Tíminn - 08.02.1995, Qupperneq 1
STOFNAÐUR 1917
79. árgangur Miövikudagur 8. febrúar 1995 27. töiublaö 1995
■
"* • - U '■i
EroHBH
f f ■ Tímamynd CS
i-iann var svaiur á höfubborgarsvœbinu ígœr, sem og víbar, og þá var notalegt ab geta stungib sér ofan íheita sundlaug-
ina. Kuldinn gerbi þab ab verkum ab mikil gufa myndabist, en ekki var ab sjá annab en ab þessum unga manni, sem fór í Arbcejarsundlaugina í gœr,
líkabi vatnsbunan vel.
Hreinn Loftsson, formabur einkavœöingarnefndar; segist ánœgöur meö árangurinn á
kjörtímabilinu, en sala Búnaöarbanka biöi nýrrar ríkisstjórnar:
Deilur vegna SR-m j öls
sköðuðu einkavæðinguna
Engar lóbningar til aö kasta á
í gœr. Hólmaborgin:
„Ekkert aö hafa"
„Nei, þa& er ekkert ab hafa. Ég
sé bara smá grisju hérna niðri á
botni. Viö reynum að bera okk-
ur vel en viö erum ekkert voöa-
lega bjartsýnir," sagöi Þorsteinn
Kristjánsson, skipstjóri á
Hólmaborginni, frá Eskifiröi í
gær þar sem skipiö var úti af
Hvalbak í leit aö loönu.
Aöspurður sagöi hann loðnu-
leysið koma á óvart í ljósi þeirra
væntinga sem menn heföu haft
til veiðanna eftir vertíðina í fyrra.
Hann sagðist halda að þetta
mætti kannski rekja til breytts
hegðunarmynsturs hjá loðnunni,
því sú loðna sem hann hefur séð
hefur jafnan staöið mjög djúpt.
Hann sagðist ekki vera með
djúpa nót og það breytti engu
þótt hann væri með eina slíka,
því hann hefði ekki séð neinar
Íóðningar sem hægt væri aö kasta
á. En eins og kunnugt er þá fékk
Örn KE 1000 tonn af loðnu á dög-
unum sem hann hefði ekki getað
náð ef hann hefði ekki haft djúpa
nót, vegna þess hve loðnan stóð
djúpt. ■
Forsetinn
fór út af
Það óhapp varð í fyrradag að
forsetabifreiðin, með frú Vigdísi
Finnbogadóttur, hafnaði utan
vegar á þjóðveginum að Gullfossi
og Geysi. Forsetann sakaði ekki,
né bílstjóra og er bifreiðin
óskemmd. Forsetinn var að koma
frá Gullfossi og Geysi, þar sem
hún var í myndatökum fyrir
tímaritiö Hello, en þar mun birt-
ast á næstunni viðtal við Vigdísi
ásamt fjölda ljósmynda.
Atvikið varð með þeim hætti
að bifreið Vigdísar var ekið í fylgd
lögreglubifreiöar eftir ísilögðum
veginum, þegar bílarnir mættu
sendibifreið á nokkurs konar
blindhæð. Forsetabílstjórinn varð
að bregöast mjög snöggt við og
tók á það ráð að keyra bifreiðina
út af veginum, þar sem hún sat
föst í snjóruðningi. Nota þurfti
snjóplóg til að draga bifreiðina
upp á veginn. ■
Hin heföbundnu olíufélög ætla
greinilega aö láta stálin stinn
mætast í nýrri samkeppni Bón-
uss og Hagkaups, sem nýlega
stofnuöu olíudreifingarfyrirtæk-
iö Orkan, sem mun selja bensín
viö búöardyrnar ef svo má segja
og boöa iægra verö en gert er í
dag.
Markaðsmenn olíufélaganna
hafa leitaö lóöa á höfuöborgar-
svæðinu og víðar, þar sem mögu-
legt er aö koma fyrir tönkum sem
taka lítið rými. Einkum er horft til
lóða stórmarkaða, en þær eru
raunar ekki margar sem tilheyra
„Viö höfum gert þaö sem viö
höfum getaö. En ýmsir hlutir
hafa spilaö inn í aö upphaf-
Iegu markmiöi hefur ekki
veriö náö. Hér hefur veriö
efnahagsleg Iægö sem er erfiö
ekki keppinautnum, eiganda Ork-
unnar.
