Tíminn - 31.01.1995, Page 11

Tíminn - 31.01.1995, Page 11
Þri&judagur 31. janúar 1995 Wíminn 11 Gubmundur Kristinn Þorleifsson fyrrverandi bóndi, Þverlœk Þegar mér bárust til eyrna á miðvikudagskvöldiö 18. janúar sl. fréttir um andlát vinar míns og ömmubróöur, Guömundar Þorleifssonar frá Þverlæk í Holt- um í Rangárvallasýslu, skutu margar góöar og skemmtilegar minningar upp kollinum frá kynnum okkar. Segja má aö kynni okkar hafi hafist er ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi 11 ára gamall aö fara í sveit aö Þverlæk, eins og reyndar svo margir gerðu vítt og breitt í stór- fjölskyldunni. í sex sumur átt- um viö eftir aö sýsla saman heima á Þverlæk. Oft hef ég hugsaö til þessa tíma sem eins besta skóla sem ég hef komist í. Þarna var höfö stjórn á hlutun- um og ekki farið aö verkefnun- um meö neinu hálfkáki. Fyrir ungt fólk aö umgangast mann eins og Gumma var mikill lær- t MINNING dómur. Þrátt fyrir eril og erfiöi dagsins hafði hann alltaf tíma til þess aö gera að gamni sínu og fræða þá er minna þekktu til en hann. Seinna meir átti maður ef til vill eftir að átta sig ennþá bet- ur á hversu margt þessi tími hafði gefið í íslensku oröafari, vinnubrögöum og mannlegum samskiptum. í hvert skipti sem ég minnist Gumma er mér hlátur og ánægja efst í huga. Lund þessa gamla vinar míns var með þeim eindæmum aö ávallt var gleðin meðferðis, enda þótt harkan og vinnusemin væri honum svo sannarlega í blóð borin. Guðmundur var fjóröi elstur úr 10 systkina hópi, fæddur 31. maí 1903 og var hann því á nít- ugasta og öðru aldursári, þegar hann lést. Hann var sonur hjón- anna Þorleifs Kristins Oddsson- ar, bónda, og konu hans Frið- gerðar Friðfinnsdóttur. Bjuggu þau fyrst í Kvíarholti árin 1894- 1897, í Haga 1897-1899 og síð- an á Þverlæk frá 1899-1922, en þar fæddist þeim sonurinn Guð- mundur. Þorleifur lést árið 1922, rétt innan viö sextugt. Guðmundur var allt í einu oröinn elsti karlmaðurinn á heimilinu Qg mæddi því mikib á honum ab takast á við þá ábyrgð, sem þurfti að axla, með móður sinni og eldri systrun- um. Frá þessum tíma má segja aö hann hafi tekið við búskap á Þverlæk og er óhætt ab segja ab vel hafi verið haldiö á spöðun- um, því í dag er á Þverlæk rekið eitt af betri búum landsins og er öllum ljóst, er til þekkja, aö hann og eiginkona hans heitin hafi lagt sitt af mörkum þar. Gummi varð þeirrar gæfu að- njótandi að kvænast frænku sinni, Guðrúnu Guðnadóttur frá Hvammi í Holtum, en hún dó 15. mars 1976. Eignubust þau tvo syni, Þorleif Kristin, tré- smíðameistara, sem er giftur Margréti Pollý Baldvinsdóttur, og Guðna, bónda á Þverlæk, sem er giftur Margréti Þóröar- dóttur. Þegar ég hitti Gumma síðast í haust, er ég, ásamt Stínu frænku, sótti heim frændfólkið að Þverlæk, var sama glaðlega yfirbragðið yfir þeim gamla eins og áður fyrr. Sagðar voru margar sögur og mikið hlegið. Þannig munu ættingjar og ástvinir von- andi flestir minnast þín. Kæri vinur! Þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Við munum ávallt geyma minninguna um þig í hjörtum okkar og leit; st við að sjá björtu hliöarnar á líf- inu, eins og þú gerðir svo gjarn- an. Vonandi eigum við eftir að hittast einhversstaðar aftur síð- ar á æðri stigum og gantast svo- lítið. Þorsteiim Steinsson Valdimar Sigurbsson Fæddur 5. september 1928 Dáinn 23. janúar 1995 Þegar náinn vinur, frændi og samverkamaöur um nær ævi- langa tíð kveður okkur, sem eft- ir stöndum, enn um óvissa stund, er erfitt aö henda reiður á því sem segja skal, og það vefst fyrir manni hvernig snúa skuli sér í málinu. Eitt hefi ég þó á hreinu, góði vinur, að ég ætla ekki að minn- ast þín með langhundaskrifum, því ég veit að þú varst aldrei gef- inn fyrir langar romsur, né heldur ætla ég að hafa uppi há- tíðlega ræðu og fjálglega. Það væri nánast „stílbrot" finnst mér, miðað við allar okkar sam- ræður á liðinni tíð, sem oftar en hitt einkenndust af fremur óvirðulegu tali og léttúð, þótt fyrir kæmi ab alvörunni væri hleypt að. En