Tíminn - 08.02.1995, Síða 6

Tíminn - 08.02.1995, Síða 6
6 ■r | mmum Miövikudagur 8. febrúar 1995 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Austurland NESKAUPSTAÐ Kísilmálmverk- smibja aftur á dagskrá Sveitarstjórnirnar á Eski- firói og Reyðarfirði hafa í samvinnu við orkunefnd Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi ákveð- ið að knýja á um endurat- hugun á byggingu kísil- málmverksmiðju á Reyðar- firði og er þetta llður í sam- eiginlegu átaksverkefni þess- ara sveitarfélaga í atvinnu- og ferðamálum. Þann 25. janúar sl. sendu þessir aðilar erindi til iðnaðarráðherra, þar sem óskað var eftir fjár- veitingu til slíkrar athugun- ar. í bréfinu er óskað eftir fjár- veitingu að upphæö 3-4 milljónum króna til verkefn- is sem hafi það að markmiði að áform um kísilmálmverk- smiðju verði endurskoðuð. Við vinnslu verkefnisins verði eftirfarandi haft að leiðarljósi: í fyrsta lagi hver grund- völlur kísilmálmverksmiðju sé í dag. í öðru lagi er bent á að kröfur séu frá fyrirtækjum í fiskimjölsiðnaði á Austur- landi um byggingu byggðar- línu vegna framleiðslu á gufu með rafmagni og mun bygging kísilmálmverk- smiðju auka hagkvæmni slíkrar styrkingar. í þriðja lagi er lagt til að skoðað verði hvað bygging kísilmálmverksmiðju á sín- um tíma hefði skilaö Lands- virkjun í formi tekna af orkusölu á grundvelli þróun- ar markaðsverös kísilmálms. í fjórða lagi er lagt til að hagkvæmni veksmiðjunnar verði m.a. skoðuð út frá því orkuverði sem verið hefur til umræbu varðandi byggingu sinkverksmibju, en megin- forsenda hennar er lágt orkuverb og mun lægra en gert er ráð fyrir við mat á hagkvæmni kísilmálm- vinnslu á sínum tíma. Fyrir 10-15 árum var bygg- ing kísilmálmverksmiðju við Reyðarfjörð mikið á dagskrá. Lögin gerðu ráð fyrir ab verksmiðjan yrbi aö meiri- hluta í eigu ríkisins. Áhugi á þessu máli vék síðan fyrir hugmyndum íslenskra stjórnvalda um byggingu ál- bræðslu við Faxaflóa. Umframorka hefur verið í landinu alveg frá 1982 og mun meiri en kísilmálm- verksmiðja hefði nýtt. Skákátak á Aust- urlandi Dagana 10.-12. febrúar nk. mun Ungmenna- og íþrótta- samband Austurlands og Skákskóli íslands gangast fyrir skákátaki á Austurlandi. Áf þessu tilefni mun stór- meistari koma þangað í langþrába heimsókn og von- andi munu margir, jafnt ungir sem aldnir, notfæra sér þetta tækifæri til að bæta kunnáttu sína í skák. Heim- sóknin mun verða í formi kennslu og fjölteflis, sem fer fram í ME, Grunnskóla Eski- fjarðar og Grunnskóla Breið- dalsvíkur. Dugmiklar refa- skyttur í Skaga- firbi Á dögunum felldu tvær refaskyttur í Skagafirði sjö tófur á einni nóttu. Var þetta við eyðibýlið Skata- staði, en þar hafbi verið dregið út æti. Voru þetta þeir Birgir Hauksson í Valagerbi og Kári Gunnarsson frá Flatatungu, sem stundað hafa þessar veiðar saman sl. fimm ár. í fyrravetur náðu þeir einnig sama fjölda dýra á sama stað. Ab sögn Birgis drógu þeir út æti í byrjun desember á fjóra stabi og hafa síðan drepið 11 dýr. „Við reynum að stunda þetta þegar veður gefur, en það hefur verib lít- ið um það undanfarið. Síðan erum við í þessu á vorin líka." Birgir segir þab sína skoð- un að tófunni hafi fjölgað mikið upp á síðkastið, en stór svæði orðið útundan við leit. „Á síðasta ári drápum við 98 dýr á okkar svæbi, sem eru fjórir hreppar, og mér viröist að það sé nóg eft- ir enn. Ég held ab það sé engin spurning að það verb- ur ab halda þessu niðri, burt- séð frá því að tófan drepur fé. Þetta yrbi hreinlega plága í öllu fuglalífi og slíku, ef ekkert yrði að gert. Eins finnst mér minknum vera að fjölga og þar þyrfti líka ab taka rassíu. Það er enginn að tala um að útrýma þessum dýrum, enda verður það aldrei meb þessum aðferð- um, en það verður að halda þeim í skefjum," sagði Birgir. Tvö slys orbib í heitum pottum á Flúbum síbustu misseri. Oddviti Hruna- mannahrepps: „Afar slæmt ab komast svona á kortib" „Það er afar slæmt að kom- ast á kortið fyrir þessa hluti svona slag í slag," segir Loft- ur Þorsteinsson, oddviti Hrunamannahrepps, í sam- tali við Dagskrána. Ung stúlka féll í 70°C heitan pott í sumarbústaðahverfinu Ása- byggð við Flúðir fyrir skemmstu, eins og flestum mun kunnugt. Algengt er að heitir pottar, sem fólk svamlar í, séu 37- 40° heitir. Stjórnlokar geta hins vegar gefib sig og hita- stigiö farib upp úr öllu valdi, eins og gerðist nýlega. Sam- bærilegt atvik varb sl. vor þegar ungur maður lést eftir að hafa farið í 90° heitt vatn við