Dæmi um þetta er verslunin
Fjarðarkaup í Hafnarfirði sem olíu-
félögin líta einkar hýru auga, enda
vel staösett við fjölfarna leið.
Sigurbergur Sveinsson, viö-
skiptafræðingur og kaupmaður í
Fjarðarkaupum, sagði í gær að þaö
væri rétt. Olíufélögin sýndu lóð-
inni viö stórmarkaðinn mikinn
áhuga.
„Þetta er allt í umræðunni enn
sem komiö er," sagöi Sigurbergur
kaupmaður. „Ég hef ekki tekið
neina ákvörðun ennþá. Bensín-
fyrir einkavæöinguna og síö-
an hefur stærsta málinu veriö
frestaö vegna ýmissa hluta,
vegna efnahagsvandans,
vegna erfiöleika banka á
Norðurlöndum og vegna þess
tankur tekur talsvert pláss á lóð-
inni, og enda þótt ég hafi rúmgóð
bílastæöi em þau oft á tíöum full
af bílum viðskiptavina okkar. Ég
þarf aö vega það og meta hvort
þetta borgar sig," sagöi Sigurberg-
ur.
Reikna má með að á næstu mán-
uöum rísi fjölmargir bensíntankar
víða um borgina, þar sem bíleig-
endur geta afgreitt sig sjálfir og
borga með seölum eða debetkorti.
Lágmarksþjónusta á lægra veröi.
Kostnaður viö litla bensínstöð af
þessu tagi mun vera í námunda
viö 20 milljónir króna. ■
aö pólitískan stuöning
skorti," sagöi Hreinn Lofts-
son, formaöur framkvæmda-
nefndar um einkavæöingu, í
samtali viö Tímann. Hreinn
sagöi aö eigi aö síöur heföi
fariö fram mikilvægur undir-
búningur aö einkavæöingu
ríkisviöskiptabanka.
- „Það þarf ekki að líða nema
tiltölulega skammur tími frá
því að ákvöröun er tekin um
sölu bankanna þar til hægt er
að hefja sölu þeirra. Það verk-
efni bíður þó næstu ríkisstjórn-
ar og tel ég það tvímælalaust
mikilvægasta verkefnið á sviði
einkavæðingar á næstu árum,"
sagði Hreinn Loftsson.
Hreinn segir að ef allt hefði
gengið eftir hefði það markmið
náðst að selja ríkisfyrirtæki á
kjörtímabilinu fyrir 4 milljarða
eins og ráð var fyrir gert.
Hreinn sagði að tekist hefði að
selja fyrirtæki fyrir rúma 2
milljarða.
í hvítbók ríkisstjórnar Dav-
íðs Oddssonar sem kynnt var
haustið 1991 var gert ráð fyrir
að seld yrðu fyrirtæki fyrir sam-
tals 4 milljarða króna á þessu
kjörtímabili. Meðal fyrirtækj-
anna var Búnaöarbanki íslands.
Segir Hreinn að sala bankans
hefði fært ríkissjóði mun meira
fé en þá tvo milljarða sem upp
á vantar aö staðið sé við fyrir-
hugaðan hagnað af fyrirtækja-
sölum.
Stærsta sala ríkisfyrirtækis
var SR-mjöl hf. í desember
1993 og var aðstoöar nefndar-
innar ekki óskað af sjávarút-
vegsráðherra. Sú sala framkall-
aöi miklar deilur. Um þetta seg-
ir Hreinn Loftsson:
„Það er nauðsynlegt að forð-
ast mistök og vanda öll vinnu-
brögð við undirbúning og
framkvæmd. Því miður verður
að segja eins og er að deilur, til
dæmis vegna sölunnar á SR-
mjöli, hafa skaðað mjög fram-
gang einkavæðingar. Almennt
séð er reynslan góð af einka-
væðingu. Arðsemissjónarmið
ráða nú ferðinni í einkavædd-
um fyrirtækjum, í stað þess að
starfsemi þeirra hvíli á pólitísk-
um forsendum eins og áður
gerðist."
Heildartekjur ríkissjóðs af
sölu fyrirtækja á kjörtímabilinu
nema 2,1 milljarði króna, en
fimm fyrirtækjanna höfðu ver-
ið seld fyrir daga einkavæðing-
arnefndarinnar. ■
Olíufélögin snúast til varnar gegn Orkan-bensínafgreiöslum Hagkaups/Bónuss:
Leita logandi Ijósi ab
plássi á verslunarlóbum