Tíminn - 31.01.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.01.1995, Blaðsíða 8
8 Þribjudagur 31. janúar 1995 KRISTJAN GRJMSSON IÞRO Brottfall stúlkna úr íþróttum: Foreldrar hvetja frek ar stráka en stelpur Eru íþróttamannvirki frekar hönnuö handa körlum en konum? Umbótanefnd ÍSÍ hélt fund ný- lega meö íþróttafélögum og íþróttabandalögum þar sem kynntar voru niburstöbur úr . könnun í 8. bekk í grunnskól- um fjögurra sveitarfélaga á mögulegum orsökum brottfalls stúlkna úr íþróttum. Unnur Stefánsdóttir, formaður umbótanefndar ÍSÍ, segir að nið- urstöðurnar séu um margt merki- legar og unnið verði með þær til að auka áhuga stúlknanna á næstu árum; m.a. á að gera sams- konar könnun hjá sömu skólum í 10. bekk á næsta ári. „í millitíð- inni höfum við áhuga á því að það verði gert eitthvað í sumum þessara skóla til að sjá hvort hægt sé að breyta einhverju. Til að bera saman árangurinn verða aðrir skólar úr sömu könnun með óbreytt ástand, en þannig má sjá hvort breytingin verði til batnaðar þegar skólarnir eru bornir saman," segir Unnur. „Það, sem vekur kannski mesta athygli í könnuninni, er m.a. að jNBA- úrslit Seattle-LA Lakers....121-128 Atlanta-Charlotte .....93-102 Detroit-Miami...........89-85 Indiana-Philadelphia ..106-103 Orlando-Milwaukee ....107-103 Washington-LA Clippers 93-87 Dallas-Sacramento.......84-87 Houston-Minnesota ....114-93 Utah Jazz-New Jersey ....111-94 San Antonio-Denver....103-77 New York-Phoenix......107-88 Chicago-Golden State ...116-94 Staban Austurdeild Atlantshafsribill (sigrar, töp, hlutfall) Orlando ..35 8 81.4 New York .... ..27 14 65.9 Boston ..16 26 38.1 Newjersey ... ..16 29 35.6 Miami ..14 27 34.1 Philadelphia ..12 30 28.6 Washington ..11 28 28.2 Mibriðill Cleveland .... ..26 15 63.4 Charlotte ..26 16 61.9 Indiana ..24 17 58.5 Chicago ..21 21 50.0 Atlanta ..18 24 42.9 Milwaukee ... ..16 26 38.1 Detroit . 13 26 33.3 Vesturdeild Mibvesturribill Utah Jazz ..32 10 76.2 San Antonio. ..25 14 64.1 Houston ..25 15 62.5 Denver ..19 22 46.3 Dalias ..16 24 40.0 Minnesota ... ..10 31 24.4 KyrrahafsribiH Phoenix ..33 9 78.6 Seattle .28 11 71.8 LA Lakers ....26 13 66.7 Sacramento . ....24 17 58.5 Portland ..22 18 55.0 Golden State ..12 27 30.8 LA Clippers 7 36 16.3 stelpum finnst aðstaðan í íþrótta- húsunum lélegri en strákunum. Það getur verið að þær meti að- stöðuna öðruvísi eöa vegna þess að tímarnir, sem þeim er úthlut- að, eru á slæmum tíma dagsins, en þess má geta að íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar er að athuga hvernig tímunum er raðaö eftir kynjum í borginni. Á fundinum spunnust í kjölfarið umræður um það hvort hönnun íþróttamannvirkja væri fremur fýrir karlkyniö en kvenkynið, en eins og við vitum þá eru þau hönnuð í flestum tilvikum af körlum. Það reyndist fundar- mönnum samt erfitt að finna hvernig mannvirkin gætu hugs- anlega verið öðruvísi fyrir stelp- urnar," sagði Unnur. „Merkilegt er líka að sjá að fé- lagsskapurinn er ákveðinn or- sakaþáttur fyrir því að krakkarnir hætta í íþróttunum og aftur er það algengara hjá stúlkunum. Þetta sýnir að íþróttafélögin hugsa ekki nægilega um þann þátt, heldur abeins æfingar sem oft eru þungar og stundum leið- inlegar. Við erum því að velta því fyrir okkur hvort ekki sé hægt