hótelið á Flúðum. Loftur Þorsteinsson segir að afar slæmt sé að engar reglugerðir séu til um stjórn- og lokubúnað heitra potta. Slíkan búnað setji hver upp eftir sínu höfði og því gerist hlutir sem þessir. Segir Loft- ur að Hrunamenn vilji gjarn- an taka forystu í þessum málum og verða fyrirmynd annarra um að öryggisbún- aður við heita potta verði settir upp hvarvetna um landib. Afrakstur einnar nœtur á Skatastöbum. Sjö dýr fallin. Frumvarp liggur fyrir þingi um aö koma upp vakt- stöö þar sem svaraö er samrœmdu neyöarnúmeri: Bitist er um neyðar- svörunina Fjórir abilar bítast um ab fá ab koma upp vaktstöb þar sem svarab yrbi símtölum í samræmt neybarnúmer á landinu, 112, tn frumvarp liggur nú fyrir þingi þess efn- is ab slíkri stöb verbi komib upp. Þab eru Slysavarnafélag íslands, Slökkvilibib í Reykja- vík, Vari og Securitas, sem lýst hafa áhuga á ab taka ab sér ab reka vaktstöbina. Est- her Gubmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Slysavarnafé- Iags íslands, segir ab félagib sé tilbúib ab taka ab sér þessa svörun. „Þetta fellur nánast beint undir okkar starfsemi. Við höf- um haft neyðarsímaþjónustu frá 1929 og þá höfum við svar- að neyðarnúmeri fyrir Dala- sýslu, Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu og A- Skaftafellssýslu. Við höfum líka annað net sem aðrir hafa ekki, og það eru björgun- arsveitirnar. Þetta eru helstu rökin," segir Esther. Auk þess hafi Slysavarnafélagiö verið verktaki fyrir hið opinbera, hvab varðar rekstur Slysavarna- skóla sjómanna og Tilkynning- arskyldu íslenskra skipa og það myndi tryggja aukið hagræði í rekstrinum að fá fleiri verkefni. Esther segir ab hagræðing sé þab eina sem Slysavarnafélagiö sjái í því að fá neyðarnúmers- svörunina til sín og það sé alls ekki hægt að rekja það til gróðasjónarmiða. Ef til þess kæmi að slysavarnafélögunum væri falin vaktstöðin, myndi hún verða staðsett í húsnæði félagsins á Grandagarði. Þar kæmi til greina ab samnýta starfskrafta með annarri vökt- un. Samkvæmt frumvarpinu um neyðarnúmerið er gert ráð fyrir að stofnkostnaöur verði á bil- inu 40-50 milljónir og rekstrar- kos.tnaður verbi um 45 milljón- ir á ári. í frumvarpinu er ekki tekin afstaða til þess í hvers hlut vaktstöðin komi, en dóms- málaráðuneytinu hins vegar falið að ræða við ýmsa aðila um reksturinn. Miðað við frum- varpið eins og það lítur út í dag, er gert ráð fyrir að ríkið og Jöfnunarsjóður sveitarfélaga greiði kostnaðinn við rekstur vaktstöðvarinnar að jöfnu. Esther segir að það hafi einn- ig komib til tals að tveir eða fleiri aðilar sameinist um rekst- urinn og þrátt fyrir að Slysa- varnafélagið vilji helst aö því verði falin vaktstöðin, þá komi samstarf við einhverja hinna þriggja einnig til greina. Óformlegar viðræður í þá átt hafa þegar farið fr.am, auk þess sem viðræður hafi farið fram við dómsmálaráðuneytið, en engin svör fengist þaðan enn. Félagslegar íbúöir í Borgarbyggö: Eftirspumin mun minni en fyrir nokkram árum Eftirspurn eftir félagslegum íbúbum í Borgarbyggb hefur minnkab mikib á undanförn- um árum. Alis eru 53 íbúbir í félagslega kerfinu í sveitarfé- laginu, auk nokkurra íbúba í nýbyggbu fjölbýlishúsi fyrir aldraba sem tekib var í notk- un á síbasta ári. Á dögunum voru tvær lausar íbúðir auglýstar og bárust tvær umsóknir. Fyrir nokkmm árum hefðu mun fleiri umsóknir bor- ist, enda var þá nánast slegist um hverja einustu íbúö, ab sögn Eiríks Ólafssonar, bæjar- ritara í Borgarbyggð, en Tíminn ræddi viö hann á dögunum. Ekki hafa allar félagslegu íbúðirnar selst. Einhverjar af þeim íbúðum í Borgarbyggð, sem eru í félagslega kerfinu, eru í leigu, en leigjendurnir munu allir vera fólk sem er innan þeirra tekjumarka sem eru sett sem skilyrði fyrir kaupum á íbúðum í félagslega kerfinu. Sagði Eiríkur að „þó svo þau kannski einhverra hluta vegna ráði ekki við ab kaupa akkúrat núna, þá stefna þau á að gera það innan skamms tíma". ■ Afkoma íslandsbanka snar- batnar, mebal annars vegna fækkunar starfsmanna: Bati upp á 839 milljónir Eigendur íslandsbanka munu fá tilefni til að gleðjast á aðal- fundinum 27. mars. Hagnab- ur af rekstri íslandsbanka hf. varð 184,5 milljónir króna á síðasta ári. Það eru snögg um- skipti til hins betra, því árib á undan tapabi bankinn um- talsvert, eba 654 milljónum króna. Batinn nemur því 839 milljónum. Batann þakka íslandsbanka- menn hagræðingarstarfi og minni töpum vegna útlána. ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.