Tíminn - 31.01.1995, Blaðsíða 14

Tíminn - 31.01.1995, Blaðsíða 14
14 Þri&judagur 31. janúar 1995 DAGBOK |U\JVJLAAJVAAJXJ\J\AJ| Þribjudagur 31 janúar 31. daqur ársins - 334 dagar eftir. S.vika Sólris kl. 10.12 sólarlag kl. 17.11 Dagurinn lengist um 6 mínútur. Félag eldri borgara í Keykjavík og nágrenni Þriðjudagshópurinn kemur saman í Risinu kl. 20 í kvöld. Handavinnu- og föndurnám- skeið kl. 13 í dag. Gjábakki, Fannborg 8 Leikfimi kl. 10.20 og 11.10. Gangan fer frá Gjábakka kl. 14. Dregib úr nöfnum kort- hafa Eurocard Dregið hefur verið úr nöfnum allra korthafa Eurocard á íslandi sem notuðu kort sín um jólin og fengu reikninga til greiðslu 17. janúar sl. eða 2. febrúar n.k. Einn korthafi hlaut alla úttekt sína, sem kom til greiðslu á umrædd- um dögum, fría, og 10 aðrir hlutu 20.000 króna innlegg á reikninga sína eða greiðsluupp- hæðina ef hún var lægri tala. Eftirtaldir korthafar Eurocard á íslandi hlutu vinninga: Ásgerður Ingólfsdóttir, ísafirði. Benóný Benónýsson, Vest- mannaeyjum. Elsa Gísladóttir, Brú. Haildór Friðriksson, Garðabæ. Jónas Helgason, Hellu. María Erla Guðmundsdóttir, Reykjavík. Olafur Bjarnfreðsson, Seltjarn- arnesi. Sæbjörg Gubbjartsdóttir, Vest- mannaeyjum. Sigrún B. Bjarnadóttir, Reykja- vík. Valgerður Marinósdóttir, Reykjavík. Vibar Halldórsson, Reykjavík. Skotveibifélag íslands: Rabbfundur á Café Reykjavík Skotveiðifélag íslands efnir til rabbfundar á Café Reykjavík, Hafnarstræti, annað kvöld, mib- vikudag, kl. 20. Að þessu sinni verður fjallað um veiðar með hundum, um ýmsar tegundir veibihunda, þjálfun þeirra og fleira Allir velkomnir. Inghóll, Selfossi, 10 ára A næstu dögum heldur veit- inga- og skemmtistaöurinn Ing- hóll á Selfossi upp á 10 ára af- mæli sitt. Þessum tímamótum verður fagnað með veglegum hætti fyrstu helgina í febrúar. Síðustu daga hefur verib unnið að endurbótum innandyra í Ing- hól og má segja að staðurinn sé nú kominn í sparifötin. Að kvöldi fimmtudagsins 2. febrúar er boðið til samkomu þeim sem tengst hafa Inghól í gegnum árin eða komiö við sögu með einum eða öðrum hætti. Það er forsmekkurinn enn frekari afmælishátíðar. Laugardagskvöldib 4. febrúar verður hörku afmælisdansleikur í Inghól með hljómsveitinni Twe- ety. Hann er öllum opinn og fyr- ir safnkortshafa Esso er miðaverð abeins 500 kr. Málverkauppbob á Hótel Sögu Gallerí Borg heldur málver- kauppboð í samvinnu við List- munauppboð Sigurbar Benedikts- sonar h/f. Uppboðib fer fram á Hótel Sögu, fimmtudagskvöldið 2. febrúar kl. 20.30. Boðnar verða upp um 90 myndir, flestar eftir gömlu meist- arana. Einnig veröa boðnar upp tvær bronsstyttur, líka eftir ís- lenska listamenn. Uppboðsverkin eru sýnd í Gall- erí Borg við Austurvöll alla daga fram að uppboði, einnig upp- bobsdaginn sjálfan kl. 12 til 18. Haraldur Blöndal býður upp eins og venjulega. Fyrirlestur í Deiglunni á Akureyri Dr. Kristján Kristjánsson held- ur fyrirlestur í Deiglunni í Gró- fargili fimmtudagskvöldib 2. febrúar kl. 20.30 og tengist fyrir- lesturinn „heitum fimmtudögum í Deiglunni", sem byrjað var að halda í haust og þóttu takast einkar vel. Það er Félag áhuga- fólks um heimspeki á Akureyri sem ab fyrirlestrinum stendur. Fyrirlesturinn nefnist: „Af tvennu illu: Um klípusögur, nytjastefnu og dygðafræbi". Kristján er doktor í siðfræði frá háskólanum í St. Andrew og lekt- or við Háskólann á Akureyri. Hann hefur skrifab bókina Þroskakosti og ýmsar ritgerðir um siðferði og menntamál í inn- lend og erlend rit. Allt áhugafólk velkomið og er aðgangur ókeypis. Fundur Félags nýrra íslendinga: Athugasemdir vib ís- lenskt lýbræbi