Tíminn - 31.01.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.01.1995, Blaðsíða 5
Þri&judagur 31. janúar 1995 StfofílWI 5 Jón Sigurösson: Söguskoðun „Viðreisnarinnar" Mikilsverður þáttur stjórnmála- starfa er viöleitnin til að hafa áhrif á og móta það hvernig um athafn- ir er talað og ritað. Þegar frá líöur felst þessi viðleitni í því að búa til almennt yfirlits-mat á framvind- unni, tildrögum, áhrifum og af- leiðingum, þ.e.a.s. tiltekna „æski- lega" söguskoðun. Á liðnum árum hefur veriö í mótun sérstök söguskoöun „Við- reisnarinnar" sem er pöntuö og sérhönnuö skýring á eðli, ástæð- um, megineinkennum, afleiöing- um og sögulegri stöðu og mikil- vægi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem mynduö var árið 1959. Samkvæmt þessari söguskoöun markaði þessi ríkis- stjórn alger tímamót í sögu þjóð- arinnar; stefna hennar og fram- kvæmdir hafi bjargaö þjóðinni frá einhvers konar glötun; æ síðan standi íslendingar í mikilli þakkar- skuld við þessa ríkisstjórn. Samkvæmt venjulegri formúlu söguskoðunar eru öfl hins illa einnig í leiknum: Allir þeir sem stóðu gegn „Viðreisnarstjóminni" hafi veriö haftasinnar, skömmtun- arsinnar, afturhaldsmenn, var- hugaverðir hagsmunagæslumenn, framsóknarmenn og kommúnist- ar: „Varið ykkur á þeim, sjáið bara hvernig þeir létu 1959!" Hönnuöir þessarar söguskoöun- ar hafa náö mjög miklum árangri. Fiestir trúa þeim, og þeir eru sjálfir meira að segja farnir aö trúa niður- stööum eigin hönnunar á söguleg- um staðreyndum. „Hræbslubandalag- ib'7 og „Vibreisnin" „Viðreisnarstjórnin", sem mynduö var 1959, var í raun ekki frumleg í aðalatriðum stefnumót- unar sinnar. Hún fylgdi þeim fyrir- myndum, sem Bretar og Norö- menn öðrum fremur höfðu sýnt íslenskum stjórnmálamönnum og hagfræðingum á árunum á undan. Afnám hafta, losun takmarkana á milliríkjaverslun, minnkandi bein íhlutun ríkisvaldsins, almenn úr- ræði í gjaldeyrismálum o.fl. voru boðorð þessa tíma í heimshluta okkar. Þessi meginatriöi voru því ekki frumleg nýlunda eða uppgötvun „Viðreisnarinnar". Það er afskap- lega fróölegt að kynna sér hug- myndalega þróun vinstri sinnaðra hagfræðinga á 6. áratugnum í þessu samhengi. Fræðileg þroska- saga tveggja hagfræöinga, í fremstu röð meðal þjóöarinnar, er athyglisverð um þetta: Jónasar Haralz sem hann rekur í nýrri bók um „Áhrifamenn", og Gylfa Þ. Gíslasonar sem hann minnist í bók sinni um „Viðreisnarárin". Sérstaklega er ástæða til aö minna á aö „Hræöslubandalag" framsóknarmanna og Alþýðu- flokksins í kosningunum 1956 miðaði m.a. að framförum í efna- hags-, verslunar- og gjaldeyrismál- um í þeim sama anda sem ofar er nefndur. Báðir þeir Jónas og Gylfi geta um átakasögu „Vinstristjórn- arinnar" og hið sama hefur komið fram af hálfu Eysteins Jónssonar og fleiri. Stutt lýsing Jónasar Haralz, í ofarnefndri bók, á sam- starfi hans við Gylfa og Hermann Jónasson í „Vinstristjórninni" er t.d. mjög lærdómsrík um þetta. Þeir „gleyptu gæsina" Framsóknarmenn stóðu ekki gegn efnahagsaðgerðum minni- hlutastjórnar Alþýðuflokksins í ársbyrjun 1959. Þess hefur einnig Hermann jónasson. veriö getiö í prentuðum heimild- um aö forystumenn framsóknar- manna töldu afskipti þáverandi forseta íslands hafa slegið