Tíminn - 08.02.1995, Blaðsíða 11
Mi&vikudagur 8. febrúar 1995
MfilttliftÍM.
11
hennar draumabarn fæðst.
Hún var frá stofnun félagsins
varaformaður þess þar til hún
tekur vib formennsku áriö 1967
og er formaður félagsins þar til
hún flyst búferlum subur til
Reykjavíkur árið 1974.
A formannsárum Rebekku
dafnaði félagiö vel undir rögg-
samri stjórn hennar, en rögg-
semi, hreinskiptni og dugnaður
einkenndu ætíð öll hennar
störf.
Eftir að hún flyst suður tii
Reykjavíkur og fer ab starfa ab
öðrum félagsstörfum, var hún
samt oft með hugann hjá félög-
um sínum hér fyrir vestan, vildi
ætíð fá fréttir af félagsstarfinu
og var dugleg ab senda hand-
unna muni á basara félagsins.
Nú í ár, þegar 35 ár eru síöan
Kvenfélag Mosvallahrepps var
stofnab, hugsum við með þakk-
læti í huga til hennar, sem á
sínum tíma átti þann draum að
félagsskapur kvenna yrði til. Fé-
lagsskapur, sem sett hefur sinn
svip og haft mikil áhrif á allt
mannlíf í þessari sveit í þrjátíu
og fimm ár.
Þökk sé þér, Rebekka, og bless-
uð sé minning þín.
Halldóri, Ósk, Sigríði, Birni og
ástvinum öllum vottum vib
innilegustu samúð.
Sigríður Magmisdóttir
í fáum orðum langar okkur
systkinin til að minnast Reb-
ekku Eiríksdóttur frá Sandhaug-
um í Bárðardal.
Kynni okkar hófust fyrir tæp-
um fimmtíu árum, þegar Hall-
dór og Rebekka bjuggu í Meðal-
holti 15 ásamt foreldrum okkar.
Á þessum árum starfaði Halldór
við blaðamennsku á Tímanum.
Þá vorum við systkinin orbin
fjögur og aðeins sex ára munur
á því yngsta og því elsta. Það var
því í mörg horn að líta hjá móð-
ur okkar vib heimilisstörf og
varð því að ráði að Rebekka að-
stobaði mömmu við heimilis-
störfin. Frá þessum árum eigum
við margar minningar og sam-
eiginlegt með þeim öllum er
góövild og hlýja sem Rebekka
og Halldór sýndu okkur.
Rebekka var músíkölsk og
hafði lært að spila á orgel. Hjá
okkur var píanó og þó hún væri
óvön píanói þá greip hún í það
við og vib og mamma söng og
var þá oft glatt á hjalla í Meðal-
holtinu. Hún kunni mikiö af
ljóðum og lögum og var óspör
að miðla þeim til okkar á sinn
glaöværa hátt. Rebekka var
spaugsöm og hafði mikla frá-
sagnargleði. Þegar Dúna fór ab
læra á píanó hvatti Rebekka
hana og leiðbeindi henni. Það
má því segja að hún og Halldór
hafi sýnt okkur systkinunum
áhuga og umhyggju sem við
værum þeirra eigin börn. Áreið-
anlega hefur oft reynt á þolin-
mæðina þegar átti að ná okkur
inn á kvöldin og vib búin að
tvístrast út um holt og móa.
Eftir ab hafa búið nokkra vet-
ur í Reykjavík, en Rebekka var
alltaf á Kirkjubóli á sumrin,
fluttu þau Halldór alfarið vestur
og bjuggu þar samfleytt til árs-
ins 1973. Þau fluttust þá til
Reykjavíkur og bjuggu fyrstu ár-
in í næsta nágrenni vib
mömmu og pabba. Var þá hægt
að" rækja vináttusambönd á ný.
Mamma og Rebekka höfbu náið
samband á þessum árum og eft-
ir að mamma dó hafa þessi vin-
áttutengsl aldrei rofnað.
Rebekka hefur tekið virkan
þátt í starfi Félags framsóknar-
kvenna í Reykjavík til margra
ára. Hin síðari ár, eftir að Stína
tók að starfa í félaginu, hafa
hún og Rebekka oftast verib
samferöa á fundina og vibhald-
ið gömlum vinskap og skal
Viöurkenning Hag-
þenkis 1994 veitt dr.
Unnsteini Stefánssyni
Hjalti Hugason, formaöur Hagþenkis, og dr. Unnsteinn Stefánsson viö af-
hendingu viöurkenningarinnar.
henni hér þakkað fyrir þann
áhuga sem hún sýndi málum fé-
lagsins.
Við þökkum Rebekku vinskap
°g tryggð 1 gegnum árin. Hall-
dóri færum við innilegar sam-
úðarkveðjur frá okkur systkin-
unum og föður okkar.
