjena, meb Dúdajev hershöfbingja í for- mennsku, ályktun um að leysa upp Bráðabirgöaráöið og framdi meö því valdarán í lýðveldinu. Framkvæmdastjórn Samtaka Tsjetsjena skipulagöi forseta- og þingkosningar í Tsjetsjeníu 27. október 1991. Bráöabirgðaráö Lýö- veldisins Tsjetsjeníu og Ingúsetíu og Þingmannafundur Rússneska Sambandslýðveldisins ályktuðu þann 2. nóvember 1991 að kosn- ingarnar væru ólögmætar. 1. nóv- ember lýsti Dúdajev yfir sjálfstæði Lýðveldisins Tsjetsjeníu og var þetta brot á stjórnarskrá Rússneska Sambandslýðveldisins. Það hefur valdiö áframhaldandi togstreitu og stundum mjög harðri spennu á milli yfirvalda Tsjetsjeníu og Sam- bandslýðveldisins. Rússland hefur alltaf litið á Tsjetsjeníu sem lands- hluta Sambandsíýðveldisins og þess vegna eru öll samskipti viö héraðið innanríkismál Rússlands. í apríl 1993 versnaði viðureign Dúdajevs og þingsins í Tsjetsjeníu. 17. apríl 1993 kom Dúdajev á fót forsetaræði, stöövaöi þinghald og neyddi ríkisstjórnina til að segja af sér. Stjórnarskrárdómstóll Tsjetsj- eníu taldi aðferðir Dúdajevs glæp- samlegar og úrskurðaði að hér væri um valdarán að ræða. Dúdajev svaraöi meö því að leysa upp borg- arráðiö í Grosní og Stjórnarskrár- dómstólinn. Einræði komst á í Tsjetsjeníu í skjóli slagoröa um þjóðaruppbyggingu og sjálfstæði. Stjórnarandstaðan neyddist til að yfirgefa Grosní og flytjast til norð- urhéraða Tsjetsjeníu. 4. júní 1994 stefndi stjórnarandstaðan saman til þings fulltrúum tsjetsjensku þjóðarinnar. Á þinginu var því lýst yfir að Bráðabirgðaráðið væri æðsta ríkisvald í Tsjetsjeníu. Þing- ið krafðist afsagnar Dúdajevs og að kosningar yrðu haldnar ekki síöar en í ágúst 1994. Þriggja ára einræöi Dúdajevs hefur leitt til þess að Tsjetsjenía er nú komin á heljarþröm efnahags- lega og stjórnmálalega. Þjóðartekj- ur hafa lækkað um 68 prósent frá 1991, matvælaframleiöslan hefur minnkaö um helming. Meginstoð efnahagsins í Tsjetsjeníu, olíu- vinnsla, er nú í mikilli kreppu. Frá því Dúdajev tók völdin hefur einræði hans fylgt stefnu glæpa- mennsku, bæði í Tsjetsjeníu og er- lendis. í því skyni aö kúga yfirvöld Sambandslýöveldisins hótaði Gro- sní mörgum sinnum að beita kjarnavopnum í hryðjuverkum sínum. 1991 voru rúmlega 250 glæpamenn látnir lausir úr haldi. Vopnum var dreift til þeirra. Síöan hefur Tsjetsjenía veriö griðastaður glæpamanna, sem hafa framiö hermdarverk í Rússlandi og í öðr- um löndum Samveldis sjálfstæðra ríkja. Ofbeldisherferö var hafin gegn rússneskumælandi íbúum Tsjetsjeníu (um 300 íbúar). 10 Rússar létust aö meðaltali árin 1991-1992. Nú eru 20 prósent fólks í héraðinu flóttamenn, þ.e. meira en 200 þúsund manns. Her- sveitir, sem Grosní hefur safnað saman, tóku virkan þátt í blóðsút- hellingum í Abkasíu, Suöur- Ose- tíu og á átakasvæöum Tsjetsjena og Ingúseta. Tsjetsjeníu var breytt í miðstöð hryðjuverkastarfsemi á Rússlandi. Hundruö málaliða, sem ráða yfir fullkomnustu vopnum, eru í þjónustu Dúdajevs. Árið 1994 voru geröar 159 vopn- aðar árásir á járnbrautarlestir 8 mánuði í röð á járnbrautarleið sem liggur í héraðinu, og hafa 1400 vagnar verið rændir. Seölabanki Rússlands hefur í heild tapað tril- ljón rúblum á fölsuðum tilvísunar- bréfum, sem komu frá Tsjetsjeníu. Gífurlegt atvinnuleysi og bjargar- leysi, ofbeldi gegn heimilislausu fólki, pólitísk hryðjuverk, gróf brot á mannréttindum og mannfrelsi, ólöglegar aðferðir á öllum sviðum - allt þetta einkennir nú hvers- dagslífiö í Tsjetsjeníu. Fram til þessa dags hefur ekkert erlent ríki viðurkennt Lýðveldið Tsjetsjeníu. Moskva geröi margar tilraunir til að leysa deiluna milli