pólitísk vopn úr höndum þeirra með hætti er minnti þá illilega á atburði í stjórnmáiaviðræöum ársins 1942, og aö hann hafi í raun myndað „Viðreisnarstjórnina". Fram hefur meira aö segja komið, m.a. í ævi- sögu Hermanns Jónassonar eftir Indriöa G. Þorsteinsson, að Her- manni hafi gramist svo mjög viö Gylfa Þ. Gíslason að góöur vin- skapur þeirra hafi beöiö hnekki af; Hermann hafi litiö á Gylfa sem mikilvægan samherja einmitt í nýrri efnahags- og viðskiptastefnu frjálsræöis og almennra aögerða í verslunar- og gjaldeyrismálum sem þeir hafi saman unnið að; en Gylfi hafi 1959 rofið samstöðu þeirra. Með þessari upprifjun er ekki verið að gera lítiö úr mikilvægi „Viöreisnarstjórnarinnar". Hins vegar er nauðsynlegt aö meta at- burðarásina í réttu sögulegu sam- hengi. Og það er líka rétt að fram- sóknarmenn „féllu" á þessu stjórn- málaprófi: Þeir töpuöu slagnum 1959; þeir urðu undir. Aðrir fyrr- verandi harðsvíraöir hafta- og skömmtunarmenn, í Sjálfstæðis- flokknum og Alþýöuflokknum, „- gripu gæsina" og „gleyptu hana", svo aö vitnað sé til fleygra oröa Ólafs Thors frá árinu 1942. í þessari sögu er mikilsvert að minna á að veruleg tímamót urðu í hagstjórn hérlendis á árinu 1947, er ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stef- ánssonar, leiötoga Alþýöuflokks- ins, setti á harkalegustu ríkisforsjá, höft og skömmtun. í hagfræðinga- nefndinni, sem starfaöi 1947 og lagöi línurnar fyrir hafta- og skömmtunarkerfiö, var einmitt Gylfi Þ. Gíslason fremstur í hópi hafta- og skömmtunarsinna. Með- al hagfræðinga á þessum tíma virðast einungis Benjamín H.J. Ei- ríksson og Ólafur Björnsson hafa dregið þessa stefnu í efa. Tilraunir Hermanns Skiptar skoðanir voru í stjórn- málaflokkunum um haftakerfiö og þaö skóp sér eigin hagsmunavarn- ir eins og ævinlega veröur. Eink- um var ágreiningur í Sjálfstæöis- flokknum og Framsóknarflokkn- um, en frá 1950 var það sammæli forystumanna beggja flokkanna aö reyna að vinna þjóðina út úr þessu ástandi. Meðal jafnaðar- manna og sósíalista var miklu meiri stuðningur við ríkisforsjá, svo semeölilegt er. Hermann Jónasson haföi fylgst vel með fræðilegum umræöum um hagstjórn og efnahagsmál. Það kemur t.d. glöggt fram í bæklingi sem hann ritaöi 1944, „Eftir Cylfi Þ. Císlason. flokksþingið" þegar hann hafði verið kjörinn flokksformaður, að hann hefur þá þegar dregiö álykt- anir af nýliðnum atburöum og á- kvöröunum í alþjóðaviöskipta- málum. Það varö á komandi árum eitt meginverkefni Hermanns Jón- assonar aö leita færis til að ná á ný pólitísku frumkvæöi, sem í senn stefndi til framfara í efnahagsmál- um og til nýrrar „opnunar" í utan- ríkismálum. Málflutningur hans í báðum málaflokkum var mjög af- VETTVANGUR fluttur af andstæðingunum, enda var þetta á versta skeiði kalda stríösins. „Hræöslubandalagi" framsókn- armanna og Alþýðuflokksins var ætlaö meginhlutverk í þessum anda, svo sem fyrr segir. Meö harðfylgi tókst Lúðvík Jósepssyni í „Vinstristjórninni" að koma í veg fyrir allar slíkar tilraunir, en Her- mann tók þetta svo alvarlega að hann lét þaö varða stjórnarslitum að lokum. Alþýöubandalagsmenn töldu viðskiptalegt frjálsræði og minnkandi beina ríkisíhlutun ekki brýnt viöfangsefni. Afstaða forystu Alþýðubandalagsins