Dúna, Tryggvi, Steinunn,
Stína og Kolbeinn
Afhimni dagur horfinn er,
að höndum nótt og myrkur ber
og þreyttu höfði hallar þú
á hvíldarbeð í von og trú.
(H.Kr.)
Frú Rebekka Eiríksdóttir, fyrr-
um húsfreyja á Kirkjubóli í
Bjarnardal, Önundarfirði, síðar
Leifsgötu 6 í Reykjavík, lést 28.
janúar s.l., 82ja ára ab aldri.
Hún var fædd 10. ágúst 1912,
dóttir Eiríks Sigurðssonar,
bónda, og konu hans Guðrúnar
Jónsdóttur á Sandhaugum í
Bárbardal.
Ég kynntist Rebekku á árun-
um eftir 1950 í sveitinni á
Kirkjubóli. Hún var gift Halldóri
Kristjánssyni, bónda þar, þau
gengu í hjónaband 17. júní
1941.
Hún var geðþekk og prúð
kona, hafði reisn og bar með sér
gleði sem góðum vinum duldist
aldrei. Til útiverka átti hún til
að vera eftirminnilega aðsóps-
mikil annað veifib, s.s. með
hrífu í hendi er loft var þungbú-
ið og hey flatt. Þá duldist manni
ekki ab mikið lá við. Hamhleypa
og röskleiki komu þá fram á
sviðið. Eins var næsta víst að
ekki sluppu margar kindur þeg-
ar staðið var fyrir safninu og
beina átti því réttan farveg. Góð
tilþrif dugðu vel.
Undir yfirborði daglegrar
framkomu þýðleikans bærðist
tilfinningaríkur persónuleiki.
Hún átti sitt tilfinningamál.
Hluttekning hennar vib atburð-
um til glebi eða sorgar var afar
einlæg, frá hjartanu komin.
Hún gladdist svo skemmtilega á
gleðifundum, en sorg var djúp á
sorgarstund. Öllum vildi hún
vel.
Bindindi og þjóðarheill bar
hún fyrir brjósti. Þar voru þau
hjónin samstíga sem annarstab-
ar og gáfu sér með því lífsfyll-
ingu og traustan vinahóp.
Rebekka og Halldór eignuðust
fósturbörn: Ösk Elínu Jóhannes-
dóttur f. 1941, Sigríði Eyrúnu
Guðjónsdóttur f. 1948 bg Sævar
Björn Gunnarsson f. 1948. Þá
dvaldi og hjá þeim næsta lengi
Sigurlaug Sævarsdóttir, dóttir
Óskar. Allt myndarfólk. Tengda-
börn hafa og síðan komið til
sögunnar, barnabörn og barna-
barnabörn.
Þau hjón brugðu búi í sveit og
fluttu til höfuðborgarinnar árið
1973. Til þeirra þar var ekki
síðra að koma en í sveitina.
Síðustu árin kenndi hún sér
nokkurrar vanheilsu, elli kerling
var að setjast að, eins og hún
oröaði það. Halldór og börnin
studdu hana þá meira og meira
eftir þörfinni, því greindi hún
mér frá á okkar síðasta fundi, nú
væri hún bara orðin gömul.
Með þessum fáu orðum að
leibarlokum þakka ég og fjöl-
skylda mín samverustundir og
vináttu í áratugi.
Halldóri, börnum, tengda-
börnum og afkomendum send-
um við Bryndís samúöarkveðj-
ur.
Og vœr oggóð þér verði nótt,
þér veiti hvíldin nýjan þrótt,
svo nýjum morgni mœti þú
tneð tneiri dug og betri trú.
(H.Kr.)
Blessuð sé minning Rebekku
Eiríksdóttur.
Guðmundur Óskar,
Gautaborg
Undanfarin ár hefur Hagþenk-
ir, sem er félag höfunda fræði-
rita og kennslugagna, veitt við-
urkenningu fyrir framúrskar-
andi fræðistörf og samningu
fræðirita og námsefnis. Sér-
stakt viðurkenningarráð, sem
skipað er fulltrúum ólíkra
fræðigreina og kosib til tveggja
ára í senn, ákveður hver viöur-
kenninguna hlýtur. Viðtakandi
fær viburkenningarskjal og
fjárhæb sem er nú 250.000 kr.
Viburkenningu Hagþenkis
1994 hlýtur dr. Unnsteinn Stef-
ánsson fyrir mikilsverð fræðistörf
og í tilefni af útkomu ritverksins
Haffrœði I og II, en síðara bindið
kom út á árinu á vegum Háskóla-
útgáfunnar. Hjalti Hugason, for-
maður Hagþenkis, afhenti viður-
kenninguna við sérstaka athöfn
föstudaginn 27. janúar í fundasal
Hafrannsóknastofnunar á Skúla-
götu 4.