víst er margs að minnast úr okkar góðu samskiptum, og minningarnar um smátt og stórt hrannast fram. í fylking- um. Ekki fer ég út í ættrakning- ar, en vísa þar til heimilda sem fyrir liggja. Fæddur varstu í Dal, en sem barni á öðru ári komib í fóstur að Hjarðarfelli til frænd- fólks, vegna erfiðra abstæöna foreldra þinna, veikinda föður- ins og híbýlaþrengsla; sjötta barn þeirra hjóna Sigurðar Krist- jánssonar og Margrétar Hjör- leifsdóttur. Það var svo sem ekki í kot vísaö, að fá að alast upp á Hjaröarfelli, á all mannmörgu heimili við góðan viðurgerning og þokkalegar aðstæður a.m.k. á þeirra tíma mælikvarða og þú hefur án nokkurs vafa notið þess uppeldis á lífsleiðinni. For- eldrar þínir fluttust hinsvegar að næsta bæ á hinn veginn, Hrísdal, og þar fæddust og ólust upp systur þínar fjórar, ásamt eldri systkinum þínum. Minn- ingarnar frá æskudögum okkar. Allar góðar. Hvort sem var í leik eða starfi — við að slá með orfi og ljá á sólríkum sumardögum, þú í Hjarðarfellsenginu, ég í Áveitunni í Dal. Ilmur af nýsleg- inni stör í loftinu. Við í íþrótta- starfi og keppnum um hríð, þótt árangur yrði ekki stórmik- ill. Eða manstu þegar Leifi bróð- ir þinn útvegabi okkur kast- kringluna að sunnan? Þú þóttir efnilegur kringlukastari; hár og heröabreiöur. I fyrsta kasti fauk íslandsmetib! Heimsmetib í næsta kasti! Þetta var nokkuö t MINNING tortryggilegt. Kringlan vigtub og reyndist vera kvennakringla! Þab var nú þab. Viö ab sækja hrossin suður að Grímsá. Lædd- umst að sofandi hrút suður í Hjarðarfellshlíðinni og nábum honum. Þóttumst góðir! Við að veiða síli og smásilunga í Síkis- læk og Hólalæk og öðrum til- fallandi lækjarsytrum sem geymdu fiska þessa. Ekki að þetta þætti nú gæfuleg iöja eða gagnleg! Svona áfram og áfram. Gæti fyllt heila bók ef út í þaö væri farið. Síðan hleyptir þú heimdraganum að nokkru leyti og fórst að vinna á vertíðum í Keflavík ásamt sveitungum þín- um fleirum, eins og þá gerbist, en ég sat heima rótfastur og samfundir fóru að strjálast nokkuð upp úr þessu. Eins held ég, þótt ekki megi hafa það fyrir sagnfræði, að þú hafir unnið um skeið hjá varnarliðinu í Keflavík, og áskotnast þar, fyrir utan hefðbundin laun, að ná því sem oft hefur vakið mér furðu, að verða vel bjargálna á enska tungu. Enn má nefna starf þitt við akstur sérleyfisbíla Helga Péturssonar á leiðinni Reykjavík-Ólafsvík. Um skóla- göngu var ekki að ræða hjá þér, utan hinn fyrirskipaða barna- skóla og svo þau námskeið sem þú þurftir að taka til undirbún- ings þess sem varð svo þitt eig- inlega ævistarf, þ.e. lögreglu- starfið. Líður nú um dal og hól og um nokkurt árabil verður fátt um samfundi okkar. Við ger- umst ráðsettir menn og stofn- um til hjúskapar og búskapar. Segir ekki af mér í þessum skrif- um, en þú hittir fyrir þinn ágæta og elskulega lífsförunaut, Brynhildi Daisy Eggertsdóttur, ættaða frá Akureyri, og saman reistuð þið ykkar bú að Ásgarði 77 í Reykjavík, og saman eign- uðust þið synina Gunnar, sem er doktor í frumulíffræði og býr ásamt konu sinni Lornu Jakob- son í Kanada, og Stefán Örn, sem starfar sem fjármálastjóri vib Bændaskólann á Hvanneyri og býr þar með unnustu sinni Guölaugu Gísladóttur. Hér verð ég að brjóta upp formið og láta koma þab sem minningargreinum er oftast lokið með. Eg sný mér til þín, Daisy, og votta þér dýpstu samúð í sorg og erfiðleikum, en ekki síður hvarflar hugur minn til Gunn- ars og Lornu og sonanna þeirra sem fæddust í mars á síðasta ári, þrem mánuðum fyrir tímann. Um þá hefur síðan staðið grimmileg orusta milli lífs og dauða. Annar þeirra, Kári, er nú, guði sé lof, kominn á beinu brautina til lífsins, en um hinn, Benedikt, er slík tvísýna, ab vafasamt er aö Gunnar komist að jarðarför föður síns. Er það þyngri raun fyrir Gunnar en tár- um taki. Stefán og Guðlaug eiga soninn Valdimar Snæ, efnileg- an strák og ötulan. Öll eigið þið óskipta hluttekningu okkar hjónanna í Dal og barna okkar. Já, Daisy. Löngu síðar skildu leiöir með ykkur Valda á þann