er sennilega forsendan sem með þessu gerði „Viðreisnarstjórnina" mögulega. Það varð sögulegt lán Sjálfstæðis- flokksins að forysta hans fylgdist vel meö efnahags- og verslunar- framvindunni í nágrannalöndun- um og vissi því ekki síður en for- ysta Framsóknarmanna hvað klukkan sló. í áðurnefndri bók sinni getur Gylfi Þ. Gíslason einmitt um sinnaskipti forystu- manna Sjálfstæðisflokksins. Ef til vill er það lykill til skiln- ings á samstarfsandanum sem ein- kenndi „Viðreisnarstjórnina" að forysta Alþýöuflokksins, einkum Gylfi Þ. Gíslason, hefur skynjað aö leiðir til vinstrasamstarfs höfðu lokast viö þessa atburöi og að Al- þýðuflokkurinn átti engan annan valkost eins og á stóð. jónas Haralz. s Aminning og aövörun Aögeröir „Viðreisnarstjórnar- innar" 1959-1960 og síöar voru mjög harkalegur og sársaukafullur uppskurður á íslenska hagkerfinu. Mjög heppileg ytri skilyröi þjóöar- búsins tryggöu að fórnirnar, sem færa þurfti við þessa hrossalækn- ingu, uröu ekki óbærilegar. Vafa- lítið er þaö svo að þegar hafta-, skömmtunar- og kvótakerfi veröa langvarandi, hlaða þau varnar- múra umhverfis sjálf sig og laga hagkerfiö og valdakerfiö aö sér með slíkum hætti aö óhjákvæmi- legt veröur að grípa til harkaleg- ustu aögerða til aö losna við þau, þegar þau em oröin algerlega óþol- andi og stjórnmálamenn og al- menningur geta ekki lengur frestað lækningunni. Þetta er mik- ilvæg áminning og aðvörun til ís- lendinga, t.d. varðandi bæði land- búnað og fiskveiðar einmitt nú um þessar mundir. En það er fleira sem telja má á- minningu og aðvörun, þótt í litlu sé. Söguskoöun „Viðreisnarinnar" getur t.d. leitt bestu menn afvega. I nýrri og mjög merkilegri bók eft- ir virta höfunda um „Markaösbú- skap" (Heimskringla, 1994) fer þannig fyrir prófessor Ágústi Ein- arssyni, en hann ritar inngang aö íslenskri útgáfu verksins. Þar færir hann hagsögu og stjórnmálasögu íslands úr lagi svo aö um munar (bls. 23 og áfram). Af ummælum hans má lesa algera og gagnrýni- lausa sannfæringu um réttmæti þessarar söguskoðunar og væntan- lega ætlast hann til þess aö lesend- ur hans og námsfólk trúi honum sjálfum á svipaðan hátt. Engum dettur í hug að væna Ágúst um vísvitandi ósannindi. En máttur söguskoöunarinnar er mikill. Ágúst Einarsson heldur í þessum inngangi einnig áfram meö viö- bætur við söguskoöun „Viðreisn- arinnar". Hann gefur í skyn af samhenginu í inngangi sínum aö Vilmundur Gylfason hafi allt að því einn síns liðs knúið fram þær aðgeröir í verðbólgumálum sem yfirleitt eru kallaöar „Ólafslög" og kenndar viö Ólaf Jóhannesson ráöherra. Nú á þaö sem sé að heita að Ólafur Jóhannesson hafi verib lærisveinn og fylgismaöur Vil- mundar Gylfasonar! Vilmundur hafi einn síns liðs barist fyrir verð- tryggingu og heiðarlegum reglum um viðskipti og skuldbindingar. Ekki verður gert lítið úr málflutn- ingi Vilmundar í þessum efnum, en minna má á að margoft birtust blabagreinar, t.d. leiðarar í Tíman- um, á þessum árum um nauðsyn breyttra viðskiptahátta, eðlilegrar samkeppni og arösemi í atvinnu- lífinu, um minni ríkisforsjá og brýna nauðsyn á því að eðlilegir vextir yröu teknir upp o.s.frv. (Ástæða er til aö benda á, þótt allt annað mál sé, að Ágúst Einars- son þykist