að gera eitthvab meira og skemmti- legra með krökkunum heldur en bara æfingarnar, sem þannig myndi efla félagsandann og halda krökkunum í viðkomandi íþrótt," sagbi Unnur. Jóhann Ingi Gunnarsson íþróttasálfræðingur sagði að þetta kæmi sér ekki mikið á óvart. „Ég held að þessar yngri stelpur hafi mikla þörf fyrir hin félagslegu samskipti og hafa reyndar oft meiri félagsþroska en strákarnir og þörfin fyrir þann þátt því meiri hjá stelpunum. Það er því ljóst að félögin þurfa að spá vel í þennan félagslega þátt, ef krakk- arnir eiga að haldast hjá þeim, en málið er að það fer bara svo mik- ill tími hjá forráðamönnum fé- laganna í peningaplokk að flest annab en þjálfunin situr á hak- anum," sagbi Jóhann Ingi. Aðspurð um hver ætti að borga brúsann þar sem þátttakan fyrir krakkana yrði augljóslega dýrari, sagði Unnur ab það væri spurn- ing hvort kæmi í hlut foreldr- anna eða félaganna. „Það er mik- il spurning um áherslurnar um peningaeyðsluna hjá félögunum, þ.e. hvort þau eigi að setja pen- ingana til þeirra bestu eða huga ab þessum félagslega þætti hjá þeim yngri og gera starfið meb þeim skemmtilegra." „í könnuninni kemur líka fram að strákar eru hvattir mun meira en stelpur til ab taka þátt í íþrótt- um, af foreldrum, íþróttakennur- um og öllum þeim sem koma ná- lægt krökkunum. Ástæðan fyrir þessu er sjálfsagt sú ríkjandi skoðun að strákar eigi frekar að taka þátt í íþróttum, en stelpurn- ar eigi bara að sitja heima og sauma! Þá kemur fram ab hvatn- ing hefur meiri áhrif á stelpur en stráka í þá veru aö það þurfi ab hvetja þær meira til að þær fari að æfa íþróttir," sagði Unnur aö lokum. ■ ilrslitaleikirnir í bikarkeppninni í handbolta um nœstu helgi: 1000 Akureyr- ingar koma meb KA suöur „Það voru um átta hundruö áhangendur frá okkur í fyrra á úrslitaleiknum og við ger- um okkur vonir um að talan fari allténd upp í þúsund manns á þennan bikarúrslita- leik, en það veltuir svolítið á veðrinu, og svo má ekki gleyma okkar stóra stuðn- ingshópi fyrir sunnan," sagði Þorvaldur Þorvaldsson, for- maður handknattleiksdeildar KA, en úrslitaleikurinn í bik- arkeppni karla fer fram á laugardaginn og hefst klukk- an 17 og mæta KA-menn þar Val. Ef 1000 áhorfendur koma að norðan, er um að ræða kringum 13% íbúa af Brekkunni, KA-svæðinu, en þar búa um 7500 manns. Úrslitaleikurinn í bikarkeppni kvenna, milli Fram og Stjörn- unnar, fer fram kl. 13.30 sama dag og sagbi Þorvaldur tímann ansi stuttan á milli leikjanna til að hreinsa svæðið og koma fyr- ir auglýsingum. „Við vorum ekki alveg sáttir við þetta, en það er ljóst að kvennaleikurinn má varla fara í framlengingu," sagði Þorvaldur. Þorvaldur sagði að vissulega væri Laugardalshöllin einskon- ar útivöllur fyrir þá norðan- menn, en þeir hafi samt ekki reynt ab fá leikinn til Akureyrar líkt og í fyrra, þó höllin þar hafi veriö á lausu. „Menn eru búnir að sætta sig við þetta, enda fengum við nóg af látunum í fyrra og nennum ekki að standa í því aftur, heldur ætl- um aö einbeita okkur ab leikn- um," sagði Þorvaldur. Þess má geta að KA hefur aldrei hampað bikar í stór- keppni, hvorki í bikarkeppni né íslandsmóti, og sagði Þorvaldur að nú væri sannarlega kominn tími til. ■ Andre Agassi frá Bandaríkjunum sigrabi nokkub örugglega á opna ástralska