yfirvalda Sambandslýðveldisins og Tsjetsjeníu meö þaö markmiö aö tryggja aö farið yrði eftir stjórnar- skrá Rússlands í héraðinu og að Þriggja ára einrœöi Dúdajevs hefur leitt til þess aö Tsjetsjenía er nú komin á heljar- þröm efnahagslega og stjórnmálalega. Þjóöartekjur hafa lœkkaö um 68 prósent frá 1991, matvcela- framleiöslan hefur minnkaö um helming. Meginstoö efnahagsins í Tsjetsjeníu, olíuvinnsla, er nú í mikilli kreppu. þar veröi haldnar kosningar á grundvelli hennar. En þessar til- raunir fóru út um þúfur vegna Dúdajevs. Togstreitan milli stjórn- arandstöðunnar og Dúdajevs hef- ur þróast í áttina aö ótvíræöum hemaöi. Þrátt fyrir tilraunir Sam- bandsyfirvaldanna tókst ekki aö koma í veg fyrir bardaga. Átökin fóru að breiðast út og harðna og því var ástandið oröið afar hættu- legt fyrir lífshagsmuni og þjóöar- öryggi Rússlands. 29. nóvember s.l. ávarpaði for- seti Rússlands alla aðila hernaöar- átakanna í Tsjetsjeníu og krafðist þess að skotbardögum yrði hætt, vopn lögö niður og allar hersveitir leystar upp. Samt vildi Dúdajev ekki grípa tækifærib og leysa deil- una á friðsamlegan hátt. Spennan í héraðinu jókst. Rússneska ríkis- stjórnin neyddist til ab grípa til af- dráttarlausra aðgerða til aö koma á stjórnarskrárskipulagi og lög- hlýöni. 11. desember 1994 vom hersveitir innanríkisráðuneytis og varnarmálaráðuneytis Rússneska Sambandslýðveldisins sendar inn í Tsjetsjeníu. Samt telja yfirvöld Rússlands eins og áður að friösam- leg lausn deilumálanna og friðar- viöræbur stjórnmálamanna séu meginleiðin til að tryggja stöðug- leika. ■ Tónleikaferö Siguröar Bragasonar og Hjálms Sighvatssonar til Þýskalands í desember 1994: Velheppnuö tónleikaferð Siguröur Bragason söngvari og Hjálmur Sighvatsson píanóleikari hafa nýlokið við tónleikaferð sem farin var til Þýskalands. Töluvert var fjallaö um tónleika þeirra í fjölmiðlunum þýsku og voru um- sagnir mjög jákvæðar. Sigurður og Hjálmur hafa á undanförnum árum haldið tónleika í nokkrum af þekktari tónleikahúsum í Evr- ópu, svo sem í Beethoven-Haus í Bonn og Wigmore Hall í London, og hafa tónleikar þeirra jafnan hlotið mjög góba gagnrýni hjá mörgum af helstu gagnrýnend- um erlendra blaða, svo sem John Steane sem valdi tónleika þeirra í Wigmore Hall ásamt tónleikum Yehudis Menuhin, Peters Schrei- er, Christu Ludwig og Nicolais Ghiaurov til umfjöllunar í hinu þekkta óperublaði Opera Now, sem fjallar fyrst og fremst um óperur, en velur í hverjum mánuöi sex til sjö af þeim tón- leikum í Evrópu er þykja mest spennandi. í desember 1994 birtust dómar um tónleika Sigurbar og Hjálms í þýska dagblaöinu Rhein-Sieg- Anzeiger: Tónlistin endurspegl- ar landslagiö „Angurvær og þunglyndisleg fegurð íslands setur svip sinn á lög íslenskra tónskálda. Landslag- ið og stemmningar þess endur- speglast í tónlistinni. Yfirskrift tónleikanna, Söngvar ljóss og myrkurs, var þess vegna góð lýs- ing á innihaldi tónleikanna sem Sigurður Bragason baríton og Hjálmur Sighvatsson píanóleikari héldu í Búrgerhaus í Troisdorf. Hin fyllta rödd söngvarans sýndi mikla tjáningargetu. Sigurður söng hin fornlegu og dökku lög Jóns Leifs á þann hátt að þau urðu næstum því óhugnanleg. Rödd hans svaraÓi fullkomlega á hæstu og dýpstu tónum laganna, sem fóru niður í bassaregistur. Sigurbur flutti gamansöngva Atla Heimis Sveinssonar með ljóð- rænu og hlýju og fyllti þau af gríni og kátínu. Leikhæfileikar hans nutu sín þar til hins ýtrasta. Undirleikari hans kunni vel til verka og túlkabi stemmningar tónverkanna af þekkingu og ör- yggi-" ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.