afgreiða Samband ís- lenskra samvinnufélaga í þessum inngangi sínum (bls. 25) meö örfá- um oröum. Hann gefur þab í skyn, eins og ekkert sé sjáifsagðara en aö allir lesendur og námsfólkið trúi því, að þarna einmitt sé skólabók- ardæmiö um sjúkleika, spillingu eba annað þaðan af verra. Hann nefnir engin rök eða rannsóknir þessu til stubnings. í þessu er enn veriö aö búa til pantaða söguskoö- un.) „Ólafslög" voru mjög harkaleg lækningaraðgerð og sjúklingur- inn, hagkerfi íslendinga, þjáðist mjög á skurðarboröinu. Hins vegar mun þaö aö öllum líkindum veröa ályktun sögunnar að hjá þessari aögerð hafi ekki veriö komist og að hún hafi skilaö æskilegum ár- angri þegar frá leið. Dómurinn um „Ólafslög" verður þá að sínu leyti líkur dóminum um „Viðreisnina". Gildar heimildir Ýmsar góðar heimildir eru fyrir hendi um þá sögulegu atburöi sem nefndir hafa verib í þessari grein. í nýju áramótahefti Vísbendingar birtast t.d. tvö stórfróðleg viötöl Ólafs Hannibalssonar við braut- ryðjendur í íslenskri hagfræöi og hagstjórn, Benjamín H.J. Eiríksson og Ólaf Björnsson. Áöur er nefnd grein Jónasar Haralz í bókinni um „Áhrifamenn". Einnig má nefna ævisögu Hermanns Jónassonar sem vitnaö var til, ævisögu Ey- steins Jónssonar eftir Vilhjálm Hjálmarsson og ræðuúrval Ey- steins sem Jón Helgason bjó til prentunar. Sérstaklega ber þó af augljósum ástæbum aö nefna á ný bók Gylfa Þ. Qíslasonar ráðherra um „Viöreisnarárin", sem út kom fyrir nokkru. í bók sinni sækir og ver Gylfi auðvitað sinn málstað. En hann lætur mótherjana njóta sannmælis og veltir einnig rök- semdum þeirra fyrir sér, vegur rök- ræðurnar og metur af sanngirni og löngun til aö leiða jákvæöu hlib- arnar fram í flestum málum. Og hann nefnir ýmislegt það sem miður fór af hálfu stjórnarinnar. Umfjöllun Gylfa hefur vitaskuld alveg sérstakt heimildargildi, og þróun viöhorfa hans sjálfs til efna- hagsmála og hagstjórnar á árabil- inu 1947-1959 er lærdómsrík saga af gáfuðum forystumanni, sem var í senn sérfróður og sí-leitandi að nýrri þekkingu og úrræðum. Þaö er orðið erfiöara en áður fyrir hönnuöi söguskoöunar „Viðreisn- arinnar" að halda innrætingu sinni óbreyttri aö fólki eftir að bók Gylfa Þ. Gísiasonar og grein Jónas- ar Haralz birtust. HELSTU HEIMILDIR: Alþingistíöindi. Eysteinn Jónsson. 1977. í sókn og vörn. Rvík, AB. Gylfi Þ. Gíslason. 1993. Vibreisnarárin. Rvík, AB. Hermann Jónasson. 1944. Eftir flokksþing- iö. Rvík, Framsóknarflokkurinn. Indriði G. Þorsteinsson. 1992. Ættjörb mín kæra. Rvík, Reykholt. Isachsen, A.J., Hamilton, C.B., Þorvaldur Gylfason. 1994. Markabsbúskapur. Rvík, Heimskringla. Jónína Michaelsdóttir.1994. „Jónas Haralz: Án samkeppni, ekkert líf". Áhrifamenn. Rvík, Framtíbarsýn. Ólafur Hannibalsson. 1994. „Drög ab vib- reisn". Vísbending, Jólarit 1994. Rvík. Ólafur Hannibalsson. 1994. „Róttækasta abgerö hagsögunnar". Vísbending, Jólarit 1994. Rvík. Vilhjálmur Hjálmarsson.1984. Eysteinn í baráttu og starfi. Rvík, Vaka. Vilhjálmur Hjálmarsson.l98S. Eysteinn í stormi og stillu. Rvík, Vaka. Þórarinn Þórarinsson. 1986. Sókn og sigrar. II. bindi. Rvík, Framsóknarflokkurinn. Höfundur er lektor vib Samvinnuháskól- ann á Bifröst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.