meistaramótinu í tennis, sem lauk á sunnudag íMelbo- urne. Hann vann landa sinn Pete Sampras í úrslitum, 4-6, 6-1, 7-6 og 6- 4. Þessi eina lota, sem Sampras vann, var sú eina sem Agassi tapabi á mótinu. í kvennaflokki sigrabi franska stúlkan Mary Pierce, en hún vann Arantxa Sanchez frá Spáni í úrslitum, 6-3 og 6-2. Þetta var fyrsti titill Frakka á stórmóti í tennis í 28 ár. Úrslit Körfuknattleikur Úrslitin í bikarkeppninni — karlar Grindavík-Njarðvík......105-93 (47- 41) Fyrsti stóri titill Grindavíkur í körfu til þessa. Þeir voru betri aðilinn í leiknum og voru yfir nær allan leikinn nema augna- blik í seinni hálfleik. Franc Booker stóð sig vel með Grinda- vík og gerði 28 stig og var drif- fjöður liðsins. Guðjón Skúlason gerði 26 stig og var hreint frábær í fyrri hálfleik. Rondey Robinson gerði 31 stig fyrir Njarðvík og var þeirra besti maöur. Þess má geta að þetta var aðeins annar tapleikur Njarðvíkur í vetur. Konur Keflavík-KR .............61-42 (32-20) Aldrei spurning um hvaöa lið er best í kvennaflokki á landinu. Sigurinn var auðveldur fyrir Keflavík að þessu sinni, en þær unnu líka í fyrra. Mestur var munurinn á liðunum 25 stig í leiknum og Keflavík lenti aldrei undir. Anna María Sveinsdóttir var að venju sterk hjá Keflavík og gerði 22 stig, en mest á óvart kom frábær frammistaða Erlu Reynisdóttur, 16 ára, sem gerði 11 stig og var maður leiksins. Helga Þorvaldsdóttir var yfir- burðamaður í KR-liðinu og gerði tæplega helming stiga liösins, 19 alis. 1. deild karla KFÍ-Þór Þ................99-78 Breiðablik-Selfoss.......94-73 Handknattleikur — 1. deild karla Afturelding-Stjarnan.....25-23 (10- 14) Selfoss-ÍR ........22-27 (9-14) Víkingur-HK......36-28 (19- 17) ÍH-Haukar........17-32 (10-16) FH-Valur.........19-19 (11-11) KR-KA............23-22 (11- 13) Staðan Valur .....19 14 3 2 457-381 31 Víkingur ...18 13 3 2 501-431 29 Stjarnan ...19 14 0 5 509-461 28 Aftureld. ...19 11 2 6 490-432 24 FH .......18 11 2 5 441-406 24 KA ........19 8 5 6473-441 21 Haukar ...18 9 1 8 482-453 19 ÍR........ 19 9 1 9 446-468 19 Selfoss ...18 5 3 10 392-445 13 KR ........19 6 0 13 421-468 12 HK.........19 1 1 17 415-489 3 ÍH.........19 0 1 18 370-515 1 Næstu leikir. 1. feb.: FH-Víking- ur og Selfoss-Haukar. 8. feb.: HK- Selfoss, ÍR-KR, KA-ÍH, Haukar- FH, Valur-Afturelding, Stjarnan- Víkingur. 1. deild kvenna Stjarnan-Víkingur 21-18 (7-10) KR-Valur..............12-11 (7-6) FH-Fram ...........20-24 (8-14) ÍBV-Fylkir .........28-13 (9-7) Stjarnan hefur þremur stigum meira en Fram í efsta sætinu. Blak 1. deild karla KA-HK .....................1-3 (5-15, 15-13, 8-15, 11-15) Þróttur N.-Stjarnan........3-1 (15-9, 11-15, 15-9, 15-12) Þróttur R.-ÍS..............2-3 (13-15, 15-11, 15-9, 14-16, 8-15) Staöan Þróttur R. 14 12 2 40-13 40 HK............14 12 2 37-13 37 KA ...........14 8 6 27-29 27 Stjarnan ......14 4 10 23-30 23 ÍS ............14 4 10 18-33 18 Þróttur N.....14 2 12 11-38 11 1. deild kvenna KA-HK......................1-3 (15-11, 11-15, 9-15, 12-15) Staöan Víkingur.........10 9 1 28-6 28 HK..............11 6 5 22-22 22 KA ............11 6 5 21-23 21 ÍS..............9 5 4 17-15 17 Þróttur N.....11011 11-33 11 Næsti leikur í kvöld: Víkingur-ÍS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.