Félag nýrra íslendinga heldur sinn mánaðarlega félagsfund í Gerbubergi fimmtudagskvöldið 2. febrúar kl. 20 í sal B. Gestur kvöldsins er Mikael Karlsson, dó- sent í heimspeki við Háskóla ís- lands. Hann flytur erindi sem heitir „Athugasemdir við íslenskt lýðræði". FNÍ er félagsskapur fyr- ir útlendinga og velunnara. Aðal- markmiö félagsins er að efla skilning milli fólks, af öllum þjóðernum, sem býr á íslandi meb auknum menningarlegum og félagslegum samskiptum. Fundir félagsins fara fram á ensku og eru öllum opnir. Kaffileikhúsib sýnir: Alheimsferbir Erna Leikrit Hlínar Agnarsdóttur, Al- heimsferðir Erna, hlaut fyrstu verðlaun í leikritasamkeppni Landsnefndar um alnæmisvarnir vorið 1993. Leikritið var frum- sýnt á Listasumri á Akureyri síð- astliöið sumar, en frumsýning verksins í Reykjavík verður föstú- daginn 3. febrúar og hefst hún kl. 21 í Hlaðvarpanum. Leikendur eru: Anna Elísabet Borg, Ásta Arnardóttir, Steinunn Ólafsdóttir og Valdimar Örn Flygenring. Leikstjóri er höfund- urinn, Hlín Agnarsdóttir. Alheimsferðir Erna gerist á ferðaskrifstofunni Alheimsferðir, þar sem Erna er markaðs- og sölufulltrúi. Erna fær þá stór- snjöllu hugmynd að selja „óró- leikann" í Reykjavík, eins og hún orðar það, og markaðssetja frjáls- lyndi Islendinga í kynferðismál- um. í miðjum klíðum þarf hún ab endurskoða sitt eigib frjáls- lyndi í þessum efnum, þegar hún skyndilega stendur frammi fyrir því að vera hugsanlega smituö af alnæmisveirunni. Gunnar I. Gubjónsson sýnir á Kaffi Læk Gunnar I. Guðjónsson heldur um þessar mundir málverkasýn- ingu á Kaffi Læk, Lækjargötu 4, Reykjavík. Gunnar er fæddur í Reykjavík 1941. Hann kynntist fyrst mál- aralist þegar hann starfaði í Mál- aranum á sínum unglingsárum. Hann starfaði við Þjóðleikhúsib á árunum 1964-1971. í framhaldi af því hélt hann til náms í teikn- ingu og málaralist vib skólann Escola Marsana í Barselóna á Spáni. Árib 1974 flutti Gunnar aftur heim til íslands og sama ár hélt hann stóra sýningu á verk- um sínum á Kjarvalsstöbum. Helstu viðfangsefni Gunnars er landslags- og sjávarmyndir auk mynda af fólki og dýrum. Flestar myndir hans eru unnar með ol- íulitum á striga auk vatnslita og kols. Kaffi Lækur er opinn öllum frá kl. 08-19 virka daga og kl. 10-19 um helgar. Ríó-félagarnir Helgi, Ágúst og Ólafur. Ríósaga á Sögu Alþýðusöngvararnir ástsælu Ágúst Atlason, Helgi Pétursson og Ólafur Þórðarson ætla að draga fram sparifötin og mæta í Súlnasal Hótel Sögu alla laugar- daga frá 18. febrúar og fram í maí. Þar munu þeir rifja upp þab besta frá hinum ýmsu „Ríótíma- bilum". Kvöldib hefst með ljúffengum, þríréttubum kvöldverbi þar sem Szymon Kuran og Reynir Jónas- son sjá um tónlist. Síðan hefst skemmtidagskráin. Hin óborgan- lega leik- og söngkona Ólafía Hrönn Jónsdóttir slæst í hópinn, tekur lagið og slær á létta strengi svo útkoman verður góð blanda af glensi og fyrsta flokks músík sem allir þekkja. Björn G. Björnsson hefur svið- sett þessa sýningu. Hljómsveitar- stjóri er Björn Thoroddsen. Að skemmtidagskránni lokinni leikur hin eldfjöruga hljómsveit Saga Klass fyrir dansi ásamt söngvurunum Guðrúnu Gunn- arsdóttur og Reyni Guðmunds- syni. Dagskrá útvarps og sjónvarps Þribjudagur 31.janúar 6.45 Ve&urfregnir 6.50 Bæn: María Ágústsdóttir flytur. 