í greinargerð viðurkenningar-
ráðs Hagþenkis er veitingin að
vissu leyti tengd 50 ára afmæli
lýðveldisins. Þar er minnt á að
Alþingi hafi samþykkt þings-
ályktunartillögu um stofnun há-
tíðarsjóös þann 17. júní, sem
ætlað er aö efla vistfræöirann-
sóknir"á lífríki sjávar og efla ís-
lenska tungu. Verk dr. Unnsteins
tengjast vel báðum þessum
markmiðum. Orðrétt segir í
greinargerðinni: „Viðurkenning-
in nær í raun til starfsferils dr.
Unnsteins í heild sinni, þar sem
hann hefur á undanförnum ára-
tugum unnið brautryðjendastarf
á sviði hafrannsókna og að ýmsu
leyti lagt grunn að nútíma þekk-
ingu okkar á hafinu. Ber starf
Á undanförnum árum hefur
pasta orðið æ meira áberandi
á borðum landsmanna og
benda kannanir til þess að
rúmlega 30 þúsund manns
snæði reglulega einhvers kon-
ar pastarétti. Nú hafa þrjár
fjölskyldur tekið sig saman og
stofnað fyrirtækið A.R.K. hf. í
Kópavogi, sem hefur með að-
stoð Glitnis hf. haslað sér völl
hans allt vitni um mikla elju og
vísindalega natni. Ekki er síður
um vert ab hann hefur miölað
þessari þekkingu á móðurmálinu,
þannig að hún er öllum aðgengi-
leg." Að loknu yfirliti um efnis-
þætti Haffræði I og II er minnst í
greinargerðinni á mjög ítarlega
nafna- og atriðisorðaskrá og verk-
iö talið skrifað á fögru og auð-
skiljanlegu máli.
Dr. Unnsteinn Stefánsson er
fæddur árið 1922. Hann lauk MS-
prófi í efnafræði frá University of
Wisconsin í Bandaríkjunum árið
1946 og doktorsprófi í haffræöi
frá Kaupmannahafnarháskóla ár-
ið 1962. Hann hefur starfað og
numib við hafrannsóknastofnan-
ir í Danmörku, Noregi, Englandi
og Bandaríkjunum, auk þess sem
hann starfaði sem sérfræðingur
og deildarstjóri hér heima hjá
Hafrannsóknastofnun. Unn-
í framleiðslu á fersku fylltu
pasta, Pestópasta.
Framleiðslan er nýlega komin í
hillur verslana og hafa viötökur
verið mjög góðar. A.R.K. hf. fram-
leiöir fjórar tegundir af fersku
fylltu pasta og er fyrirhugað að
fjölga framleiðslutegundum enn
frekar ábur en langt um líður.
Undirbúningur aðstandenda fyr-
irtækisins og þróun framleiðslunn-
steinn gegndi prófessorsembætti
í hlutastöbu við Duke University
í Norður-Karólínufylki í Banda-
ríkjunum 1965-1970, var verk-
efnastjóri hjá Menningar- og
fræðslustofnun Sameinuðu þjóð-
anna 1970-1973 og prófessor við
Háskóla íslands 1975- 1992.
Eftir dr. Unnstein liggja fjöl-
mörg ritverk. Auk Hafftœði I og II
má nefna Hafið, sem kom út
1961, og doktorsritgerðina North
Atlantic Waters árið 1962. Þá hef-
ur hann birt fjölda ritgerða í ís-
lenskum og erlendum vísindarit-
um.
Viðurkenningarráð Hagþenkis
skipa Indriði Gíslason íslensku-
fræðingur, Jón Gauti Jónsson
landfræbingur, Mjöll Snæsdóttir
fornleifafræöingur, Sigrún Klan
Hannesdóttir bókasafnsfræðing-
ur og Þorsteinn Vilhjálmsson eöl-
isfræðingur. ■
ar stóð í rúmlega eitt ár, en fyrir-
tækið er staðsett við Smiðjuveg 10 í
Kópavogi. Glitnir hf. tók að sér að
fjármagna vélakost verksmiðjunnar
og er framleiðslan eins og áður seg-
ir komin í fullan gang. Stofnun
A.R.K. hf. og framleiðsla fyrirtækis-
ins er gott dæmi um nauðsynlegt
frumkvæði í athafnalífinu, sem efl-
ir íslenskan iðnað og atvinnu.
Aöstandendur A.R.K. hf. meö hina nýju íslensku framleiöslu, ferskt fyllt Pestópasta, í húsakynnum fyrirtœkisins í
Kópavogi. Frá vinstri: Ragnar Kristjánsson framkvæmdastjóri, Helga Kristjánsdóttir, jóhanna Guöjónsdóttir,
Kristján Valdemarsson og Olga Ragnarsdóttir.
Ferskt íslenskt Pestópasta
komið á neytendamarkað