veg að hvort ykkar um sig flutti í eigin íbúð, sitt í hvorum bæjar- hluta Reykjavíkur. Hvað því rébi raunverulega er mér ekki fullkunnugt um. Kannske var þab að hluta til þreyta áranna. Eða ef til vill þrá eftir meira frjálsræði; jafnvel þráin eftir einveru og næði. Nema eitt var ljóst aö tengslin ykkar á milli voru jafngóð og áður, ef ekki betri. Og umhyggja ykkar hvort fyrir öðru var ekki síðri en áöur hafði verib og entist allt fram að hinstu skilnaðarstund. Mér flýg- ur í hug kvæðisbrot eftir Einar Benediktsson: En allt ber eðli sjálfs síns sem ólíkt til sín dró, vill sínu lífi lifa í lofti, jörð og sjó. Því bindur hlekkur harðast sem höndin sjálfsér bjó, saell hver sem eignast annan en á sig sjálfan þó. Og aftur til fortíðar. Straumfjaröará togaði alltaf sterkt í þig hér á árum áður, Valdi. Það fór ekki milli mála. Þab var svo árið 1963, að þú gast látið gamlan draum rætast, um þaö að verða veiðivörður og fylgdarmaður veiðimanna vib ána ásamt með Daisy, sem varö þá ráðskona í veiðihúsinu gamla. Eftir það mátti segja að þótt þú gegndir þínu lögreglu- mannsstarfi í Reykjavík megin- hluta ársins, þá var hugur þinn abfluttur að Dal og að ánni. Og síðan hafa samskipti okkar og samvinna verið sem aldrei fyrr. Þú varðst fljótt svo sem sveit- ungi okkar á ný; deildir með okkur gleði yfir góðum heyfeng og vænum dilkum; deildir með okkur áhyggjum í hrakviöra- og óþurrkasumrum þegar jaröar- gróði ónýttist og umfram allt varstu vökull gæslumabur Straumfjarðarár. Þar var hugur- inn allur. Við hjónin í Dal eigum þér stóra þökk að gjalda og ykkur hjónum fyrir vináttu alla á liðn- um ámm, og erum minnug þess, Valdi, að án þíns fulltingis ættum við ekki þá jörð sem við sitjum. Þar vísa ég til þeirra átaka sem uröu um Straumfjarð- ará og Dal I haustið 1968 og alltof langt mál væri að rekja, og þeirrar fjárhagslegu hjálpar sem þú veittir okkur næstu ár þar á eftir. Ég færi þér líka, þótt e.t.v. sé það alltof seint, þakkir okkar félaganna í Veiðifélagi Straum- fjarðarár fyrir öll störfin þín sem leigutaki árinnar frá 1969, og fyrir það áhyggjuleysi sem það hefur veitt okkur að hafa þig sem traustan tengilið milli okk- ar og veiðimannanna. Þökkum þér ennfremur forgöngu um byggingu nýja veiðihússins árin 1974-75 og umsjón þess, sem var með þeim ágætum ab því er líkast aö það hafi verið reist í gær. Seint koma sumar þakkir. Nú er þetta að verða lengra mál en ég ætlaöi, og það sem verra er: Ég er að verða of hátíðlegur. Slíkt sæmir okkur illa. Þú varst minnisstæður persónuleiki, sem ég þakka fyrir að hafa kynnst og átt samleiö með, en heilsa þín var ört þverrandi síðustu árin, enda svo sem ekkert veriö aö hlífa henni að heitið gæti. í sumar gerðirðu þér óvenju tíðförult um nágrennib og rifj- aðir upp ýmis kennileiti frá æskuárunum, ásamt með göml- um minningum. Haföiröu kannske óljóst hugboð um þai sem biöi þar á næsta leiti? „Var það kannske feigðin sem kallaði að þér?" Hvað vitum við um það? Nema hvað við sitjum ekki oftar saman við „brennivíns- borðið", sem vib kölluðum svo, í veiðihúsinu og ræðum hina aðskiljanlegustu hluti. Það eitt er víst. Allt um það skulum við taka á okkur rögg og segja þau o.rð, sem einhversstaöar standa í heilagri ritningu: Verið ávallt glaðir. Við hjónin í Dal biðjum að síbustu fjölskyldu þinni allrar blessunar og rifjum upp með skáldinu sem sagbi: Ó, góða, góða, gengna tíð með gull í mund. Nú fyllum bróðir bikarinn og blessum liðna stund. Haföu heila þökk fyrir sam- fylgdina. Erl.Halld. Absendar greinar, afmælis- og minningargreinar sem birtast eiga í blaðinu þufa ab hafa borist ritstjórn blaðsins, Brautaholti 1, tveimur dögum fyrir birtingardag, á disklingum vistab í hinum ýmsu ritvinnsluforritum sem texti, eða vélritaðar. fWWtÍW SÍMI(91) 631600 \ \ Þegar komið er af vegum með bundnu slitlagi \ \ tekur tíma að venjast breyttum aðstæðum l V \v. FÖRUM VARLEGAÍ VvíV ^ ..........^ —» I Ar mÉUMFERÐAR Iráð

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.