7.00 Fréttir 7.30 Fréttayfirlit og ve&ur- fregnir 7.45 Daglegt mál 8.00 Fréttir 8.10 Pólitíska horniö 8.31 Tí&indi úr menningarlífinu 8.40 Gagnrýni 9.00 Fréttir 9.03 Laufskálinn 9.45 Seg&u mér sögu, Leöurjakkar og spariskór 10.00 Fréttir 10.03 Morgunleikfimi lO.IOÁrdegistónar 10.45 Ve&urfregnir 11.00 Fréttir 11.03 Byggðalínan 12.00 Fréttayfirlit á hádegi 12.01 A& utan 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Ve&urfregnir 12.50 Aublindin 12.57 Dánarfregnir og auglýsingar 13.05 Hádegisleikrit Utvarpsleikhússins, „Milljónagátan" 13.20 Stefnumót 14.00 Fréttir 14.03 Útvarpssagan, „Sóla, Sóla" 14.30 Stjórnmál í klípu - vandi lýbræ&is og stjórnmála á ís- landi 15.00 Fréttir 15.03 Tónstiginn TS.53 Dagbók 16.00 Fréttir 16.05 Skíma - fjölfræ&iþáttur. 16.30 Ve&urfregnir 16.40 Púlsinn - þjónustuþáttur. 17.00 Fréttir 17.03 Tónlist á sl&degi 18.00 Fréttir 18.03 Þjó&arþel - Odysseifskvi&a Hómers 18.30 Kvika 18.48 Dánarfregnir og auglýsingar 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar og ve&urfregnir 19.35 Smugan - krakkar og dægradvöl 20.00 Tónlistarkvöld Útvarpsins 21.30 Hetjukvæ&i Eddu: Völundarkvi&a 22.00 Fréttir 22.07 Pólitíska hornib 22.27 Orb kvöldsins 22.30 Ve&urfregnir 22.35 „Sumarmynd Sigrúnar", fléttuþátt- ur 23.25 Tónlist á síbkvöldi 24.00 Fréttir 00.10 Tónstiginn 01.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns Þribjudagur 31.janúar 13.30 Alþingi 16.45 Vi&skiptahornib 17.00 Fréttaskeyti 17.05 Lei&arljós (75) 17.50Táknmálsfréttir 18.00 Moldbúamýri (9:13) 18.30 SPK 19.00 Eldhúsib 19.15 Dagsljós 20.00 Fréttir 20.30 Ve&ur 20.35 Lagarefjar (3:6) (Law and Disorder) Breskur gaman- myndaflokkur um málafærslukonu sem ýmist sækir e&a ver hin undar- legustu mál og á í stö&ugum útistöb- um vi& samstarfs-menn sfna. A&al- hlutverk: Penelope Keith og Simon Williams. Þý&andi: Kristmann Ei&s- son. 21.00 Taggart: Verkfæri réttvísinnar (2:3) (Taggart: Instrument of justice) Skosk sakamálamynd í þremur þátt- um um Taggart lögreglufulltrúa í Glasgow. Lokaþátturinn ver&ur sýnd- ur á fimmtudagskvöld. Leikstjóri er Richard Holthouse og a&alhlutverk leika Mark McManus, james MacP- herson og Blythe Duff. Þý&andi: Gauti Kristmannsson. 21.50 Austur-Grænland Fólk á ferb í þættinum er farib um Amassalikk-svæ&ib me& frönskum mannfræ&ingum sem hafa stundab rannsóknir þar árum saman. Sko&ub er einstök náttúrufegurb svæ&isins og fylgst me& daglegu lífi heima- manna þar sem allt snýst um selveib- ar. Farib er um afskekktar bygg&ir og fjallab um þær hrö&u breytingar sem orbiö hafa á vei&imannasamfélaginu á einum mannsaldri. Umsjónarmab- ur er Sigrún Stefánsdóttir og Páll Reynisson kvikmyndabi. 22.35 Söfnin á Akureyri (4:4) Minjasafnib Umsjónarmenn eru Gísli Jónsson og jón Hjaltason. Framleib- andi: Samver. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok Þribjudagur 31.janúar jm 17.05 Nágrannar 17.30 PéturPan ^*Sfflu'£ 1 7.50 Ævintýri Villa og ^ Tedda 18.15 Rá&agó&ir krakkar 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.19 19:19 20.15 Sjónarmib 20.40 VISASPORT 21.10 Handlaginn heimilisfa&ir (Home Improvement II) (14:30) 21.35 ENG (2:18) 22.25 New York löggur (N.Y.P.D. Blue) (12:22) 23.15 Eiginkona, mó&ir, mor&ingi (Wife, Mother, Murderer) Undirförul og mor&ó& kona reynir a& koma manni sínum og dóttur fyrir kattar- nef me& því a& eitra fyrir þeim smátt og smátt. Þannig gengur leikurinn fyrir sig um nokkurn tíma e&a þar til upp kemst um athæfib og Marie Hilley er tekin föst ákærb fyrir mor&- tilraun. A&alhlutverk: Judith Light, David Ogden Stiers og David Dukes. Leikstjóri: Mel Damski. 1991. Loka- sýning. Bönnub börnum. 00.45 Dagskrárlok APÓTEK Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka i Reykjavik frá 27. jan. til 2. febr. er I Háaleitls-apó- tekl og Vesturbæjarapótekl. Það apótek sem tyrr er nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldi til kl. 9.00 að morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnu- dögum. Upplýslngar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefnar i sima 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátiðum: Simsvari 681041. Hafnarfjörður: Hafnarfjarðar apótek og Norðurbæjar apó- tek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skipt- is annan hvern laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-12.00. Upplýsingar í simsvara nr. 51600. Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartima búða. Apótekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið i því apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið Irá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar i síma 22445. Apótek Keflavikur: Opið virka daga frá kl. 9.00-19.00. Laugard., helgidaga og almenna fridaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00- 18.00. Lokað í hádeginu milli kl. 12.30-14.00. Selfoss: Selloss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka dága til kl. 18.30. Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00. Garðabær: Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00- 18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. ALMANNATRYGGINGAR HELSTU BÓTAFLOKKAR: 1. janúar 1995. Mánaðargreiðslur Elli/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir)...........12.329 1/2 hjónalífeyrir .......................... 11.096 Full tekjutrygging ellilífeyrisþega...........22.684 Full tekjutrygging örorkulífey.risþega........23.320 Heimilisuppbót.....................'.........7.711 Sérstök heimilisuppbót.........................5.304 Bamalífeyrirv/I.bams..........................10.300 Meólagy/1 barns ........................ 10.300 Mæðralaun/feðralaun v/1 bams............—..... 1.000 Masðralaun/feðralaun v/2ja bama.............. 5.000 Mæðralaun/feðralaun v/3ja bama eða fleiri.....10.800 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaða...............15.448 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða..............11.583 .Fullur ékkjulífeyrir..................... ..12.329 Dánarbætur'í 8 ár (v/slysa)...................15.448 Fæóingarstyrkur................... ........25.090 Vasapeningar vistmanna ......................10.170 Vasapeningar v/sjúkratrygginga...............10.170 Daggreiðslur Fullir fæðingardagpeningar......... .......1.052.00 Sjúkradagpeningar einstaklings................526.20 Sjúkradagpeningar fyrir hvert barn á framfæri ...142.80 Slysadagpeningar einstaklings.................665.70 Slysadagpeningar fyrir hvert barn á framfæri ....142.80 GENGISSKRÁNING 30. janúar 1995 kl. 10,49 Optnb. Kaup viðm.geflgi Sala Gengl skr.fundar Bandarfkjadollar 67,26 67,44 67,35 Sterllngspund ....106,86 107,14 107,00 Kanadadollar 47,57 47,75 47,66 Dönsk króna ....11,246 11,282 11,264 Norsk króna ... 10,137 10,171 10,154 Sænsk króna 9,039 9,071 9,055 Flnnskt mark ....14,233 14,281 14,257 Franskur frankl ....12,793 12,837 12,815 Belgfskur frankl ....2,1540 2,1614 2,1577 Svissneskur franki. 52,73 52,91 52,82 Hollenskt gyllini 39,63 39,77 39,70 44,43 44,55 44,49 itölsk Ifra ..0,04200 0,04218 6,337 0,04209 6,325 Austurrfskur sch 6,313 Portúg. escudo ....0,4293 0,4311 0,4302 Spánskur peseti ....0,5107 0,5129 0,5118 Japansktyen ....0,6804 0,6824 0,6814 irsktpund ....105,52 105,96 105,74 Sérst. dráttarr 99,09 99,49 99,29 ECU-Evrópumynt.... 83,87 84,17 84,02 Grfsk drakma ....0,2849 0,2859 0,2854 BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ MUNIÐ ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVtK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.